Vísir - 16.10.1977, Side 8

Vísir - 16.10.1977, Side 8
8 VISIR Sunnudagur 16. október 1977. 9 r ELDHÖSINU u m s j ó n : Þorunn I. Dónatansdóttir Amerískur kjúklingar- rétturmeð sveppum Uppskriftin er fyrir 4-5 2 pk djúpfryst kjúklingaiæri(10- 12 stk) salt pipar rósmarin 200 g beikonsneiðar 250 g sveppir 1/2 sitróna 1 dós haricots verts soðnar kartöflur dill eða steinselja 4 harðsoðin egg 3-4 tómatar græntsalat t.d. Iceberg i striml- um Sósa: oliusósa (majonnaise) hvitlaukur chilisósa sinnep nýr og þeyttur rjómi eða sýrður rjómi. Þerriðkjúklingalærin. Nuddið þau með salti, pipar og rós- marin eöa timian. Skerið beikonsneiðarnar i litla strimla og steikið þær stökkar á þurri pönnu. Látið feitina renna af beikoninu á pappir af eldhús- rúllu. Setjið örlitið smjörliki saman við beikonfeitina og brúnið kjúklingalærin. Látið ekki. Hellið vatninu af hricots verts. Veltið afhýddum kartöfl- unum upp úr söxuðu dilli eða saxaðri steinselju (persillu). Skerið egg og tómata i báta. þau gegnsteikjast undir loki i •u.þ.b. 25 min. Kælib kjúklinga- lærin: Skerið sveppina i sneiðar. Dreypið örlitlum sitrónusafa yfir sneiðarnar til að þær dökkni Leggiö kjöt, egg og grænmeti á fat, þöktu salatblöðum. Berið með oliusósu (mayonn- aise) bragðbætta með hvitlauk, chilisósu, sinnepi og nýjum eða sýrðum rjóma. Einmitt llturinn sem ég hafði hugsað mérr „Nýtt Kópal gæti ekki verið dásamlegri málning. Ég fór með gamla skerminn, sem við fengum í brúðkaupsgjöf, niður í málningarverzlun og þeir hjálpuðu mér að velja nákvæmlega sama lit eftir nýja Kópal tónalitakerfinu." málningbf ,,Það er líka allt annað að sjá stofuna núna. Það segir málarinn minn líka. Ég er sannfærð um það, að Nýtt Kópal er dásamleg málning. Sjáðu bara litinn!" Sunnudagur 16. október 1977. VISIR „Heyröu", segir Matthi- as, „mikiðdjöfulleru þetta góðar kartöflur". Hann er með kúfaðan disk af pínulitlum. soðn- um. islenskum kartöflum sem hverfa oni hann hver af annarri. Er þetta hádegismatur- inn þinn? spyr ég. ,,Ja, blessaöur vertu. Þetta er það besta sem ég fæ." Eg er búinn að borða. Þegar ég kom var Matthi- as i simanum og talaði ensku við einhvern dánu- mann. Hann hafði verið i erlinum á Morgunblaðinu fyrir hádegið og um leið og hann er kominn inn úr dyr- unum heima hjá sér fer siminn að hringja. Matthi- as fær ekki frí á islandi. Hann þarf að flýja land til að fá að vera i friði. otrú- legasta fólk þykist eiga er- indi við ritstjóra Morgun- blaðsins, og hringir þá á hvaða tima sem er. Gömul kona i Austurbænum hringir kannski klukkan niu á sunnudagsmorgni og vekur ritstjórann til aö kvarta yfir þvi að hún sem áskrifandi sé ekki búin að fá blaðið sitt enn þá. Matthias fær sumsé ekki fri á Islandi. Hann var ný- kominn úr frii aö utan þeg- ar ég haföi samband við hann og spurði hvort hann væri ekki tilleiöanlegur i að spjalla viö mig i Helgar- blaðið. Honum þótti nógur ófriðurinn samt, að vera allt i öllu á Morgunblaðinu, vegna sumarleyfis Styrm- is, þótt hann færi ekki aö breiða sig yfir aðra fjöl- miðla lika. Eg færði fram þau rök, að einmitt vegna þess að hann er orðinn eins konar persónugervingur Morgunblaðsins er aldrei rætt við hann sem skáld og mann með viðtæka reynslu af íslenskum þjóðmálum og menningarmálum und- anfarna áratugi. Eg held hann hafi ekki tekið nema passlegt marká þessu. Eg held hann hafi fyrst og fremst fallist á þessa beiðni fyrir gamlan kunningskap. „Ég er lika ekki eins heppinn og Tómas Guð- mundsson", hafði hann sagt hlægjandi. „Eg er á þeim aldri að raddböndin eru i lagi, þannig að mér er enn hætt við þvi að tala af mér." A meöan Matthias spæn- ir i sig þessar dásamlegu kartöflur spjöllum við saman um dvöl hans á meginlandinu i sumar, sem kemur upp á 25 ára blaöamannsafmæli hans. Hann er siskrifandi og orti talsvert á meginlandinu. Viö rjúkum upp á kontór Matthiasar frá teinu hans og kaffinu minu sem Hanna hefur fært okkur. A meðan þaö kolnar innan um listaverkin i stofunni les hann fyrir mig nokkur af nýjustu Ijóðunum. sem ort eru beint úr kviku tim- ans, eins og fram kemur annars staðar hér á síðun- um. Mig hefur alltaf furöað hversu mikið þrek Matthi- as hefur haft til ritstarfa utan þess geggjaða ófriöar sem oft á tiðum er um- hverfis blaðamennskuna. Auk sifrjórrar Ijóðargerð- ar er Matthias um þessar mundir aö skrifa ævisöau- brot um látinn leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og þjoöarinnar, — Þætti úr ævi ólafs Thors og byggir á kynnum þeirra, samtöl- um við Ingibjörgu, ekkju Olafs og öðrum heimildum sem hann hefur undir höndum. Væntanleg er einnig listaverkabók nú fyrir jólin helguö Sverri Haraldssyni, þar sem Matthias skrifar textann. Sá texti er reistur á sam- tölum þeirra Sverris. Skrásett samtöt eru sú list sem Matthias hefur ræktað öðrum mönnum betur á Islandi. Nýkomin er út staðfesting á þvi i bókarformi, þar sem er fyrsta bindi af úrvaii blaðasamtala hans. Sam- tal, — fundur undir fjögur augu, vixlverkan milli tveaoia manna —, er form sem stendur Matthiasi nær en öll önnur, bæði i hvers- dagslegum samskiptum fólks og i ritstörfum. Hann segist lika taka mið af samtalsforminu í Ijóða- gerö sinni. Ekki sist á það við um eitt ritverkið til við- bótar sem nú er i deiglu. — nýjan Ijóðaflokk mynd- skreyttan af Erró og væntanlegur er á bók i vor. Þetta verkefni er ofar- lega i huga hans. Þegar við erum aftur sestir niðri i stofu og búiö er að taka simann úr sambandi les hann flokkinn fyrir mig, — samfelldan bálk 40-50 Ijóða. Þetta eru blossar frá bernsku skáldsins þegar striðið kom i gamla Vest- urbæinn i Reykjavik. Ein af myndum Errós úr bókinni Morgunn í maí, sem væntanleg er frá Almenna bókafélaginu í vor. I textanum segir: „Flugmennirnir brunnu. Með hjálma og gas- grímur. Þórsmerki Þriðja ríkisins". Fyrri samtalslota með Matthíasi Johannessen, þar sem rœtt er um skóldskap, maf íur,menningu og fleira Þrestir úti — þrestir inni Flokkurinn heitir Morgunn i mai. Nafnið, sem er skirskotun i ljóð eftir Davið Stefánsson, gaf Kristján Karlsson bókinni. Þegar Matthias hefur lokið lestrinum spyr ég hann hvernig þessi ljóð hafi orðið til. ,,Ég ætlaði ekki að yrkja þenn- an ljóðaflokk”, segir hann. ,,Ég var að vinna að annarri ljóðabók i vor þegar þessi flokkur kom til min um svipað leyti og þrestirnir koma i garðinn af einhverri eölis- hvöt eða náttúrulögmáli sem við þekkjum ekki. Hann kom til min eins og þröstur, settist á grein i huga minum og fór aö láta i sér heyra. Og þegar þrestirnir sungu úti, þá söng ég þetta hér uppi á skrifstofunni minni eins og miðill. Ég orti þetta nánast i einni lotu, þvi ég vissi að ef ég hefði hætt i miðjum kliöum þá heföi ég ekki getað haldiö tóninum. Aftur- ámóti hefur þessi bók verið i mér lengur en nokkur önnur sem ég hef skrifaö. Ég hef eiginlega verið aö yrkja þessi ljóð i upp undir tuttugu ár eða frá þvi fyrsta ljóöabókin min, Borgin hló, kom út árið 1958. Astæðan til þess aö ég hef ekki lagt út i að glima við þetta verkefni fyrr en nú, er Sú, aö ég varð að yrkja áður þær bækur sem ég hef nú gefiö út til þess að geta fundið þann tón, sem ég tel að hæfi þessum ljóöaflokki”. Eltingarleikur viö stríðið Geturðu sagt mér ofurlitið nán- ar frá efnislegu baksviði þessara ljóða? Viðtal: Árni Þórarinsson Myndir: Jens Alexandersson Úr Morgunn í maí Myndina vinnur Erró úr ljósmyndinni sem getið er um i samtalinu og varð kveikja þessa ljóðs úr bókinni Morgunn i mai, sem væntan- leg er hjá Alinenna bókafélaginu i vor. Matthias er sjálfur með der- liúfu og i prjónapeysu framarlega i skipinu, næst mönnunum á bryggjunni. XIV. Sprengisandur og Geirsbryggja gömul og lúin, Fróði siglir sundurtættur i höfn fallnir sjómenn á dekki umvafðir islenzkum fánum, aðrir blakta til heiðurs þeim dánuin i hálfa stöng og þögnin er þrúgandi löng; nöfn sem við þekktum ekki Esja horfir af himni og fuglar speglast i forvitnum augum drengs: höfnin er himnariki og heimkynni marhnúts og ufsa (það var áður en lifið varð leikvöllur manna eins og Maó formanns og þessa forgengilega Húa Kúa - fengs). Og veröldin breytist og bráðum mun lifið kveðja blikið i augum drengs.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.