Vísir - 20.09.1977, Qupperneq 5
visir Þriðjudagur 20. september 1977
V"
/
óeirðir í Þýskalandi vegna fyrirhugaðs kjarnorkuvers sem verið er að reisa. Þetta
var i Brokdorf. Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum.
„HIÐ ILLA SEM
ÉG EKKI VIL
ÞAÐ GERI ÉG"
Um vaxandi óöld í heiminum
SIGVALDI HJÁLMARSSON SKRIFAR
Eftirfarandi blasir við:
• Sjálfsmorðum fjölgar, fyrir
kemur að börn og unglingar
stytta sér aldur.
• Geðveiklun fer i vöxt, meðal
annars hjá börnum.
• Glæpum fjölgar almennt séð.
• Eiturlyfjaneysla fer stórlega i
vöxt.
• Umferðarslysum fjölgar, fólk
farið að sætta sig við þau
einsog sjálfsagðan hlut.
• Mannrán eru komin i tisku til
að kúga samfélagið.
• Hrifning fyrir ofbeldisverkum
og glæpum er á góðum vegi
með að leysa viðbjóð og for-
dæmingu af hólmi.
Þetta siðastnefnda sést
meðalannars ef efni kvikmynda
og skemmtiþátta allskonar.
Dæmi úr ameriskum blaða-
fréttum fyrir nokkrum árum:
Fjörutiu manna hópur fylgd-
ist með af ákefð þegar 18 ára
skrifstofustúlka reyndi að
sleppa frá manni sem vildi
nauðga henni. Enginn freistaði
að veita henni lið. Spurningin
virtist: Hve vel stæði hún sig?
Þetta var einsog bió eða lands-
leikur.
Þarmeð er ekki sagt að allt sé
að fara norður og niður. En
samt er eitthvað að, eitthvað
mikið að.
SÁLFRÆÐI
SÉRTRÚARHÓPA
Gott væri ef sálfræði
pólitiskra sértrúarflokka feng-
ist alvarlega rannsökuð. Hér er
ma. um að ræða vinstrisinnaða
eða sósíalistiska hópa sem ætla
að gera gott með þvi að vinna
illt. Þeir eru illa séðir og þó
sennilega verst séðir af hinni
sósialistisku alvöru-hreyfingú i
heiminum þvi henni vinna þeir
mest ógagn.
Fyrst er farið af stað með
allskonar spellvirki til að koma
einhverju til leiðar þóað langt
bil sé vanalega milli hugsjónar
og framkvæmdar, og seinna
verða spellvirkin sjálf aðalatr-
iðið og Jþað að losa félaga úr
trúarhópnum úr haldi ef þeir
hafa komist undir manna
hendur.
Þeir berjast við stjórnvöldin
og skipulagið, en starf þeirra
bitnar fyrst og fremst á blásak-
lausu fólki sem fyrr eða siðar
heimtar harðari viðurlög og
strangari löggæslu (einsog farið
er að örla á i Þýskalandi i dag)
Og sú harka kallar enn á
grimmilegri og útsmognari að-
ferðir við hryðjuverk, enda nú
trúlegt að öll barátta hópsins sé
komin úti það að frelsa félaga
sina eða hefna þeirra sem falln-
ir kunna að vera.
Þetta skapar enn almennari
hræðslu og tortryggni þvi eng-
inn veit hvenær þeir og þeirra
börn lenda i súpunni. —
Verslunarfulltrúinn sem
Baader-Mainhof-menn drápu i
þýska sendiráðinu i Stokkhólmi
og sýnt var i sjónvarpi um viða
veröld hafði vist ekki mikið til
saka unnið gagnvart flokknum.
— Og nú er einnig hætt við að
ótindir glæpamenn varpi yfir
sig kufli þessarar tegundar af
hugsjónabaráttu einungis til að
stunda sina sérgrein.
LÖGREGLURIKI
Þegar hér er komið sögu má
búast við að hinir hljóðu og
kyrrlátu þegnar samfélagsins
fari að hugsa sig um tvisvar
hvort við svobúið skuli látið
standa og kjósi heldur
duggunarlitinn snert af
iögregluriki en frelsi sem svo
geipilega er misnotað af fáum.
En einsog allir vita hefur lög-
regla þvieins tök á að vemda að
hún megni einnig að kúga. Og
þéss vegna getur svo farið að
hópur hugsjónamanna sem létu
skapsmunina hlaupa með sig i
gönur eða voru hreinlega eitt-
hvað ringlaðir i kollinum i
upphafi, kalli beinlinis yfir sig
og þjóð sina þetta sem þeir töldu
sig vera að berjast gegn.
Enn er á hangandi hári
hvort Hanns-Martin
Schleyer heldur lífi. Hann
er í höndum mannræn-
ingja sem kveðast munu
ráða honum bana ef
félögum þeirra, saka-
mönnum úr hinum svo-
kölluðu Baader-Meinhof
hryðjuverkasamtökum í
Þýskalandi/ verður ekki
sleppt úr dýflissu.
Þetta er nýjasta að-
ferðin: neyða yfirvöld
(sem auðvitað eru mis-
jafnlega góð) til að brjóta
eigin leikreglur og þyrma
sakamönnum við dómi —
með því ella að tortíma
saklausu fólki. Sama að-
ferð er notuð til að kúga
út fé.
ERFIÐAR
SPURNINGAR
Óaldarhrinur ganga yfir i hin-
um og þessum löndum hin siðari
ár — nema auðvitað þarsem svo
mikilli hörku er beitt að allar
hræringar meðal fófks kafna i
fæðingu. t bili er þetta verst i
Þýskalandi og ttaliu.
Menn velta vöngum yfir hver
ástæðan sé og kenna ýmsu, le.if-
um af fasisma eða nasisma,
vondri samvisku menntaðra
millistéttarmanna yfir rangs-
leitni samfélagsins eða um-
snúnum pólitiskum hugsjónum
sem breytast i grillur eða
örvæni af þvi hve illa gengur að
sætta kenningu og framkvæmd
hennar.
Þetta eru erfiðar spurningar
og best að kannast við að ekki
eru til nein svör, heldur ein-
ungis meira eða minna skyn-
samlegar ágiskanir, enda trú-
lega jafn-erfitt að skilgreina
mannlegt samfélag og mann-
legt eðli.
Eitt er samt vist: Óaldarhrin-
urnar skella ekki aðeins yfir
þarsem skilyrðin eru erfið. Þær
hvolfa sér lika yfir farsældar-
þjóðfélögin. Þær risa ekki hærra
þarsem meiri ástæða er til að
kvarta. Þær fara af stað vafa-
laust afþvi eitthvað er að, en
hve þær risa hátt og verða
grimmilegar sýnist ekki standa
i réttu hlutfalli við tilefnið.
Farsældarþjóðfélagið hefur
greinilega stórbætt lifsskilyrð-
in. Hitt er miklu óvissara hvort
það hefur bætt fólkið.
HEIMUR VERSNANDI
FER?
í stað þess að dæma og
þykjast geta skýrt er oft var-
legra aö gera sér einungis grein
fyrir staðreyndum.
Höfuöpaurarf Baader-Meinhof-klíkunni — aðþjóna hinugóöa með illvirkjum.