Vísir - 15.12.1977, Síða 7
vism Fimmtudagurinn 15. desember 1977
Of hrœddur við
sjúka konu sina
til að nó í lœkni
— 70 ár en aðeins 27 kíló er hún lést
Breskur maður, Stanley
Wilkinson 65 ára gamall, kveðst
hafa verið of hræddur við sjúka
konu sina, tii að kalia á lækni
handa henni.
„Konan min stjórnaði mér. Ég
var alltaf hræddur um að gera
hana reiða”, sagði hann meðal
annars fyrir rétti i Birmingham.
Konan hans, Ada Wilkinson, lést
fyrir ári sjötug að aldri. Hún hafði
þá verið sjúklingur og rúmliggj-
andi i niu ár. Hún þjáðist af liða-
gigt-
„Ég minntist á það að minnsta
kosti tvisvar eða þrisvar i viku aö
ná i hjálp handa henni”, segir
Stanley. „Hún þvertók fyrir það.
Hún var hrædd um að það þyrfti
aö leggja hana á sjúkrahús.”
Stanley og dóttir hans Gynthia
West. 41 árs gömul, eru sökuð um,
að vanræksla þeirra hafi orðið til
þess að konan lést. Ada er sögð
hafa veriö aðeins 27 kiló þegar
hún lést.
„Eitt sinn kom lögreglumaður
til okkar”, segir Stanley. „Þá
faldi hún sig undir teppi og kvaðst
ætla að liggja i rúminu þar til hún
dæi.”
Stanley var spurður aö þvi
hvort hann hefði ekki getað kallað
á lækni hvort sem henni likaöi
betur eða ver.
„Ég hugleiddi þaö, en hún varð
svo æst. Hún hefði ekki viljað sjá
lækninn ef hann hefði komið.”
Fór létt með þetta
105 kiló með einni hendi! Geri aðrir betur.
Rússneski kappinn Vasily Alexeev fór létt með
þetta fyrir stuttu i Las Vegas. Þetta atriði til-
heyrði ekki neinni keppni. Rússinn gerði þetta
aðeins fyrir áhorfendur, svona rétt til að sýna
þeim.
PASSAMYMDIR
fteknar í litum
tilbútiar strax I
barna sl flölskyldu
LJOSMVNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
BÍLAVARAHLUTIR
Nýkomnir varahlutir í
Mercedes Benz 220 '70 VW 1300 70
Peugeot 404 '67 Soob 96 '66
Munið þið apakettina?
Hver man ekki eftir
Monkees? Kannist þið þá
ekki við karlmanninn á
meðfylgjandi mynd? Það
er enginn annar en Mickey
Dolenz, sem ásamt hinum
apaköttunum kom margoft
fram í íslenska sjónvarp-
inu á sínum tíma.
1 dag er Mickey 33ja ára gamall
og genginn i það heilaga. Konan
hans heitir Tina og er 23ja ára
gömul. Hún er með Mickey á
myndinni.
Myndin var annars tekin i
London þar sem Mickey er aðal-
stjarnan i músikfantasiunni The
Point. Davy Jones, einn af apa-
köttunum, sem nú er 32ja ára,
kemur þar einnig fram.
gangleri
Áskriftarsímar:
(Kvöldsímcr)
rit fyrir þasem spyrja 15720-36898 og 19906
POSTHOLF1257
Reykjavík