Alþýðublaðið - 29.10.1969, Qupperneq 13
Benedikt Gröndal
hvers konar málefnum sem að
útvegi og sjómennsku lúta.
Og alls konar aukablöð önn-
ur hafa komið út eftir hentug-
leikum.
. Eitt er það verkfæri sem
meira hefur verið formælt á
Alþýðublaðinu heldur en öðr-
um, og það er pressan, þ. e.
prentvélin. Hún er nú orðin
22 ára og furða að hún er enn
í heilu lagi svo mögnuð fúk-
yrði sem hún hefur fengið um
dagana. Þegar hún kom ný til
landsins 1947 var hún allra
yndi. íslenzk dagblöð voru þá
prentuð í þess konar prentvél
um og enginn hugsaði svo hátt
i alvöru að fá sér rótasjóns-
pressu. En nú seinni árin er
henni kennt um allar vammir
,og skammir sem f-yrir koma.
Satt er það að hún er orðin
'gömul og skilar blaðinu stund-
um kámugu og gráu, enda er
það hún sem hefir sett það á
prent þessi ár, og það er alveg
sérstök tilfinning sem fylgir
því að heyra þunglamalegt
ganghljóð hennar berast uppá
ritst j órnarskrif stofurnar neð-
an úr kjallaranum.
. —v-—
Saga á víst að vera virðu-
leg. En þetta 'er ekki saga, þetta
er bara spjall. Þess vegna er
óþarfi að láta undir höfuð
leggjast að minnast skoplegra
atvika.
Sumar prentvillur eru hrein
ar skrýtlur, en maður getur
samt ekki glaðzt yfir þeim
nema þær séu leiðréttar áður
en blaðið fer í prentvélina.
Ýmis önnur atvik geta líka
verið spaugileg, jafnvel við-
töl.
Höfuðverkefni blaðamanns
eru alls konar viðtöl við fólk,
sum bein biaðaviðtöl, sum við
töl til að afla frétta eða ein-
hverrar nauðsynlegrar vit-
neskju. Blaðamaður talar mik-
ið, gerir mikið að því að
hringja í fólk. Og stundum
hringir fólk í hann og þá ekki
-alltaf í góðu skapi.
Gylfi Gröndal
Hér kemur eitt viðtal sem
ekki var meiningin að birta í
blaðinu:
Einhverju sinni henti það að
nokkurra línu klausu vantaði í
einn dálkinn þegar átti að fara
að loka blaðinu. Eg bjó þá til
örstutta frétt, ef frétt skyldi
kalla, til að fylla þá eyðu, en
gallinn var bara sá að hvern-
ig sem ég leitaði í huga mér
mundi ég ekki eftir neinu sem
unnt var að nota nema helzt
því að lögreglan hafði sagt mér
að kona nokkur hefði dottið í
stiga vestur í bæ, látið kalla á
sjúkrabíl og lögreglu, en reynzt
alls óslösuð, þegar hún var
rannsökuð uppá Landspítala.
Þetta var vandræðaleg lausn,
ég skal viðurkenna það, en það
var enginn tími til neins, blað-
ið var að fara í prentun.
Daginn eftir fékk ég upp-
hringingu, og ég skrifaði við-
talið upp strax og því var lok-
ið þótt ekki væri það ætlað til
þirtingar.
— Alþýðublaðið? (Það er
hvatskeytsleg konurödd í sím-
anum.) Get ég fengið að tala
við manninn sem skrifaði frétt
ina um konuna sem datt í stig-
anum?
— Þetta er hann.
— Hvaða leyfi hafið þér til
að segja frá svonalöguðu? (Enn
háværari) Einsog það sé ekki
einkamál hvort maður dettur
heima hjá sér eða ekki.
— En þér létuð kalla á lög-
reglu og sjúkrabíl svo þetta er
komið í dagbækur þeirra . . .
— Eg held því fram að þetta
sé einkamál jafnvel þótt mað-
ur sé fótbrotinn, en ég var ekki
fótbrotin sem betur fer, eða
eruð þér ekki sammála um að
það sé betra, ha?
— Jú, frá.
— Eg heimta að þér biðjizt
afsökunar, biðjizt opinberlega
afsökunar fyrir þetta. Þér heyr
ið það. Og svo er ég alls ekki
frú.
— Fyrirgefið ungfr . . . .
fröken, meina ég. En fyrir hvað
Framhald á bls. 57
Notið sumarmánuöina
til endurbóta d
hitakerfinu í
húsakynnum ydar
Ef þér viljið ná himun fullkamnu
hitaþa'gindum og jafnframt lœkka
hitakostnaðinn, þá a-ttuð þér að
líta mcð gágnrýni' á hanðstilltu
lokana og láta setja Danfoss
hitastýrða ofnventla í stað þeirra.
Ðanfoss hitastýrða ojhloka getið
þér sttflt' á þa<y hitastig, sem
' U.
hentur yður hezt i hverju herhergi,
og hitinn helzt jajh og stöðugur,
án tillits til veóurs og vinda.
Dunfoss ojhhitastillana má setja
á allar gerðir miðstöóvarofna.
Látið sérfraóinga okkar leiöbeina
yður. Kostnaóurinn er minni en
þér haldió.
Danjoss ofnhitastillir yjjwssrð*
er lykillinn
að þœgindum
KENTÁR rafgeymar, í bifreiðar, báta og vinnuvélar, 36 mismunandi stærðir,
í allar bifreiðar, m.a. Cortina, VW, Skoda 1000, MB, Vauxhall, Fiat, Renault. —
Þér getið fengið K iE N T Á R rafgeyma |hvar sem er á landinu, eða tilsenda gegn
póstkröfu, bar (sem ekki er umboðsmaður.
1 - M>*J=-M^F3F=-|F^EDI
SÍfS/ll SI2T7S
Sölustaðir í Reykjavík, Rafgeymahleðslan, Síðumúla 21, Egill Vilhjálmsson, Lauga-
vegi 118, Hamarsbúðin h.f., Hamarshúsi og víðar. 1 .