Tíminn - 09.03.1969, Blaðsíða 7
\
SUNNUDAGUR 9. marz 1969.
TÍMINN
7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Rltstjórar: Þórartnn
Þórartnsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriBl
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Glslason Ritstjómarskrtfstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mán. innanlands —
f lausasölu kr 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.í.
Raunhæf þróun
atvinnuveganna
Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rann-
sóknaráSs ríkisins, flutti fyrir nokkru mjög fróölegt er-
indi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur um raunhæfa þró-
un atvinnuvega. Útdráttur úr því hefur verið birtur hér
í blaðinu. Eins og þar kom fram, rakti Steingrímur
einkum þá möguleika, sem virðast fyrir hendi til að auka
fjölbreyttni atvinnuveganna og skjóta þannig nýjura
stoðum undir afkomu þjóðarinnar. M. a. reyndi Stein-
grímur að skipa þessum möguleikum í ákveðna flokka
eftir því, hvað mætti telja öruggt og framkvæmanlegt
í náinni framtíð og hvað þyrfti nánari athugun og und-
irbúning áður en hægt væri að hefjast handa.
Meðal þess, sem Steingrímur taldi öruggt og fram-
kvæmanlegt í sambandi við sjávarútveginn, voru endur-
bætur á frystiiðnaðinum, niðursuða, vinnsla nýrra hrá-
efna (t. d. loðnu, spærlings og sandsílis) og aukin
rækjuveiði. í sambandi við landbúnaðinn nefndi Stein-
grímur fullnýtingu á ull og gærum, minkaeldi, fiskeldi
og gróðurhúsarækt. í sambandi við smærri iðnað nefndi
hann eina þaraþurrkstöð, 3—4 þangvinntelustöðvar, auk-
inn keramikiðnað, skipasmíði, vefnað og byggingarefni
ýmiskonar. Á sviði stærri iðnaðar nefndi hann tvöföldun
álbræðslunnar, sem mun þegar hafa verið ákveðin, olíu-
hreinsunarstöð og stækkun hluta Áburðarverksmiðj-
unnar.
í framhaldi af þessu nefndi Steingrímur svo ýmsar
fleiri nýjar atvinnugreinar, sem enn yrði að telja óviss-
ari og fjarlægari, eins og vinnslu skelfisks og mjöls til
manneldis, endurbættan kjötiðnað, vinnslu perlusteins
og veggflísa, aukna sementsframleiðslu og salthluta sjó-
efnaiðju.
Loks nefndi Steingrímur í flokki, sem hann taldi mjög
óvissann og ólíklegann, basaltbræðslu, ýmsan tækniiðnað,
framhald sjóefnaiðju, koparvinnslu, aðra álbræðslu o.fl.
Allt þyrfti þetta þó nánari athugunar.
Þessi upptalning Steingríms sýnir, að við höfum marga
möguleika til að auka fjölbreytni atvinnuvega okkar. Við
þurfum að vinna ötullega og markvisst að því að hag-
nýta okkur þá. Frumskilyrði þess er að við rannsökum
þá sem bezt og reynum að hefjast handa í réttri röð.
Þessvegna er slík flokkun, eins og Steingrímur gerði,
mjög nauðsynleg, en vitanlega var hér þó ekki um neina
bindandi flokkun að ræða, því að nýjar athuganir geta
breytt henni. Einnig geta komið til sögu alveg nýir
möguleikar, sem menn eygja ekki nú.
Þá eru ekki taldar hér ýmsar svonefndar þjónustu-
greinar, eins og t. d. aukinn móttaka erlendra ferða-
manna, sem á vafalaust eftir að vera vaxandi atvinnu-
grein.
En öllu þessu þarf að sýna mikinn áhuga. Því miður
er flestri rannsóknarstarfsemi okkar mjög áfátt vegna
fjárskorts. Úr því verður að bæta. Rannsóknirnar eru
undirstaða þess, sem gera skal.
Þeir erfiðleikar, sem nú eru, eiga að vera þjóðinni
hvatning til aukinna athafna í þessum efnum. Þannig
var það á kreppuárunum 1934—39. Þá var ráðist í
fyrstu Sogsvirkjunina, frystiiðnaðinum komið á fót og
grundvöllur lagður að sements- og áburðarvinnslu, svo
að nokkuð sé nefnt. Á sama hátt þarf að vinna nú.
JAMES RESTON:
Rússar sýna, að þeir eru fúsir
tii að semja við Bandaríkjamenn
Þessvegna hafa rússnesku blöðin skrifað mjög varkárlega um Nixon
Kosygin forsætisráSherra Sovétríkjanna
FRÓÐLEGT hefur verið a3
fylgjast með viðbrögðum og
athöfnum sovézku stjórnmála-
mannanna meðan á Evrópuferð
Nixons forseta stóð. Embættis-
menn í Moskvu hafa varla bor
ið sér í munn yfirlýsingu for-
setans um hollustu og tryggð
við Vestur-Þjóðverja og At-
lantshafsbandalagið. Þeir virð-
ast líta svo á, að ferð haus
sé kurteisisheimsókn til ná-
granna áður en hinn raunveru-
lega mikilvægi fundur forustu
manna Bandaríkjanna og Sovét
ríkjanna hefst.
Um ferð forsetans hefur
fjölmargt verið sagt, sem fyrr
á tímum hefði valdið reiðióp-
um í Moskvu. Auðvelt hefði
verið fyrir rússneska áróðurs-
menn að hafa skraf Nixons um
vestræna einingu að háði og
spotti í ljósi hinnar opinberu
deilu valdamanna í London og
París, en þeir hafa verið und-
arlega hljóðlátir, að ekki sé
sagt hógværir.
SATT að segja hafa sovézk-
ir stjórnmálamenn gert sér
sérstakt og óvenjulegt far um
að gera sem minnst úr nýjustu
deilu Austur- og Vestur-Þjóð-
verja um Berlín. Stappar
nærri, að Austur-Þjóðverjum
hafi verið gefið í skyn, að
Moskvumenn ákvæðu einir
stefnuna gagnvart Vesturlönd-
um ef og þegar þessi deila
kynni að verða til ógagns ósk-
um þeirra ,um að komast hjá
alvarlegum átökum.
Sovézkir embættismenn f
Washington, hjá Sameinuðu
þjóðunum, og í öllum höfuð-
borgum Vesturlanda og hinna
nálægari Austurlanda, hafa
einnig hvatt eindregið til gætni
og hófsemi og staðhæft, að
ekki ætti að láta Berlínardeil-
una, Vietnamstyrjöldina eða
ýfingar á öðrum stöðum, hindra
á nokkurn hátt að úr viðræð-
um Bandaríkjamanna og Sovét-
manna geti orðið um eftirlit
með vígbúnáði og átökin milli
Araba og ísraelsmanna, svo
fljótt sem verða má.
1 þessu sambandi kann að
vera táknrænt, að ríkisstjórn
Sovétríkjanna hefur ákveðið
að Dobrynin ambassador verði
kyrr í Washington fyrst um
sinn, en ekki kvaddur heim í
febrúarlok eins og áður hafði
verið tilkynnt. Hann hefur á-
unnið sér eins mikið traust
áhrifamikilla Repúblikana engu
síður en Demókrata í höfuð-
borginni og nokkur annar sov-
ézkur sendiherra sfðan að
kalda stríðið hófst. Þá hefur
Dobrynin einnig tekizt að
koma á sambandi við Nixon
forseta og helztu ráðgjafa hans
í utanríkismálum.
VERA MA, að þarna sé að
einhverju leyti að xinna skýr-
inguna á því, hvers vegna
sovézkir framámenn hafa ver-
ið svo fáorðir um Nixon sem
raun ber vitni síðan að hann
hlaut útnefningu sem forseta-
efni í fyrra, jafn harðorðir ,og
þeir voru í hans garð áður.
Þetta kann og að skýra, hvers
vegna þeir hafa nú verið ó-
venjulega og undarlega hófsam
ir í umsögnum um Evrópuferð
hans og hlýleg ummæli hans
um þýzka og vestræna „ein-
ingu“.
Nixon forseti og aðstoðar-
menn hans hafa sýnilega gert
sér grein fyrir, hvað þetta
táknar. Forsetinn hefur hvar-
vetna þar, sem hann hefur
komið, lagt á það höfuð-
áherzlu, að hann sé trúr og
tryggur vestrænu bandalagi, en
ætli að ræða við Sovétmenn
eins fljótt og við verður komið
um þann meginvanda heims-
málanna, sem ekki verður leyst
ur, nema í samráði við vald-
hafanna í Washington og
Moskvu.
Viðræðurnar milli Sovét-
manna og Bandarfkjamanna
eru mjög mikilvægar, bæði fyr
ir Nixon og leiðtoga Sovétríkj-
anna. Evrópumenn geta lítið
lagt af mörkum til þess að
auðvelda Nixon þann vanda,
sem við er að stríða. Hann
þarf á að halda samkomulagi
um Vietnam og vígbúnaðar-
kapphlaupið til þess að geta
útvegað það fé, sem hann
vanhagar um til þess að geta
tekizt á við erfiðleikana heima
fyrir í félagsmálum, kynþátta-
málum, efnahagsmálum og
stjórnmálum yfirleitt.
SOVÉTMENN eiga við svip
aðan vanda að strfða. Þeir
hafa þungar áhyggjur út af
Kínverjum og verða að svara
kröfum um bætt lífskjör
heima fyrir. Þeim veitist eins
erfitt að hafa hemil á Aröbum
eins og valdhöfunum í Was-
hington að hemja ísraelsmenn.
Af þessum ástæðum er þeim
keppikefli að koma á viðræð-
um við Nixon forseta og vilja
ekki með neinu móti, að ónauð
synlegar truflanir verði út af
deilum Frakka og Breta eða
jafnvel Berlín meðan svo
stendur.
Nixon forseti er þetta allt
saman vel ljóst og hann hefir
búið valdhafana í höfuðborg-
um Evrópu undir væntanlegar
viðræður við Sovétmenn. Að
þessu leyti hefir Evrópuferð
hans lániazt eins vel og á verð
ur kosið. A'ð öðru leyti hefir
ýmislegt sigið á pgæfuhlið. Til
dæmis hefir Víetnam-styrjöld-
in magnazt að umfangi og ill-
I skeytni meðan hann var í
burtu, og þetta minnir hann
óþægilega á hinn ískalda veru
leika. ,
MANNTJÓN Bandar,íkja-
manna i Víetnam hefir að und
anförnu verið meira en nokkru
sinni fyrr síðan að Nixon flutti
í Hvítahúsið. Aðal fyrirsagnir
blaðanna fjalla um heimsókn
Nixons til valdamanna erlendis
og klæðaburð hans og fram-
komu. Þetta er skemmtilegt
umræ'ðuefni, einkum þó fyrir
ritstjóra rabbdálka blaðanna.
En vandinn, sem erfiðleikum
veldur, snýst um stefnur en
ekki klæðnað eða ytri áferð.
Og lausnarinnar á vandanum
er að leita í Washington og
Moskvu en ekki í Evrópu.
Sem betur fer, er svo að
sjá, að bæði Nixon og ráða-
menn Sovétríkjanna hafi gert
sér þetta ljóst. Nixon gerir
sérstakar gælur við leiðtoga
Evrópuríkjanna, en leiðtogarn
ir í Moskvu láta þá lönd og
lei'ð, — og fyrir báðum vakir
nákvæmlega það sama: Þeim
er mest í mun að taka megin
málin til álita, þegar þar að
kemur. Moskvumenn eru reiðu
búnir til viðræðna, en hin
nýja ríkisstjórn Nixons hefir
ekki enn haft tíma til að
gaumgæfa málavexti til hlítar.