Tíminn - 02.03.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.03.1969, Blaðsíða 9
,|SB?ÖWn>AGUR 2. marz 1969. TIMINN s DENNI DÆMALAUSI — Og hér kemur benzíniS . . . . Nei, heyrðu, fyrst skal ég segja þér hvernig þríhjól vinnur! Lárétt: 1 Blóm 6 Heppni 8 Af- svar 10 Viðkvæm 12 Borða 13 Féll 14 Op 16 Ambátt 17 Kvik- indi 19 Hali. Krossgáta Nr. 254 Lóðrétt: 2 Strákur 3 Leit 4 Þverá Dónár 5 Hestamál 7 Óvirða 9 Borða 11 Gubba 15 Nam 16 Fundur 18 Tónn. Ráðning á gátu no. 253: Lárétt: 1 Letur 6 Rás 8 Lön 10 Sæl 12 Óg 13 VI 14 ICný 16 Vik ,17 Sái 19 Hatts. Lóðrétt: 2 Ern 3 Tá 4 Uss 5 Flokk 7 Bliki 9 Ögn 11 Ævi 15 Ýsa 16 Vit 18 Át. Sunnudagur .2. marz 1969. 18.00 Helgistund. Séra Sigurður Haukur Guðjónsscn, Langholts- prestakall. 18.15 Stundin okkar. Föndur — Gullveig Sæm- undsdóttir. í tröllahöndum — teikni- myndasaga, sem Hjálmar Gíslason les. Snip og Snap koma í lieimsókn. Skólalúðrasveit Kópavogs leikur. Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Vettlingurinn — kvikmynd. Umsjón: Svanhildur Kaaber og Birgir G. Albertsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Fjölskyldurnar. Spurninga- þáttur. Spyrjandi: Markús Á Einarsson. Dómari: dr.Bjarni Guðnason. Fjöl- skyldurnar eru frá Akranesi og Borgarnesi. 20.50 Nábúarnir. Mynd þessi er um samskipti tveggja nágranna, eftir að blóm eitt snoturt spratt á laudamörkum þeirra. Þetta er myndræn dæmisaga um ágirnd mannsins og afleið- ingar hennar. 21.00 Frumraun (Debut). Bandarískt sjónvarpsleikrit. Aðalhlutverk: Susan Strasberg, Maria Palmer og Martin Milner. Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir. 21.50 Á sióðum víkinga, II. Frá Lindisfarne til Niðar- óss. í þessari mynd greinir einkum frá ferðum norskra: víkinga vestur um haf, til Skotlands, Hjaltlands og Orkneyja og frá ríki þeirra; á þessum slóðum. Þýðandi og þulur Grímur Helgason, (Nordvision' — Norska sjón ’ varpið). 22.20 Dagskrárlok. Mánudagur 3. marz. 20.00 Fréttir. 20.30 Á slóðum Hrafna-Flóka. Mynd þessi, sem sjónvarpið lét gera, ei tekin á Barða- strönd vorið 1968, í ná- grenni við Brjánslæk. Kom- ið er i Vatnsfjörð, farið upp í surtarbrandsgilið í Brjáns- lækjarfjall; og með Brjáns- lækjarfólk. til dúntekju í Engey. Stjórn og texti: Hinrik Bjarnason. 20.50 Saga Forsyteættarinnar. Johr Galsworthy. 21. þáttur. Meiðyrðamál. Aðalhlutverk: Eric Porter, Susan Hampshire og Nicholas Pennell. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 21.50 Chaplir ástsjúkur. 21.50 Bændui í þremur löndum. Mynd þessi lýsir búskapar- háttum i þremur Evrópu- löndum. Austurríki, Svíþjóð og Vestur-Þýzkalandi. Þýð- and’ os þulur: Óskar Ingi- marsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.25 Dags’-rárlok. skotfæra. Þú ættir einnig að hafa skammbyssu auk riffilsins, sem satt að segja er ekki sérlega ný- tázkule.g,ur lengur. Dónaldi r.umdi í barminn eins og úrillur björn. — Hann hefur dugað mér til þessa. Og ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tímann neýðzt til þess að stökkva afvopnaður af hólmi út um glugga. — Jæja, og ég vona, að þú sleppir við það, sagði Aldous hlæj- andi og rétti vini sínum hönd- ina. — Þú kemur þá að húsi Blacktoms í dögun með þrj'á hnakk hesta og burðarklár. — Já, eða með öðrum orðum eftir þrjá stundarfjórðuinga, Johnny. Þeir skildu, og Aldous gekk sem leið lá til húss Blacktons og hrað- aði förinni. Hann sá það inn um eldhúsgluggann, að kínverski mat- sveinninn var kominn á stjá og fariinm að sýsla við morgunverð- inn. Blackton kom þangað fram í sömu svifum klæddur morgnn- kyrtli, og hann va^ með pípu sína í munni, þegar hann kom til dyra. Honum brá svo mjög í brún, er hann sá framan í Aldous, að pip- an datt úr munmi hans. — Hvað hefur nú komið fyrir? — Aðeins smáslys, sagði Aldous. — Heyrðu kunningi, þú verður að vera mér hjálplegur við að segja kvenþjóðinni einhverja trúlega sögu til skýringar. Sannléikurinn er sá, að ég stökk gegnum glugga með gleri í, en það getur engimm siðfágaður karlmaður sagt konum eins og þú skilur. Blackton horfði á hann hugs- andi. — ÞaS er auðvitað hverju orði sannara, viðurkenndi hann. — Hvað segirðu um að hafa hnot ið um trjárót og fallið á þyrni- runna. Aldous þrýsti hönd hans. — Ég er satt að segja ofur- lítið forvitiinn, sagði Blackton. — En ég verð víst að hafa hemil á mér um stund. Konurnar lcomu nú á vettvang, og Aldous sá, að Jóhanna roðnaði af gleði, þegar hún sá hann. En sá roði breyttist fljótt í fölva, er hún tók eftir því, hvernig hann var leikinn. Blackton og Aldous hlógu báðir stórkarlalega og sögðu söguna af trjárótinni og þyrnirunnanum, og Peggy húsfreyja styrkti sögu þeirra með því að lýsa því, hve þyrnirunnar gætu verið hættuleg- ir. En Jóhanna trúði þeim þó aug sýnilega ekki. Hún sagði brosandi við Aldous: — Ég vissi, að eitthvað mundi gerast, og ég er því fegin, að það skyldi ekki verða enn verra. Honum þótti vænt um að sjá, hve hress hún var. Hún hafði aug- sýnilega hvílzt vel. Hún hafði fléttað hár sitt í eina fléttu. Frú Blackton hafði lánað henai reið- föt, skálmapils og stuttjakka. Þessi föt fóru henni vel og sýndu vel fagran vöxt hennar. Hún var rjóð í kinnum og fjörlegur glampi í augum hennar. Aldous gleymdi um stund eigin skrámum við að horfa á hana. Páll og Peggy Blackton voru svo nærgætin að látast ekkert taka eftir augnatillitum þeirra við morg umverðinn, og Jóhanna gat horft rannsakandi á Aldous með svip, sem sagði honum, að hún hefði getið sér furðulega nærri hinu rétta. Dónaldi lét ckki bíða æftir sér. Dögunin va" ekki komin langt upp á austurlcftið, þegar hann birtist með hestana, og harin stóð hjá hesti þeim, sem hann ætlaði Jóhönnu, þegar Aldous kom út með henni. Jóhanna rétti hon- um höndina vinsamlega, og gamli maðurinn (ók hana í báðar sínar og laut höfði yfir hana. Fimm mínútum síðar riðu þau úr hlaði með Dónalda í fararbroddi, en Aldous og Jóhanna ráku lestina. Klyf jahesturimn var í miðið. Þau riðu meðfram vagnspori, sem lá gegnum skóginn: Þessi skógur þakti dalinn brekkna milli. Þegar þau höfðu riðið nokkurn spöl, beindi Jóhánna hesti sínum á hlið við Adous. — Mér ieikur nokkur forvitni á að vita, hvað gerðist í nótt, sagði hún blátt áfram. — Viltu segja mér það, eða fellur þér það miður? Aldous horíði beint í augu hennar. Hann hafði þegar gert sér Ijóst, að hún mundi engu trúa um þetta nema sannleikanum, svo að hann álcvað að segja henni að minnsta kosti hluta hans. Hann ætl aði að leggja aðaláherzluna á gull- söguna. Hann sagði henini þvi frá leit sinni að Jóa de Bar um kvöld ið og fundum sínum og bjarnar- reiðkonunnar. Hann skaut því einu undan, sem saerti hana sjálfa. Hann reyndi að gera þetta allt saman kátbroslegt. En iþrlátt fyrir allar tilraunir hans til þess áð gera sem minnst úr þessu öllu, hafði það mikfl á- hrif á Jóhönnu. Hún var orðin náföl og horfði beint fram fyrir sig eins og hún vildi varast að horfast í augu við hann. Hann grunaði, að hún hefði enn getið nærri hinu rétta og að hana grun- aði það, sem hann hafði hlaup- ið yfir i sögu sinni. Hann óttaðist lífca, að henni mislifcaði þetta und- irferli hans mjög. Loks sneri hún sér að honum, og rödd henrnar skalf, er hún — Þeir hafa þá ætlað að ganga af þér dauðum? — Getur verið, en þó er einnig hugsanlegt, að þeir hafi aðeins ættað að sfcjóta mér skelk í bringu en ég hafði ekki tíma til þess að bíða eftir úrslitum. Mig langáði til þess að komast sem fyrst til Dónalda aftpr, svo að ég stökk út um gluggann. — Þeir hafa setið um líf þitt, Sunnudagur 2. roarz. 8.30 Létt morgunlög: 9.10 Morguntónleikar. 18.25 Háskólaspjall: Jón Hnefill Aðalstelnsson fil, lic. ræðir við fjóra fulltrúa stúdenta- ráðs háskólans. 11.00 Messa í Fríkirkjunni: 12.15 Hádegisútvarp: Dagskráin Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Um rímur og rímnakveð- skap: Hallfreður Örn Eiríks son cand. mag. flytur þriðja og síðasta hádegiserindi sitt. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá finnska útvarpinu: 15.30 Kaffitíminn: Capitol hljóm- sveitin leikur Iétt-klassiska tónlist Carmen Dragon stj. 16.05 Endurtekið efni: 17.00 Barnatími: Ingibjörg Þor- hergs stjórnar. 18.00 Stundarkorn með þýzka píanóleikaranum Wilhelm Kempff, sem leikur Sex smálög op. 126, Rondó op. 129 o.fl. verk eftir Beethov en. 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Ljóð eftir Stein Steinarr: Elín Guðjónsdóttir les. 19.40 Á Signubökkum — annar þáttur. Brynjar Viborg og Gérald Chinotti kynna franskan Ijóðasöng. 20.20 Kvöldstund á Grund í Kol- beinsstaðahreppi. Stefán Jónsson ræðir við öldung- inn Guðmund Benjamíns- son. 20.45 Óperuaríur eftir Mozart og Verdi: Erika Köth og Fritz Wunderlich syngja. 21.10 Eneykið: Þorsteiun Helga- son sér um þáttinn og ræð- ir m.a. við nemendur á menntaskólastigi norðan- lands og sunnan. Einnig er viðtal við Andra ísaksson, sálfræðing, um skólarann- sóknir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Danslög. 23.25 Fréttir í stuttu málL Mánudagur 3. marz. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregn- ir. Tónleikar. 7.30 Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn: Séra Erlendur Sigmundsson. 8.00 Morgunleikfimi: Valdimar Örnólfsson. Tónleikar. 12.00 Hádegisútvarp. Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregn- ir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Búnaðarþáttur. Sveinn Ein- arsson veiðistjóri flytur yfir Iit um eyðingu refa og minka. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Miðdegisútvarp. Fréttir. Til- kynningar. Létt lög: 16.15 Veðurfregnir. Klassísk tón- list. 17.00 Fréttir. Endurtekið efni: 17.40 Börnin skrifa. Guðmnndur M. Þorláksson Ies bréf frá bömum. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Um daginn og veginn. Tryggvi Karlsson hagfræð- ingur talar. 19.50 Mánudagslögin. 20.20 Á vettvangi dómsmálanna. Sigurður Líndal hæstarétt- arritari flytur þáttinn. 20.45 „Zorahayda", hljómsveitar- verk eftir Johan Svendsen. Fílharminíusveitin í Osló leikur; Odd Gruner-Hegge stjórnar. 21.00 „Snilligáfa er dýmiæt“ eftir Soya. Unnur Eiríksdóttir les smásögn vikunnar í eigin þýðingu. 21.15 Einsöngur og tvísöngur. Stefán íslandi syngur ai-íur úr ópemm svo og tvísöng með Elsu Brems. 21.40 íslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Pass- 22.00 Fréttir. íusálma (24). 22.25 Konungur Noregs og bændahöfðingjar. Gunnar Benediktsson rithöfnndur flytur áttunda frásöguþátt sinn, 22.45 Hljómplötusafnið í umsjá Gnnnars Guðmundssonar. 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.