Vísir - 16.10.1977, Blaðsíða 5
VISIR Sunnudagur 16. október 1977.
5
EGAR
BOXAÐ VAR
Á ÍSLANDI!
Hnefaleikaíþróttin
barst fyrst hingaö til
lands í kringum 1920.
Fljótlega upp úr því var
farið að iðka þessa iþrótt
af miklu kappi hér undir
leiðsögn þeirra Þorsteins
Gislasonar og Guðmund-
ar Arasonar, en þeir
höfðu báðir haft talsverð
kynni af iþróttinni.
Þorsteinn hafði kynnst
hnefaleikum í Dan-
mörku, iðkað þá þar og
numið margt af færum
þjálfurum Dana. En þeir
sem kenndu Guðmundi
„leyndardóma" íþróttar-
innar fyrst og fremst
voru Guðjón Mýrdal,
Norðmaðurinn Rögnvald
Kjellvold, Sveinn Sveins-
son og ekki hvað sist Pét-
ur Wigelund.
Þorsteinn
Þeir félagar hófu
kennslu hér á landi, Þor-
steinn hjá KR og ÍR, en
Guðmundur hjá Ar-
Guömundur
manni.
Helgarblaðið hitti þá
félaga að máli á dögun-
um. Með þeim kom til
Birgir
fundar við okkur Birgir
Þorvaldsson, margfaldur
meistari i hnefaleikum
hér áður f yrr, og formað-
ur Hnefaleikaráðsins á
þeim tíma er iþróttin var
bönnuð hér á landi og iðk-
un hennar lagðist niður.
Það skal tekiö skýrt
fram, að Vísir leggur
engan dóm á það sem
fram kemur i frásögnum
hér á eftir. Þetta var
mikið hitamál á sinum
tíma, og hér eru það ein-
ungis skoðanir manna
sem framarlega stóðu í
hnefaleikahreyf ingunni
sem fram koma.
Þá ræddum við einnig
við Kjartan Johannsson
lækni, en hann var annar
tveggja þingmanna sem
fluttu tillögu á Alþingi
þess efnis að hnefaleikar
skyldu bannaðir á is-
landi, og var sú tillaga
samþykkt.
„ÞAÐ ÁTTU SÉR ALDREI STAÐ NEIN MEIÐSLI"
- UM ENDALOK HNEFALEIKANNA Á
ÍSLANDI OG FLEIRA MERKILEGT í
SAMBANDI VIÐ BANNIÐ Á ÍÞRÓTTINNI
Við spurðum þá Guð-
mund, Birgi og Þorstein
hver hafi verið fyrstu til-
drögin að því að hnefa-
leikar voru bannaðir á is-
landi.
Birgir: „Það er engin ástæða til
að leyna þvi að sá maður sem
fyrstur barðist gegn hnefaleik-
um hér á landi var Thorolf heit-
inn Smith fréttamaður. Hann
hafði þó sýnt þessari iþrótt mik-
inn áhuga fram að þvi að þetta
kom upp, svo við áttum erfitt
með að skilja þessa snöggu hug-
arfarsbreytingu.
Ég get nefnt sem dæmi aö 1953
skrifaði Thorolf um hnefaleika-
keppni sem fram fór á Háloga-
landi og skrifaði þá m.a.: „Þar
mátti sjá mörg þung högg eins
og vera bar. En það meiddist
enginn og engin blóögaðist!...”
Siðar i grein sinni vék Thorolf
að þvi að greinileg hugarfars-
breyting hefði átt sér stað hjá
hnefaleikaforustunni hvað
ruddaskap og hörku varðaöi, og
kvað þetta vita á gott. — En ég
vil spyrja: Hvað olli þá þessari
skyndilegu hugarfarsbreytingu
Thorolfs að fara siðan að beita
sér fyrir þvi að þessi iþrótt
skyldi lögð niður?.”
Guðmundur: „Okkur fannst
þessi áróður svo mikil vitleysa
að við sinntum þvi ekki að svara
þessu, — við uggðum ekki að
okkur.
En svo skyndilega og öllum að
óvörum var málið allt i einu
Og hafðu þennan! — Hnefaleikakeppni I fullum gangi 1 Hálogaiandshúsinu. Pétur Wigelund er hring
dómari og fylgist meö fullur áhuga eins og vera ber.