Vísir

Dato
  • forrige månedseptember 1977næste måned
    mationtofr
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Vísir - 20.09.1977, Side 2

Vísir - 20.09.1977, Side 2
} Þriöjudagur 20. september 1977 VISIK C á Lœkjartorgi .."V........ 3 Hvað finnst þér um iðn- kynningarframkvæmd- irnar á þessum stað? simstjóri: Mér finnst sérstaklega gaman aö sjá hér gegnum hljóð- múrinn eftir Asmund, en þaö er leitt aö hún skuli ekki fá aö vera lengur á landinu. Annars vona ég aö þessar framkvæmdir nái til- ætluðum árangri, aö kynna reyk- vfskan iönaö. Ilalldór Grönvold, nemi: Ekki neitt, — ég hef ekkert kynnt mér þetta. Ililmar Báröarson, bygginga- maöur: Mér finnst þetta nú bara nokk i lagi, þaö sem ég hef séð. Fjóla Bender, afgreiöslustúlka: Mér finnst gosbrunnurinn fall- egur, og þaö er tilbreyting að þessu, en ég veit ekkert um árangurinn. Hanna Bára Guöjónsdóttir, vinn-J ur á Torginu: Mér finnst þetta| bara skemmtilegt. Ég sá iðn-| kynninguna á Egilsstöðum, og| hún var mjög athyglisverð, þó aö| hún væri ekki eins mikil um sig ogl þessi. I Fœr Orkubú Vestfjorða milljarða eignir fyrir 500 milljón- ir króna? V__________________J Með stofnun Orkubús Vest- fjaröa var aö ýmsu leyti mótuö ný stefna I orkumálum okkar ts- lendinga. Allir samningar rikis- stjórnarinnar viö Orkubúið hljótaþviaö veröa teknir til fyr- irmyndar þegar aörir lands- hiutar stofna eigin orkuveitur, sem allt útlit er fyrir aö veröi innan tiöar. t samningum Orkubús Vest- fjaröa viö iönaðarráöherra hef- ur veriö gert ráð fyrir að Orku- búinu verðiafhentarallar eignir Raf magnsveitna rikisins á Vestfjörðum gegn þvi aö Orku- búið taki á sig 500 milljóna króna skuldir sem hvila á eign- unum. Bókfært verð eignanna er nú 3-3,5 milljarðar króna. Visi tókst ekki aö ná tali af Gunnari Thoroddsen iðnaðar- ráöherra til aö fá tölur þessar staöfestar, en Páll Flygenring ráðuneytisstjóri i iðnaðarráðu- neytinu staöfesti að þessi upp- hæö hafi verið nefnd. Páll sagði aö Rafveitur Isa- fjaröar og Patreksfjaröar og Hitaveita Suðureyrar legðu einnig fram eignir til búsins,’en sveitarfélögin á Vestfjörðum eiga 60% i Orkubúinu á móti 40% rikisins. Verðjöfnunargjaldinu skipt Þá staðfesti Páll að ráöherra hafi heitið þvi að rikisstjórnin myndi beita sér fyrir þvi á Al- þingi þaö Vestfiröingar fengju 20% af svokölluðu verö- jönfunargjaldi, en það hefur veriö 13% skattur á smásölu- verð allrar raforkusölu til al- mennra nota i landinu. Hefur verðjöfnunargjaldiö verið notaö til þess að greiöa raforkudreif- ingu Rafmagnsveitna rikisins til landsbyggöarinnar. Samtimis þessari skeröingu verðjöfnunargjalds sagöi Páll að Rafmagnsveitur rlkisins losnuöu viö tapið af rekstrinum á Vestfjörðum. Háspennulina úr Hrútafirði A stofnfundi Orkubússins lýsti iðnaðarráðherra þvi jafnframt yfir aö hann heföi falið Raf- magnsveitum rikisins aö gera áætlun um kostnaö viö lagningu háspennulinu úr Hrútafirði aö Mjólkárvirkjun. 1 framhaldi af þvi yröi siöan fjárlagatillaga undirbúin og er þaö siöan á valdi Alþingis hvort rikissjóður tekur aö sér þann kostnaö sem þeirri linubyggingu fylgir, en hann mun vera áætlaöur um 2,5 milljarðar króna. Ekki vist að meira lendi á ríkinu Páll Flygenring sagöi aö til- gangurinn meö þessum eigna- og teknatilfærslum til Orkubús Vestfjarða væri sá að Orkubúið gæti staðið undir sér og Vest- firðingar þar með setiö viö sama borö og aörir landsmenn hvað varðaði raforkuverö. Ýmsir hafa orðið til þess að benda á að yfirfærslur þessar þýði stóraukin útgjöld rikissjóös til raforkuiðnaöar, auk þess sem Rafmagnsveitur rikisins missa þarna tdtjustofn. Hafa milljarðar króna veriö nefndir I þessu sambandi. Páll sagöi aö veriö gæti að rikissjóður muni taka við aukn- um skuldum af Rafmagnsveit- um rlkisins viö þessar breyting- ar. Þó sagði hann að ekki væri vist að rikissjóður yrði fyrir auknum útgjöldum við þetta og taldi jafnvel að þau myndu minnka i framtiðinni. —SJ Glœsileg verðlaun í nýju sntá- auglýsinga- happdrœtti Vísis Nýtt og glæsilegt smá- auglýsingahappdrætti Vísis er nú hafið. Vinn- ingur er ekki af lakara taginu, hljómf lutnings- tæki af ullkomnustu gerð. Hér er um að ræða Ken- wood plötuspilara, magn- ara, tvo hátalara og kas- ettu segulbandstæki. Þessi tæki kosta um 275 þúsund krónur út úr búð i dag, en það er Fá Ikinn við Suðurlandsbraut sem er með umboð fyrir hljóm- f lutningstækin. Allir þeir sem koma smáauglýsingu í Vísi á næstu vikum verða um leið þátttakendur i þessu glæsilega happdrætti án nokkurs aukakostnaðar. Dregið verur þann 15. október. —SG Arný Leifsdóttir starfsstúlka Fálkans kynnir hér hin fullkomnu hljómflutningstæki sem dregið verður um I smáauglýsingahappdrætti Visis. (Ljósm.: Ege)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 231. Tölublað (20.09.1977)
https://timarit.is/issue/247922

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

231. Tölublað (20.09.1977)

Handlinger: