Tíminn - 02.03.1969, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1969, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 2. marz 1969. TIMINN 17 FÍEinhJörti Hjartarson, prentari: í ólestri Nú, þegar verkalýðsfélögin .öll eru með lausa samninga og æ haröari gagnrýni beinist að ríkis- síýórninni, og kröfur eru uppi um, aS hún útvegi fjármagn til at- ■vánnulífsins, svo að halda megi uppi sama hraða í uppbyggingu og áður, vaknar sú spurning, hvnrt venkalýðsfélögin sjálf eigi ekki stóran þátt í, hvernig kom- i@ er. Þvá miður vdrðast þau eiga sinn þ'átt í þvi, og hann ekki lít- ÍlTlþX- Það er vdðurkennt af flestum, að þensia og verðbólga í atvinnu- Mi sé mjiög óheppileg fyrir verka- fýðirm og þá aðila, sem stjónna eigia ríikisbúskapnum. Hvað má þ!á segja um það ofboð. er. hér1 hefur gengið yíir s.l. ár? Fyrir- tæki, núsjaMega þöri, spretta upp, þó vitað sé, að markaður sé fullur og vel það. Aðallega á þetta við um innlendan þjónustuiðnað ýmiss konar. Fyrirtækin nýju taka verkeíni frá hinum grónari, og nú er svo komið, að flest, ef ekki öll fyrirtækin ganga með hálfum afköstum, þegar komið er árierði, sem sumir kalla meðalárferði. Verkalýðsfélögim og foringjar þeirra krefjast þess nú, að útveg- að verði fjármagn til að halda at- vinnu eims og hún áður var. Byggingariðnaðarmenn vilja halda áfram að byggja af sama krafti, þó að dagfolöðki séu full af aug- lýsingum um íbúðir til sölu, þeir vilja halda áfrani að byggja, þó að heilu blokkirnar og húsarað- irnar komi til með að standa aúð- ar. Frentsmiðjur eru mú svo marg- ar, að með ólíkindum er í svo litlu þjóðfélagi. Kassagerð Eeykja víkur er talin geta annað bróður- parti verkefna á vissum tegiuod- um umbúða fyrir öll Norðurlönd, en þrátt fyrir það vai' önnur kassagerð stofnuð fyrir tugi millj óna. Efnalaugar lóku nýja tækni í sína þjónustu, hraShreinsunar- vélar. Ekki voru þær fyrstu bún- ar að snúast nema í fáeiinar vikur, fyrr en þær voru komnar á ann- að hvert götuhorn. Eitt er víst, að þær snúast ekki allar nú. Stór- kaupmaður einn fór fram á leyfi til að stofna flugíélag til milli- landafl'Ugs. Sú félagsstofnun hefði getað haft mjög óheppilegar af- leiðingar fyrir þau tvö flugfélög, sem fyrir eru. En ríkisstjórinin | kom í veg fyrir það ævintýri, og I hefði mátt búast við að henni yrði þakkað það framtak. Svo var þó ekki. Fólki hefir líklega fund- izt eðlilegt, að þær fiugyélar, sem væru í förum milli landa, væru jafntómar og þvottavélarnar, þó svo að flugvélarnar séu mörg hundruð sinnum dýrari en þvotta- véiarnar. Ég tek þetta dæmi til að sýna að. vilji ríkisstjórnarinnar til að hamla gegn niðurrifskeppni virð- ist vera nokkur, þegar hú-n hefir fulla yfirsýn yfir það, sem er að gerast. Að hafa yfirsýn yíir hverja iðn- grein, afkastagetu hennar og at- vinnumöguleika, er hlutverk verka lýðsfélaganna hvers fyrir sig, en :þa.r hafa þau brugðizt. herfilega. j Fagfélögin hafa umgað út svein- i um, hugsunarlaust. Öll félögin i'hafa verið opin fyrii- lærlingum, j og hvaða sveinn í hvaða iðn sem . er. hefir með lítitli fyrirhöfn get- að orðið sér úti um meistarabréf og teikið síðan nema á samning, óáreittur af félögunum. Með þessu ódýra viinnuafli hafa menn svo komizt lengra imn á markaðinn, og ekki hikað við undirboð á verkefnum, og er nú svo komið. að þjónustuiðnaðurinn er orðirm risavaxinn, miðað við þær atvinnu- gréinar, sem hann á að hafa lifi- brauð af, sjávarútveg og landbún- að. Og allt rirðist þetta vera út af miklum sjávarafia í örfá ár. Það er gjarnan bent á banka og bankaútibú og sagt, að þarna sjái menn eina grein af stefitu ríkis- stjórnarinnar. En eru ekki bank- arnir einmitt að þjóna þessum yfirdrifina iðnaði og elta hann um allar jarðir? Iðpverkaféiögi n eru ekki að- eins til að semja um kaup. Þau eigia m.a. að sjá um að hæfileg- ur mannafli sé i hverri grein, og þó að mitoið aflist á sjó í eitt eða ; tvö ár, eiga þau ekki að hjálpa j einhverjum ævinfýramönnum að 1 ná skjótfengoum gróða með því i að leggja til ótaikmarkað vinnu- i afl í ófoörf fyrirtæki. j Með því að takmarka ávallt .mannafia í hverri þjónustuiðn- i grein fyrir sig, stuðla félögin ekki : aðeins að atviinnúöryggi félags- ; manna sinna og fýrirtækjanna, ; sem fyrir eru, heidur það sem meira er, stöðvast. frekar fjár- magnið í peningastofnunum, og ; vei-ður tiltækt í ríkari mæii handa ’.md.i ’.stöðu atviin nuvégun um, sjáv- arútvegi, landbúnaði og sparnað- ariðnaði, síðan verður þjónustu- iðnaðurinn að koma í humátt á eftir og verðui' ávallt að gæta þess að vaxa ekki yfir hina at- vininuvegina, því að þá erum við farnir að lifa hver á öðrum, og það gerum við ekki lengi. Ég sagði í upphafi greinar minnar, að verkalýðsfélögin sjálf ættu sinn þátt i hvernig komíð væri, því ekki sizt ber félögunum að koma í veg fyrir niðurrifssam- keppni, með því t.d. að veita rík- isstjórninni og lánastofnunum upplýsingar um fjárfestiingarþörf hverrar iðngreinar fyrir sig, en sjálfum ber þeim skylda til að hafa eftiriit með, að mannafli sé ávallt hæfilegur. Nú er svo komið, að þjónustu- iðnaðurinn er orðin.n að risa- vöxnu skrímsli, sem varla nokk- ur stjórn ræður við, hvort sem hún kallast vinstri stjórn eða rið- reisnarstjórn, og heimtar fjár- magm til að halda umræddum iðn- aði gangandi þar sem hver kepp- ist við að þjóna hinum. Ver'kalýðsleiðtogarnir vii'ðast halda, að verkfallsrétturinn sé að- eins nothæfur til að skrúfa kaup- skrúfuna, en t.d. megi aldrei nota samtakamáttinn, ef þess þyrfti rneð, til að koma í veg fyrir fjár- festingu í niðurrífandi samikeppni þjónustuiðnaðarins, en það er vegna þess, að þar eiga þeir ekki minnstan hlut að máli. Verkalýðsforustan verður ekki síður en rík-isstjórnin að rinna a'ð bví, að fyrst sæ h-Uigsað um sjáv- arútveg og landbúnað, því næst sparnaðariðnað, og síðan eins og áður er bent á, þjónustuiðnaður- Leikfélag Fljótsdalshéraðs: SKRUÐSB VALASKJÁLF Skrúðsbóndinn í Valaskjálf. Sagt er að Ragn.herður í Kagraskógi léti í Ijósi undrun sfiraa yJir því, að Davíð sonur þoimar væri farinn að skrifa leikrit um Sálina hans Jóns míns, eÍTihverja þá ómerkileg- ustu þjóðsögu, sem hún þóttist kunna, þessi merka kona, syst- ir Ólafs þjóðsaginafræðara á Hofi. Sikáldverkið, sem kvikn- aðí af þessum óverulega neista varð sarnt víðfrægt undireins við fyrstu kymniiinigiu. Gullna- hliðið eftir Davíð Stefánsson er sígild þjóðareign. Þáð var að vísu ekki „ómerki leg þjóðsaga“, en ein hinna kunnari á Austurlandi, sem ó- náðaði Mstamanininn Björgvin Guðmundsson. Þjóðsagam af vættinum :í Skrúðnum og prests dótturirmi á Hólmum varð stór felldur átakaþáttur hins góða og illa í skáldsýn Björgvins. Lei'ki-itið Skrúðsbóndinn, er svo mikilfenglegt og flytur svo öfl uga predikun um örlagavef mannlegs lífs, að furðulegt er að það skuli ekki hafa hlotið meiri frægð og almeninari und- irtektsr með íslendingum en raun er á. Eða er það boð- sfcapnum að kenna, að svo er? Enn er þó ekki hægt að ræða það, því að leikritið hefur svo óvíða verið sviðsett. Athygli hinna ýmsu leikfélaga hefur ekki verið vafcin sem skyldi. Leikfélag • Akureyrar sýndi Skrúðsþóndann undir stjórn Ágústs Kvarans haustið 1965. Var þá aldarfjór'ðung'Ur liðinn fr-á fyrstu og einu sýningorm á Skrúðsbóndanum, einnig hjá L.A. Hinm þekkti leikari og leik- stjóri á Akureyri hefur bug á að koma Skrúðsbóndanum víð- ar á framfæri. Á Austurl. eru heimastöðvar þjóðsögunnai', og Björgvim Guðmundsson var Austfirðingur. Var því á alla grein verðugt að sýna þetta ó- k'Unna merkisverk þar. Leikfé- lag Fljótsdalshéraðs hafði áður sýnt, að það var albúið til á- takanna. Sviðsetning þess og leifcur á Valtý á grænni treyju fyrir réttu ári var mikill sigur, þótt svo skipaðist að sýningar urðu aðeins 3. En aðstaða til slíkra viðfangsefna hin bezta í Héraðsheimiliinu Valaskjálf á Egilsstöðum. Er ekki að orð- iengja það að Ágúst Kvaran var hér eystra í haust og stjórn aði æfingum og uppsetninigu á Skrúðsbóndanum. Var frumsýn ingin hiinn 16. nóvemfoer s.l., glæsileg og áhrifarík. LeiSdhús- gestir á 5. liundrað. Þar sem aðeins hafa verið 2 aðrar sýningar í Valaskjálf, önnur fásótt vegna meii.ts sam komubanns álitinnar inflúensu, og svo ein á Eskifirði. vil ég leyfa mér að vekja athygli á þessu leikhúsverki í þeirri von, a'ð oftar verði sýnt í vet-ur. í að-aihlutverki er Sigrúin Benediktsdóttir, ættuð úr heimabyggð höfundarins, Vopnafirði. Leikur hennar vek ur tvímælalaust mesta aðdáun. Auk þess, sem hún mun vera byrjandi í listinni. Hún sækir i sig veðrið í gervi fallegrar prestsdóttur úti í bjartnættinu, en langtum sterkari og minnis stæðari er hún ofurseld illum örlögum í dimmum Skrúðnum, sturluð af hryggð, gagntekin iðrun. Og svo að lokum á leiði móður sinnar fyrir kirkju dyrunum á Hólmum, laus frá syndinni — og lífinu. ímynd hins góða varð veru- leiki í framsögn Ernu Elías- dóttur. Hún birtist hljóðlát og miltí á mestu baráttustundum stúlk'Un.nar. Gagnstæða hennar var Gríma, mennsk, en orðin norn fyrir heiftaxæði_ öfundar og iikar hygg'ju. Ágústa Þorkelsdóttir fór varlega af stað, en magn- aðist af vonzku síns hlutskipt- is. Sýndi hún mikil tilþrif, minnti sannarlega á hrð ó- mennska, sem hún var gengin inn í. Skrúðsbóndinin þurfti að leika tveim skjöldum. Það gerði Jó-n Kristjánsson, því að í framgöngu hinnar fölsku per sónu ævintýrisins í upphafi var hann ekki sannfærandi. Aðeins góður leikari skilur svo ,vel hlutverk sitt. Engum dylst, að konungssonurinn er blekk- ing, nema prestsdótturinni. Lítil fjöl í fjörunni undan Hólmastáð er skrautbúið skip, sem hún siglii' á frá mennsk- unni í trölldóminn — út í Skrúðinn. Og var er Skrúðsbónd inn áhrifameiri, eins og vera ber. Sterkur leikur gerir hann svo voðalegan, sem hann hlaut að reynast: kyngimagnaður, illur. En þá var búið að mcssa. Höfundurinn leggur mikla á- lierzlu á messuna, enda samdi hann sérstakt messuiiorm og oýjan söng, sem homum m.un hafa verið áfram um að koma á framfæri. Mé hér taka undii' hið fornkveðna: Hátt stíg minn söngur, því að ekiki mun á færi að syngja messu Björns Guðmundssonar í Skirúðsbónd- anum. Góðir söngkraftar und- ix stjóm Svavans Björnssonar organista skiluðu hátíðamess- unni á Hólmum þó vel. l>ul- úðugur svipur var yfir, en stemningin meiri vegna þess að hvorugt er til, kirkjan á Hólmum eða Björgvinsmessa. Annairs má segja að messan sé of löng, mi'ðað við aðra þætti. En hin nýja tónlist var skáld- iti.u aðalatriði leiksins. Og vissu lega er hér andstæða hljóm- failsins í Skrúðnum, þegar dainsinn dunar. Prestshjónin á Hólmum leika þau Björn Hóilm Björnsson og Kristi’ún Jónsdóttir. Þau eru ofurseld harminum í ógæfu dótturinnar, sem er einkafoarci. Það hugarástand túlka þau á látlausaii og eðlilegan hátt, eiga það sammerkt með öðr- um leikendum, að sækja í sig veðrið að fyrsta þætti loknum. Madaman átti að spriinga af harmi, hann að tærast upp. líún þrútnaa' æ meir, er á Mð- ur, hann eldist og veikist. Róm ur hans í messuiini, þegar ó- sköpin dynja yfir, gefur full- komlega til kynna að hverju fer. Þá eru emnig talsverð hlut- verk aðstoðarprests og fóstur- dóttur. Þar oru vel valin Sig- urjón Bjamason ag Guði'wn Kjerúlf, sorgin setur eircúg sitt mark á þau. Tveir afbragðs leikarar eru í siméihlutverkum í lokaþætfti, Vilfoerg Lárusson og Garðar Stefánsson. Sóma þeir sér harla vel á langfallegustu senu leiksins, í Hólakirkjugarði að- fangakvaldið, en þar hefur 1 ei k t j ald am á lara nu m Stein- þóri Eirí'kssyni tekizt bezt, að óskyggðum myindum hans af víðsýni fjailsins og fordjörfúð- um heimi hellisins. Lýk svo þessum þönkum um Skrúðsbóndann í Valaskj'álf með þakklæti til leikaranna og þeirra allra, sem að unnu, fyr- ir stórfeng'ilegt þjóðsögukvöld. Og von þess, að fjöldi Austfirð inga eigi enn eftir að koma að Hólmurn og í Skrúðhellinn á sýn ingu Leikfélags Fljótsdalshér- aðs á leikriti Björgrims tón- skálds. — Finnist einhverjum þjóðsagan ómerkileg, eins og móður skáldsins í Fagraskógi þóftti Sálin hans Jóns, ætti sá að reyna hyort hið smáa er ekki í raun og veru stórt, hið lítilfjörlega mikilfenglegt. Skáldin eiga þa'ð tdl a@ Íjiíka upp vorum augum. Opna klettaþilin. Leikstjóranum er svo borin kveðja frá Vallanesi, þar sem langafi hans átti merka _sögu á öldiinni, sem leið, en Ágúst Kvaran er so:i síra Jósefs á Breiðafoóistað sonar síra H.jör- leifs á UndiifeHi sonar síra Einars í Vallanesi (1850—781. Hans seinni kona, móðir síra Hjörleiifs, var Þóra dóttir Jóns vefara Schiölds, og voru þau hjón bræðrabörn, sopa síra Hjörleifs á Hjaltastáð, Þor- steinssonai', og frú Bergljótar frá Va'liþj'ófssitað, Pálsdóttur, en þeir frændur margir hér eystea niðjar þei'rra. Hafi hann heilar þakkir fyrir komuna á Hérað feðra sinna og frænda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.