Vísir - 27.11.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 27.11.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. nóvember 1977 Danshljómsveit Hótel Sólon islandus, sem jammar stríðið inn og út. hið andlega ástand karl- anna og hið likamlega ástand kvenfólksins. Bar- bararnir létu ekki kven- fólkið i friði og var mikið um nauðganir o.þ.h. Nokkrir hlutu að visu dóm fyrir athæfið, en Jónas frá Hriflu k a I I a ð i þa ð „hræðslupen- inga...." flestir komust þó upp með það. Af þessum sökum var ég á timabili að hugsa um aö hætta við allt saman, en lét samt ekki bugast. Kannski hefur paródian orðið hvassari fyrir vikið. Það er aldrei að vita. Blessað striðið... En svo við vikjum nú að plötunni sjálfri, þá hefst hún á þvi að danshljóm- sveit Hótel Sólon tslandus jammar striðið inn. 10. mai 1940 er svo fjallkonan handtekin. Sama ár gerð- ist ákaflega skemmtileg- ur atburður. Bretar hand- tóku 62 skipverja af þýsk- um flutningadalli sem lent hafði i hrakningum og verið bjargað af Is- lendingum. Bjuggu þeir á hótelum i Reykjavik. Héldu margir, sem töldu sig hafa vit á málunum, að skipbrotsmennirnir væru dulbúnir hermenn sem sendir væru til að undirbúa þýska innrás i landið. Þegar Bretar höfðu safnað þeim saman og stillt þeim upp i röð, kom ónefndur, en frægur, kokkur, sem þeir þýskú höfðu komið eitthvað illa fram við. Þegar hann sér atburði kallar hann glað- hlakkalega að þeim þýsku: „Segiði nú Heil Hitler helvitin ykkar”. En Bretar sem skildu ekki islensku héldu að þar færi nasisti og handtóku hann lika. Hann slapp þó um siðir. Saknaðarsöngur Bretum leiddist ákaf- lega vistin hér og er það sennilega orsök „barbar- isma” þeirra. Þeim þótti landið i meira lagi primi- tivt, litið um afþreying- arefni og þar fram eftir götunum. Þó var þeim mikil sárabót, að dansi- böllunum þar sem is- lenskum karlmönnum var oft meinaður aðgang- ur, enda stunduðu þeir þau af miklu kappi. Sem dæmi um hvernig þessi dansiböll voru auglýst má nefna eftirfarandi aug- lýsingu, sem birt er á bakhlið plötuumslagsins: Dansleik halda Sgts. 711 Coy Re at the Recreation Hut Alafossi laugardag- inn 16. ágúst kl. 8 e.m. Allar dömur velkomnar. Bilar, sem aka dömunum á dansleikinn, verða til taks við bifreiðastöðina Geysi frá 7.15 — 7.45 e.m. Veitingar og bilferðir ókeypis: Deutschland úber alles Það gefur auga leið að það var ekki beint heppi- legt að aðhyllast nasisma á striösárunum. 1 laginu Segiði nú Heil Hitler helvitin ykkar...." Hæ litli, segir sonarsonur Adolfs Hilmarss, fyrrver- andi flokksformanns is- lenskra nasista, frá erfið- leikum samfara þvi. Gamli maðurinn hefur innréttað kjallarakompu sina, sem nokkurs konar ■ musteri fyrir trúarbrögð sin. Þar hangir mynd af manni sem er ákaflega likur Chaplin upp á vegg og einnig er i kompunni fáni Eimskipafélagsins. Drengurinn lýsir þvi und- arlega háttalagi afa sins, er hann iklæðist búningi og fremur alls kyns sær- ingar i kompunni með Deutschland Qber alles á vörunum. Stórkaupmaður gef- ur gróðaráð Lagið Þetta er indælt strið er lofsöngur stór- kaupmanns um gróöa striðsáranna. Bissnessinn gengur svo vel að hann er i alvöru að ihuga að láta af ráðherrastörfum. Þetta er kannski svolitið djúpt tekið i árinni hjá mér, en er þó ekki fjarri sanni. Islendingar reynd- ust nefnilega afar séðir i bissness þegar allt kom til alls og bröskuöu mikið. T.d. risu einsog gorkúlur upp kaffibarir i þvi formi sem aldrei hafði sést hér fyrr. Þar var venjulega aðalrétturinn Fish and Chips og sýndu margir mikla hugvitssemi i mat- argerðinni. Konur höfðu einnig mikið uppúr „bretaþvottinum” svo- kallaða. Séður maður gaf lika út dagblað á ensku til að selja setuliðinu. Gat þar oft að lita kostulegar auglýsingar, t.d. þessa sem lýsir snilld islenskr- ar sölumennsku mjög vei: SECOND-HAND FURNITURE: Tents are all very well, but a few chairs and tables about the place make it seem more like home. We can offer you all kinds of second-hand furniture at very moderate prices. Is- lendingar seldu setuliðs- mönnum bókstaflega allt sem hugsast gat. Dætur falar fyrir sykursekk En Bretarnir seldu landanum nú lika sitt- hvað merkilegt. Allt frá nærbuxum uppi sykur- sekk. Helstu viðskipta- vinir þeirra voru sjoppu- eigendurnir, sem stóðu i sifelldum barningi vegna skömmtunar á nauð- synjavörum. Lagið 1 breskri birgðaskemmu 1941 er einmitt söngur sjoppueiganda, Sölva Sól- nes að nafni, þar sem hann greinir frá viðskipt- um sinum við Breta, fyllir lagerinn og trúlofar dæt- ur sinar. Þessi viðskipta- háttur er ákaflega kómiskt fyrirbrigði, en svona var það nú samt. Sannleikurinn er senni- ,/Þar hangir mynd af manni, sem er áka f lega likur Chaplin..." lega oftast mesta grinið i nekt sinni. Mætti alveg eins notast viö islending Einsog fyrr er frá greint fór stór hluti breska setuliðsins af landinu árið 1941 og Kan- inn tók við. Umskiptin urðu þeim fáu Bretum sem voru áfram heldur en ekki i óhag, þvi með sinni viöfrægu glæsimennsku, bubble-gum og Lucky Strike sigarettum, tók Kaninn fjallkonuna með trompi. Það fór að þykja hálf púkó að eiga stefnu- mót við Breta? þótti sum- um jafnvel að það mætti alveg eins notast við Is- lending, sem á þeim ár- um var alveg siðasta sort. 1 siðustu tveim lögunum á hlið eitt reifa Astands- systur og Bárður Proppé bárujárnssmiður þessi mál. Hæ þú, hæ þú Hlið tvö hefst siðan á Verðlaunalagi Rikisút- varpsins árið 1942. Þetta lag sigraði sönglaga- keppnina einkum og sér i lagi vegna þess hve text- inn er vel ortur. En öfugt við aðra innsenda texta fjallaði hann ekki um styrjöldina. Það þótti til- hlýðilegt að flytja efni sem dreifði huganum frá ófremdarástandinu. Þetta er eina lagið á plöt- unni þar sem ég syng ekki eingöngu sjálfur, en i lag- inu syngur með mér hin yndislega söngkona Spil- verks Þjóðanna, Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú einsog flestir kalla hana. Skyldi setuliðinu ekki leiöast á Is- landi? Afram með útvarpið. Haustið '42 tók Setuliði Sumarliðason, sem þá var forsprakki félags- skapar með svipaða hug- sjón og „Varið land” hef- ur i dag, saman útvarps- dagskrá sem hét: Skyldi þeim ekki leiðast á Is- landi? Hélt Setuliði hjart- næmt erindi um hve hin- um saklausu stráka- greyjum væri nú mikil vorkunn að vera hér og brýndi fyrir landsmönn- um að sýna þeim um- burðarlyndi og gestrisni i hvivetna. Blessaðir verndarenglarnir. 1 þætti þessum kemur fram Kani nokkur og er ekki á hon- um að heyra að vistin sé svo slæm. Er það mest að þakka góðum aðstæðum til þess að stunda „the Old Game”, sem er einn vinsælasti leikur þeirra setuliðsmanna. Afturá- móti er bersýnilegt að lif- ið leikur ekki beint við hermannsræfil af mexi- könskum ættum. Amerisk glansmynd og fangar í Síberíu A striðsárunum gengu ameriskar glanskvik- myndir fyrir fullu húsi i aðalbióhúsi höfuðstaðar- ins, Nóa-biói. Þær áttu allar það sameiginlegt að fjalla aldrei um strið. Sú mynd sem varð einna vinsælust hét Astkona háls, nef og eyrnalæknis- ins. 1 henni leika margir fremstu leikarar aldar- innar t.d. David Dandruff og Sally Seafood eitt ást- sælasta par breiðtjalds- ins. Dandruff leikur háls, nef og eyrnalækninn, sem verður ástfanginn af langlegusjúkling (Sea- food) og fjallar myndin um baráttu læknisins við sjúkdóm hennar. Eins og sæmir þeirra tima kvik- mynd tekst það að lokum og þau lifa „happily ever after”. Annars var auka- myndin, Fangar i Siberiu, ekki ómerkilegri. 1 henni kemur hið heimsfræga sovéska söngpar Vladi- mir Nefutákinn og Druzla Ousenpouzka. Akaflega dramatisk af aukamynd að vera. Hal- Ló- Ha-Na-Nú Setuliðið hafði öðru hvoru umsjón með skemmtidagskrá i Rikis- útvarpinu. Þar skemmti einu sinni Hal-Ló-Ha-Na- Nútrióið frá Hawaii. Ég hafði mikið fyrir að ná þessum framburði enda erekki laust við að manni finnist Hawaiibúar oft á tiðum röfla tómt kjaftæði. Einnig átti ég i miklum erfiðleikum með textann og var eiginlega kominn á fremsta hlunn með að gefa lagið á bátinn er ég komst i kynni við Islend- ing sem er af hawaiiisk- um ættum. Hann heitir þvi furðulega nafnitiRan- úr il-sig og er haldinn þeirri undarlegu náttúru að skrifa öfuga spegil- skrift. Ætli textinn sé bara ekki islenska afturá- bak. Það kæmi mér ekki á óvart. Lýðveldisdagurinn 17. júní '44 Lagið Lýðveldisdagur- inn lýsir vel skripaleik ráðamanna, er þeir lýstu sjálfstæði tslands. Lýöur Ó. Jeppesen fagnar frelsi undan oki Dana sem kúg- að höfðu okkur og svivirt á alla lund um langt skeið. En Island verður ekki frjálst og sjálfstætt riki fyrr en við losnum við Kanann. Ég trúi þvi ekki að einhver maður með viti haldi að við séum sjálfstæð þjóð. — Er þetta kannski boðskapur plötunnar, — þ.e.a.s. herinn burt? Gisli: Það má túlka hana svo, enda óska ég hernum og öllum hans fylgihlut- um til helvitis og dreg enga dul á þá skoðun mina. Hins ber að gæta að platan ætti að vera góð og gild skemmtun bæði fyrir fylgismenn hersins og andstæðinga hans. Friöardagurinn? A friðardaginn 8. mai ’45 var einsog striðið væri , i rauninni fyrst að brjót- ast út. Það trylltist allt, rúður voru brotnar, her- menn grýttu steinum i Is- lendingana sem svöruöu með kolakasti, —■ allt log- aði i fyllerii og slagsmál- um. Frá atburðunum greinir Fróði Fjelsted fréttamaður i beinni út- sendingu gegnum sim- stöðina. Stuttu seinna var kveðjudagskrá i Rikisút- varpinu i tilefni brottfar- ar breska hersins. Þar söng Officera kvartettinn lagið You’r gonna miss you’r dad-dad-daddy. Það er nú það. ...sem gerði syni mina ríka 1 næst siðasta og jafn- framt titillagi plötunnar lofsyngur Leopold W.C. Klein athafnamaður striðið og dregur ekkert undan, nema þetta þarna með konuna hans. Leo- pold hefur grætt heilmik- ið á striðinu og i laginu syngja dollarinn og pund- iö bakraddirnar. Plötunni lýkur svo með þvi eð danshljómsveit Hótel Sólon Islandus jammar striðið út. — En hvað verður nú um FJALLKERLING- UNA??????? — PP Bretarnir fóru aö þykja hálf púkó...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.