Vísir - 27.11.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 27.11.1977, Blaðsíða 8
8 I ELDHÖSÍNU' u m s j 6 n í l'órunn I. Jónatansdóttir Þaö eru fáir eftirréttir eins friskandi og ferskur ananas. Best er að ananasinn sé fullþroskaöur en þó ckki ofþroskaöur. i staöinn fyrir vinber má aö sjálfsögöu nota önnur ber, t.d. jaröarber, kokteilber eöa hind- ber. Uppskriftin er fyrir 4. kjarnastrenginn frá ananaskjöt- inu. Skerið fyrst frá annarri hlið- inni og sföan hinni. Mynd 2. Skerið ananaskjötiö frá hýðinu. Athugið aö þaö sé allsstaöar laust frá 1 stór ananas 1 meöalstór klasi vinber kokteilpinnar eöa tannstönglar Skeriö ananasinn eftir endi- löngu i 4 hiuta. Mynd 1. Losiö með beittum grænmetishnlf Mynd 3. I.yftið kjarnastrengnum upp meö annarri hendi skeriö ananaskjötiö i sneiöar. Vixliö sneiðunum út tii hliöanna. Setjið vinber á tann- stöngul eöa kokteilpinna og sting- ið i hverja sneið. Haöiö afgangnum af vínberjun- um á milii ananassneiöanna Veríð vandlát, veljið það besta. Spyrjið um greiðsiukjör, GRAFELDUR HE Þingholtsstræti 2 Eeykjavik Hafnarstræti 8 ísafirði • • s Sunnudagur 27. nóvember 1977 VÍSIR VÍSIR Sunnudagur 27. nóvember 1977 9 Hún hefur staðið í sviðsljósinu i 36 ár. Og alltaf frá stofnun Þjóð- leikhússins fyrir 27 árum hefur hún verið þar fast- ráðinn leikari. Hlutverkin eru orðin á annað hundrað. Nú hefur henni hlotnast tækifæri, sem marga dreymir um. en fáir hijóta: að vera ein á sviðinu sýninguna á enda. Fyrir túlkun sína á Fröken Margréti brasilíska höfundarin.s Roberto Athayde hefur Herdfs Þorvaldsdóttir fengið allt það hrós, sem leikari getur óskað sér. Um þessa þolraun hennar sem leikkonu hefur meðal annars verið skrif- að: „Hún lokast ekki inni i hlutverki sinu, heldur fær það til að ná út til áhorfandans, henni auðnast að Ijá orðum höf- undar merkingu." (Jóhann Hjálmarsson i Morgunblaðinu) „Herdis Þorvaldsdóttir hefur fullt vald á marg- víslegum sveiflum hlut- verksins." (Sverrir Hólmarsson i Þjóðviljan- um) „Fátt býður innantóm- um ofleik eins heim og einleikurinn. Herdis gekk ekkiiþá gildru." (Heimir Pálsson i Vísi). En hvernig er viðhorf hennar sjálfrar til þessa erfiða hlutverks? Um það og ýmislegt fleira úr ævl og starfi leikkonu fjallar þetta viðtal, sem Helgar- blaðið átti við Herdísi Þorva Idsdóttur. Herdis Þorvaldsdóttir ásamt dóttur sinni.Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem er aö hefja feril sinn i leikiistinni. Skemmtilegt og skelfilegt í senn „Þetta hlutverk er skemmtilegt og skelfilegt i senn,” sagöi Herdis, þegar við höfðum komið okkur vel fyrir yfir rjúkandi kaffibollunum á heimili hennar vestur á Grimsstaðarholti. „Það er allt annað að vera á kjallarasviðinu en stóra sviðinu. Maður er nær áhorfendum og þvi ersambandiðsterkara. En það er lika hættulegra, ef eitthvað ber út af. Þarna er ekki hægt að treysta á neitt nema sjálfan sig og þvi er þetta afskaplega erfitt. En um leið og verkefnið er erfitt er það lika skemmtilegt. Það fer mikið eftir áhorfend- um, hvort þeir eru með manni, eins og sagt er, hvort það næst samband. Ég las viðtal viö frönsku leikkonuna, sem er að leika þetta núna i Paris, og þar talar hún um það hvað þetta er mismunandi á sýningum. Ef sambandið næst ekki, þá er þetta svo erfitt allt saman og hún segir að stundum, þegar hún fari að skjálfa i hnjáliðunum, þá sé gott að geta snúið sér að töflunni augnablik til að jafna sig. Þetta get ég vel tekið undir.” Inn í skáp „Um daginn var viðstödd æf- ingu kennslukona, sem er búin að kenna i 25 ár. Henni fannst ógur- lega gaman og hló mikið að frök- en Margréti. „Mikið kannast ég við þetta allt saman,” sagði hún. „Það komu stundir þegar ég gat gripið i skáphurðina og farið inn i skáp til að grenja augnablik af Herdis f fyrsta hlutverki sinu hjá Þjóöleikhúsinu, Snæfriöur íslandssól i islandsklukkunni. skelfingu yfir kennslunni og nemendunum.” Að visu er Margrét afskaplega ofsafengin frá höfundarins hendi. Hann ýkir hana sjálfsagt, enda segir á einum stað: „Ég verð hérna alltaf hjá ykkur. Fröken Margrét ætlar aldrei að hætta að kenna. t dag eruð þaö þið; á morgun eru það börnin ykkar.” Hún er eiginlega samnefnari fyrir allar Margrétar, allar kennslukonur. Fyrir nú utan það að verkið er spegilmynd af þjóðfélaginu um leið,-ekki bara kennslustofunni. Fröken Margrét segir: „Ég ræð og ef þið gerið ekki eins og ég segi, verðið þið send til skólastjórans.” Og það er það skelfilegasta sem hugsast getur, þvi þaðan á enginn afturkvæmt. Þetta atriði má lika skilja sem túlkun á þjóðfélaginu eins og þaö er i Brasiliu og fleiri suður-ameriskum löndum. Þar er stjórnkerfið ekki eins frjálslegt og hjá okkur og ekki eins mikið tjáningarfrelsi. Leikritið hefur kannski meiri þýðingu fyrir fólkið i þessum löndum, en þó er angi af þessu alls staðar. Valdhafarnir vilja að fólkið hlýði þvi sem þeir segja.” Óvinnandi vegur — Er einleikshlutverkið óska- hlutverk leikkonu? „Eg veit það ekki. Ég var voða- lega hrædd við þetta fyrst. Ég hélt að það hlyti að vera algerlega óvinnandi vegur að læra svona heila bók. Margar leikkonur vorkenndu mér mikið. Þær sögðu að það væri ekkert gaman að lenda i svona. En þegar það tekst, þá er það náttúrlega afskaplega ánægju- legt.” — Þarna er ekki hægt að koma fyrir hvislara og enginn mót- leikari er til staðar til hjálpar, ef eitthvað ber út af. Hvað hefurðu til að minna þig á næstu setningu? „Ekki neitt. Maður verður bara að kunna þetta. Ég get alveg þulið „KONAN ER OFTAST MEIRA TIL UPPFYLLINGAR7 — rœtt við Herdísi Þorvalds- dóttur um Frðken Margréti leikhús og fleira þetta frá orði til orðs hérna heima. En leikari er aldrei nema manneskja, svo það getur alltaf eitthvað gleymst. Þá verður maður bara að bjarga sér út úr þvi einhvern veginn og reyna að komast á linuna aftur.” Þýðir ekkert að vera ósofinn „1 svona hlutverki verður maður að taka mikið tillit til þess. Það þýðir ekkert að vera óupp- lagður eða ósofinn þegar farið er i svona sýningu. Maður verður að lifa eins og knattspyrnumaður eða skákmeistari. Þeir geta ekki stundað sitt starf daginn eftir að hafa verið að skemmta sér alla nóttina.” — Hvernig liður þér eftir sýn- ingu? „Maður er kannski pinulitið þreyttur, en það er ánægjuleg þreyta, ef vel hefur gengið. Þetta er ekkert annað en þjálfun. Siðustu vikurnar voru tvær æf- ingar á dag, svo hlutverkið var orðið hálfgerður vani.” — Er ekki einmanalegt að vera svona einn á sviðinu? „Nei, nei, áhorfendur eru allir með. Þeir eru bekkurinn og mér finnst svo gott samband á milli okkar. Ég held að þetta sé næst- um þvi minna einmanalegt en að vera á stóra sviðinu. Þarna erum við eins og einn hópur.” Lék fyrst strák Fyrsta hlutverkið sem Herdis lék á sviði var i litlum skóialeik, þegar hún var 9 ára gömul. 1 þvi leikriti lék hún strák. „Þetta var fyrsta sviðshlut- verkið, en áður vorum við krakk- arnir alltaf að leika, búa til leikrit, semja dansa og selja svo öörum krökkum aðgang fyrir töl- ur.” — Var það þá þegar á unga aldri sem þú ákvaðst að verða leikkona? „Nei, það gerði ég ekki. Þetta var bara svo skemmtilegt sem leikur. Satt að segja gekk ég með þann draum þegar ég var litil að verða ballerina. Mér fannst að það hlyti aö vera óskaplega skemmtilegt. En ég er nú ósköp fegin núna aö sá draumur rættist ekki.” Lenti í óperettu — Hvert var upphafið aö leiklistarferli þinum? „Það byrjaði með þvi að ég lenti i óperettu, sem heitir Fröken Nitoucne hérna i Reykjavik. Indriði Waage sá sýninguna og bauð mér smá hlutverk seinna. Upp úr þvi fór ég að leika svolitið með Leikfélagi Reykjavikur. Þegar ég var ráðin til starfa hjá Meira um að vera núna — Hafa ekki orðið miklar breytingar á starfsemi Þjóð- leikhússins á þessum tima? „Ekki svo mjög miklar. Það er auðvitað miklu meira um að vera núna, bæði litla sviðið og mun fleira fólk sem starfar viö húsið en fyrstu árin. Núna er lika búið að taka upp hópvinnu og meira af tilrauna- leikritum. Það eru ekki aöeins tekin til sýninga þessi gömhi, sem eru i föstu formi. Mér finnst afskaplega skemmtilegt aö fá að reyna eitthvað nýtt. Það er ekki nokkur leið að hjakka alltaf i sama farinu. Þessar nýju tilraunir takast ekki alltaf, en mér finnst þær allt af áhugaverðar. Það er alveg nauðsynlegt að það sé meö.” Fyrsta sýningin minnisstæð — Hvaða hlutverk eru þéi minnisstæðust af öllum þeim fjölda hlutverka sem þú hefui leikið? „Það er náttúrlega blessunin hún Snæfriður min, hún er alltaf minnisstæð og eitt af þeim hlut- verkum sem mér finnst skemmti- legast að minnast. Það var lika svo mikið um að vera i kringum opnunina og vigsluna á Þjóöleik- húsinu 1950. Þetta var svo hátið- legt allt saman. Þarna voru þrjár stórar sýn ingar, sem Þjóðleikhúsið opnað; með. Það var algert kraftaverk hvernig þetta tókst. Þrjú kvöld : röð voru frumsýningar á leikrit unum. Fyrst var Nýársnóttin, svc Fjalla-Eyvindur og loks Islands klukkan. Margir leikaranna léku : fleiri en einu þessara leikrita og svo þurfti að koma öllum sviðs- búnaðinum fyrir. Þá var leikhús ið varla tilbúið og margt sem vantaði. En þetta gekk alll snurðulaust. Svo komu afskaplega mörg hlutverk þarna fyrstu árin. ÞaC voru ekki svo margar ungar leik- konur við húsið þá. Stundum þurfti ég að leika stelpur, eins og : Koss i kaupbæti. Sabina i Á ystt nöf er lika eftirminnileg. Ég hafð mjög skemmtilegt hlutverk Landinu gleymda eftir DaviC Stefánsson. 1 fyrstu uppsetningt Þjóðleikhússins á Silfurtúnglinij eftir Laxness fór ég með hlutverk Lóu. Það var á þriðja ár leikhússins. Þegar ég lék i leikritinu Þeii komu i haust eftir Agnar Þórðar- son átti ég að verða brjáluð i lok- in. Það var undarleg reynsla og skemmtileg.” Meö Eriingi Gislasyni I Candidu eftir Bernard Shaw Þjóðleikhúsinu var ég búin að leika nokkur hlutverk með Leik- félaginu og fá dálitla reynslu þar. Hjá Þjóöleikhúsinu var ég yngsta leikkonan, en þá var ég lika búin að vera i skóla hjá Lárusi Páls- syni og i Bretlandi. Siðan hef ég verið óslitið hjá Þjóðleikhúsinu.” Kvenhlutverkin ekki eins spennandi „Það er ekkert til betra fyrir leikkonu en að fá mismunandi hlutverk og fá að breyta til. Viða erlendis eru leikkonur alltaf sett ar i sams konar hlutverk, af þv

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.