Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 11
VISIR Sunnudagur 23. október 1977 n skildi þörf verkamannsins fyrir smáhvild og næringu, kaffitima áttum við engan. „Það veröur unnið i nótt”, sagði Einarog gaf klukkutima hlé svo við gætum skroppið heim i mat. Nú dugði ekkert dosk eða dund þar sem ég átti heima úti i Glerárþorpi, ég hljóp þvi allt hvað af tók, óð Glerána undan Framnesi og reif i mig matinn meðan konan tók til nesti til næturinnar, siðan hljóp ég sömu leið til baka. Saltmoksturinn stóð alla nóttina og fram að hádegi daginn eftir og þá voru menn orðnirsvo úttaugaðir að þetta var svo sem enginn mokstur hjá sumum, aðeins að sýnast. Gamli maðurinn, sem sýndist eitt blakt- andi skar þegar vinnan hófst, seiglaðist enn og reyndi að lyfta skóflunni sinni en þegar seinasta saltkerran hvarf út úr skúrnum tvlltihann sér á saltköggul og var oltinn ofan á gólf þegar Einar verkstjóri kom að skrifa timana, ég gægðist yfir öxlina á verkstjór- anum og sá að hann dró frá matartimann um kvöldið og alla kaffitima sem fram fóru þarna i; saltbingnum. Svo hækkaði þessi hvatlegi maöur róminn og sagði svo allir mættu heyra að þeir sem vildu halda áfram að vinna gætu komið inn á Torfunesbryggju i kol eftir tvo tima. Hann ýtti við gamla manninum og sagðihonum að vinnunni væri lokið. Og þar með drögnuðumst við á stað, hver til slns heima. Tveir timar suðuðu mér i eyrum á leiðinni heim, ekki mátti það vera minna þar sem út- tauguðum manni sem átti stein- hús i Þorpi var næstum ofviða að ogleituðust viðað loka þvi til fulls svo myrkrið þarna niðri gæti haldiðáfram að sortna, bingurinn var orðinn aö fjallstindi og ég var farinn að örvænta um útgöngu- leið. En þá kom verkstjórinn til skjalanna og öskraði niður til min, hvers konar mannlurfa ég væri að hafa ekki undan að lempa, og sendi annan þræl mér til aðstoðar. Svo kom að þvi að lestin fylltist og við þessir tveir dauðadæmdu sáum aftur himin yfir höfði. Þaö var kaffihlé en að þvi loknu var ég settur við annaö lestarop að hvolfa úr kolapokum og við þá iðju stóð ég fram i morgunsárið en þá var farið að hækka i lestinni og enn var ég sendur niður i undirheima og þar myndaðist ég við að hreyfa skófl- una til og frá allt fram að hádegi að verkstjórinn sagði mér að dragnast upp með rekuna, vinn- unni væri lokið, og þá fannst mér að þessum verkstjóra væri þó ekki alls góðs varnað. „Hvers vegna ertu svona?” Ég var enn með lifsmarki þegar ég skreið upp úr lestinni og einhvern veginn slampað- ist ég á nestispausann minn á tunnubotninum. Svo þvældist ég á stað heim, upp bryggjuna, út Bótina og Brekkugötuna, út fyrir ofan Vélarnar og áfram. A þessari göngu mætti ég nokkrum krökkum sem hæddu mig og spottuðu með hlátrum og gamanlátum og þó mér félli ekki við þeirra framferði fannst mér ofur eðlilegt að krakkarnir, þessi Kafli úr Baráttunni um brauðið, 2. bindi œviminninga Tryggva Emilssonar sem Mál og menning gefur út nú fyrir jólin þvælast þessa leið á klukkutima. En atvinnuleysið er strangur skóli og kominn var ég að skips- hlið á tilsettum tima. Þarna stóð nýr verkstjóri og las upp nöfnin okkar hárri raust og svo valds- mannlegri að hann næstum hlaut að eiga allt klabbið, bryggjuna, skipið og mennina. ,,Vinnan hefst klukkan þrjú”, sagði herra- maðurinn og blótaði hressilega einhverjum töfum. Við saltja-ælar fleygðum okkur i pokabing á bryggjunni og einn sem sagðist hafa sofið um nóttina lofaði aö vekja okkur I tima, karlinn yrði alveg trompaður ef hann kæmi að okkur sofandiog væri viss með að afskrifa allan hópinn, nógir væru á biðlista. „Hvers konar mannlurfa...” Vinnan hét aö kola skip, vöru- bill hlaðinn kolapokum bakkaði að skipshlið, þar stóöu nokkrir karlar viðbúnir að gripa um pokaopið og bera hundrað punda kolapoka upp landganginn, ég stóð við lúguop og tók við pokunum og hvolfdi úr þeim i lestina. Svona gekk til allan daginn, um kvöldiö var matarhlé og þá settumst við flestir i bing af kolapokum og tókum fram nestið sem geymt var á tunnubotnum á bryggjunni. Eftir magafylli og smáhvild var ég settur I lest að lempa, en það var að standa til hliðar við opið, sem kolunum var helltniður um, og moka til veggj- anna. Það þóttist ég vita aö ekki hefði himnafaðirinn allt sjáandi tilbúið mönnum þennan staö, þar sem rykmökkurinn var svo þykk- ur að ekki sáust handaskil, þar sem andrúmsloftið er frá manni tekið en lungun fyllt af eldi og brennisteini, þvilik vistarvera. Ég myndaðist við að berja skófl- unni i kolabinginn og bjdst við að þetta mundi enda einhvern veginn áður en yfir lyki, en kolin dundu i sifellu niður um lúguopið hreingerðu börn, sem forðum sáu nýju fötin keisarans, gerðu hróp að svona aumum krossbera sem slangraði til og frá á götunni og hafði gert sjálfan sig að þvíliku afstyrmi. Það var löng leið af Torfunes- bryggjunni upp á gömlu Glerár- brúna og allter það á fótinn. Við Kotárlækinn mætti ég Jóni Bald- vinssyni, túneiganda þar. „Hvers vegna ertu svona?” sagði Jón. „Ég var I kolum”, stundi ég upp. „Nú”, sagði Jón, en hundurinn hans fór út af veginum i stóran sveig. Ég fékk mér að drekka úr Kotárlæknumog tylltimér á stein meðan vatnið seytlaöi gegnum kolaþykknið i vélindinu. En þar i bókinni segir Tryggvi frá öllum helstu vinnudeilum á Akureyri fram til striös- loka. Hér sjást verkfallsverðir á Torfunefsbryggjuí Borðeyrardeilunni 1934. sem svefninn ætlaði að nota tæki- færið og hrinda mér út af stein- inum þá reif ég mig á fætur og hélt áfram göngunni. A Glerárbrúnni mætti ég Halldóri söðlasmið sem tók strax undirhendina á mér og leiddi mig yfir brúna og upp brekkuna þangað tilhallaði undan fæti heim að steinhúsinu minu. Ekki minnt- ist Halldór á kolarykið en honum sýndist ég lasburða og þvl tók hann að sér hlutverk miskunn- sama samverjans enda var hann að koma frá bænagjörð, en hann labbaði þessa leið daglega upp i borgirnar fyrir sunnan Glerána til að biðjast fyrir við grástein einn mikinn sem þar var. Halldór var hjálpræðishermaður og vildi öllum gott gera. Ég hafði vakað og unnið hálfan þriðja sólarhring stanslaust og þvi var æði lágt á mér risið þegar ég dróst inn úr dyrunum heima, svartur af kolaryki innst sem yst og jafn illa haldinn á sálinni og likamanum. Ekkert séð eða heyrt hafðiþrótttilað þrengja sér inn i heilabúið hvað þá lengra og matarlystin hafði stirðnað utan tungu og tanna og þvi hne allt likamshreysið að einum vilja, aö hvilast. Konan dró af mér ysta gallann og klæddi mig úr skónum og hlúöi siðan að mér á hálmdýn- unniokkarsem reyndarvarorðin gömul og slitin en hafði veitt mörgum hvild, þarna svaf ég siðan til kvölds. En skepnan i manni er seindrepin og þvl vaknaði ég aftur t.il lifsins um það leyti sem gengiö er til náða, þá hafði ég á ný öðlast matarlyst og löngun til að þvo mér i framan og aö þessu sat ég þegar nágranni minn Ólafur Eiriksson á Ljóts- stöðum snaraðist inn úr dyrunum með boð til min frá Olgeiri Július- syni um að koma i stúfun út aö Krossanesi um miðnættið. Olgeir hafði þá eitthvað með norsk skip að gera, og einn þennan vorlanga aag pegar ég mætti honum á minu ráfi og rölti hafði ég oröaö við hann vinnu, og þarna komu boðin. „Ekkert verra en annað ryk” „Láttu þessa vinnu eiga sig”, sagði konan, „okkur leggst eitt- hvað til”. En ég þorði ekki að sleppa vinnu i atvinnuleysinu og þviröltiégútaðKrossanesi undir raiðnættið og þar á bryggju hitti ég Olgeir sem visaði mér á skipið og lestina. A móti mér i lestinni vann norskur maður, þaulvanur stúfari og hiö mesta þrekmenni. Honum veittist þvi létt að stúfa þessum sildartunnum I sina hlið á lestinni og mér sýndist hann banda smávegis hendi og þá fór hver tunna á sinn stað. Ég hafði aldrei staðið að stúfun fyrr, ekki svo mikið sem séð tunnum stúfað ogþetta sá norðmaðurinn, og þar sem hann var greinilega hinn mesti drengskaparmaður þá tók hann strax til við að leiðbeina mér og hann kenndi mér að stúfa tunnum i lest. En tunnurnar bárusthrattað og þarna þeyttist ég til og frá alla nóttina og fram að hádegi og þornaði aldrei á mér svitinn. i kaffitima þessa nótt tyllti ég mér hjá nokkrum þorpsbúum sem þarna unnu, ég kepptist viö að hósta upp úr mér kolarykinu og minntistá þaö við Ólaf á Ljóts- stöðum sem sagði mér að kolaryk væri ekkert verra en annað ryk, til dæmissementsryk, og svo væri þaö að athuga að i kolaryki væru engarbakteriur eins og I göturyki og kynntist ég þessu öllu seinna. En þessi orð Ólafs voru svo hug- hreystandi aö hefði mér boðist vinna I kolum daginn eftir þá hefði ég ekki hikað við að sinna sliku kalli. — A hádegi lauk vinn- unni og þá var Olli kominn á bryggjuna að afskrifa stúfarann. Það sem mér er minnisstæðast frá vorinu 1926 er atvinnuleysið. Ég var á sifelldu rölti úr einum staði annan.út að Krossanesi eða niður á Tanga og svo hékk ég á bryggjunum eins og hinir verka- karlarnir i von um handtak. Við runnum á eftir verkstjóranum eins og sauðahjörð á bibliu- myndum, nema hvað þessi verk- stjóri gat ekki verið góði hirð- irinn. Ég reyndi að standa á áber- andi stað þegar fraktskip bar að bryggju og góndi á verkstjórann eins og hinir, rétt eins og þetta væri sálusorgari að útdeila holdi og blóði. Sumir fengu vinnu i það skiptið, aðrir stóðu áfram undir skemmuvegg eða drögnuðust burt af bryggjunni meö hend- urnarfyrir aftan bak og dró hver sinn djöful. Sæmundur og púkarnir? Stundum reyttist þó vinna og þvi var það, að ég lenti i mógröf með Lárusi Thorarensen skammt fyrir sunnan Krossmýrina og þar undir brekkum sem Krossklettur ris upp úr jörðinni. Lárus var frekar þurr á manninn en borgaði út ihönd um kvöldiö. Þá skeöi þaö að múrari nokkur kom aðvifandi og haföi fengið útmælda gröf þar skammt undan, þessi maður kom að máli við mig og falaði mig i mógröf daginn eftir, „þú kastar I köstihn”, sagði hann. Morguninn eftir mætti ég á réttum stað og stund og þar drifu þáað Magnús Gislason múrari og Gestur Jóhannesson en þessum tveim mönnum kynntist ég siðar sem hetjum hversdagslifsins, báðir voru þeir hraustmenni til heilsu og átaka og ekki skorti vinnuviljann. Nokkru seinna báru þarna að konur þessara manna berandi stórar byrðar á höndum sér og eftir það var hitað kaffi og borinn fram matur meðan gröfin entist. Aldrei haföi ég unnið með slikum köppum sem þessum og sóttist þeim verk svo vel aö mér fannst að vel gæti verið að það væri Sæmundur prestur með nokkra púka sem stæði þarna niðri i gröfinni, svo hratt komu hnausarnir á bakkann. Ég strit- aði við að kasta i köstinn og hefði sennilega orðiö að gjalti innan um hnausana ef ég hefði ekki notið þeirrar kven- hylli að konurnar við katlana og matinn komu mér til bjarg- ar og köstuðu með mér af kunnáttu og hagsýni og af svo óbældu glaðsinni að allt varð að hlátri, I jörðu niðri sem á grafar- bakkanum. Um kvöldið sagði Magnús við mig að þetta væru 16 timar og borgaöi sumt með eftir- vinnukaupi. Heim fór ég með sól- skin i sinni og hljóp við fót yfir mýrar og móa fyrir ofan garö i Kotá og var i Framnesi i' Glerár- þorpi um miðnætti. Siðan var ég aftur á bryggjunni og þar kynntist ég verkamönnum sem voru svo róttækir i skoðunum og uppfullir af háleitum hug- sjónum að ég varö allur að einni hlust og það sem þeir sögöu var svo sannfærandi að daglegt at- vinnuleysi og örbirgö blasti við mér sem óskapnaður og ömur- leiki þar semalltvar eftirað gera og hafði gleymst, þá sá ég og skildi að hugsjón þessara verka- manna var hið rétta súrdeig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.