Tíminn - 02.03.1969, Blaðsíða 12
51. tbl. — Sunnudagur 2. marr 1969. — 53. árg.
Þegar vel viðrar til sjósóknar
fara bátar út strax aftur, og
sjómenn hafa ekki tíma til að
skreppa heim. í stað þess fá
þeir heimsókn niður á
bryggju. — Á neðri myndinni
hafa tvcir sjö ára piltar fengið
rauðsprettu hjá hinum eldri.
(Tímamyndir—OÓ).
Komið úr róðri
OÓ-Reykjavík.
Engu var líkara en Vest-
mannaeyingar leystust úr álög
um þegar sjómannaverkfallinu
lauk ekki alls fyrir löngu. í
þessari mestu útgerðarstöð
landsins varð mannlíf enn
daufara en á öðrum stöðum,
þegar bátar voru bundnir ^ið
bryggju og kominn vertíðar-
tími, en sjómenn biðu í landi
eftir lausn sinna mála og
fjöldi manna og kvenna varð
atvinnulaus, þar sem fiskur
barst ekki að landi. Öll afkoma
Vestmannaeyinga byggist á
fiski. Þeir sem ekki stunda sjó
eða starfa við vinnslu aflans
í landi, vinna að þjónustu við
fiskiflotann eða fiskvinnslu-
stöðvarnar. Er því ekki að
undra þótt brúnin hafi létzt
á fólki þegar flotinn loks hóf
veiðar eftir langvarandi verk-
fall. Var nú aftur tekið til
höndum í bænum. Bátarnir
streymdu úr höfn og vinna
' hófst í frystihúsum og öðrum
fiskvinnslustöðvum.
Fyrst í stað barst ekki ýkja
mikill afli á land, Sjómenn
voru að leita fyrir sér hvar
fiskinn væri helzt að fá og
í hvaða veiðarfæri. Afli var
misjafn fyrstu dagana, en
hvað um það, verkfallinu var
lokið og vertíð hafin. Loðnu-
bátarnir voru þeir fyrstu sem
komu dekkhlaðnir að landi.
Þeir tóku á móti hverri loðnu
göngunni af annarri og innan
fárra daga voru allar þrær
fiskimjölsverksmiðjanna orðn-
ar fullar þótt loðnan væri
brædd allan sólarhringinn.
Það hefur löngum verið sið-
ur þeirra Vestmannaeyinga,
sem í 'landi eru, að labba sér
niður að höfn um það bil er
bátarnir koma að, rölta milli
bátanna og spjalla við sjómenn
ina. Allir spyrja hins sama:
— Hvernig var fiskiríið í
dag?
Hvernig sem fiskaðist, svara
sjómennirnir með sama kæru-
leysinu, spýta út fyrir borð-
stokkinn og horfa á bátana sem
eru að koma inn undir Heima-
kletti: — Það er ekki kvikindi
að hafa. Andskotan ekki neitt.
Og í bezta tilfelli: — Nú,
þetta er svona sæmilegt. •—
En svo stórt er ekki tekið upp
í sig nema að minnsta kosti
lestarnar séu fullar og helzt
gott betur.
Fiskimenn nota ekki efri
stig lýsingarorða, þegar þeir
tala um aflabrögð, nema þegar
lítið fiskast og þá fylgja oft-
ast nokkur vel valin orð í kaup
bæti, og eru þá sjávarbúum
lítt vandaðar kveðjurnar.
Þegar bátarnir koma úr
róðri eru sjómennirnir ekki
síður forvitnir að vita um afla
hinna bátanna, en þeim sem
í landi eru. Þegar bátarnir eru
komnir inn í höfnina og eru á
leið á sinn stað við bryggjurn
ar má oft sjá þá lyfta höndum
ótt og títt eða glenna sundur
fingurna og kteppa suma.
Þetta merkjamál nota þeir til
að gefa kunningjum sínum á
hinum bátunum til kynna hve
mörg tbnn þeir hafi fengið, og
er svarað í sömu mynt frá öðr-
um bátum.
Það er skemmtilegt að fylgj
ast með þegar bátarnir birtast
einn af öðrum undan Heima-
kletti og leggja að. Þeir fyrstu
koma meðan enn er bjart. Dag
nokkurn í vikunni lögðu Eyja-
bátar að í vetrarblíðunni og
voru margir á ferli við höfn-
ina. Virðulegir embættismenn
gengu með frúm sínum og
spurðu nýaðkomna sjómenn
frétta. Strákar hlupu milli bát
anna og reyndu hver um sig
að fá aflafréttirnar fyrst til að
geta sagt hinum, og hlupu síð-
an upp bryggjurnar til að til-
kynna þeim sem síðar komu
hvað þessi bátur og hinn hafi
fengið. Við brimgarð næst inn-
siglingunni stóðu aldraðir sjó-
menn, sem nú voru komnir í
land fyrir fullt og allt. Tóku
í nefið og sögðu fátt. Þeir
þurftu ekki að spyrja neinna
frétta. Þeir fylgdust gaumgæfi
lega með hverjum bát sem
sigldi inn hafnarmynnið og sáu
strax með þjálfuðum sjómanns
augum hve mikið hver bátur
var hlaðinn og fóru þá nærri
um tonnafjöldann.
Enn er ótalinn einn stærsti
hópur þeirra Vestmannaeyinga
sem leggja leið sína niður að
höfn þegar von er á bátunum
úr róðri. Það eru sjómannskon-
urnar. Sumar óku þær barna-
vögnum eða leiddu krakka sér
við hlið, nema hvort tveggja
væri. Þær gengu ekki milli
bátanna eins og annað bryggju
göngufólk, heldur horfðu á bát
ana þegar þeir kornu inn og
þegar rétti. báturinn kom að
voru þær þar við sem hann
lagðist að bryggju. Þar biðu
þær rólegar þar til einn af
skipshöfninni brá sér upp á
bryggjuna, kíkti inn í barna-
vagninn, og svo var talað sam-
an í hálfum hljóðum, sjálf-
,sagt um aflabrögð.
Strákunum, sem voru orðnir
nógu stórir til að standa í fæt
urna var lyft yfir lunninguna
og fengu að spígspora um á
hálu þilfarinu og þóttust menn
með mönnum.
Vestmannaeyingar eru aldir
upp við og á sjó frá blautu
barnsbeini. Strákarnir eru yfir
leitt ekki gamlir þegar þeir
fara að hyggja að veiðiskap
við höfnina, ef ekki eigin veiði
þá aflabrögðum stóru bátanna
Framhald á bls. 16
Það er enginn landburður, sem trillurnar leggja upp, en hlutaskipti eru hagkvæm og er oft ekki minna upp úr handfæraveiðum að hafa en róa á stærri skipum.
Flatfiski landað. Trollbátarnir hafa nú leyfi til að fiska á gömlum miðum og er ekki að sökum að spyrja, flatfiskur er aftur farinn að berast á land.
■mhi
\