Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 15
15
Lea horfir illilega á dómarann (t.v.)
en Christine starir í gaupnir
fyrir gerðum ykkar, einhverja
skýringu, einhverja iðrun?”
Hvorug þeirra svaraði. Spurt
var hvort einhver djúpstæð and-
styggð á lifi þeirra og starfi sem
þjónustustúlkur gæti verið or-
sök þessarar skyndilegu árásar.
Ekkert svar.
Bakgrunnur systranna var i
stuttu máli sá, að Christine
hafði byrjað störf sem þjónustu-
stúlka strax að loknu námi i
klausturskóla, og Lea hafði
fylgt i fótspor hennar eftir að
hafa alist upp á munaðarleys-
ingjahæli (faðir þeirra var
drykkjumaður). Þær höfðu unn-
ið saman og skiptu oft um
vinnustaði. Ástæðan var ein-
faldlega sú að þeim bauðst si-
fellt betra kaup og i meðmælum
þeirra voru þær sagðar „viljug-
ar, duglegar og heiðarlegar”.
Þær voru sammála um að
Lancelinfjölskyldan hefði komið
vel fram við þær. Þeim hefði lið-
ið vel á heimilinu og verið það
vel borgað að þær höfðu getað
safnað 24.000 frönkum. Þær
borðuðu sama mat og fjölskyld-
an og i herbergi þeirra var raf-
magnshitun, sem þá var lúxus
hjá þjónustufólki.
Sambandið
Enn spurði dómarinn um til-
finningar þeirra gagnvart at-
vinnuveitendum þeirra.
,,Við þjónuðum þeim og það
var allt og sumt. Við töluðum
aldrei við þau”, sagði Lea.
Þegar þessi leið til skýringar
málinu virtist þar með ófær
reyndi rétturinn að kanna per-
sónulegt samband systranna.
Voru þær lesbiur? Þar kom ekki
aðeins til hvernig lögreglan
hafði komið að þeim nöktum i
rúminu, heldur höfðu þær alla
tið lifað einkennilegu lifi. Ollum
fritima sinum vörðu þær i her-
bergi sinu, og fóru aldrei i bió
eða böll. Þær áttu enga vini,
hvorki karlkyns né kvenkyns.
Þær virtust i raun og veru
áhugalausar um allt nema
vinnu sina og hvora aðra.
Hvers vegna fóru Lancelin-
mæðgurnar svo skyndilega
heim þegar þær áttu að hitta
Lancelin i kvöldverðarboði?
Pakkinn sem fannst á stigapall-
inum innihélt kjöt. Hvers vegna
hafði önnur hvor mæðgnanna
farið meö hann upp, en ekki
beint inn i eldhús? Gæti verið að
mæðgurnar hafi grunað syst-
urnar um græsku og komið að
þeim i óviðurkvæmilegum
kringumstæðum?
Sitthvað virtist renna stoðum
undir þvilikar vangaveltur rétt-
arins, einkum hegðun Christine
þá sjö mánuði sem þær Lea
biðu réttarhaldanna i fangelsi.
Þær höfðu báðar hætt að hafa
tiðir. Þegar þeim var stiað
sundur og fluttar i sérklefa grét
hún, æpti hótanir og ýlfraði loks
eins og hundur.
Tvær útgáfur
Nótt eina hrópaði hún eins og
örvæntingarfullur elskhugi á
„elsku Leu”, og öðru sinni velti
hún sér um gólfið og öskraði
klámyrði. „Svo virtist sem hún
þjáðist af kynferðiskenndum”,
sagði fangavörðurinn. Hún
grátbað um að þær Lea fengju
að vera saman á ný. Þegar það
fékkst ekki samþykkt fór hún i
hungurverkfall og varð svo ódæl
að setja varð hana i spenni-
treyju. Loks fengu þær ao nut-
ast stutta stund.
Eitt vitni að þessum fundi
sagði, að um leið og Lea var
leidd inn i klefann hefði Christ-
ine stokkið til hennar og faðmað
hana svo fast að hana varð að
slita frá meðvaldi svo Lea kafn-
aði ekki. Þegar siðar þær settust
á rúmið hefðu Christine reynt að
rifa blússuna af Leu og kyssa
hana á munninn og sagt:
„Segðu já við mig, Lea, segðu já
við mig”.
Annað vitni sagði hins vegar,
að Christine hefði i móðursýkis-
kasti lyft pilsinu upp yfir lærin
og sárbænt systur sina, i kyn-
ferðislegri nautnavimu að þvi er
virtist: „Komdu til min, Lea,
komdu til min”. Bæði vitnin
voru þó sammála um að Lea
hefði haldið ró sinni og ekki
hafst að.
Vitnisburður læknisrannsókn-
ar studdi afturámóti ekki þessa
stefnu málsins. Forstöðumaður
geðveikrahælisins i Le Mans
sagði i skýrslu sinni og annars
læknis: „Christine og Lea eru
ekki á nokkurn hátt afbrigðileg-
ar... Frá vitsmunalegu og til-
finningalegu sjónarmiði eru þær
algjörlega eðlilegar”. Þrir aðrir
læknar sem rannsökuðu syst-
urnar sögðu að ekkert benti til
kynferðislegs sambands þeirra
á milli.
Um þetta efni vildi dómarinn
vera alveg viss og hann spurði
þær þvi varfærnislega um ein-
angrað liferni þeirra. „Ég hlýt
að spyrja ykkur hvort samband
ykkar hafi að einhverju leyti
verið kynferðislegt?”
Christine svaraði að þær
hefðu einfaldlega verið systur.
„Ekkert annað var á milli okk-
ar”.
Og þar við sat. Verjandi
systranna hafði af veikum
mætti byggt vörn sina á þvi að
þær væru ekki heilbrigðar og
eðlilegar stúlkur. Hann gat að-
eins fært fram eitt traust vitni
þessari fullyrðingu til stuðn-
ings, — velþekktan geðlækni,
Dr. Logre að nafni. En ákæru-
valdið hafði yfirhöndina hvað
sannanir varðaði Christine og
Lea Papin voru ábyrgar gerða
sinna. Glæpur þeirra væri „sá
hræðilegasti i allri réttarfars-
sögunni”, og ástæðan virtist
hreinlega vera skapvonska!
Eftir tæplega tveggja klukku-
stunda fund komst kviðdómur-
inn að þeirri niðurstöðu að syst-
urnar væru sekar. Christine féll
á kné er dauðadómur var lesin
yfir henni, en Lea var dæmd i
tiu ára þrælkunarvinnu á þeim
forsendum að hún hefði verið
undir áhrifum eldri systur sinn-
ar. Hvorug þeirra áfrýjaði dóm-
unum.
Siðar var dómi Christine
breytt i ævilanga þrælkunar-
vinnu. Hún afplánaði þó aðeins
fjögur ár, neitaði að vinna og
sýndi merki geðbilunar. Loks
var hún flutt á geðveikraspitala,
þar sem hún lést 1937. Hún,
spurði aldrei um Leu, systur
sina sem var látin laus að af-
plánun lokinni og ekkert spurð-
ist til hennar eftir það.
S