Vísir - 04.12.1977, Page 15
VISIR Sunnudagur 4. desember 1977.
hann umgekkst lygasögum
hans, en það gerðu konurnar
hins vegar ekki. Þeim var flest-
um ljóst að True lifði mestan
part i landi eigin hugarflugs.
True fæddist árið 1891. Hann
var þritugur þegar Olive Young
kvaddi þennan heim. Hann var
óskilgetinn, en móðir hans, sem
var aðeins 16 ára þegar hann
fæddist annaðist hann vel og
giftist siðar auðugum fésýslu-
manni sem gat séð vel fyrir
Ronnie True. En það kom þó að
litlu gagni, þvi Ronald varð
snemma óáreiðanlegur og
sveimhugull. Hann var sendur
til Nýja Sjálands til að fást við
landbúnaðarstörf. en það gekk
ekki, og i allmörg ár var hann á
flakki um heiminn. Hann fór til
Argentinu og siðan til Kanda,
þar sem hann gerði stuttan og
frægðarsnauðan stans i ridd-
aralögreglunni. Þá hélt hann til
Mexico og loks til Shanghai, þar
sem hann frétti árið 1914 að strið
væri skollið á. Hann ákvað að
snúa heim og verða hetja.
í f lugsveitinni
Hann var þá orðinn morfin-
sjúklingur, en þrátt fyrir það
hafði hann til að bera vissa
„yfirborðsfágun”. Hann þótti
aðlaðandi og kurteis, en stund-
um var hann lika i fýluköstum
og þunglyndur. Það var aftur-
ámóti ..yfirborðsfágunin” sem
sinum furðulegu sögum og
skyndilegu bræðisköstum.
Aödragandinn
Starfsmaður Scotland Yard rissar
Fulliam, þar sem harmleikurinn
potaði honum inn i konunglegu
flugsveitina sem flugnema.
Hann stóðst flugprófið og krafð-
ist þegar i stað að fá þrisvar
sinnum stærri vængi á einkenn-
isbúninginn sinn en venja var
til, og vann yfirleitt i regnboga-
itum búningi.
Einn af félögum hans i flug-
náminu, Guy Dent að nafni
sagði: ,,Hann var eins og með
hitasótt. Hann var alltaf á þön-
um, hló með miklum hávaða og
virtist ekki hafa alltof mikið
brjóstvit.”
En svo kom á daginn aö það
eina sem Ronald True gat gert
Hann ók Ronald True milli skemmtistaðanna — Luigi Mazzola.
upp húsið viö Finborough Road i
átti sér stað.
við flugvélar var að brotlenda
þeim. Eftir eitt slysið, þar sem
hann slasaðist alvarlega var
hann settur út úr flugsveitinni.
Shillingur á haus
Við striðslokin hafði hann
komið sér upp óðrum ..Ronald
True". A sjúkraheimilinu þar
sem m.a. var reynt að venja
hann af daglegum 30 skammta
morfintökum varð hann æfa-
reiður i hvert skipti sem komið
var með reikning til hans og
lýsti yfir við slik tækifæri:
..Þetta er ekki tii min, Þetta er
handa hinum.”
Þegar hann var kominn út af
sjúkraheimilinu tók hann upp
titilinn ,,majór” og kvaðst vera
striðsflugmaður sem hefði skot-
ið niður a.m.k. fimm þýskar
flugvélar. Hann sýndi gjarnan
byssuna sina og sagðist þá ætla
að ,.elta uppi hinn Ronald
True”, og ef einhver vina hans
vildi ryðja einhverjum úr vegi
þá bauðst hann til að annast
verkið fvrir spottpris, — einn
shilling á haus.
Við eina vinkonu sina sagði
hann: ,,Ég kem tii með að
myrða einhvern éinn góðan
veðurdag. Þú skalt bara fylgj-
ast með blöðunum og sjá. Þetta
verður stórmál”.
Þessari konu varð ljóst að
True var geðveikur. Samt
stækkaði vinahópur hans sifellt,
og mörgum þótti hann
skemmtilegur. Hann varð eins
konar samkvæmistrúður með
Að kvöldi 18. febrúar 1922, fór
True i fvrsta skipti i heimsókn
til Oiive Young. Þau höfðu hist
nokkrum dögum áður i West
End. Olive Young hafði eitt sinn
verið afgreiðslustúlka i búð, en
hún hafði sveigt yfir i vændi og
vegna gáfna sinna og persónu-
töfra vegnað vel i þeirri at-
vinnugrein. Hún átti drjúga
bankainnistæðu og gat valið úr
viðskiptavinum, — ólikt venju-
legum götudrósum.
Hún var ekki lengi að komast
að þvi að Ronald True var ekki
hennar ,,týpa”. Við fy rstu
heimsókn sina hræddi hann
hana með venjulegum bvssu-
stælum sinum og stal auk þess
frá henni fimm pundum. Eftir
þetta revndi hún allt hvað hún
gat til að forðast hann.
En undir miðnættið 5. mars
fyrirskipaði True Mazzola, hin-
um dygga ökumanni sinum að
aka til Finborough Road. Hann
var að verða auralaus. Olive
Young, sem jafnan hafði slökkt
hjá sér af ötta við heimsókn frá
True. hafði i þetta skipti glevmt
að slökkva ljósið i anddyrinu.
True barði að dyrum og hún
opnaði. Henni hefur vafalaust
orðið byit við að sjá ..majórinn"
i dyrunum, en gat heldur ekki
tekið þá áhættu að visa honum
burt þvi ef kæmi til háreisti eða
rifrildis yrði slikt ekki vei séð af
nágrönnunum i þessu virðulega
'stræti. Hún tók þá* áhættu að
hleypa honum inn og það varð
henni að fjörtjóni.
Hamingjusamur
og vinsæll
Rannsókn leiddi i ljós að hún
hafði látist milli kl. 7 og 8 um
morguninn, mánudag 6. mars.
True fór fram i eldhús, undir þvi
yfirskyni að ætla að hita te, og
kom aftur með morðvopnið, —
kökukefli. Er stúlkan drakk teið
sitt fór hann aftan að henni og
sló hana fimm þung högg i höf-
uðið. Siðan notaði hann klútinn
og beltið til að ganga úr skugga
um að hún væri látin.
Hinn snjalli verjandi True, Sir
Henry Curtis Bennett lagði mik-
ið upp úr þvi við vörnina að True
hefði heimskast til að vera enn á
morðstaðnum þegar vinnukon-
ankom.Hann hélt þvi fram að
þetta, ásamt villtri skemmtifikn
og fjáraustri Trues sem fylgdi i
kjölfar morðsins væri augíjóst
merki um geðveiki hans.
Engu að siður úrskurðaði
kviðdómurinn Ronald True sek-
an um morð, og hann var
dæmdur til dauða. Hann var
fyrst sendur i fangelsi, en sið-
ar, fyrir milligöngu innan-
rikisráðherrans, til geðveikra-
spitala fyrir glæpamenn i
Broadmoor. Þar var hann til
dauðadags. Hann lést árið 1951,
61 árs að aldri, — einhver ham-
ingjusamasti, vinsælasti og elsti
sjúklingur sem spitaiinn hefur
nokkru sinni haft innan sinna
veggja.
Mesti harmleikurinn hvað
varðar mál Ronald True var ef
til vill að margir vissu hversu
klofinn og andlega vanheill
maður hann var. En þeir gerðu
ekkert til áð hjálpa honum, — og
bjarga þar með lifi Olive Young.
Ronald True hafði til að bera vissa „yfirborðsfágun” sem fleytti
honum yfir margar hindranirnar, — en ekki þó yfir réttarhöldin...
illstaverk
Ný plata meó visum
úr Ví snabókí nni
Frábært framlag Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar
og Tómasar Tómassonar. Vísurnar, þulurnar og þjóðkvæðin,
sem Vísnabókin geymir, eru löngu orðin alþjóðareign. Fyrri
Vísnabókinni, EINU SINNI VAR, naut
meiri vinsælda en dæmi eru til um íslenska hljómplötu. Óhætt
er að fullyrða, að nýja platan, ÚT UM GRÆNA GRUNDU, er
síður líkleg til vinsælda og langlífis en hin fyrri.
VÍSNABÓKIN er nýkomin út í 6. útgáfu og hafa
þá verið prentuð af henni yfir fjörutíu þúsund
eintök, enda er þessi afar vinsæla bók
orðin sjálfsögð eign á heimilum landsins.
Bræöraborgarstíg 16, Sími 12923-19156