Alþýðublaðið - 29.10.1969, Síða 3
Alþýðublaðið 50 ára — 19
Haraldur Guðmundsson
Einar Magriússon
þeir tekið að sér að prenta
blaðið fyrir þau laun, sem
Prentarafélagið hafði gert
kröfu um í deilunni. Blaðið var
síðan prentað á Bergstaðastræt
vinu, þar til Alþýðuprentsmiðj-
an tók til starfa 1. febrúar
1926.
Skömmu eftir að Alþýðu-
prent.smiðjan tók við prentun
blaðsins var broti þess breytt.
Blaðið var stækkað talsvert,
dálkarnir urðu fjórir á síðu og
síðurnar lengdust að sama
skapi. Uppsetning var þó í höf-
uðdráttum hin sama og áður,
fyrirsagnir flestar eindálka og
greinar oftast látnar rekja sig
áfram ein af annarri eins og
áður. Auglýsingar eru oftast
á forsíðu, en þó er ekki að sjá
að það verði að algildri reglu
fyrr en síðar.
Hallbjörn Halldórsson lætur
af ritst.jórn um áramótin 1927
til 1928 og við tekur Haraldur
Guðmundsson. Haraldur var
ritstjóri blaðsins fram á árið
1930, en var þá skipaður banka
útibússtjóri á Seyðisfirði og
sleppti ritstjórninni. Við blað-
inu tók þá fyrsti ritstjóri þess
á ný, Ólafur Friðriksson. Ólaf-
ur var öðru sinni ritstjóri þar
til 19. júní 1933, en í árslok
1932 hafði sú breyting verið
gerð á ritstjórninni að stjórn-
málaritstjórnin var skilin frá
almennri ritstjórn og hafði Ól-
afur hina almennu ritstjórn
með hendi, en sérstök nefnd
annaðist um stjórnmálahliðina.
Var sú nefnd skipuð þremur
mönnum, Einari Magnússyni
kennara, Héðni Valdimarssyni
alþingismanni og Stefáni Jóh.
Stefánssyni bæjarfulltrúa. Var
Einar Magnússon formaður
nefndarinnar, og hann tók að
öllu við ritstjórn blaðsins um
sumarið þegar Ólafur hætti
endanlega. Einar var þó ekki
ritstjóri nema til 1. október um
haustið; þá varð Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson ábyrgðarmaður
um skeið, en á afmælisdegi
blaðsins 29. október kom blað-
ið út i gjörbreyttri mynd. Finn-
bogi Rútur Valdimarsson var
orðinn ritstjóri blaðsins og þar
með hélt nútíminn innreið sína
í íslenzka blaðamennsku. Verð
ur sú saga sem síðan hefur
gerzt rakin í öðrum greinum
í þessu blaði.
Kristján Bersi Ólafsson.
Það er hagkvæmf
að skipta við
HAGFRENT
HAGPRENT hf.
Sætúni 8 — Reykjavík — sími 21650.
Óskum Alþýðublaðinu til hamingju í tilefni 50 ára af-
mælis bess.
Á. JÓHANNSSON & SMITH
ALLTAF FJOLCAR
VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN
árgerð 1970 er kornin
V. W. 1200
Vélarstærð 41,5 hö.
öryggis stýrisás. —
Öryggis stýrishjól.
Tvöfalt bremsukerfi.
Fáanlegur með sjálfskiptingu.
V. W. 1300
Vélarstærð 50. hö.
öryggis stýrisás. —
öryggis stýrishjól.
Tvöfalt bremsukerfi. —
Loftræstikerfi.
Fáanlegur með sjálfskiptingu.
V. W. 1500
Vélarstærð 53 hö.
öryggis stýrisás. —
öryggis stýrishjól.
Tvöfalt bremsukerfi. —
Diskabremsur að framan.
Loftræstikerfi.
Fáanlegur með sjálfskiptingu.
Öryggisbelti
VÉLA-ENDURBÆTUR. — Þessar véla-endurbætur hafa verið gerðar á V.W.
1200 — 1300 og 1500. Stærri olíugöng. Nýr oliuþrýstijöfnunar-ventill, endur-
bætt olíuhús, hitastilit inntak fyrir heitt loft á blöndung, nýr og endurbættur
olíulofthreinsari.
Meira öryggi — Meiri þœgindi — Meira notagildi
Aðrar endurbætur á V. W. eru t. d. að nú eru felgur málaðar í möttum
krómlit, fleiri lóðrétt loftinntök eru á vélarloki V. W. 1500. Hitastreymilokur
frammí að neðan hafa verið endurbættar. Stuðarahorn með gúmmí eru fáan-
leg á 1300 og 1500 gerðimar. Útblásturskerfi vélanna hefur verið breytt til
samræmis við nýjar reglur í Evrópu, varðandi afgas. Auk þess er hægt að
fá lúxus útbúnað á 1300/1500 gerðirnar, sem býður upp á skemmtilegra
útlit og aukin þægindi.
Ódýr í rekstri — Auðveldur í akstri — Cáð þjónusta
Volkswagen breytir ekki um útlit, — en er árlega endurbættur. Allar þessar
geröir Volkswagen eru með loftkældri vél-, 15" felgum-, sjálfstæðri fjöðrun
á hverju hjóli — sjálfvirku innsogi — þægilegum og vönduðum búnaði að
innan.
Varahluta- og viðgerðarþjónustan er landskunn.
— Hátt endursöluverð —
Þér gerið góða fjárfestingu með því að fá yður VOLKSWAGEN.
Sýningarbílar á staðnum, komið, skoðið og reynsluakið
Simi
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-172