Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 5
5 VISIR Sunnudagur 23. október 1977 Myndir: Jens Alexondersson minntist Ezra Pound á Grettis- sögu eina islenskra ritverka. Hún haföi heillað hann með sérstökum hætti. Birtan og skuggarnir á réttum stað, blóðið tryllt og örlög- in ófyrirsjáanleg. Ég held að margir útlendingar sjái lif okkar svipuðum augum og Pound Grettissögu. Þrátt fyrir margvis- lega útúrdúra hefur lif islensku þjóðarinnar verið eins konar skáldskapur, og kannski einmitt vegna andstæðnanna: gjörvuleik- ans og gæfuleysisins. Hér eru menn jafnvel að burðast við að hata hver annan. Það er hatrið i fornum sögum islenskum sem er kveikja allrar ógæfu. Ég held við ættum að reyna að láta okkur þykja ofurlitið vænt hverju um annað. Við erum ekki svo mörg. En svo er hitt: Ef Glámsaugun og hatrið vantaði i Grettissögu hefði hún aldrei verið skrifuð. Við verð- um vist að skrifa sögu okkar þjóð- ar með þeim hætti að blóðið storkni ekki fljótt á kálfsskinn- inu. Heyröu,nú veit ég að farnar éru að renna tvær grimur á ein- hverja þjóðlega Islendinga og þvi betra að fara að gæta sin áður en manni veröur fórnað til hátiðar- brigða”, segir Matthlas og hlær. Stórar og litlar persónur „Mér dettur Þórbergur I hug i þessu sambandi. Hönnu, konunni minni hefur alltaf þótt mikið til þess koma hvað hann var sam- kvæmur sjálfum sér. Hann taldi til að mynda, að maður gæti ekki lifað jarðnesku mannlifi án þess að standa skil á gerðum sfnum eftir dauðann. Ég er afturámóti ekki viss um þetta. Þaö er ekki samræmi i þvi að gefa mönnum mannlegan breyskleika i vöggu- gjöf og eltast svo við þennan sama breyskleika á astralplan- inu. Það er annað sem heillar mig meira i afstöðu Þórbergs. Það kom fram i samtali okkar i Kompaniinu þegar hann sagði: „Annars er það einkennilegt hvað margt fólk á erfitt með að laga sig hvert eftir öðru. Þaö vill verða svo rismiklar persónur að hvorug lætur undan fyrir hinni. Þegar ég mæti stórri persónu reyni ég alltaf að vera litil per- sóna til þess að stóra persónan hafi þá ánægju að veröa ennþá stærri. Það er lika nokkuð al- gengur veikleiki i fari manna að slá sér upp á annarra kostnað, verða stórir þegar nokkrir eru viðstaddir, segja þá eitthvað van- virðulegt um einn, gera hann hlægilegan, og horfa svo upp á hina og spyrja með uppétandi augnaráði: Var þetta ekki helviti sniðugt hjá mér? — Þetta er nokkuð algengt i fari manna. Annars er stór persóna aldrei stór. Hún dregur sig i hlé og þeg- ir”. Þessi orö Þórbergs ættu þeir að hugleiða sem skrifa i blöð og samkjafta ekki i rikisfjölmiðl- um”. „Það er gott og nauðsynlegt að láta lítið á sér bera I litlu þjóðfé- lagi”, segir Matthias svo. „Það kunna rikir gáfumenn. En heimskir auðmenn kalla á öfund og ókyrrð I þjóðfélaginu. Sá sem ereinhvers virði hreykir sér ekki. Hann getur?eins og Lao Tse, þekkt allan heiminn án þess aö fara út fyrir hússins dyr. Það er of mikið af meðalmennsku og þó einkum hæfileikaleysi i íslenskum stjórn- málum, listum, og ekki sist fjöl- miðlum. Hér situr fjöldinn allur af verðmætasta fólkinu og hreyfir hvorki legg né lið, en ræktar garðinn sinn að fyrirmynd Voltaires og feðganna i Innan- sveitarkróniku, perlunni i skáld- sagnagerð Islendinga á þessari öld. Blaðamennskan hefur aö visu ekki gefið mér tækifæri til að rækta garðinn minn, eins og ég kysi nú oröið. Ég finn aö ég hef meiri þörf fyrir það eftir þvi sem ég eldist. Kannski hef ég einhvern tima efni á að dunda eingöngu i þessum garöi, hver veit”. Alterego Það væri synd að segja að þú hafir fengiö mörg tækifæri til að láta litið á þérbera. Svolangthef- ur þetta gengið aö þin persóna hefur I lifanda lifi orðið öörum skáldum að yrkisefni, bæði dulbú- ÓSKA ÉG KSS AÐ ÉG VÆRI ÓSÝNILEGUR" Síðari samtalslota með Matthíasi Johannessen, þar sem rœtt er um blaðamennsku, Morgunblaðið, Sjálfstœðisflokkinn og fleira ið i bókum eins og Borgarlifi Ingi- mars Erlendar og Svartri messu Jóhannesar Helga, og ódulbúið i bók eins og Landshornamönnum Guðmundar Danielssonar. Hvað finnst þér um svona „heimilda- skáldskap”? „Ég hef ekkert nema gott um þetta að segja”, segir Matthias og grettir s'ig svolitið. „Mér kemur þetta raunverulega ekkert við. Nema kannski það sem Guð- mundur Dan skrifaði i Lands- hornamönnum þvi samráö var haft við M-ið og við Guðmundur vorum félagar i þessari veiðiferð sem bókin fjallar um. Guömund- ur hefur sannarlega lagt rækt við figúru mina. Ég get játað, aö það hefur náttúrulega hvarflað aö mér þegar ég hef séð hvað ég hef orðiö fyrirmynd margra rithöf- unda að þeir telji lifsspursmál að ég komist inn I bókmenntasöguna og hafi af eðlilegum ástæöum ekki treyst sjálfum mér til að vinna þaö afrek. Þetta eru allt góðir kunningjar minir og vinir, en voru það kannski ekki öllum stundum. Enda veröa engir vinir listamanna öllum stundum nema viöhlægjendur. Eitt vil ég þó segja, að þótt ég telji Lands- hornamenn skemmtilega bók með listrænum sprettum, þá hefði ég nú heldur óskað eftir þvi aö vera persóna i skáldverkum eins og Ofvitanum eða Idjótanum, en þeim skáldsögum sem þú nefndir. Nú er mér sagt að Jóhannes Helgi sé búinn að gefa út Svarta messu endurskoðaða og litli púkinn sem var undirlægja Bjarna Benedikts- sonar mun vera horfinn úr sög- unni, enda átti hann þar aldrei heima og var eins konar krabba- mein frá listrænu sjónarmiði. Ég sakna þess þó náttúrulega að fá ekki að lifa áfram I þessu skáld- verki i þvi gervi sem mér var ætl- aö þar. Mitt alterego I Borgarlifi er ekkert sérlega ógeðfelld per- sóna, enda gat Ingimar Erlendi aldrei orðið jafn illa við mig og reynt var að innræta honum. Og svo eru þetta náttúrulega skáld- verk með skáldaleyfum, en ekki minningargreinar. Minningar- greinina ætla ég að skrifa sjálíur”. Persónugervingur valds og kerfis? En særöu þessi skáldverk þig á sinum tima? „Það held ég ekki. Fyrst ég var SAMTÖLIN — Kunnasti þátturinn i blaðamennsku Matthiasar eru samtöl hans við fólk. A þessari mynd má sjá hvernig þau eru unnin. T.v. minnispunktar úr samtali við Pál ísólfsson, siöan vélritaö uppkast með miklum breytingum að einni samtalsbóka þeirra Páls, og loks próförk að Kompaniinu með leið- réttingum Þórbergs. Um samtalslistina sagði Matthias: „Þegar llalldór Laxness fékk Sonningverðlaunin Hkaði honum iila hvernig biaðamaður Morgunblaðsins spurði hann um hvað hann hygðist gera við þau. Hann kvartaðí vf- ir þessu við mig og mér fannst gagnrýni skáidsins réttmæt. Laxness sagöi að hann yrði reiður, þegar hann væri kjánalega spuröur og svaraði þá útúr. Mér er minnisstætt að hann bætti við: „Sá sem skrifar samtai ber ábyrgö á þvi. Hann slær tóninn. Som man raaber i skoven faar man svar”, sagöi skáldið — og ég minnist þess ekki aö hafa heyrt betri skilgreiningu á samtalskúnstinni”. í f ry ■+<K >*;;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.