Vísir - 15.12.1977, Síða 28
VÍSIR
Sjo
karlar
gengu
í kven-
félagið
t kvenfélagifi IOju i Súöavik
fengu sjö ungir karlmenn inn-
göngu nú fyrir skömmu. Eru
þeir farnir aö starfa i nefndum
og vaknar sú spurning hvort
ske kunni aö i framtiöinni geti
karlmaöur oröiö formaöur
kvenfélags staöarins.
Tiöindamaöur blaösins innti
formann félagsins, Helen
Hjaltadóttur, eftir þvi hvort
innganga karlmanna i félagiö
bryti ekki i bága viö lög þess.
Formaöurinn kvaö svo ekki
vera og sagöi jafnframt aö
Kvenfélagasamband Vest-
fjaröa heföi ekkert haft viö
inngöngu karlmannanna aö
athuga.
Eftir þvi sem næst veröur
komist munu ekki vera jafn-
margir karlmenn starfandi i
kvenfélögum annars staöar á
landinu og á Súöavik.
—SG/FH Súöavik.
9 dagar til jóla, og nú er
eins gott að passa pott-
ana, því Pottasleikir
kemur í dag.
Smáauglýsinfffihappdrœtti IJS/S
26"'lilsjónvarp (á fœli)
ad rrrdtnœfi I þus.
FRÁ
^KARNABÆ
Luxor
/ireffið 20.des.
Smáauglýsingamóttaka:
virka daga kl. 9-22
Laugard. kl. 10-12
Sunnud. kl. 18-22
sini uuuu
Agúst Arnason einn hinna 20 sölumanna I Jólatréssölu Landgræöslusjóös sem er til húsa viö Reykja-
nesbraut fyrir neöan Fossvogskirkjugaröinr. er hér aö sýna viöskiptavini glæsilegt jólatré en þar er
þau aðfinna iþúsunda tali... — Ljósmynd JEG
JÓLATRÉN SELDUST UPP
„Þaö var þaö mikiö aö gera hjá
okkur um slöustu helgi aö þaö
seldust upp sumar tegundirnar og
viö uröum aö fá sent meira”,
sagöi Kristinn Skæringsson
skógarvöröur og forstööumaöur
jólatréssölu Landgræöslusjóös er
viö höföum samband viö hann i
morgun til aö spyrjast fyrir um
jólatréssöluna i ár.
„Fólk er óvenjufljótt aö taka
viö sér, þvi venjulega er siöasta
helgin fyrir jól mesta annahelgin
hjá okkur. Aðallega spyr fólkiö
um Norðmannsþyn, en þaö er
tegund sem ekki fellur af, en auk
þess erum við meö Rauögreni og
Stafafuru, sem alltaf eru vinsæl
og mikið keypt af.”
Kristinn sagöi okkur aö hann
teldi aö á öllu landinu seldust
um eöa yfir 30.000 jólatré
fyrir þessi jól — og aö mest væri
spurt eftir stæröunum 1.50 til 1.75
metrar á hæö, og einnig næstu
stærö þar fyrir ofan sem væri frá
1.75 aö tveim metrum.... — klp
Flugmaður-
inn fórst
Lik bandariska ferjufiug-
mannsins sem nauölenti á
sjónum i fyrrinótt I Faxaflóa
fannst á reki i gærmorgun.
Togarinn Ingólfur Arnarson
flutti þaö til Reykjavikur i
gær.
Flugmaöurinn hét Georg
Martin og var þaulvanur
ferjuflugmaður sem oft haföi
viðkomu hér á landi. —SG
Minni hœkkun
ó brennivíni
heldur en ýsu
og kaffi
Þaö er greinilegt aö verö-
hækkanir hafa veriö meiri á ýsu
og kaffi slöustu 10 árin heldur en
á brennivlni. Samkvæmt frétt
frá áfengisvarnarráöi ætti
brennivinsflaskan nú aö kosta
4.830 krónur ef hún heföi hækkaö
jafn mikið og ýsan.
Fyrir 10 árum kostaöi kiló af
ýsu 15 krónur en kostar nú 230
krönur. Þá kostaöi brennivlns-
flaskan 315 krónur fyrir 10 árum
en I dag 3.500 krónur. Kaffi hef-
ur hækkaö á 10 árum úr 84 krón-
um kilóiö i 1.848 krónur. Ef
brennivlnið heföi hækkaö jafn
mikið kostaöi flaskan nú 6.930
krónur eöa helmingi meira en
útsöluveröið er I dag.
— SG
Allt ó floti
í einni blokk-
aríbúðinni
Um átta sentimetra vatns-
lag er nú á gólfum Ibúöar i
fjölbýlishúsi I Kópavogi. Börn
á hæöinni fyrir|neöan vökn-
uöu snemma I morgun viö aö
þaö var fariö aö leka vatn
niöur á þau.
Ibúöin er I húsi við Lundar-
brekku. Vatnsrör viö vatns-
kassann á salerninu fór snögg-
lega i sundur og stóö vatns-
bunan út. Ibúðin var mann-
laus og varö þvl ekkert vart
viö þetta fyrr en börnin vökn-
uöu. Lögreglan fór á staöinn
og var lokaö fyrir bununa, en
ljóst er að mikið tjón hefur
hlotist af vatnsrennslinu.
—EA
Fullyrðingar um pappírsaðstoð til Vísis tilhœfulausar:
„BER VITNI UM SÁLARFLÆKJU
DAGBLAÐSMANNA ÚT AF VÍSI#/
segir Hörður Einarsson, stjórnarformaður Reykjaprents
„Þaö hafa engir samningar
enn veriö geröir um rekstur
Reykjaprents hf. á Alþýöublað-
inu eftir næstu áramót”, sagöi
Höröur Einarsson, stjórnarfor-
maöur Reykjaprents hf„ út-
gáfufélags VIsis, i viötali viö
blaðið I morgun.
Um áramót rennur út sá
samningur, sem I gildi hefur
verið. undanfarin tvö ár um
rekstur Reykjaprents hf. á Al-
þýðublaðinu. Aö sögn Haröar
hafa nokkrar viöræöur átt sér
stað að undanförnu milli full-
trúa Reykjaprents hf. og full-
trúa Alþýðuflokksins um rekst-
ur Alþýðublaðsins, en niður-
staða er ekki fengin.
Þá bar blaðið undir Hörð
Einarsson frétt i Dagblaðinu I
gær þess efnis, aö Reykjaprent
hf. krefjist þess af Alþýðu-
flokknum, að flokkurinn útvegi
fé frá norska Verkamanna-
flokknum til reksturs Alþýðu-
blaðsins og Vísis, og sagöi hann:
„Þessi frásögn er algjörlega til-
hæfulaus og ber aðeins vitni
þeirri sálarflækju sem þeir
Dagbiaðsmenn eru sifellt haldn-
ir út af VIsi. Að þvi leyti sem Al-
þýðuflokkurinn kann að þurfa
aö útvega fjármagn til útgáfu
Alþýðublaðsins, þá er þaö al-
gjörlega mál Alþýöuflokksins,
sem útgefendur VIsis munu
engin afskipti hafa af. Svo mikiö
er vlst, aö Vlsir mun ekki þiggja
neinar gjafir til útgáfu sinnar,
enda munu þær sjálfsagt ekki
verða boðnar.”
I yfirlýsingu, sem Benedikt
Gröndal birtir I Alþýöublaöinu I
morgun, segir hann að alger
uppspuni sé, aö Vlsir hafi sett
Alþýðublaðinu þunga kosti eöa
gert nokkrar kröfur á hendur
þvi um pappirsútvegun. Samtök
jafnaðarmannablaöa á Norður-
löndum hafi á hinn bóginn aö
fyrra bragöi boöist til aö kanna
möguleika á aö veita Alþýöu-
blaðinu aöstoö við pappírskaup.
—ÞP