Tíminn - 02.03.1969, Qupperneq 7

Tíminn - 02.03.1969, Qupperneq 7
SíJNfrtJDAGUR 2. marz 1969. TIMINN 19 SÆLURIKIÐ - eftir Guðmund Steinsson. - Leikstjóri: Kristbjörg Kjeld. Sviðsmynd: Messíana Tómasdóttir Fátt liggur verr fyrir ísleinding um en heimspeki og háspekileg- ar bollaleggingar um tilgang lífs- ins eða broslegt brölt mannkind- arinaar hér á jörðu og er Guð- mundur Steinsson þar engin und- antekning. Boðlskapur sá, seim hiöfumdur Sæluríkisins hyggst flytja okkur, virðist því sem næst verður kom- izt, vera fólginn í þeirri marg- tuggðu staðhæfingu, a'ð menn hafi ittu heilli ekki enn in'áð nægi- legum þroska né komizt í nógu 'hátt vitsmuna- og siðgæðisstig, né öðlazt innsæi og skilning á ætlunarverki sínu. né ger.t sér fulla grein fyrir þekn sannindum, að þeir eru allir þrátt fyrir allt á sama báti, né ræktað með sér maninkærleik og bræðraþel til að fá inngöngu í sæluríkið. En hvar er þetta sæluríki? Það býr í brjósti þínu, bróðir! En þrátt fyr- ir það verður það fyrir ofan þína seilingarhæð til eilífðar nóns vegcia ófullkomnunar þinnar og blindu, vöntuinar á verðleikum og mannkostum. Mér væri nær að halda, að þessu efni hefði m'átt gera greinarbetri skil og gagnorðari í sunnudags- morgunpredikun, í tímaritsgrein eða jafnvel í skáldsögu heldur en í leikriti. Höfundur hrífur okkur ekki með leiftrandi tungutaki cié fljúgandi mælsku. Honum er hvorki lagið, „að láta orðin lið- ast saman, létt og mjúkt, eins og silkiþráð né greypa þau saman, sterk og tíguleg, eins og stuðla- berg“, eins og Stephan G. Steph- ansson komst einhvers staðar að orði. Guðmundur Steinsson virðist ekki kunna fótum sinum forráð á leiksviði. Þáð er greinilega ekki hans heimahagar, svo ótrúlega fá- um hinútum og leikbrögðum er hann kunnugur. Við þetta bætist svo, að það liggur vi'ð að sögu- þráðurinn, þessi litli bláþráður, slitni í sundur og þegar svo ber undir, kann höfundur ekki ann- að ráð en að hnýta hann saman með rembihnút. Rás viðburða er oftast jafn fábreytileg og innan- tóm og tal leikpersóna og bætir það vitanlega ekki úr skák. Ekki kveður hér við nýjan tón og ferskan í íslenzkum leikbók- menntum. Rödd Guðmundar Steinssonar er hvorki hljómmik- il, persónuleg, skýr, cié kli'ðmjúk. Ég veit satt að segja ekki, hvern- ir hanni yrði bezt lýst. Hún kemst ef til vill næst því að vera loðin og lognmjúk. Hjá leikskáWinu fæð'ast varla nokkrar frumlegar hugsanir. Boðskapur þess er á- líka innblásinn og háfleygur og pokaþóf andlega lúins klerks. Sæluríkið er í allri hvimleiðri 'hreinskiilni sagt litið áhugavert og óforvitnilegt, og það sem ef til vill mestu furðu sætir, ákaf- lega ' óleikrænt í sinni þrúgandi fábreytni og endurtekningum, deyfð, og skelfingarleysi, liggur mér við að segja. Það er ekki gaman að sjónleikjum, ef í bá vantar skelfinguna eða glóðina. Guðmundi Steinssyni er greini- lega ekki nógu mikið niðri fyrir. Táknmyndasaga haqs um lífs- göngu maninkyns er öll á ytra borði. Það væri fyrk sig, ef haft hefði verið fyrir því að fága það borð og hefla, en því er ekki einu sinni að heilsa. Höfundur fer svo leynt með það, sem honum ligg- ur á hjarta, að engum flýgur í hug í skjótri svipan, hvað það kann að vera, en eitt er þó víst, að hvers eðlis sem þetta óljósa hjartans mál hans nú er, þá er það svo ógrundað, að þáð er hand í förina með þeim, þá hefðu eft- irfarandi orð kunnað að hrökkva út úr honum: „Hvílík flatneskja!" Þó að fátt sé um fína og frum- og orðsnilld bágborin, þá gætir hlutverk, sem helzt er bitastætt í. samt góðu heilli stundum nokk- urra tilþrifa í rökræðum biskups- ins og lögfræðingsins, en þó eink- um og sér í lagi í samvizkuskil- um eða skriftamálum ferðafólks- ins frammi fyrir ímynduðum dóm urum sínum. Ef fleiri atriði væru jafngóð þessu, þá hefði heildar- útkoman eflaust orðið önnur og betri en raun ber vitni. Þrátt fyrir góða frammistöðu og dugnað, vilja og áhuga jafnt leikstjórans sem flestra leikenda, þá tekst þeim því miður ekki að blása lífsanda í Sæluríkið né hefj það upp úr sínum öldudal. Að öðrum leikurum ólöstuðum þá finrnst mér mest sópa að þeim ain við mörk tjáningar eða orða. Að orða baki býr ekkert annað en gapandi tóm. ' Sæluskip Guðmundar Steinsson ar leggst við stjóra í djúpum öldu- dal og heldur þar lengstum kyrru fyrir. Formaðurinn reynir af fremsta megni að forðast bæði brim og boða, holskeflur og hætt- ur. Þegar akkerum er loksins létt, eftir mikið þóf og heilabrot og stefat er til öldufjallsins, þá kemst skipið aWrei upp á öldu- hrygginn, hversu kröftuglega sem það er knúið. Þótt öllum árum sé að því róið, þá kemst það ekki hærra en upp í miðjar ölduhlíð- ar, en fyrr en varir steypist það jafnhraðan aftur beint oifan í öldu dalinn, þar sem það er sennilega bezt geymt. Svona skel á ekkert erindi út á rúmsjó. Enda þótt Guðmundur Steins- son færist í rauninni ekki minna í famg en að glíma við jafnvanda- samt viðfangsefni eins og Chau- cer og Bunyou gerðu á sínum tíma, þá þætti mér næsta ólíklegt, að Sæluríkið kæmist nokkurn tíma í samjöfnuð við sögur af Rautaraborg eða Krossgönguna, svo mikill er snilldar- og gáfna- munur höfunda. Það gengur satt að segja guðlasti næst að nefna þessi verk í sömu andrá. I Sæluríkiinu kynnumst við laus lega fulltrúum ýmissa stétta, eins og t.d. lögfræðingi og biskupi, her manni og kaupmanni, auk þess pilti og stúlku og loks einu gam- almenni. Allt þetta fólk leggur upp í langferð, sem aldrei skyldi hafa verið farin. Til marks um stórkostlega hugkvæmni leik- skáldsins og frumleika, má benda á, að það lætur aurasálina rogast með aíðþunga en nýtfzkulegia skjalatösku fulla af gulli yfir fjöll og firnindi, kletta og klungur, og gengur því ferðin seint. Ferðafólkið gengur nú lengi, lengi, klifrar kletta, kafar aur og snjó og kemst loks við illan leik upp á fjallsbrúnina, þar sem blas- ir við þeim dýrleg sjón. Einn hrópar: „Hvílíkt útsýni!“ Annar hrópar-: „Hvílík borg!“ Sá þriðji: „Hvílíkir turnar!“ Sá fjórði: „Hvílíkir glæsilegir turnar!" Sá fimmti: „Hvílík víðátta!“ Hefði gáruingi eða gagnrýnandi slegizt lega drætti í Sæluríkinu og per- sónusköpun höfundar sé yfirleitt í molum, boðskapurinn loðinn Leifi Ivarssyni og Sigurði Karls- syni, en þá er líka þess að gæta, að þeim hefur verið falin þau Sæluríkið stendur langt áð baki Forsetaefnunum, sem frumsýnd voru í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkr um árum, hvað sem því nú veld- ur. Mér kæmi þó ekki á óvart, að orsökin sé ef til vill sú, að höfundur sé að leitast við að til- einka sér ný og framandi vinnu- brögð og feta þannig í fótspor erlendra lærimeistara, sem sumir hverjir þræða vandrataðar huldu- slóðir í völundarhúsi mannlegrar vitundar. Jafnvel þó að það sé ekki ætl- un mín að fetta fingur (eða löngu töng) út í leikritaval aðalleikhúsa þjóðarininar að svo komnu máli, þá þykir mér að öðru jöfnu betri gjalda vert að sýna ný verk eftir unga íslenzka höfunda, þótt göll- uð séu og bjórarnir í þeim ekki allir beysnir, heldur en að bera gamlar heimabakaðar lummur eða útlent gervibakkelsi á borð fyrir áhorfendur, eins og iðulega hef- ur viljað við brenna. Um svipað leyti sem L.R. tók t.d. Leynimel 13 til endursýning- ar, þá lýsti leikhússtjóri því op- inberlega yfir, að félaginu hefði borizt um það bil 12 nýir sjón- leikir og sumir þeirra meira að segja mjög frambærilegir að hans dómi og nefndi hann þetta til marks um ánægjulega grósku í ís- leazkri leiksköpun. Hvort þjóð- leikhússtjóri er sömu skoðunar og starfsbróðir hans um þetta atriði, veit ég ekki, en hitt þyk- ist ég þó vita, að Þjóðleikhúsiinu berist að öðru jöfnu ekki færri ís- lenzk hugverk en L.R. og hefði því oft verið gildari ástæða til að velja eitthvert þeirra til flutnings heldur en að sviðsetja til að mynda gamlar revíur, sem komu fyrst fyrir almenningssjónir á veg um L.R. og vinsæla nutu endur fyrir löagu. Halldór Þorsteinsson. Leikféiag Selfoss sýnir „Skálholt" Ég sá leikritið Skálholt í Sel fossbíói 4. febrúar s.l., en það eru Leikfélag Hveragerðis og Leikfélag Selfoss, sem hafa tek ið höndum saman og sett það á svið. Það er ekki hægt að segja annað en að leikfélögin hafi ráðizt í mikið við að setja þetta verk upp núna á siðustu og verstu tSmurn. Leikstjóri var Gísli Halldórsson, viður- kenndur ágætis leikstjóri. Óþarfi er að rekja efni leiks- ins hér, en ef það er til fólk, sem ekki þekkir það, en lang ar til að kynaast þvf, þá ætti það að fana og sjá leikinn. Ég held að það sé þess virði, ekki áðeins leiksins vegna, heldur einnig höfundarins, en hann mun hafa lagt mikla vinmu í að semja það. Alltof lítið er tfl af leikritum. úr sögu okk- ar, þess vegna verður Guð- mundi Kamban aldrei fullþakk áð fyrir þetta framlag til leik- húsmenningar þjóðar okkar. Svo við snúum okkur að sýn ingunmi, þá verð ég að segja að leikendur voru harla mis- jafnir. Hörður S. Óskarsson lék sr. Sigurð Torfason dómkirkju- prest. Seint ætlar Hörður áð gleyma Möller kaupmanni í Pilti og stúlku. Framsetning hans i hlutverki dómkirkju- prestsins minnti óþægilega oft á þessa kunnu persónu úr Pilti og stúlku, sem hanm lék þá annars með ágætum. Gunnar Kristófersson lék Odd Eyjólfsson skólameistara, en st'undum fannst mér þessi Oddur skólameistari minna mig frekar á skólastrák í með- förum Gunnars fyrir utan lestr arfireiminn í röddinmi, sem of oft brá fyrir. Valgarð Runólfs- son lék hirnn aldna Brynjólf biskup Sveinsson. Þetta hlut- verk gerir miklar kröfur til leikarans. Líklega er Valgarð of ungur í þetta hlutverk til að sýna á sannverðugan hátt hina öldurmanmlegu hlið bisk- upsins, en annars lék hann skörulega og af innlifun. Bjarni E. Sigurðsson lék Daða Halldórsson. Bjarni var of stirður og þvingaður í hlut- verki sínu. Ef Daði hefur ver- ið svona, þá hefur honum tæp- lega þótt mikið vænt um Ragn heiði. Þóra Grétarsdóttir lék Ragn heiði Brynjólfsdóttur. Leikur hennar var mjög góður, þegar miðað er við hina litlu leik- reynslu hennar. Hún virtist skilja hlutverk sitt mjög vel, framkoma á sviðinu óþvinguð «g framsetning skýr. Guðjón H. Björnsson fór með hlutverk Torfa Jónsson- ar prófasts. Guðjón er líklega nokkuð vanur að leika, sem og leikur hans bar merki um, og sama má segja um Aðalbjörgu M. Jóhannsdóttur, sem lék bisk upsfrúna, þau skiluðu sínum hlutverkum vel. Atli Gunnarsson lék klukku- sveininn. Framburður hans var of hraður og liaur (það var reyndar hjá fleirum) og hon- um varð það á að sýnast ekki nógu alvarlegur í bragði mið- að við kringumstæðurnar á biskupssetrinu og þá atburði, sem voru að gerast þar. Svava Kjartansdóttir lék Helgu matrónu í Bræðratungu. Það hefði verið góður kostur fyrir Svövu að gerast atvinnu- leikkona. Það má með vissu segja, að varla sé það drama- tíska hlutverk, sem Svava ræð- ur ekki við. Hún bar svo sann- arlega höfuð og heröar yfir aðra leikeadur á þessari sýn- ingu. Aðrir leikendur stóðu þokka lega fyrir sínu. Leiktjöld Herberts Granz voru vel gerð eins og við var að búast. Sýndngin tókst í heild vel og mega hlutaðeigendur vel við una að því leyti. Nokkuð finnst mér það hæp in ráðstöfun, að leikfélög slái starfsemi sinni saman með þessum hætti, sem hér hefur verið gert. Tæplega er hægt að álykta, að slíkt samkrull sé til áð efla leikmenniagu á hvor- um stað, en slífct hlýtur þó að vera megintilgangur leikfélag- anná. Til þess þarf samheldni og félagslega einiingu. Ég er ekki í vafa um, að hvort félag- ið fyrir sig hefði getað kom- ið þessu verki á svið á eigin spýtur, og fæ ég ekki séð, hvað hér liggur til grundvallar. Ég veit, að óánægju gætti innan Leikfélags Selfoss a.m.k., að fá ekki tækifæri til að takast á við eigin verkefni og út af fyr- ir sig. En þrátt fyrir það er gleðiefni, að þessu verki skyldi komið á svið, og hafi þeir heila þökk, sem að þvi stóðu. Grétar Þ. Hjaltason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.