Vísir - 20.09.1977, Page 24

Vísir - 20.09.1977, Page 24
VÍSIR gftnftaoaft Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Smáauglýsing í Vísi er enginQM^auglýsing 8™J Ooi6 virka daaa .11 ki. 22.00 Ol I ICi 86611 Geir Hallgrlmsson, forsætisráðherra og kona hans Erna Finns- dóttir. Fyrsta heimsókn íslensks forsœtisróðherra lil Sovét- ríkjonna hefst í dag Fyrsta opinbera heim- sókn islensks forsætis- ráðherra til Sovétríkj- anna hefst í dag, er Geir Hallgrímsson og kona hans Erna Finnsdóttir komatil AAoskvu, klukkan 19,25 að staðartíma. Heimsóknin mun standa i rétta viku en auk þess sem is- lensku gestirnir dveljast i Moskvu, munu þeir koma til Yerevan, höfuðborgar Armeniu, Tibilissi, höfuðborgar Georgiu og Kiev, höfuðborgar Úkraniu. 1 föruneyti forsætisráðherra- hjónanna eru Björn Bjarnason, skrifstofustjóri i forsætisráðu- neytinu og Pétur Thorsteinsson, sendiherra. Markús Jensen á auglýsingadeild VIsis afhendir ólafi Sverrissyni offsetljósmyndara og Helgu Sigurðardóttur litsjóhvarpstækið. Meö á myndinni eru börn þeirra hjóna, Björgvin Unnar 2 ára og Sig- riður sem er tæplega 7 ára. (Ljósm. J.A.) Auglýstu eldhúsborð og unnu litsjónvarpstœki ,, Eldhúsborðið sem við auglýstum með smáauglýsingu i Visi seldum við strax upp á Akranes, en við áttum alls ekki von á að fá fullkomið litsjónvarps- tæki i staðinn”, sögðu hjónin Helga Sigurðar- dóttir og ólafur Sverrisson er þau veittu viðtöku vinningi i smáauglýsingahapp- drætti Visis i gær. Þau keyptu sér nýtt eldhUs- borð fyrirskömmu og þurftu þá að selja gamla borðið. Um þetta leyti fóru þau að skoða heimilis- sýninguna i Laugardalshöll og ætluðu þá að koma auglýsingu á framfæri við kynningardeild Vísis þar. Vegna mikilla anna i deildinni fór þó svo að þau hringdu bara auglýsinguna inn og strax er blaðið kom út fór fólk að hringja og spyrja um borðið. Ekki hugsuðu hjónin neitt út i smáauglýsingahapp- drættið, sögðust áður hafa aug- lýst I dálkum Visis með góðum árangri. Fyrir helgina var siðan hringt og þeim tilkynnt að þau hefðu unnið Philips litsjónvarpstæki i smáauglýsingahappdrætti blaðsins að verðmæti um 350 þúsund krónur. Helga og Ólafur búa að Breið- vangi 9 i Hafnarfirði og áttu þau ekkert sjónvarpstæki. Voru bara með gamalt tæki i láni og að sjálfsögðu i sjöunda himni yfir hinum óvænta vinningi. Nýtt smáauglýsingahapp- drætti er hafið og er vinningur Kenwood hljómflutningstæki. Nánar segir frá þvi á bls. 2. — SG (ÓVÍST UM ORSAKIR) ,,Sprengingin virðist hafa komið upp um mið- bik hússins þótt ekki sé hægt að slá þvi föstu”, sagði Jón Sveinsson full- trúi bæjarfógeta á Akra- nesi, i samtali við Visi i morgun. Rannsókn á sprengingu Flug- eldagerðarinnar á Akranesi er haldið áfram. Menn frá Rann- sóknarlögreglu rikisins, öryggis- eftirlitinu og embætti bæjarfó- geta hafa starfað við rannsókn- ina. Óvist er með öllu hvort nokkurn timann verður hægt að segja til um hvað olli sprengingunni. Erfitt er að lesa nokkuð úr rúst- unum og Helgi heitinn Guðmunds son var þarna einn að störfum þegar atburðurinn átti sér stað. Að sögn Jóns Sveinssonar er ekki ljóst hvort Magnús sonur Helga varinnii húsinu þegar sprenging- in varð eða rétt fyrir utan það. Dómkvaddir matsmenn vinna enn við að meta tjón sem orðið hefur á nálægum húsum og bif- reiðum og munu skýrslur þeirra liggja fyrir nú i vikunni. — SG Obreytt líðan Liðan litla drengsins sem slasaðist i sprengingunni á Akranesi á sunnudaginn var nær óbreytt I morgun. Er Visir hafði samband við gjör gæsludeild Landspítalans var sagt að ástand hans væri al- varlegt. Drengurinn er tæplega fjög- urra ára gamall og hlaut hann mjög mikil brunasár við sprenginguna. Hann var flutt- ur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. _SG ÚTRÝMINGU LAXASEIÐANNA AÐ LAXALÓNI HALDIÐ ÁFRAM: OVIST HVORT SKULI BYRJAR FISKIRÆKT AÐ NYJU Skýrslu Kanadamannsins um óstand laxaseiðanna að vœnta innan tveggja vikna Útrýmingu laxaseið- anna í laxeldisstöð Skúla Pálssonar að Laxalóni er haldið áfram í samræmi við ákvörðun land- búnaðarráðherra. Verða öll laxaseiðin í stöðinni drepin á næstu dögum, og er þá aðeins regnbogasil- ungur eftir í laxeldisstöð- inni. Er það sami regn- bogasilungur sem haldið hefur verið fram af yfir- völdum í 30 ár að væri sýktur af smitandi og hættulegum sjúkdómum. Skúli Pálsson mun enn ekki hafa tekiö ákvöröun um hvort hann heldur áfram fiskrækt, en hann hefur oft lýst yfir þvi að hann sé beittur ofsóknum af hálfu yfirdýralæknis, veiði- málastjóra og fleiri aðila. Skúli heldur þvi fram, að or- sök þess að nýru fisksins starfa ekki eðlilega sé sú, að sýrustig vatnsins að Laxalóni sé of hátt. Hefur hann þvi reynt að fá leyfi til að flytja starfsemi sina aust- ur fyrir fjall, en slikt leyfi hef- ur ekki fengist þrátt fyrir itrek- aðar beiðnir. Það vskti nokkra athygli þeg- ar landbúnaðarráðherra tók ákvörðun um að laxinum að Laxalóni skyldi fargað, að þá var ekki beðið eftir niðurstöðum kanadiska fisksjúkdómasér- fræðingsins sem hingað kom gagngert til að kanna ástand laxins i Elliðaárstöðinni og að Laxalóni. Skýrsla Kanadamannsins, Trevors Evelyns, hefur enn ekki borist, en Jakob Hafstein veiði- málafulltrúi hjá Reykjavikur- borg sagði i samtali við Visi i morgun að hún væri væntanleg innan tveggja vikna. Sagðist Jakob vera nýbúinn að hafa samband við Evelyn, og hefði hann sagt að sumarleyfi við stofnun þá er hann vinnur við hefðu tafið það að endanlega hefði verið unnt að ganga frá skýrslunni. En nú er hún sem- sagt á leiðinni; 'og verður hún birt þegar og hún berst að sögn Jakobs Hafstein. —AH KONUNGURINN KOM TIL HÁDEGISVERDAR Baldvin Belgiukonungur og drottning hans, Fabiola, komu i opinbera heimsókn til tslands stutta stund i gær. Flugvél konungs lenti á Kefla- vikurflugvelli um kl. 11:45. Óku konungshjónin ásamt fylgdar- liði sinu rakleiðis af flugvellin- um að Bessastöðum, þar sem þau snæddu hádegisverð i boði forsetahjónanna, Halldóru og Kristjáns Eldjárns. Að borðhaldi loknu héldu kon- ungshjónin áfram för sinrti áleiðis til Kanada. Myndin vr tekin er konungshjónin komu til hádegisverðarins að Bessastöð- um. — SO/Visismynd: JA.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.