Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 14

Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 23. október 1977 VISIR SAKA^AL Aökoman endilöng á gólfinu, hryllilega limlest. Ungfrú Lancelin lá á grúfu, berhöfðuð, með kjólinn upp um sig og nærbuxurnar niðrum sig, og sáust djúp sár á rassinum og margir skurðir á kálfunum. Frú Lancelin lá á bakinu. Augun voru horfin, hún virtist ekki hafa neinn munn, og tennurnar höfðu allar verið barðar burt. Veggir og hurðir voru þakin blóðslettum, allt upp i sjö feta hæð. Á gólfinu fundum við brot úr beinum og tönnum, eitt auga, hárspennu, hand- tösku, lyklakippu, opnaðan pakka, fjölda brota úr hvitu, myndskreyttu postulini og káputölu.” //Nei annars... Einnig fundust blóðugur eld- húshnifur, skemmdur pottur og Þetta var 2. febrúar. Monsi- eur René Lancelin var lögmað- ur að atvinnu. Hann hafði verið aö vinna og átti að hitta eigin- konu sina og Geneviéve, 27 ára dóttur i kvöldverðarboði á heimili vinar þeirra. „Þær voru ekki komnar”, sagöi hann fyrir réttinum. ,,Ég beið dágóða stund en reyndi svo að hringja heim. Enginn svaraði. Ég bað þvi gestgjafann að hafa mig af- sakaöan og fór heim”. „Otidyrnar voru læstar að innan og húsið var almyrkvað fyrir utan daufan bjarma i her- bergi vinnukvennanna, Christ- ine og Lea Papin, uppi á lofti. Mér tókst ekki að komast inn og kallaði þvi á lögregluna.” Sagan var rakin áfram af lög- reglumanninum sem kom á staöinn og þvingaði útidyrnar upp. Hann sagði að enginn heföi verið á jarðhæð hússins. „En á stigapallinum upp á aðra hæð lágu lfk Lancelinmæögnanna Frá réttarhöldunum. Á þessum stigapalli fund- ust lík mæðgnanna. Stig- inn lá upp í herbergi þjón- ustustúlknanna. hamar með blóðblettum. En hvar voru þjónustustúlkurnar* Lögreglan fann þær i herbergi þeirra, allsnaktar og i hnipri i rúminu. Sú eldri, Christine ját- aði glæpinn strax. Frásögn hennar var þessi: „Þegar frúin kom heim sagði ég henni að straujárnið hefði bilað rétt einu sinni og ég hefði ekki getað straujað. Systir mín og ég og húsmæður okkar tvær stóðum allar á stigapallinum. Frúin ætlaði að ráðast á mig. Þegar ég sá það stökk ég á hana og klóraði úr henni augun með fingrunum”. „Nei, annars. Þaö var rangt hjá mér að ég hefði ráðist á frú Lancelin. Ég réðist á ungfrú Lancelin og það voru hennar augu sem ég reif út. A meöan hafði Lea systir mín ráðist á frúna og klórað út augun i henni”. „Eftir að við höfðum gert þetta féllu þær niður þarna og ég hljóp inn i eldhús til að sækja hamar og hnif. Systir min og ég réðumst svo á þær með þessum tveimur áhöldum. Viö skárum I sci;s LA TRAGEDIL DE LA RUE BRUYÉRE, AU MANS ••« nuL í LES DEUX SŒURS CRIMINELLES Tie" précisent bevant le juge dtnstruction i LES CIRCONSTANCES DE LEUR FORFAIT Orp.ísand Réttarhöldin yfir systrunum urðu frönsku blöðunum mikill fréttamatur. höfuð, likama og fætur með hnifnum, og lömdum þær lika með potti sem stóð á litlu borði á stigapallinum.” „Ég lætekki bjóða mér... „Við skiptumst nokkrum sinnum á áhöldum... Fórnar- lömb okkar grétu en ég minnist þess ekki að þær segðu nokkuð. Þegar við höfiium drýgt þennan verknað fór ég og læsti útidyr- unum og ég lokaði lika dyrunum i forstofunni. Ég lokaði þessum dyrum til þess að lögreglan kæmist að glæp okkar á undan húsbóndanum. Systir min og ég þvoðum siðan hendur okkar i eldhúsinu, þvi þær voru alblóð- ugar. Við fórum til herbergis okkar, fórum úr fötunum, sem voru útötuö i blóði, klæddumst svo i sloppa, lokuðum herberg- dregið fimm franka af mánað- arkaupinu hennar sem greiðslu fyrir viðgeröina. Þegar siðan systurnar voru að strauja 2. febrúar sprengdi straujárnið öryggi og öll ljós i húsinu slokknuðu. „Hvað skyldi frúin gera okkur þegar hún kemur heim”, haföi Lea spurt. „Með fingrunum " Þótt frú Lancelin hafi sjálf- sagt reiðst og hugsanlega slegið til systranna, hvernig gat svo litilmótlegt atvik leitt til jafn hroðalegs andsvars? Dómarinn átti erfitt með að skrifa undir þessa sögu og það tilfinninga- leysi sem einkenndi frásögn systranna. Lea, mun unglegri i útliti, með dökkan kjólinn hnepptan upp i háls og hendur i vösum hans, stárði dauðyflis- lega framfyrir sig. Christine isdyrunum með lykli og lögð- umst saman upp i rúm. Þar funduö þið okkur þegar þið brutuð hurðina niður”. „Ég iðrast einskis, eða, öllu heldur, get ég ekki sagt ykkur hvort ég iðrast eða ekki. Frekar vildi ég hafa ráðist á húsmæður okkar, heldur en þær hefðu ráð- ist á okkur systurnar. Ég hafði ekki undirbúið glæpinn og ég fann ekki til neins haturs gagn- vart þeim, en ég læt ekki bjóða mér framkomu eins og frú Lancelin sýndi mér þetta kvöld”. Straujárnið Christine flutti mál sitt álút og án blæbrigða. Systir hennar, Lea staöfesti sögu hennar. „Eins og systir mln fullyrði ég aö viö höfðum ekki ráðgert að myrða húsmæður okkar. Hug- myndinni laust niöur allt I einu þegar við heyrðum frú Lancelin skamma okkur. Ég iðrast ekki frekar glæpsins en systir mln. Eins og hún vildi ég frekar hafa ráðið niðurlögum húsmæðra okkar en þær heföu ráðið niður- lögum okkar.” Þaö var straujárniö sem minnst var á i játningu Christ- ine sem varð orsök verknaðar- ins. I janúar hafði Christine skemmt það. 1. febrúar, daginn fyrir moröin, hafði frú Lancelin Leið velá heimilinu Þegar kyrrð haföi verið komið á aftur spurði dómarinn. „Hafiö þiö einhverja afsökun Þegar Lancelin kom heim var aðkoman ekki fögur. horfði á gólfið, virtist nánast sofandi ef ekki hefði leikið ein- kennilegt bros um varir hennar. Dómarinn talaði við þær ró- lega, eins og við börn, og fór yfir söguna á ný, eins og honum hefði misheyrst. „Þú slóst frú Lancelin niður með pottinum. Þegar hún æpti upp yfir sig, kom systir þin hlaupandi. Hvað sagðir þú viö hana?” spurði hann Christine. „Ég sagði Lea að rlfa úr henni augun”. Það fór hrollur um áheyrend- ur. Dómarinn spurði slöan Lea hvort þetta væri rétt og játti hún þvi. Hvernig haföi hún gert þetta? „Með fingrunum”, svaraði Lea án þess aö blikna. „Dauðadóm! Dauðadóm!” kallaði einhver áheyrenda og ólga gerði vart við sig i réttar- salnum. Dagblöðin höfðu kallað þær //Skrímslin í Le Mans", „djöflasysturnar" og „lömbin sem breyttust í úlfa". örðugt var að ímynda sér að Christine Papin, 28 ára og Lea, systir hennar, 21 árs væru fyrirmyndir þess- ara melódramatisku fyrirsagna. Þegar þær gengu til sæta sinna i réttarsalnum í Le Mans i Frakklandi árla morguns 20. september 1933 sýndu þær fá svipbrigði. Þeim er lýst sem dálitið „sveitalegum" i útliti, en þó ekki ófriðum. I réttinum voru þær niðurlútar og engu likara en þær væru i einhvers konar leiðslu eða undir áhrifum deyfilyfja, og hreyfingar þeirra voru vél- rænar. Þærvoru ákærðar fyrir tvö morð sem blöðin i ákafa sínum kölluðu „eitt hræðilegasta dæmi ástæðu- lausrar grimmdar", — glæp „sem hryllti alla frönsku þjóðina, vakti furðu geðlækna og hefurenn ekki verið skýrður svo fullnægjandi sé". Þegar málavextir fóru að taka á sig mynd með orðum vitna færðist kyrrð yfir réttarsalinn og menn hlustuðu með athygli á þessa sérstæðu sögu sem gerðist á heimili miðstéttarfólks i Le Mans á dimmu vetrarkvöldi snemma árs 1933. HÚSBÆNDUR 0G HJÚ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.