Vísir - 27.11.1977, Síða 2

Vísir - 27.11.1977, Síða 2
Þaö er orðið æði langt siðan þeirri staðhæflngu var slegið fram að engar fréttir væru góðar fréttir. Um þessa staðhæfingu ætla ég ekki að deila, en sú viska sem ég hef um Afríku og Afrikumenn er að hér og þar eru borgarastyrjaldir og Idi Amin stjórnar Oganda á sinn sér- staka máta. En þegar nöfn eins og Dahomey (Benin), Sierra Leone, eða Máretania eru nefnd á nafn þá verður Afrika jafn svört og hún hefur alltaf verið. Og sú hugmynd sem við gerum okkur um lif þess fólks sem byggir þesa álfu er álíka f jarstæðukennd og nokkuð getur verið. En þessu verður ekki breytt með einni blaðagrein,' það þarf meira til. Ég minntist áðan á Sierra Leone. Það var ekki gert alveg út i bláinn. Fyrir þremur mánuðum kom hingað spænsk stúlka, Maria del Carmen Rivas Iglesias, breskur ríksborgari, sem er gift rússnesk- islenskum manni sem rekur nú næturklúbb i Freetown höfuðborg Sierra Leone. Hún vinnur nú sem fyrirsæta við Myndlista- og hand- iðaskólann, og þar hittum við hana að máli. fór að vinna á næturklúbbi i eigu föður sins IFreetown,höfuðborgSierra Leone.” Andstæður ,,Að bera saman tsland og Sierra Leone er eins og að bera saman svart og hvitt. Þar er allt grænt, og satt að segja hélt ég að væri miklu grænna hérna. Ég heföi aldrei trúað þvi hve land getur verið lltið gróið. En mestur er þó munurinn á veðr- inu. Þeir hafa aðeins tvær árstiðir, regn og þurrk. Það rignir hjá þeim stanslaust i 6mánuðiog siðan er þurrt i 6,” segir Car- men og litur út um gluggann. ,,Það eina sem min börn sakna frá Si- erra Leone eru strendurnar, — það er að segja tækifærið til að synda. Þarna eru stórkostlegar strendur með mjúkum sandi og slútandi pálmatrjám kílómetra eftir kílómetra, hreinasta paradis. Þarna er lika hægt að vera i næði þvi stjórn- málamennirnireru ekkertalltof hrifnir af erlendum ogþá einkum evrópskum feröa- mönnum. Þeirra stefna er að reyna að Krúnurakaðar klausturmeyjar „Þaö á sér mjög langan aðdraganda að égkem hingaö til islands,” segir Carmen. „Égerfædd og uppalin i bænum La Linea i Andalúsiuhéraði. Föður minn sá ég aldrei svo þaö var móðir min sem sá um mitt uppeldi. Þegar ég haföi náö tilskild- um aldri var ég send I klausturskóla. Það var allt of agað fyrir mig. Við máttum ekkert gera. Ef eitthvað bar útaf var okk- ur umsvifaiaust hegnt með burstaklipp- ingu. Ætli ég hafi ekki verið krúnurökuð allan timann sem ég var þarna,” segir hún og hlær. „Að lokum fékk ég alveg nóg af þvi að vera þarna^svo ég einfaldlega strauk. Skömmu siðar hitti ég síðan nú- verandi tengdaföður minn, sem fór með mig til Kanarieyja þar sem hann bjó. Sagði hann svona i gamni að ég mætti velja einn af fjórum sonum sinum. Nú, það leið ekki á löngu þar til ég hafði krækt mér I einn þeirra. Viö starfræktum þar siðan hænsnaræktarbú i f jögur ár eða þar til hann fluttist til meginlands Afriku og Sunnudagur 27. nóvember 1977 vísm „ÆTLI ÉG HA VERIÐ KRIÍN UÐ ALLAN TÍA þróa þá menningu sem er fyrir i landinu án utanaðkomandi áhrifa.” Fólkið „Það er og verður aldrei gengið fram- hjá þeirri staðreynd að Sierra Leone er fá tækt land. En þrátt fyrir að niutiu prósent þjóðarinnar eigi ekki böt fyrir rófuna á sér þá eru allir sibrosandi. Ég sá aldrei mann þarna sem ekki var brosandi út að eyrum, enda eru þeir með tennur sem ekki er hægt að skammast sin fyrir. Þar er alveg furðulegt hve þessir svertingjar eru með fallegar tennur.” segir Carmen. „Annars veður þar hjátrú og allskonar hindurvitni uppi. Og vald svokallaðra töfralækna er alveg ótrúlegt. Ef þeir segja að maður deyi klukkan þetta þenn- an dag þá deyr hann, og það bara úr ein- tómri hræðslu.En margiraf þeim eru lika frábærir læknar sem geta læknað flestar þær pestir sem leggjast á fólk. Umskurður „Sá áiður sem er einna erfiðast fyrir okkur að skilja, er að þegar stúlka er um það bil tólf ára, er hún tekin inn I tölu full- orðinna með heldur óhugnarlegum hætti. Þær eru umskornar, það erað segja snip- urinn er ristur I burtu. Og þær mörgu stúlkur sem deyja við þessa aðgerð deyja ekki af sársauka heldur tekur hinn illi andi þær. Það er ekki nóg með að aðgerð- in er kvalafull, þvi vegna þess hve að- gerðin er gerð við frumstæðar aðstæður og án alls hreinlætis er grafandi i sárinu alla ævi. Ég gæti trúað þvi að vel flestar sveitastúlkur gangi undir þessa aðgerð. Það er ekkert grín að vera kona, og kynlif þeirra kvenna sem hafa gengið undir þessa aðgerð er ekki upp á marga fiska. Annars er enginn karlmaður i Sierra Leone með sömu konunni alla ævi. Þeir erustanslaustað skipta. Efkonurnar geta einhverra hluta vegna ekki sinnt hlut- verki sinu sem skyldi, þá aðstoða þær hann f að finna aðra. Til dæmis er það hennar verk að finna konu handa eigin- manni sinum þegar hún er með barn á brjósti. En samkvæmt gamalli trú mega þær þá ekki hafa samf arir. Það er heldur enginn smá timi sem börn eru á brjósti. Ég gæti trúað að tvö ár væri mjög algeng- ur timi.” Hvitar konur... „En ég held að engin svartur maður yrði ýkja hrifinn ef honum yrði útveguð hvit kona. Þeim finnst þær yfirleitt ljótar; þær eru svo rasslitlar. Mikill rass er það fallegasta sem nokkur karlmaður getur hugsað sér. Brjóst sem þeir sjá dinglandi fyrir framan sig allan ársins hring vekja áhka mikla hrifningu hjá þeim og..ja þeirra álit er að þau séu til þess að gefa mjólk og ekki til nokkurs annars. Annars er þetta ekki alveg algilt með hvitu kon- urnar , þvi margir karlar sem hafa farið erlendis til langskólanáms hafa komið með hvita konu með sér heim. Það eru til dæmis sérstaklega margar rússneskar konur I Sierra Leone sem eru giftar og búa þar. Þó staða konunnar i þessu landi sé ekk- ert til að hrópa húrra fyrir er móðurhlut- verkið i hávegum haft, og að móðgá móð- ur manns er mesta svívirða sem þú getur gert honum; meira en að móðga hann sjálfan. En orðið fjölskylda hefur allt aðra meiningu hjá þeim en hjá okkur. Ef ein- hver innan fjölskyldunnar eignast eitt- hvað er þvi umsvifalamt deilt milli hinna. Svo er það annað sem viö gætum ef til vill lært af þeim: Þessir menn eru ekkert að byrgja inn i sér, — þeir segja það sem þeim býr i brjósti.” Að afla peninga „Það er sagt i gamni og ef til vill alvöru lika að til þess að athuga i hvaða landi þú ert, þá er nóg i Sierra Leone að rétta út hendina og ef úrið er farið þá ert þú viss um hvar þú ert. En fátækin hefur kenr.t þessu fólki að afla peninga. Og þessir þjófar eru mestu meinleyisgrey. Þeim Yiðtal: Póll Steflánsson „Þeir eru sifellt aö skipta um konur....” mundi aldrei detta i hug að meiða nokkra sál. Og yfirleitt verður hvitt fólk litið fyrir barðinu á þeim. Það er allavega borin töluverð virðing fyrir þvi af innfæddum. En andstæðurnar þarna eru geysilega miklar. Það eru örfáir einstaklingar sem eiga allt. Hér á Islandi er aftur á móti ekki spurt úr hvaða stétt þú kemur, — þú hefur sama rétt og allir aðrir.” Að koma hingað Carmen sem býr nú ásamt tveimur börnum sínum hjá bróður eiginmanns sins i Hafnarfirði, vinnur sem fyrirsæta i Myndlista og handiðaskólanum og kennir þrjá tima i viku spænsku I Hafnarfirði, bjóst ekki við miklu þegar hún kom hing- ,að eiginlega fyrir tilviljun. „Ég hafði nefnilega hitt oft i Sierra Le- „Hér er hreinasta paradís....” „Þú þarft bara aö reka út höndina.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.