Tíminn - 02.03.1969, Blaðsíða 3
8CNNUDAGUR 2. marz 1969.
TIMINN
15
Hvert stefnir?
Kunnara er, en minna fþu-ríi
á, hversu íslendiingar voru
orðnír þreyttir og mæddir, sök
um ágengni erlendra veiði-
skipa í tand'helgi sinni. Á-
getngni þessi var þó alvarleg-
ust frá því að botnvarpan var
almennt tekin í notkun, og þar
til „þorskastríðið" var unnið.
Mörgum, bæði inman lands
og utan, þótti alldjarft af ís-
lendingum að ýfast við svo
voldugum aðilum, er þar áttu
hlut að máli. . En „stríðið“
vannst samt, eins og allir vita.
Að verulegu leyti má þakka
sigurinn því, að þjóðin stóð
nær óskipt að baki þeim, sem
einbeittir voru í fylkingar-
brjósti. Þeir létu hvorki lokka
sig með blíðmælum, né hræða
með hótunum. Ennfremur var
það okkur til framdráttar á
Genfarfundinum, að fulltrúar
íslands þar létu sér annt um
friðun hrygningarsvæða, vernd
un fiskistofna, svo og vísinda-
legt eftirlit með beim fram-
kvæmdum. Slik ummæli hafa
síðain verið oft og fjálglega
endurtekin, m.a. í blöðum, á
tyllidögum og af fulltrúum
fslands hjá Sameinuðu þjóð-
unum. Er það vissulega án-
nægjulegur kliður.
Mikil var gleðin, þegar er-
lendu ránvargarnir voru loks
útreknir úr landhelginni. Þótt
ust menn þegar sjá þa von
rætast, að áður gjöfulir firðir
og flóar, sem nú voru orðnir
öntriöð, glæddust aftur lífi.
Fyrstu áriin eftir sigurinn leit
líba út fyrir iþað og bjartsýni _
manna jókst. En, — Adam var
ekJd lengi í Paradís. Fljótt tók
að kvisast, að kominir væru
nýjir þjófar í landhelgina. í
fyrstu voru fregnir óljósar, en
skýrðust brátt. Þetta voru sem
sé íslenzkir skipstjórar, sem
fannst gengið á hlut sinn og
töldu sig ekki geta gert út
skip sín, nema landhelgim yrði
opnuð þeim að mýju.
Það er málefni út af fyrir
sig, hvort ráðlegt sé að rýma
til í lögum fyrir þeim, að ein-
hverju leyti. Hins vegar er
fulllah'gt gengið, þegar þessir
nýju þjófar tileinka sér ná-
kvæmlega sömu vinnubrögð og
Bretar létu sér sæma, meðan
þeir voru lftt áreittir, þó þeir
toguðu jafnvel svo grunnt, að
skipin tók niðri. Mikið mega
þvi þessir eftirmenn þeirra
vera þakklátir tækninni. Þeir
eru nú búnir svo fullkomnum
siglingatækjum, að hreinasti
klaufaskapur væri að stranda,
þó þeir séu ljóslausir að at-
hafna sig uppi við landsteina.
Brögð voru að þessum brotum
fyrr, en fyrst kastaði tólfunum
á árinu 1968. Nefnd skulu
dæmi; Blöðin birtu í sumar
myndir af lögbrjóti á Þistil-
firði. Sveitabær sást í baksýn.
Væri ekki fróðlegt að athuga
þessar myndir og reikna út
fjariægð skipsins frá landi? Þá
var í útvarpi talað við mann
í Grímsey. Sagði hamn, að skip-
in kæmu og köstúðu uppi við
eyjuna og toguðu svo út aft-
ur. Sá hann ekki annað ráð
vænna en að fá fallbyssu á
staðinn, til að vernda afkomu
heimamanna. Blaðamatur varð
á sínum tíma, þegar götulög-
reglan á Þórshöfn skrapp út
á báti og gómaði einn þjóf-
inm. Var það rösklega gert.
Útvarpið skýrði frá því, að
Húsvíkingar sæu í ratsjá ljós-
laus skip að veiðum inn um
allan Skjálfandaflóa. Þeir
gerðu síðan út bát til að
stugga við þessum skugga-
böldrum og hafa eftirlit með
þeim framvegis. Þá er hér
saga frá Þórshöfn, sem cnm
er ekki opinber í fréttum: Að-
komubátur einn, sem var orð-
inn heimamönnum að mis-
jöfnu kunnur af Þistilfirði,
þurfti á viðgerð að halda og
kom því upp að bryggju. Er
hainn hafði fengið aðstoð, kast-
aði hann vörpu sinni, svo fljótt
sem auðið var og togaði frá
bryggjunni. (Ótrúlegt en satt.)
Nú er að víkja að þeirri
strönd, sem hér er næst. Lítið
mun hafa orðið vart gæzlu-
skipa í vor við Sléttu, enda
þótti nyrztu ábúum þar togar-
ar ærið ágengir. í sumar fékkst
svo varla bein úr sjó, allt frá
Ásmundarstaðaeyju, vestur
undir Tjörnes. Nokkuð var þó
um smáfisk á Þistilfirði og í
grennd við (Raufarhöfn, enn-
fremur fast undir Tjörnesbjörg
um og í Skjálfandaflóa. Lítill
friður var þó þarna upp við
landið, því stóru skipin komu
þangað með sín tröllatæki og
tóku það, sem þau náðu. Þetta
varð til þess, að fljótlega var
hætt að taka á móti fiski, und-
ir vissri stærð í cm. Fiskvernd
un mun það þó varla hafa orð-
ið. Hinu var bara mokað í sjó-
inn dauðu, engum til gagtns.
Öxfirðingur einn sagði mér
að vísu, að hann hefði eitt
sinn hlaðið trillu sína í röst-
inni fyrir aftan eitt þessara
skipa, sem vissulega hefði sómt
betur að leggja sig eftir ein-
hverju öðru, en smælki upp
við land. Efcki gat hann þó
hirt nema smáhluta þess, sem
þarna var fleygt, enda var mik
ið af því seiöi. Vart mun hægt
að hugsa sér andstyggilegx-i
rányrkju en þetta, sem við-
gengst þrátt fyrir fagurmælin.
Nokkrir ræningjanna voru
kærðir og þá kom fyrir, að
varðskip sást. En eins og tún-
rolla, sem sigað er einu sinni,
komu þau bara aftur og voru
ekki ónáðuð af „réttvísinni"
meira.
S.l. sumar var piltur á trillu
sinni á Hólsvík. Geta má þess,
að víkin er ekki breiðari en
svo, að skjóta má yfir hana af
sæmilegum veiðiriffli. Kom þá
stórt skip askvaðandi að og
skipstjórinn sagði pilti að hafa
sig burt, svo hann gæti kastað
utan um torfuna. Piltur neit-
aði og eftir talsvert orðaskak
hafði skipið sig á brott. Skip-
stjórinn hefur liklega kunnað
að skammast sín. Trillueigend-
ur á Raufarhöfn kunna marg-
ar sögur af ófögrum aðförum
þar uppi við land. Lítur nú út
fyrir, að liðin sé sú tíð, þegar
okkar ágæti landhelgisvörður,
Eiríkur Kristófersson, gat sagt
í Englandi, að sömu lög giltu
hér fyrir alla. Skyldi það
verða okkur til sóma, ef farið
yrði að hyggja að efndunum?
Guðniundur Þorsteinsson.
Tökum nú Faxaflóa. Hvergi
ætti að vera auðveldara um
vísindalegt eftirlit en þar. Þó
eru þeir, sem eiga afkomu
sína undir viðhaldi grunmmiða
ekki myrkir í máli, um að eft-
irlitið þar sé til skammar.
í fjögur ár hafa opinberar
fregnir sagt frá fjölda skipa,
sem tekin hafa verið í land-
helgi, dómfelld og sektuð, með
tilheyrandi upptöku afla og
veiðarfær'a. Allt í einu kemur
svo gleðifréttin: Á fullveldis-
daginn eru gefnar upp allar
sakir fyrir landhelgisbrot. Það
er sannarlega ágætis ráðstöf-
un að kosta dýra landhelgis-
gæzlu og enm dýrari dómgæzlu
safma lögbrjólum á kippu og
náða þá alla á eimum tyllidegi.
Ekki stóð heldur lengi á þakk-
lætinu. Strax daginn ef-tir fóru
fjórir glaðir grunnvatns-kap-
teinar út fyrir Gróttu og hófu
þar að toga, í sjónfæri við
Slysavarnafélagshúsið. (Trúir
svo nokkur því, að botnskefill-
inn, sem ég minmtist á áðan,
hafi kastað vjð bryggju á Þórs-
höfn, að þegnum gxæiða í
landli?) Síðan bir.tu blöðiin
myndh' af uppskipun veiðar-
færa þessara kátu kapteina,
(en engar af útskipun þeirra
aftur).
Ég spurði í upphafi, hvert
stefndi. Kannske er þegar byrj
að að safna öðrum fjögurra
ára skammti lögbrjóta til að
kunngijöra náð valdhafanna og
réttvísmnar. Það kennir lík-
lega áhugamönnum, eins og
lögreglunni á Þórshöfn, Hús-
víkingum og fleirum að vera
ekki að ómaka sig neitt til að
reyna að koma lögum yfir þjóf
ana. Landhelgisbrjótar munu
sennilega nota botnsköfur sín-
ar óspart og eftir vild héðan
í frá, í trausti þess, að „rétt-
vísin“ líti á það með „blinda
auganu“.
Er meiningin, að við horf-
um upp á það þegjandi, að
ekki aðeins sé upprætt hverí
kvikindi á grunnmiðum, held-
ur og að botn þeirra sé urinn
svo, að kynslóðir komi og fari,
áður en þar staðnæmist uggi
á ný? Eða eigum við að vopn-
ast veiðirifflum til að verja
hrognkelsamiðin? Alþýðan á
heimtimgu á að vita, hvort
nokkur stefna er til í land-
helgismálum. Á svívirðileg
stefna síðasta árs að gilda á-
fram óbreytt? Vill því ekki ein
hver af ábyrgum framámönn-
um láta svo lítið að svara þess-
um spurningum?
Sú heimska, sem ég hef drep
ið á, bitnar að sjálfsögðu fyrst
á 'þeim, sem enn þrauka í dreif
býlinu, síðan fyrr en varir á
þjóðinni allri. Einhvers staðar
verður þorskurinn að fá að al-
ast upp, til þess að hægt sé
að veiða hann vaxinn og arð-
gæfan. Allir ættu að sjá, að
það flýtir fyrir eyðingu dreif-
býlisins, að sjálfsbjargarvið-
leitni þess er fótum troðin.
Grunnmiðin hafa verið því gjöf
ul.
Sárgrætilegast er, að landar
okkar skuli tileinka sér aðferð-
ir þeirra erlendu skálka, sem
okkur tdkst með svo mikilli
fyrirhöfn að losna við. Litlu
skárra er að vita, að löggæzl-
an skuli vera á því stigi, sem
þessar framkvæmdir hennar
gefa til kynna. Virðist nú sem
að sannast sé á okkar vesælu
og vansælu „viðreisn", hið
gamla máltæki: „Flestar fara
henni flikurnar eins“.
Sandvík, 15.12. 1968.
Guðmundur Þorsteinsson,
frá Lundi.
ÆHél
ÆiWiLWmk
KVIK
MYNDIR
Bonnie og Clyde
Leikstjóri: Arthur Penn,
handrit: David Newman og
Robert Benton.
Kvikmyndari: Burnett
Guffey tónlist: Charles
Strouse.
Bandarísk frá 1968.
Sýningarstaður: Austurbæjar
bíó, íslenzkur texti.
Þetta er ein af fáum mynd-
um, sem beðið hefur verið eft-
ir með tilhlökkun af þorra
manna, Fyrir tíu árum hefði
fólk komið af fjöllum ef spurt
hefði verið um þessi skötuhjú,
en í dag tala börnin um Bonn-
ie og Clyde, auðvitað án þess
að vita nánari deili á þeirn, en
nöfnin tákna eitthvað æsilega
spennandi.
Ný tízka spratt af þessari
kvikmynd, faldurinn fór niður
á kálfa, alpahúfan prýðir hár
stúlkna og V hálsmál sést aft-
ur. Ný „stjörnugerð“ var sköp
uð, en koma bara ekki ótelj-
andi Faye Dunaway-ur á Holly-
woodfæriböndum næstu árin?
Já, myndin er umtöluð og
forvitnileg, uninin af færustu
mönnum, Burnett Guffey sá
sami sem kvikmyodaði „King
rat“ eftir Bryan Forbes sem
sýnd er núna í Stjörnubíói,
undirstrikar ágæti sitt í þess-
ari mynd og fékk „Oscar“ verð
launin fyrir beztu Jitatöku.
Margir töldu þessa mynd ör-
ugga með Oscarsverðlaunin fyr
ir 1967 sem beztu myndina
gerða það ár, cn eins og kunn-
ugt er hlaut „In the heat of
the night“ leiikstjóri Nor-
mann Jewisson þau. Samt er
það augljóst að enginn nema
meistari getur gert listræna
mynd um forherta glæpamenn,
þó að Penn hafi kosið að stikla
á staðreymdunum í lífi Barrows
og Parkers.
Bakgrunnur þessara atburða
er það ógurlega böl, sem
kreppan mikla hafði fyrir blá-
fátæka bændur sem BANK-
INN flæmdi af jörðunum
Verkabuxur eru aðalein-
kennisbúningurinn, konurnar
útslitnar og nið'urbrotnar af
erfiði og vonleysi, börnin ber-
fætt í lörfum og skrjóðurinn
með því lit'la sem til er sligast
áður en Kaliforníu er náð, en
þangað stefndu þjóðflutningar
frá Suðurfylkjunum. Það er
auðskilið að sagnir um sa'mbúð
Barrowsbófanna með fátækum,
genigi vel í þetta fólk, það
syrgði ekfci tjón BANKANS.
Við sjáum ekki illa gefinn
kynviUtan Clyde Barrow, held
ur fríðan ungling, sem leiðzt
hefur út í vopnað rán setið
inni og ©r ekki fyrr sloppinn
út, en hanu byrjar aftur. Ekki
heldur lausláta ístöðulitla
Bonme Parker helduir heill*-
andi fríða konu, geislandi af
kvenlegri hlýju og töfrum. En
þessi tröppugangur á staðreynd
unum kemur ekki að sök, við
erum að horfa á kvikmynd eft-
ir Art'hur Penn en ekki að
lesa lögregluskýrslur.
Ljóð Bonniear sem sýna
kvenlegt næmi, eru knöpp og
vel gerð, dauðaóttinn heftir
aldrei yfirgefið hana, það atr-
iði túlkar Dunaway einstaklega
vel i kvikmyndinni.
Warren Beatty (bróðir Shir-
ley MacLaine) /feleymlst ekki í
þessu hlutverki, kófsveittur í
bílnum, eldsnöggur að byss-
unni, barnslegur í ást sinni til
Bonnie. Sérkennilegri leikara
en Micheal J. Pollaard jr. er
erfitt að finna hann er eins
og skopmynd af geðgóðum
vandræðaunglin'gi, og eftir-
minnilegur í hlutverki C.W.
' Moss. Estelle Parssons fékk
Oscarsverðlaunin í aukahlut-
verki fyrir leikinn í hlutverki
Blance Barrow. Faye Dunaway
fékk „Stella“ verðlaunin sem
British film academy wards
úthlutar, sem efnilegasti nýlið-
inn í stórhlutverki, fyrir leik-
inn í þessari mynd.
Já, vízt er mynd þessa fólks
fegniKö og lituð bjartari litum,
kynvillu Barrows afneitar
hann harðlega og vangeta hans
til kvenna stafar af sálrænum
ástæðum, sem Bonnie yfirvinn
ur að lokum. í því atriði er
ekkert gróft, ekkert klúrt eðli
leg gleði þeirra eftir örstutt
hamingjuaugnablik, er vel túlk
að af þeim báðum.
Það er fáum gefið að skapa
kvikmyndir sem lifa, bæði á
tjaldinu og í hugum fólks löngu
eftir að hafa séð myndina, en
Penn er þetta gefið í ríkum
mæli.
Oft er svó að þegar umtal-
aðar myndir koma hingað,
verður maður fyrir vonbrigð-
um, svo er ekki með Bonnie
og Clyde, Penn hefur gert
kyagimagnaða rnynd sem
lengi verður minnzt.
P.L.
Áuglýsið í Tímanum
Matarlykt:
Nýja Husqvarna
eldhúsviftan
eydir henni
(jumiar —(íscjeií'Sion- hf.
Suffurlandsbraut 16.
Laugavegi 33. - Sími 35200.