Vísir - 28.10.1977, Síða 1

Vísir - 28.10.1977, Síða 1
MESTLESNA SÍÐDEGISBLAD LANDSINS A Föstudagur 28. október 1977 — 266. tbl. 67. árg. Sími Visis er 86611 Reksturinn á Herjólfi gengur illa: TAPIÐ VARÐ 110 ÞÚSUND A HVERJUM DEGI f FYRRA Loðnan orðin 700 þúsund lestir á HeildarloOnuaflinn fyrstu niu mánuði þessa árs var oröinn rúmlega 695 þúsund lestir í lok septembermánaöar samkvæmt bráöabirgöatölum sem Fiski- félag islands hefur nú sent frá sér. Samkvæmt bráöabirgöa- yfirliti i fyrra var aflinn á sama tima rúmlega 442 þúsund lestir. Þessi aflaaukning loönuskip- anna vegur þyngst i heildar- aukningu fiskafla þjóöarinnar þaö sem af er þessu ári miöaö viö siöasta ár. Um siöustu mánaöamót var heildarfiskafl- inn 1,1 milljón lesta, en var á árínu sama tima I fyrra um 840 þús- und lestir, samkvæmt upp- lýsingum Fiskifélagsins. Nánar er gerö grein fyrir yfir- liti Fiskifélags Islands um heildarfiskaflann á blaösiöu 10 i dag. eigi aö greiöa um 32 milljónir af þeirri upphæö. Mun þaö mál væntanlega afgreitt af geröar- dómi. A siöasta ári flutti Herjólfur 21.771 farþega, 3.359 bifreiöar og 3.870 lestirafvörum milliEyja og lands. Frá þvi aö skipiö hóf feröir aö nýju i vor eftir viögeröina og fram til júliloka, haföi þaö flutt um 19 þúsund farþega um 3000 bifreiöir og um 2000 lestir af vör- um. I fjárlagafrumvárpinu, sem nú liggur fyrir alþingi, er heimild til rikisstjórnarinnar aö leggja fram allt aö 30 milljónir króna til aukn- ingar hlutafjár rikissjóös i Herjólfi h.f., enda komi á móti aukiö framlag Vestmannaeyja- kaupstaöar sem svari til sömu upphæöar. Veröi þetta samþykkt mun hlutaféö aukast um allt aö 60 milljónir króna. —ESJ Fjöldi skipa hefur stundað ioönuveiöar á árinu og tók Guðmundur Sigfússon, ljósmyndari Visis I Vest- mannaeyjum, þessa litmynd um borö I einu þeirra, Gunnari Jónssyni þegar unniö var aö þvl aö dæla loðnunni um borö. — hœkka ríkissjóður og Yestmannaeyjakaupstaður hlutafé sitt um 60 milljónir? „ Ég get ekki lengur stutt þann f lokk sem þverbrýtur stefnuskrá sína í fram- kvæmd. Framundan eru tvennar kosningar og hví skyldi maður vinna fyrir flokk, sem vinnur gegn sannfæringu sinni? Sjálf- stæðisf lokkurinn hefur ekki gert annað i ríkis- stjórn en það sem vinstri flokkarnir hefðu gert ef þeir sætu i stjórn." A þessa leið svaraöi Valdimar J. Magnússon framkvæmdastjóri þeirri spurningu Visis hvers vegna hann heföi sagt sig úr Sjálfstæöisflokknum. Valdimar sagði sig úr flokknum i gær. Hann var formaöur fulltrúaráös Sjálf- stæöisfélaganna I Garöabæ, átti sæti i flokksráöi Sjálfstæöis- flokksins, i kjördæmisráöi og uppstillingarnefnd og var vara- maöur flokksins i bæjarstjórn. Valdimar var spuröur hvort einhver persónuleg átök ættu þátt i þessari ákvöröun. Hann svaraöi þvi neitandi. ,,Ég hef engra harma aö hefna og er ekkert upp á flokkinn kominn. Þangaö hef ég ekkert aö sækja og þvi ekkert aö missa”, sagði Valdimar J. Magnússon. Hann sagöist lengi búinn aö vera óánægöur meö þá stefnu, sem Sjálfstæöisflokkurinn ræki I reynd og ekkert veriö aö fela þá óánægju. En þaö virtist vera von- laust aö vinna að breytingum innanfrá. Um stefnu Sjálfstæöis- flokksins sagöi Valdimar aö sér fyndist mun eölilegra aö þeir flokkar sem ættu hana rækju Mikill halli er á rekstri Vestmannaey jaf er j unnar Herjólfs. Á síðasta ári nam hallinn að meðaltali um 110 þúsundum króna á dag, eða 40 milljónum á árinu öllu. Þetta kom fram á aöalfundi Herjólfs h.f., sem nýlega var haldinn. Beinn halli af rekstri skipsins var 24.391.876 krónur en til viöbót- ar komu svo vextir af föstum lán- um sem greiddir voru af rikis- ábyrgðarsjóði. Þær greiöslur námu 15.644.761 krónum. 1 blaöinu „Sjávarfréttir” er sagt aö viögerö sú, sem gera varö á Herjólfi, hafi kostaö um 40 milljónir króna, og telur stjórn fyrirtækisins, aö seljandi skipsins Valdimar J. Magnússon: „Flokkurinn hefur ekki gert annaö en þaö, sem vinstri flokk- arnir heföu gert, ef þeir sætu I stjórn”. hana sjálfir. Kíkisumsvif undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafi haft öll slæm einkenni rikisaf- skipta sósialista. Þá ræddi Valdimar einnig skattfrekju rikisbáknsins og hvernig þjarmað hefur veriö aö einkarekstri sem nú væri alveg upp á náö og miskunn banka- kerfisins kominn. Aö lokum sagöi Valdimar: „Ég hef valiö þann kostaö standa utan flokka. Þaö er mikil óánægja innan Sjálfstæöis- flokksins og mér finnst þaö ósmekklegt að kalla fólk Glist- rupa fyrir þaö aö láta óánægjuna i ljós.” Formoður fulltrúaróðsins í Garðabœ segir sig úr SjáHFstœðisflokknum — SG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.