Vísir


Vísir - 28.10.1977, Qupperneq 11

Vísir - 28.10.1977, Qupperneq 11
VISIR Föstudagur 28. október 1977 HBILDARAFLINN JAN./SEPT. 1977 og 1976 11 Samband veitinga- og gistihúseigenda: VILJA BREYTINGAR Á.LÖGUM UM , VINVEITINGAHUS - en hafa fengið „þurrar" undirtektir Lög og reglugerðir um vínveitingahús voru með- al þeirra mála sem rædd voru á ný-afstöðnum aðalfundi Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda á Höfn í Hornafirði. Sambandið hefur ítrek- að reynt að fá fram breytingar á reglugerð- um um þessi mál en að sögn Hólmfríðar Árna- dóttur, framkvæmda- stjóra þess, fengið heldur þurrar undirtektir. „Sem dæmi um það sem að okkar dómi mætti betur fara i þessu, er t.d. að fá að hafa vin- veitingahúsin opin eftir klukkan hálf tólf um helgar. Núgildandi reglur segja svo um að opinber- ar skemmtanir séu ekki heimil- ar eftir klukkan 23.30. Um helg- ar lýkur skemmtunum þó ekki fyrr en klukkan eitt á sunnudög- um og föstudögum og klukkan 2 á laugardagskvöldum. Eftir klukkan hálf tólf eru nefnilega samkvæmin orðin að einkasam- kvæmum þess fólks sem af til- viljun er inni i húsinu — og þá er farið eftir reglugerðum um einkasamkvæmi. Þessu viljum við skiljanlega fá breytt”, sagði Hólmfriður. Það er allt fullt að smáatrið- um i þessari reglugerð sem þarf að breyta. Við höfum reynt árangurslaust að fá leyfi til að selja sterk vin á miðvikudögum. Upphaflega forsenda þess að það var ekki leyft, var sú að á miðvikudagskvöldum áttu bind- indismenn að skemmta sér. Málið þróuðust þó fljótt þannig að á miðvikudögum fór engin út að skemmta sér og húsin lokuðu þau kvöld. Forsendan fyrir banninu er þvi ekki lengur til”. „Hótel þar sem erlendir gest- ir eru tiðir hafa einnig sóst eftir að fá að selja vin á börum milli klukkan 3 og 7 á daginn. Það er algengur siður viða erlendis að fólk fær sér kokteil eða lystauka siðdegis, fyrir kvöldverð. Islensk hótel geta ekki þjónað þessum þörfum viðskiptavin- anna öðruvisi en með þvi að senda fyrir þá leigubil i rikið eftir vinflösku”. „Margt fleira i svipuðum dúr mætti nefna i þessu sambandi, en undirtektir ráðamanna hafa verið með eindæmum slæmar. Ráðuneytið hefur þagað hingað til og litill áhugi virðist á að ræða þetta”, sagði Hólmfriður að lokum. —GA Veitingahúsaeigendur vilja breytingar á lögum um vfnveitinga- hús. September (lestirósl.) Jan,- sept. (lestirósl.) Bráðabirgða- Bráðabirgða- Endanlegar Bráðabirgða- Bráðabirgða- Endanlegar tölur 1977 tölur 197« Uttlur 1976 tölur 1977 tölur 1976 tölur 1976 I. BOTNFISKAFLI: 26431 32559 31744 390439 365361 370260 a) Bátaafli: 9701 15347 13447 200772 209305 207628 Vestm. /Stykldsh. 4329 7011 6772 130159 142809 141287 Vestfirðir 1857 1928 1825 27242 27529 27465 Norðurland 2134 3B42 2200 21596 16818 15337 Austfirðir 1246 2049 1780 21475 20745 21784 Landað erlendis 135 817 810 300 1404 1756 b) Togaraafli 16730 17212 18297 189667 156056 162632 V e s t m. / Stykkish. 7062 7669 8061 74237 64265 65437 Vestfirðir 2250 3109 3200 33586 27224 28203 Norðurland 4611 4710 5157 53352 41282 45925 1869 1388 1488 22997 18765 18396 Landað erlendis 938 336 391 5495 4520 4671 II. LOÐNUAFLI: 56866 36581 15207 695698 442857 421461 in. SlLD: 3218 6343 6559 4325 8608 8950 — IV. RÆKJA: 47 197 219 4684 4362 4636 V. HUMAR: 0 0 0 2770 2757 2780 VI. HÖRPUDISKUR: 405 647 633 2117 2398 2494 VII.KOLMUNNI: 191 0 22 11343 628 569 VIII.ANNAR AFLI: (Spærl.o.fl.) 7361 6225 6064 17711 12779 18220 HEILDÁRAFLI ALLS: 94519 82552 60447 1129087 839750 824370 Heildaraflinn yfir millfón lestir það sem af er órinu Samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélags islands nemur heildarafli lands- manna fyrstu níu mánuði þessa árs liðlega einni milljón lesta. Endanlegar tölur fyrir sama tímabil í fyrra voru liðlega 824 þús- und lestir og er miðað við óslægðan afla í þessum tölum. Bátaaflinn janúar — september i ár nemur liðlega 200 þúsundum lesta en var 207 þúsund lestir á sama tima i fyrra. Togaraaflinn nú er 190 þús'und lestir á móti 163 þúsundum i fyrra. Þessar tölur ná eingöngu yfir botnfiskaflanri. Loðnuaflinn var mun meiri fyrstu niu mánuði þessa árs held- ur en á sama tima i fyrra eða 696 þúsund lestir á móti 421 þúsund lesta á sama tima árið 1976. Sildaraflinn i ár er hins vegar mun minni eða 4,325 lestir en var nær niu þúsund lestir i fyrra. Rækjuaflinn er mjög svipaður eða um 4,600 lestir og humarafl- inn tæpar 2.800 lestir nú og i fyrra. Af hörpudisk veiddust liðlega 2,100 lestir i ár en 2,500 lestir fyrstu niu mánuði ársins 1976. Nú var búið að veiða liðlega 11 þús- und lestir af kolmunna i septem- berlok en ekki nema 569 lestir á sama tima i fyrra. Annar afli (spærlingur og fleira) nemur tæpum 18 þúsundum lesta i ár á móti 13 þúsund i fyrra. Heildarafli frá áramótum til septemberloka á þessu ári er 1.129.087 þúsundir lesta en var 824.374 á sama tima i fyrra. A meðfylgjandi töflu er að f nna sundurliðun á þessum afla. — 3G Heildaraflinn er oröinn 1.129.087 þúsundir lesta. FIMMTI FLOKKURINN aðgang að peningakössum fyrir- tækja, stofnana og jafnvel rikja. Þeir greiða til tveggja eða fleiri flokka 1 litlu landi eins og hér er eitt- hvað um það, að þeir sem byggja athafnasemi slna að meira eða minna leyti á flokksforsjá greiði styrktarfé til tveggja eða fleiri flokka. Langvarandi skömmtun- arkerfi mun hafa komið þessari reglu á i upphafi, en hún siðan haldist nokkuð óbreytt, enda fátt eitt i athafnalifi landsmanna, sem ekki er háð ákvörðunum stjórn- málamanna. Þessi fjármunatrygging skiptir eflaust töluverðu máli fyrir af- komu flokkanna, en hún leiðir einnig af sér sérkennilegan flokk innan flokkakerfisins, sem lætur helst á sér kræla, þegar liður að kosningum. Þessi fimmti flokkur i flokkakerfinu kemur stundum i ljós fyrir kosningar með beinum afskiptum af framboðsmálum, þannig að hann berst fyrir fram- boði einstakra manna af þvi völd þeirra og áhrif eru hagstæð. Og samkvæmt eðli málsins leitast fimmti flokkurinn viö að hafa á- hrif á framboð i sem flestum flokkum og hafa um það góða samvinnu. Árekstrar hagsmunaaðila og hugsjónaliðs Þegar svo þessum hagsmuna- aðilum lýstur saman við hugT sjónaliðiö veröa árekstrar með braki og brestum sem eðlilegt er, enda heldur hugsjónaliðiö þvi fram með réttu að flokkar eigi að vera bornir uppi af hugsjónum en ekki hagsmunastreði. Auðvitað ber hvergi meira á þessum árekstrum hér á landi en i Reykjavik, og hefur það hinar undarlegustu afleiðingar i för með sér. Eitt gleggsta dæmið um þennan árekstur er deila þeirra Björg- vins Guðmundssonar og Vil- mundar Gylfasonar, en Vilmund- ur hefur vitnað mjög til fimmta flokksins i þeirri deilu. Annað dæmi er vert að nefna máli þessu til sönnunar, en það er viðhorf margra Framsóknarmanna til flokksins i Reykjavik, sem þeir kalla „spekúlantahópinn”. Bænd- ur hafa þetta orð mjög uppi og láta sem flokkurinn sé i hers höndum á meðan „spekúlantarn- ir” ráði þar lögum og lofum. 1 Reykjavik kvarta aftur á móti ýmsir spákaupmenn innan Framsóknarflokksins yfir þvi, að engin leið sé að vinna fyrir flokk- inn i borginni af þvi um sé að ræða bændaflokk, sem varði ekk- ert um bæjarfylgi — smásalana og litlu iðnrekendurna og þá menn, sem lifa á kaupum og söl- um á allra handa góssi. Af þess- um sökum virðist flokkurinn orð- inn einskonar „no mans land”, þar sem hvorugur vill kannast við hinn. Öreiga flokkurinn orðinn öreigalaus Alþýðubandalagið er heldur ekki laust viö þennan tviskinnung gagnkvæms vantrausts þótt af öðrum rótum sé runninn. Sem betur fer er öreigaflokkurinn orð- inn öreigalaus, en hefur i staðinn eignast töluverðan hóp velmennt- aöra stuðningsmanna, sem sumir hverjir eru hátekjumenn. Og eins og oft er um slika aðila, vilja þeir ráöa feröinni. Þá er það vitað mál að einstaka grósseri gaukar að flokknum einskonar ársframlagi, svona upp á væntanlegan frið þau árin, sem hann er aðili að stjórn. Allt er þetta fremur skoplegt, og skal enn áréttað að viðkunnanlegra væri að veita flokknum opinbert fé á fjárlögum. Erfitt að reka trúverðuga hægripólitík Sjálfstæðisflokkurinn nýtur sterkra stuðningsmanna og er auk þess fjölmennastur flokk- anna, a.m.k. á höfuðborgarsvæð- inu. Þó munu þeir stuðningsmenn hans vera til, sem telja sér best borgið með þvi að leggja fé i flokkssjóöi einhverra hinna flokk- anna. Stæröar sinnar vegna gætir meira árekstra milli hægri og vinstri i honum en I hinum flokkunum. Hægri öflin i flokkn- um eru svona ámóta stödd og Bændaflokksmennirnir i Fram- sókn forðum, enda sannast mála að nú til dags er orðiö mjög erfitt að reka trúverðuga hægri pólitik i sinni gömlu mynd. Fimmti flokk- urinn innan Sjálfstæðisflokksins telur sig þó vera hægri sinnaðan og hinn eina sanna kjarna frjáls- hyggjunnar um leið. Hann tekur gjarna höndum saman við sæl- gætissalana og spekúlantana i hinum flokkunum þegar mikiö liggur við með þeim árangri að óvæntir pólitiskir sigrar nást, m.a. annars i prófkjörum þar sem smala má langt út fyrir flokksmörkin. Fimmti flokkurinn Fimmti flokkurinn hefur kannski aldrei verið áhrifameiri en um þessar mundir. Staða hans þvert i gegnum alla flokkana ger- ir það að verkum, að upp koma samstöður um menn og mál, sem engan gat órað fyrir. Aukin lýð- hyggja innan flokkanna hefur með vissum hætti eflt fimmta flokkinn til dáða, enda er ekki lengur þvi til að dreifa að i forustu flokkanna sitji menn sem deili og drottni á plani ofar flokkum eins og stundum vildi bera við hér áð- ur fyrr. Samstaða fimmta flokks- ins byggist fyrst og fremst á hagsmunum, og meðan nokkur von er um feita gæs, hringir hann sig saman til aö hremma bráðina.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.