Vísir - 20.09.1977, Side 4

Vísir - 20.09.1977, Side 4
september 1977 VISIR Bardagarnir geisa i Libanon BYR ISRAEL SIG UNDIR LEIFTURSÓKN INN Israelsmenn neita þvi' harðlega að þeir taki nokkurn beinan þátt i bardögunum. Það er þó vitað að þeir fara yfir landamærin til þess að flytja kristnum mönnum skot- færi og aðra aðstoð. Þá er orðið óvenju fjölmennt i herliði Israels við landamærin að Libanon. Þar eru nokkrar skrið- drekasveitir samankomnar og ó- venju fjölmennar sveitir fót- gönguliða. Ekki er talið útilokað að tsrael- ar geri leifturárás yfir landa- mærin, ef fer að halla á kristna menn i bardögunum. Því er hald- ið fram að israelskar flugvélar ....en tsraelar eru viðbúnir, handan landamæranna. hafi oftar en einu sinni flogið yfir landamærin undanfarna dag. Til- gangur þeirra hefur sjálfsagt verið að taka myndir af vigstöð- unni til að láta kristnum mönnum i té. Palestinu-Arabar eru að senda liðsauka til Suður-Libanon þar sem þeirra menn eiga i vök að verjast gegn hægri- sinnuðum kristnum mönnum sem njóta isra- elskrar aðstoðar. f LÍBANON? Dómsmálaráðuneytið tekur Lance-málið til sérrannsóknar Bandariska dóms- málaráðuneytið hefur skipaö þriggja manna nefnd til þess að rann- saka fjárreiður og við- skipti Berts Lance, fjár- lagastjóra Carters, for- seta. Nefndin á að kanna hvort hún rekst á eitt- hvað glæpsamlegt i við- skiptum Lance. Þeim þingmönnum fjölgar nú stöðugt sem hvetja til þess að Bert Lance segi af sér. Sérstök rann- sóknarnefnd þingsins hefur frest- að í tvær vikur frekari yfirheyrsl- um yfir honum, meðan hún aflar sér frekari gagna. Margir þingmenn rannsóknar- nefndarinnar hafa sagt að þeir séu óánægðir með þau svör sem Bert Lance gaf þegar hann kom til yfirheyrslu. Þeir segja að hann hafi farið í kringum spurningarn- ar og vikið sér undan að svara sumum þeirra. öldungadeild Bandarikjaþings samþykkti skipun Berts Lance á DAYAN OG CARTER EKKI SAMMÁLA UM GENFARRÁÐ- STEFNU Dayan kemur til Bandarlkj- anna sinum tima og getur nú ekki neytt hann til að segja af sér. Þingið getur hinsvegar beitt forsetann miklum þrýstingi til að fá hann til að losa sig við fjárlagastjórann. Carter hefur hinsvegar staðið gegn öllum þrýstingi hingaðtil. Ekkert hefur i rauninni sannast á Bert Lance og Carter virðist trúa þvi að hann sé saklaus af hvers- konar misferli. Auk þess að vera mjög hæfur maður, þrátt fyrir eigin peninga- vandræði, er Lance mikill og góð- ur persónulegur vinur forsetans. A erfiðleikatimum neitar Jimmy Carter að kasta þessum vini sin- um út i kuldann. Jimmy Carter og Moshe Dayan tókst ekki að ná samkomulagi um tvö helstu //deilumálin" í sam- bandi við hugsanlega frið- arráðstefnu í Genf, á tveggja og hálfrar klukku- stundar fundi í gær. Deilumálin eru tvö annars veg ar um þátttöku palestinskra skæruliða i viðræðunum og hins- vegar um landnám Gyðinga á vesturbakka árinnar Jórdan. Forsetinn itrekaði i gær þá skoðun sina að Palestinuarabar verði að eiga fulltrúa i friðarvið- ræðunum ef þær eiga að bera ein- hvern árangur. Hann tiltók hins- vegar ekki hverjir þeir fulltrúar ættu að vera. tsraelar eru tilbúnir að sætta sig við að Palestinuarabar eigi fulltrúa, en þeir vilja hinsvegar ekki sjá PLO sem Arabarhafa til- nefnt sem fulltrúa og opinberan samningsaðila. Mikil bílasýning stendur yfir í Frank- furt þessa dagana og þar er meðal annars þessi nútímalegi flutn- ingabíll. Hann var hannaður fyrir tuttugu þýsk og alþjóðleg f lutningafyrirtæki sem ætla að endurnýja f lota sína með þessum nýja farkosti. ,,Stjórnklef i" þessa nýja bíls er sagður mjög þægilegur og út- sýni gott. ,,Hreyfill- inn" sem er á fram- rúðunni er í rauninni vinnukonurnar. Fór Oswald með kúbanskri morðsveit til Dallas? Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Banda- rikjaþings er nú að kanna sannleiksgildi sögu fyrrverandi CIA njósnara sem heldur þvi fram að hún hafi ekið með morðsveit sem Lee Harwey Os- wald tilheyrði til Dallas nokkrum dögum áður en Kennedy forseti var myrtur þar i borginni. í morðsveitinni voru að hennar sögn um þrjátiu Kúbanir og bandariskir ráðgjafar þeirra. Njósnarinn fyrrverandi, Mar- itza Lorenz, starfaði um tima bæði fyrir leyniþjónustuna CIA og fyrir alrikislögregluna FBI, að sögn bandariska blaðsins ,,New York Daily News” sem hefur rætt itarlega við hana. Lorenz segir að ferðafélagar hennar i bifreiðinni frá Miami i Florida til Dallas i Texas, hafi verið Oswald, CIA maðurinn Frank Sturgis, kúbanski út- lagaforinginn Orlando Bosch, annar útlaga foringi Pedro Dias Lanz og tveir kúbanskir bræður sem hún vissi ekki hvað hétui. Rifflar og sjónaukar. Að þvi erLorenzsagði blaðinu tilheyrðu þau öll sveitinni „Operation 40”. Það var leyni- legur hópur skæruliða sem CIA kom upphaflega á fót árið 1960 i sambandi viðhina misheppnuðu Svinaflóainnrás á Kúbu. Hún lýsti „Operation 40” sem morðsveit. Hún heldur þvi fram að sveitin hafi gert samsæri um að myrða bæði Fidel Castro og Kennedy forseta, en þeir kenndu honum um ófarirnar i Svinaflóa. Maritza Lorenz segir að hún hafi verið á fundi sveitarinnar i Miami þegar verið var að undir- búa ferðina til Dallas. Kvaðst hún hafa haldið að það ætti að gera árás á vopnageymslu eða annan slikan stað, til að ná i meira af vopnum. Skömmu eftir fundinn, sem var á miðnætti var lagt af stað til Dallas i tveimur bifreiðum. 1 bifreiðunum voru einnig skot- vopn,rifflarog sjónaukar, sagði hún. Kennedy er látinn Þegar þau komu til Dallas komust Kúbanirnir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu ekki hafa kvenmann með sér við verkið. Hún flaug þvi aftur til Miami daginn eftir. Lorenz segir að tveimur dögum siðar, þegar hún var i annarri flugvél á leið til New York, hafi aðstoðarflugmaðurinn tilkynnt yfir hátalarakerfið að Kennedy forseti, hefði verið myrtur i Dallas. New York Daily News segir að Robert Blakey, formaður Lee Harwey Oswald morðrannsóknanefndar þings- ins hafi fengið að vita um þetta mál og skipað mann til að rann- saka það. Skrifstofa Blakeys neitaði að gefa nokkrar upplýs- ingar. Frank Sturgis, CIA maðurinn sem Lorez tilgreinir, hefur oftar en einu sinni komið fyrir rann- sóknarnefndir vegna morðsins á Kennedy forseta. Hann hefur alltaf svarið að hann hafi ekki átt neinn þátt i samsæri gegn forsetanum. l<

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.