Vísir - 04.12.1977, Page 8
8
Sunnudagur 4. desember 1977.
VISIR Sunnudagur 4. desembcr 1977.
9
— spjallað við Hilmar Gvnnarsson, ungan
tónlistarmann sem ráðist hefur í það stór-
virki að gefa ót hljómplötu á eigin spýtur
Arni Clvar hefur teiknaö þessa mynd fyrir Hilmar, væntanlega undir áhrifum af lagi hans um Læragjá.
Magnús höfum hálfpartinn hald
ist i hendur frá þvi viö vorum
smápollar, gengum meira aö
segja i fóstbræöralag fyrir
langa löngu og hétum þvi aö
hjálpa hvor öörum þegar á
reyndi. Og hann haföi áöur sýnt
þvi áhuga aö vinna meö mér aö
plötu.
Nú, hann haföi frétt aö ég væri
aö spekúlera i þessu og i bréfinu
var m.a. kostnaöaráætlun um
gerö plötunnar, tæki ég hana
upp i Englandi, og ég sá aö ég
mundi geta klofið hana þó bill-
inn væri i klessu. Þaö var þvi
ekkert annaö aö gera en aö
hlaupa i banka og redda gjald-
eyri og siöan var ég floginn meö
efnið i töskunni.”
Harðf iskurinn góði
„Ég var alveg ókunnugur i
Englandi og aö koma einn á
Heathrow-flugvöllinn var alveg
svakalegt. Þaö endaöi þó meö
þvi aö ég komst heim til
Magnúsar, sem býr um eins og
hálfstima ferö i lest frá flugvell-
inum. Ég var rúmlega fjóra
tima á leiöinni og þaö sem fyrst
og fremst hjálpaði mér var
haröfiskurinn sem ég kom meö
handa Magga. Ég hitti nefnilega
tvo námsmenn frá Nigeriu sem
þótti fiskurinn svo góður aö þeir
bókstaflega fylgdu mér svo til á
leiðarenda.”
,,Ég var nokkuð lengi úti og
mun lengur en til stóð i upphafi.
Þannig var aö daginn sem ég
var að fara til Englands keypti
hljómsveitin Dr Madness fleiri
hundruð tima i stúdióinu. Það
varð þvi úr aö min plata var aö
mestu unnin á nóttunni, vegna
þess að ekki haföi veriö gert ráð
fyrir þessum Madness-samn-
ingi.”
Ofurstress
— Og þú gefur plötuna út
sjálfur?
„Já, ég stend i þessu, og fjár-
magna þetta uppá eigin spýtur.
Hér er hugsjón að veði og þá
fórnar maður jafnvel gitarnum
til að bjarga málunum. Ég læt
ekki á mig fá þó ég tapi eins og
einni milljón, en ef það veröur
öllu meira þá fer það ansi illa.
Þetta kostaöi alit mjög mikið og
ibúðin min er meira og minna
veösett.
„Þetta er ofurstress — þvi er
ekki aö neita. En þaö er gaman
að sjá drauminn verða að veru-
leika. Mér liöur betur þó ég tapi
•**cc*ír
i ‘‘
Hofló krokkor!
Hver haldiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu?
Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega
ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni
hrokkið í — nei, haldið sér í kút.
Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðiði að
kaupa mig í hvelli. Annars bara sekk ég. Globb . . .
globb.....bb.
Sko, þið farið í næptu bókabúð og segið: Er til
bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga-
dóttur? Þá segir búðarfólkið kannski: Er það sú
sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN BJARNA og í AFA-
HÚSI? Einmitt, segið þið.
Þið getið líka gert annað:
Biðjið mömmu ykkar eða pabba, afa eða ömmur,
frænkur og frændur að gefa ykkur bókina i jóla-
gjöf. Krafan er: harðan pakka i ár.
Ég rígheld mér í bakkann á meðan . . . globb.
Ykkar
P.s. Munið að þakka fyrir ykkur.
PPISÍ Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156
,,Hilmar H. Gunnarsson er fæddur í Reykjavík, í
bogamannsmerkinu um 1950. Hann hefur fengist við
lagasmíðar í f jölda ára og samið ógrynnin öll af als-
konar lögum og textum. En þótt undarlegt megi virð-
ast hef ur hann haldið því öllu f rá almenningi þar til nú
að komínn er út þessi LP plata sem gef ur öllum mögu-
leika á að njóta þess sem hann hefur uppá að bjóða.
Það gera sér víst fæstir hugmynd um það hversu
erf itt það er fyrir óþekkta menn að komast með efni
sitt á plötu þar sem flestir af þekktari hljómlistar-
mönnum þjóðarinnar veigra sér jaf nvel við að fara út
i svo f járfrekt fyrirtæki. En þetta hefur Hilmar allt
gert á sinn eigin kostnað og ætlar að standa og falla
með sinni hugsjón, eins og hann segir. Ég óska Hilm-
ari til hamingju með þetta vel heppnaða efni sitt og
vona að hann eigi eftir að halda áfram á sömu braut
og af sama eldhug".
Þannig skrifar Magnús Kjart-
ansson, hljómlistarmaður á al-
búm plötu sem kemur út núna
einhvern daginn. Helgarblaöiö
leit inn hjá Hilmari þeim sem
Magnús ræðir um og spjallaöi
viö hann um plötuna og tilurö
hennar.
Þekktur partispilari
„Þetta er búi nn aö vera minn
stærsti draumur i mörg mörg
ár,” sagöi Hilmar. „Ég byrjaöi'
aö semja lög þegar ég var tólf
eöa þrettán ára gamall, og hef
siöan alltaf veriö aö dunda viö
þetta. Ég hef að visu ekki veriö
mikiö i hljómsveitum, en á þó
mjög marga kunningja i þess-
um bransa. Og reyndar hef ég
lika aöeins fengist viö hljóm-
sveitarstörf. En þau eru eins og
þú veist aöallega fólgin i þvi aö
herma eftir öörum og ég hef
ekki haft gaman af þvi. Ég hef
fyrst og fremst áhuga á að vinna
aö þvi sem ég hef sjálfur samið,
— aö skilja eitthvaö eftir mig.”
„Annars er ég sennilega einn
þekktasti partispilari borgar-
innar og fáir hafa leikiö jafn-
mörgum tuttugu og fimm ára
afmælum og ég. Og eitt áriö —
áriö sem allir uröu 25 ára, haföi
ég meira en nóg aö gera”.
Afar slæm beygja
Svo var það i febrúar á siöast-
liönum vetri aö ég ákvaö aö láta
nú drauminn veröa aö veru-
leika. Ég talaöi viö Magnús
Kjartansson, sem haföi heyrt
efnib sem ég var meö, og pant-
aöi Hljóðrita i júni.
Einn daginn dálitlu seinna var
ég á leiöinni heim úr vinnunni á
bilnum minum sem átti aö
dekka megniö af kostnaöinum
viö plötuna. Það var ruddaveð-
ur og skammt frá vinnustaðnum
er afar slæm beygja. Einmitt
þar mætti ég kunningja minumr
sem var aö koma akandi til aö
heimsækja mig i vinnunar svo
harkalega aö billinn svotil eyöi-
lagöist.
Það var þvi ekki annab aö
gera en aö hringja i Magnús og
ég var frekar framlágur þegar
ég sagöist veröa aö afpanta tim-
ana i Hljóörita”.
Bréf í póstkassanum
— En fall er fararheill, eöa
hvað?
„Það má kannski segja það.
Daginn eftir þegar ég var aö
fara i vinnuna var bréf i póst-
kassanum. Það var frá Magnúsi
Þór Sigmundssyni, stórvini
minum, sem dvalist hefur i
Englandi undanfarin ár. Viö
einhverju i peningum en aö vita
af einhverjum útgefandanum
hagnast á þessu.”
— Nú þegar platan er búin,
ertu þá ánægöur meö útkom-
una?
Næsta betri
„Ja, ég er nú einn af þeim
sem er aldrei ánægður. Og ég á
meira efni en þetta og margt af
þvi er betra en það sem er á
plötunni. Svo langaði mig lika
aö hafa strengjasveit meö i
nokkrum lögum, en það var svo
andskoti dýrt að ég hreinlega
hafði ekki efni á þvi. En ef ég fæ
eitthvað inn á þessari plötu
verður sú næsta betri. Ég á fullt
af efni og þá verö ég reynslunni
rikari.”.
Hvernig semurðu lög?
,,Ég verðað vinna mikiö til að
semja lög. Ef maður er að gera
eitthvað, er jafnvel oröinn hálf-
þreyttur, þá opnast maður betur
fyrir fallegum melódium. Og
megnið af minum lögum er
samið i besta sándherberginu á
heimilinu. sem allir vita hvað
er. Og ekki bara á þessu heimili.
Annars segi ég bara eins og
meistarinn forðum. að vonandi
verði það að lokum melódian
sem lifi."
Plata Hilmars var tekin upp i
London og hljóöfæraleikarar
voru allir enskir stúdiógarpar,
nema Magnús Sigmundsson
sem er islenskur. Hilmar sá
sjálfur um allan einsöng. Hann
og Magnús sáu um raddir og
Shadie Owens, gömul vinkona
okkar tók lagið með honum einu
sinni.
Allir textarnir eru eftir Hilm-
ar, nema tvær visur i Erfingjan
um, ákaflega persónulegir og
nánast einlægir textar um vini
hans og ættingja, en aðrir eru
aftur stemningar um liðandi
stund.
-GA
Trúarvakning í Eyjum
bað er mikil trúarvakning i Eyjum um þessar
mundir. Það virðist sama hvort um er að ræða
kirkjuna eða sértrúarsöfnuði. Áhugi fyrir trú-
málum hefur gripið um sig og ungt fólk i Eyjum
hefur tekið sig til og myndað hóp, sem hefur það
að markmiði að efla lif innan þjóðkirkjunnar.
Það var einmitt sá hópur sem vakti forvitni
okkar og Helgarblaðið gerði mann út af örkinni til
þess að fá að sitja á einni samkomu þeirra og for-
vitnast frekar um þessa trúarvakningu.
Fólki fer f jölgandi i þessum hóp og við fengum
þær upplýsingar að á þessu ári hefðu tiu fengið
skirn hjá Betelsöfnuðinum i Eyjum.
Við segjum hér frá samkomunni og röbbum við
hjón sem hafa frelsast og starfa nú með fyrr-
nefndum hóp. —EA
— segir fyrrverandi söngvari Loga, Hermann Ingi
Hermannsson og kona hans Guðfinna Sigurgeirsdóttir
Viö heyröum dúndrandi músik um leiö og viö komum inn I hús-
iö númer 25 viö Vestmannabraut. Þaö kom okkur ekkert á óvart
þar sem fyrrverandi söngvari Loga, Hermann Ingi Hermanns-
son býr þar ásamt konu sinni Guöfinnu Sigurgeirsdóttur og
þremur börnum.
En þaö kom okkur á óvart þegar hann sagöi aö þetta væri
kristileg músik. Þaö var ekki annaö aö heyra en þarna væru
hressilegustu hljómsveitir á ferð? svo reyndist lika vera, —
hljómsveitir sem áöur lékuannars konar músik en hafa nú helg-
aö Guöi lif sitt.
„Þeir eru með texta beint
uppúr Bibliunni eða hugleiðing-
ar um efni hennar”, sagði Her-
mann Ingi þegar hann bauö
okkur til stofu. „Þaö er hægt aö
fá þessar plötur á tveimur stöð-
um iReykjavik, en svona heyrir
maöur ekki i útvarpinu, þvi
miður. Ég hef verið að hugsa
um að þaö væri gaman aö fá
þátt þar sem þessar plötur væru
kynntar i útvarpinu. Þyrfti ekki
að vera nema einn þáttur.”
— En hlustaröu ekki á annars
konar músik lengur?
„Jú, jú, mikil ósköp. Maöur
lokar sig ekki frá öllu. Það er
alls ekki meiningin aö gera
það.”
Þaö liggur Biblia á stofuborð-
inu hjá þeim og Guöfinna sýndi
okkur aöra mjög fallega á
ensku, sem eitt barna þeirra á.
Fyrir fáum vikum heföi liklega
ekki legið Biblia á stofuborðinu
þeirrat en lif Hermanns Inga og
Guöfinnu hefur lika breyst.
,,Ætlaði að verða
stjarna”
„Nei, ég sakna einskis”, segir
Hermann Ingi. ,,Ég sé þetta allt
saman i öðru ljósi núna. Maður
byrjaði i poppbransanum til aö
verða stjarna, — var að upp-
hef ja sjálfan sig og vildi láta dá
sig. Mér finnst þetta asnalegt
núna. En ég áfellist samt ekki
aðra.”
,,Ég hef einu sinni sungiö mcö
strákunum á balli eftir aö ég
frelsaðist. Ég geröi þaö vegna
þess að þeir voru ekki alveg til-
búnir að spila án min. Mér
fannst frekar skritiö aö syngja
þetta kvöld og ég hálf vorkenndi
fólkinu sem varaö veltast þarna
um.”
— Hvernig tóku strákarnir i
Logum þvi að þú frelsaöist?
„Égheld aö þeirhafiekki trú-
aö þessu fyrr en núna siðustu
dagana, aö mér væri alvara.”
„Ég vona bara aö þeir fylgi á
eftir”, segir Guöfinna og Her-
mann Ingi bætir við: „Já, þaö
væri ekki dónalegt að heilt band
frelsaöist”.
„Annars ganga þeir undir
nafninu Syndarar núna”, heldur
Hermann Ingi áfram. „Það var
misskilið af flestum þegar ég lét
hafa það eftir mér einu sinni aö
svona hljómsveit þrifist á synd-
inni. Ég átti viö þaö aö starfs-
Þau eru sammála um þaö aö fjölskyldulifiö sé miklu betra eftir aö þau hleyptu Guöi inn i lif sitt. Guöfinna og Hermann Ingi ásamt
börnunum Hermanni Inga, Sigriöi Lund og Erlu Gyöu. Ljósm. G.S.