Alþýðublaðið - 29.10.1969, Page 10
26 — AlþýðublaðiððO ára
RÆTT VIÐ GISLA J. ASTÞORSSON UM
RITSTJÓRASTÖRF HANS
GÍSLI J. ÁSTÞÓRSSON var
ritstjóri Alþýðublaðsins 1958
til 1963 framan af ásamt Helga
Sæmundssyni, en síðar Bene-
dikt Gröndal. Þessi ár eru eitt
þeirra tímabila er blaðið var
mikið keypt, líklega aldrei ver-
ið útbreiddara en þá.
í því tilefni hefur tíðinda-
maður blaðsins átt tal við Gísla
sem nú hefur lagt blaðamennsk-
una á hilluna.
— Alþýðublaðið tók mikl-
um stakkaskiptum er þú hófst
ritstjóraferil þinn? Hvaða
sjónarmið hafðir þú einkum í
huga er þú byrjaðir?
— Ég trúi því satt að segja
að dagblað geti verið hressi-
lega skrifað og haft hressilegt
yfirbragð og þó verið fröðlegt
íog komið víða við og svo þar
að auki verið hið þarfasta bar-
áttublað. Það sem er dauft og
leiðinlegt er ekki ævinlega yf
irflóandi af andagift, og það
leiðir ekki heldur af sjálfu sér
að það sem er flókið og tyrf-
ið þurfi jafnframt alltaf að
vera merkilegra en hið ein-
falda. Ég vildi þegar ég tók við
ritstjórn Alþýðublaðsins forð-
ast óþarfa mælgi í dálkum þess
og skera mjög niður langhunda,
en þá veizt bezt sjálfur sem
gamall og reyndur blaðamaður
hvað það er auðvelt að komast
upp með þess háttar kúnstir!
Ég lagðist til dæmis öndverð-
ur á móti því frá upphafi að
pólitískar rséður flokksmanna
væru birtar sjálfkrafa, nánast
sem einskonar kækur. Ég á
ennþá eftir að sjá erlend blöð
þar sem lýðræði ríkir birta
upp á tvær þrjár siður, jafnvel
þó að ekki minni kallar en til
dæmis Wilson eða Nixon hafi
stigið í stólinn. Aftur á móti
hafa góðar ræður það alltaf
sér til ágætis meðal annars
að ræðumaður segir þó eitt-
hvað fréttnæmt og athyglis-
vert, og þá er auðvitað sjálf-
sagt að birta gullkornin í frétta
dálkunum. En það er ákaflega
mikið flutt af slæmum ræðum.
Hvaða sjónarmið önnur hafði
ég í huga þegar við vorum að
bylta blaðinu við? Jú, það er
ótalið sem hefði kannski átt
að koma fyrst. Það var vitan-
lega keppikefli mitt að Al-
þýðublaðið yrði víðlesið og
umtalað blað — já, og líka um-
deilt blað ef því væri að skipta
— þó að aldrei væri nema
vegna sjálfs mín. Ætli nokkuð
sé meira sálardrepandi en að
vinna við hálfdautt blað, og
sem helmingur landsmanna
veit varla að er til og hinn
Þetta er hin fræga mynd sem kom í erlendum blöðum.
Hún var að hrekkja mig.
Gísli J. Ástbórsson
helmingurinn hefur skömm á?
— Þú styttir brot blaðsins,
hvers vegna?
— Þegar við styttum brot
blaðsins, þá var það meðal
annars út af því að okkur
fannst útlitið snotrara þannig.
Þetta var semsagt partur af
útlitsbreytingunni sem varð
gríðarmikil áður en öllu var
lokíð. Við fórum til dæmis úr
átta til tólf síðum upp í sextán
síður. Svo hafði nýja brotið
þann mikla kost, að við skárum
okkur úr; ekkert annað blað
hafði sams konar brot. Og stutta
tízkan okkar bafði fleiri kosti.
Við lögðum þá meira en önnur
blöð upp úr birtingu athyglis-
verða fréttamynda, mynda sem
voru meira en síðuskreyting,
mynda sem fólk horfði á leng-
ur en brot úr sekúndu. Og
myndirnar okkar fóru betur í
blaðinu eftir að við skárum af
því — og sýndust raunar stærri
fyrir bragðið, en við fórum
ekki hátt með það, ef ég man
rétt.
— Hver var höfuð orsök
þeirrar miklu útbreiðslu sem
blaðið fékk í þinni tíð?
— Höfuðorsökin var „harð-
ur“ fréttaflutningur en sem
var líka heiðarlegur, því að við
fórum hvorki í manngreinar-
álit né skoðuðum gaumgæfi-
lega pólitísku mörkin á mönn-
um áður en við sögðum af
þeim almennar fréttir, góðar
eða illar. Ég held, að þetta
hafi ekki farið fram hjá fólki
og komið því notalega á óvart,
sjáifskipaðir „ritstjórar“ og
baktjaldamenn gáfu mér nátt-
úrlega marga skammademb-
una fyrir uppátækið — sem
unun var á að hlýða. Áki Jak-
obsson var formaður blað-
stjórnar þegar ég var ráðinn
á Alþýðublaðið. Hann reyndi
aldrei að bola mér frá rit-
vélinni. Við vorum ekki alltaf
hjartanlega sammála um aðal-
atriðið, nefnilega að ritstjór-
inn ætti merkilegt nokk að rit-
stýra skútunni. Maður var ekki
aldeilis ber að baki með Áka
sem oddvita blaðstjórnar. —
Framlag hans var ómetanlegt.
Ég stend í þakkarskuld við
hann — og það gera raunar
fleiri.
Auk þess sem við vorum ó-
feimnir við að segja fréttir, þá
vorum við iíka þó að óg segi
sjálfur frá, ekki ósjaldan fyrst-
ur með þær. Við fengum líka
oftar en einu sinni að eiga
stórfbréttir nánast einir —
væntanlega á st'undum að
minnsta kosti af því þeir sjálf-
skipuðu á hinum blöðunum
tóku völdin af blaðamönnun-
um.
Fréttirnar eru semsagt núm-
er eitt að mínum dómi, úr því
maður er að reyna að heita
fréttablað. Og loks var blaðið
svo iánsamt að hafa alltaf á að
skipa tveimur þremur afbragðs
blaðamönnum sem gengu í
slaginn af lífi og sál. Þeir voru
naskir og útsjónasamir og
sprettharðir og hvergi bangnir.
— Ertu feginn að hafa skil-
ið við blaðamennsku eða sakn-
arðu hennar?
— Jú, ég sakna blaðamennsk-
unnar stundum, einkanlega
þegar eitthvað stórt er að ger-
ast. Og ég sakna félagsskapar-
ins og þessa sérstæða, ólýsan-
lega andrúmsloft sem er á rit-
stjórnarskrifstofum og í blaða-
prentsmiðjum þar sem og þeg-
ar hlutirnir eru í lagi. Pólitík-
in er dragbítur að vísu — þó
hún þurfi að sjálfsögðu ekki
að vera það, samanber það
sem ég sagði áðan um erlendu
blöðin — en blaðamaðurinn
hefur allt um það á sína vísu
öllu meira olnbogarými —
frjálsræði — en menn í öðrum
stéttum. Hann hlýtur að hlýða
ritstjóra sínum, rétt eins og há-
setinn hlýðir „kallinum,“ en
blaðamaðurinn er samt æði oft
einn á'bát þegar á reynir, sem
sagt þegar hann er að eltast við
fréttina. Þá segir það strax til
sín, hvort hann er góður blaða-
maður eða bara miðlungsgózð-