Tíminn - 16.04.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.04.1969, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 16. april 1969. Frá setningu aðalfundar miðstjóruar Framsóknarflokksins. (Tímamynd—GE). JÓRNMÁLAÁLYKTUN aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins Áhrif stjórnarfarsins blasa hvarvetna við sem samdráttur og stöðvun í atvinnurekstri, at- vinnuleysi, féleysi, getuleysi til uppbyggingar og gengdarlaus skuldasöfnun. íslenzka þjóðin er því nú í miklum vanda. En hún er jafnframt á örlagaríkum tímamót- um, bæði vegna þess ástands, sem hér ríkir, og raunar ekki síður vegna þeirra öru breyt- inga á þjóðfélagsháttum, sem átt hafa sér stað og fyrirsjáanlegar eru á næstu árum um heim allan, en íslenzk stjórnarvöld hafa ekki horfzt í augu við. Eina von íslenzku þjóðarinnar, til að halda sjálfstæði sínu og sækja fram til betri kjara, er að gjörbreyta um stjórnarfar, taka nýja stefnu undir forustu nýrra manna, bæði til að leysa aðkallandi efnahagsvanda og marka al- hliða framtíðarstefnu. Verði svo gert álítur miðstjómin að hægt sé, vegna dugnaðar og hæfileika þióðarinnar og náttúraauðæfa 1 landinu sjálfu og kringum það, að tryggja íslendingum lífskjör, sem séu sambærileg við það, sem gerist meðal nágranna þjóðanna. 4. Tekjuöflun ríkissjóðs verði endurskipulögð í því skyni að beinir skattar komi réttlátar niður. Óbeinir skattar leggist meira á óþarfa eyðslu en nú er. 5. Ríkisvaldið hafi markvissa forustu um efl- ingu og endurnýjun atvinnulífs um land allt, í samstarfi við samtök launþega og atvinnu- rekenda, og sveitafélaga m. a. til að koma í veg fyrir það atvinnuleysi, sem nú ríkir. 6. Óþörf fjárfesting og gjaldeyriseyðsla verði nú þegar stöðvuð og fjármagninu beint í þjóðhagslega mikilvægar framkvæmdir með opinberri hagstjórn, 7. Miðstjórnin telur óhjákvæmilegt að vísitölu- hækkun verði greidd á laun samkvæmt síð- ustu samningum. en vanda atvinnulífsins verði að leysa með öðru móti en kaup- lækkun. 8. Á meðan ástand og horfur í íslenzku efna- hagslífi er eins og hér hefur verið rakið og öllum er orðið ljóst, telur miðstjórnin ekki koma til greina að tengjast Fríverzlunar- bandalagi Evrópu eða öðram hliðstæðum samtökum. Miðstjórn Framsóknarflokksins leggur því áherzlu á, að snúizt verði tafarlaust gegn þeim voða, sem við blasir í atvinnu- og efnahags- málum, og telur að ný stefna verði að byggjast á eftirtöldum atriðum: 1. íslenzkum atvinnuvegum verði tryggður rekstrargrundvöllur með gjörbreyttri stefnu á sviði fjármála. Breyta beri lausaskuldum atvinnuveganna í föst lán og framkvæma skuldaskil 1 vissum tilvikum, lækka vexti af stofn- og rekstrarlánum og auka rekstrar- fjármagn. 2. Leggja verður áherzlu á spamað, ekki að- eins á vegum einstaklmga og fyrirtækja, heldur einnig á vegum ríkisins og opinberra stofnana. 3. Erlendar lántökur þjóðarinnar takmarkist við arðvænlegar framkvæmdir. Framtíð íslenzku þjóðarinnar er undir því komin, að þegar sé mótuð markviss stefna í grundvallaratriðum þjóðfélagsþróunarinnar. 1. Leggja ber höfuðáherzlu á að efla þekkingu á öllum sviðum þjóðlífsins. Námsaðstaða verði jöfnuð um land allt og skólaskyldu fullnægt. Sífellt verður að endurskoða fræðslukerfið, námsefni og kennsluhætti með stóraukinn fjölda nemenda á hinum ýmsu framhaldsstigum að markmiði og kröf- ur breyttra tíma í huga. 2. í efnahagsmálum hlýtur sérstaða íslenzks at- vinnulífs vegna fábreyttra atvinnuvega og mikilla áhrifa óviðráðanlegra afla að leiða til samræmdrar, innlendrar stefnu. Gera verður ráðstafanir til að efla atvinnuvegi þjóðarinn- ar og auka fjölbreytni þeirra, m. a. með nýj- um iðngreinum. í þvi sambandi kemur til greina samvinna íslenzkra og erlendra aðila, enda sé þess gætt að erlent fjármagn fái ekki aðstöðu, sem raskað geti stöðu innlendra atvinnugreina eða stefnt efnahagslegu sjálf- stæði í tvísýnu. 3. Til þess má ekki koma að erlendir aðilar nái fótfestu í verzlun hér á landi og verður því jafnan að búa þannig að innlendri verzlun að hún geti gegnt hlutverki sínu. 4. Vegna hins óstöðuga, íslenzka efnahagslífs er skipuleg stjórn fjárfestingarmála óhjákvæmi leg undir forustu ríkisvaldsins og í samráði við samtök vinnuveitenda og launþega. Skipa verður meiri háttar framkvæmdum eftir fyr- irfram gerðum áætlunum. Gerðar verði landshlutaáætlanir í samvinnu við sveitar- félögin, er tryggi svo sem verða má nýt- ingu landkosta og búsetujafnvægi um land allt. 5. Tekin verði upp heildarstjórn gjaldeyris- mála með hliðsjón af gjaldeyristekjum og þörfum framleiðsluatvinnuveganna. Auka ber gjaldeyrisöflun með aukinni verð- mætasköpun og markvissri sölustarfsemi erlendis. 6. Miðstjórnin leggur áherzlu á aukið sam- starf samvinnuhreyfingarinnar og verka- lýðshreyfingarinnar. 7. Miðstjómin minnir á, að aðild að Norður- Atlantshafsbandalaginu og varnarsamning- urinn við Bandaríkin era tvö aðskilin mál- efni. Miðstjórnin telur rétt að íslendingar verði áfram í Norður-Atlantshafsbandalag- inu, að óbreyttum aðstæðum en vísar að öðru leyti til samþykktar síðasta flokksþings um utanríkismál, þ. á. m. um brottför varn- arliðsins í áföngum. Miðstjórnin tekur undir þá kröfu þjóðarinn- ar, sem heyra má úr öllum áttum, að ríkis- stjómin segi af sér tafarlaust og efni til nýrra kosninga, svo að þjóðin geti markað nýja stefnu og valið nýja forastu. I . Hlutverk Framsókparflokksins er að mynda sterka og víðtæka umbótahreyfingu. í því skyni heitir miðstjómin á öll þjóðholl öfl að fylkja liði um þá stefnu, sem hér er mörkuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.