Vísir - 02.01.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 02.01.1978, Blaðsíða 11
Mánudagur ^janúar 1978 11 Vísir hefur fengið einko- rétt ó íslandi ó birtingu myndasðgu um hljóm- sveitina ABBA Vísir mun i þessari viku hefja birtingu teiknimyndasögu um hljómsveitina ABBA og hefur biaöið tryggt sér einkarctt tii birtingar á myndasögunni hér á landi. ABBA-sagan er alveg ný af nálinni og er nýbyrjað að birta hana i blöðum i nágrannalöndun- um. Þessi myndasaga er sérlega skemmtilega fram sett. Þar er sagt frá uppvexti og ferli fjór- menninganna i ABBA og sögu hljómsveitarinnar, og væntir Vís- ir þess að lesendur blaðsins kunni vel að meta þessa sérstæðu myndasögu. Ævintýralegur ferill sænsku hljómsveitarinnar ABBA hefur vakið mikla athygli og lög hljóm- sveitarinnar virðast hafa náð til fleiri aldursflokka en lög annarra popphljómsveita — og eru gömlu og góðu Bitlarnir þar ekki undan- skildir. Kvikmynd um ABBA var frum- sýnd á öllum Norðurlöndum sam- timis á annan dag jóla og á dög- unum kom einnig á markað ný stór hljómplata frá hljómsveit- inni. NU hefur verið hafist handa um það að gera frægðarferli hljóm- sveitarinnar skil i teiknimynda- ■ sögu, sem tveir Svi'ar vinna að um þessar mundir. Sá sem semur textann heiri Peter Himmel- strand en teiknarinn Kjell Eke- berg. Þeir áætla að myndasagan verði i 21 hluta — nokkrar mynd- ræmur i einu, og nái frásögnin al- veg fram til þessa dags. Það er fram yfir frumsýningu ABBA-myndarinnar og útgáfu Myndasagan er svo ný af nólinni, að höfundarnir eru enn að vinna að síðari hluta hennar nýju plötunnar en lög af henni eru þegar komin efst á vinsældalista viða um heim. Myndasagan um Abba sem Visir hefur birtingu á nú i vikunni er við það miðuð að hægt sé að klippa hana út úr blaðinu og lima inn i möppur eða bækur með blöð- um af stærðinni A-4. Er ekki að efa, að margir munu gera það og eignast þannig skemmtilega myndasögubók um þessa víð- frægu hljómsveit. Omurleg vísindi á áramótum — I stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar hefur dregið úr fjárfestingu i ibúðum og atvinnuvegum. Hins vegar hafa opinberar framkvæmdir stóraúkist frá tíð vinstri stjórnarinnar — ef hún var þá vinstri stjórn. neysla er oft sýnd sem hlutfall af þjóöarframleiöslu.en þá er sam- anburðurinn pólitlskt hagstæöari fyrir stjórn Ólafs, þ.e. hlutfallið hækkar lítillega. Þjóðartekjur eru jafnt og þjóöarframleiösla að viðbættum áhrifum af breytingu viðskiptakjara. Viðskiptakjör eru hlutfallið milli útflutningsverð- lags og innflutningsverðlags). Viö höfum leitaöskýringa á þvl, hvers vegna útgjöld þjóðarinnar hafa allt frá árinu 1971 fariö fram úr þjóðartekjum (þó óverulega 1976 og 1977). Okkur hefur ekki tekist aö skella skuldinni á vöxt einkaneyslu eða samneyslu, en þá er aöeins einn mikilvægur liður eftir af útgjaldaþáttum þjóðar- innar, fjárfesting. Fjárfestingaræði landsfeðra og landslýðs Fjallaö er um fjárfestingu 1 2. töflu. Þar I 1. llnu kemur vöxtur þjóðartekna aftur fyrir til að auð- velda samanburð. 12. linu er sýnd heildarfjármunamyndun I land- inu, en henni er siðan skipt I f jár- festingu atvinnuveganna, opin- berar framkvæmdir og Ibúða- húsabyggingar. Við skoðun á 2. töflu kemur strax I ljós, að mikið fjárfesting- aræði hefur gripið bæði landsfeð- ur og landslýð á þessu tímaskeiði. Fjármunamyndun hefur verið mun örari en vöxtur þjóöartekna, en einkaneysla og samneysla hafa ekki verið skorin niður að sama skapi til að vega á móti aukinni fjármunamyndun. Þjóð- arútgjöld hafa þess vegna farið langt fram úr þjóðartekjum, halli hefur myndast á viðskiptunum viö útlönd og lántaka erlendis komist I algleyming. Þaö fer tæp- lega milli jnála, að hallarekstur þjóðarbúsins allt frá árinu 1971 til áranna 1976 og 1977 á rætur að rekja til fjárfestingaræðisins, ;sem greip okkur I upphafi þessa áratugs. |Vonandi er þetta timabilá enda Játa ber fúslega, aö stundum er réttlætanlegt að stofna til skulda vegna fjárfestingar, reka þjóðar- búið með halla og jafnvel hætta á ofþenslu á vinnumarkaði og verð- bólgu — en aðeins, ef um m jög árð bæra fjárfestingu er að ræða. Nú er almennt viðurkennt, þegar æð- ið er að renna af mönnum, að fá- heyrð mistök hafa veriö gerö I fjérfestingarmálum. Vonandi er þetta timabil á enda, og vonandi höfum við lært af reynslunni. Nokkrar staðreyndir skulu nú rifjaðar upp. Fjármunamyndun jókst um 42% á fyrsta valdaári Vinstri stjórnarinnar, en þar af jókst fjárfesting I atvinnuvegun- um um 67%. A sföasta heila ári Vinstri stjórnarinnar, árinu 1973, jvoru þjóðartekjur 33% hærri en árið 1970, öll fjárfestingarútgjöld voru 69% meiri en 1970, Ibúða- húsafjárfesting var 107% meiri, atvinnuvegafjárfesting 83% | meiri en útgjöld til opinberra framkvæmda aðeins 27% hærri en 1970. Birtast þar enn viöhorf Vinstri stjórnarinnar til opinbera geirans, sem svo er nefndur. Opinberar framkvæmdir hafa aukist Núverandi stjórnvöld hafa lltiö sem ekkert aukið útgjöld til fjár- munamyndunar frá tlmum Vinstri stjórnarinnar. Arið 1977 er fjármunamyndun 72% meiri en 1970, en var árið 1973 69% meiri en 1970. Fjármunamyndun sem hlutfall af þjóöartekjum náði há- marki árið 1974, en hefur lækkað siðustu þrjú árin, en þó fremur hægt. Vægi einstakra liöa I fjár- munamyndun hafa hins vegar breyst töluvert I stjórnartlö Geirs Hallgrlmssonar eins og sjá má I 2. töflu. A stjórnartlmanum hefur heldur dregið úr fjárfestingu I Ibúðum, einnig hefur nokkru minna verið fjárfest I atvinnu- vegunum en áður. Hins vegar hafa opinberar framkvæmdir stóraukist frá tlö Vinstri stjórnar- innar — ef hún var þá vinstri stjórn. Þegar núverandi stjórn tók við völdum, var kreppa I landinu. Eins og ástandið var þá, heföi niðurskuröur framkvæmda getaö verið hættulegur og leitt til at- vinnuleysis. Það fer tæplega milli mála, að ofvöxtur I framkvæmd- um á erfiðu árunum 1974 og 1975 átti drjúgan þátt I þvl að halda fullri atvinnu I landinu. En nú er mál að linni. Verðbólgan er afleiðing framkvæmdagleði og ó- stöðugra útflutnings- tekna Ekki verður skilist viö árin 1971-1977 án þess að minnast á veröbólgu. 1 3. töflu er birt vlsi- tala framfærslukostnaöar þetta tlmabil. Eins og lesa má I línu l.a. stigmögnuðust verðlagshækkanir fram til ársins 1975, en þaö ár hækkaði framfærslukostnaður um nær 50% frá fyrra ári. Arin 1976 og 1977 hefur svo verulega dregið úr verðbólgunni, hvað sem siðar gerist. Verðbólga þessa tlmabils er vafalaust að hluta afleiðing fram- kvæmdagleðinnar miklu, sem auðkenndi það, en óstöðugar út- flutningstekjur og breytileg við- skiptakjör eru engu veigaminni skýringar-. Upplýsingar um þess- ar stærðir er að finna 12. og 3. llnu I 3. töflu. Þar kemur meðal ann- ars fram, aö árið 1973 hækkuðu útflutningstekjur I erlendri mynt um rúmlega 50% frá fyrra ári. Ekki er óllklegt, að það hafi oröið til þess að lengja llfdaga þáver- andi stjórnar. Arin 1974 og 1975 versnuðu svo viöskiptakjörin um 10% og 15%, en útflutningstekjur jukust um 13% og — 6. Það eru sveiflur af þessari stærðargráöu, sem valda þvi að islenska hag- kerfið er hið óstöðugasta i Evrópu. Þrjú mikilvæg verkefni Af þessu yfirliti yfir efnahags- mál árin 1971-1977 dreg ég þá ályktun, aö þrjú verkefni séu öðr- um mikilvægari á næstu árum: a) Að gera áætlun um helstu liði þjóðarútgjalda nokkur ár fram I tímann og beita hagstjórn- artækjum til að tryggja, að út- gjöld þjóöarinnar verði ekki meiri en tekjur. b) Aö endurskipuleggja fjár- festingarmál frá grunni. Mark- mið sllkra umbóta verði, að framvegis byggist val verkefna á arðsemi. c) Að auka fjölbreytni útflutn- ingsgreina og jafnframt beita jöfnunarsjóðum á þann veg, að ó- stööugar útflutningstekjur setji þjóðarbúskapinn ekki úr skoröum á fárra ára fresti. Þ.E. Tekjur og fjárfesting 2. tafla. 1. Þjóðartekjur, vergar 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 100 115 121 133 134 126 133 143 2. Fjármunamyndun, alls 100 142 141 169 187 172 167 172 2. a. Atvinnuvegir 2. b. Opinb. 100 167 152 183 213 167 138 173 framkvæmdir 100 125 125 127 156 181 206 172 2. c. íbúðarhús 100 113 141 207 179 167 170 175 Heimild: Þjóðhagsstofnun. Arið 1970 = 100. Allar stærðir á föstu verölagi. 1977 spá. 1976 bráðab. Verðbólga og útflutningstekjur 3. tafla 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1. Vlsitala framf.kostn. 100 107 118 144 206 307 406 531 1. a. Hækkun I % frá fyrra ári 7 10 22 43 49 32 31 2. Útfl.tekjur i erl. mynt, breyting I % frá fyrra ári 3 28 51 13 +6 32 30 3. Viðskiptakjör, breyting I %fráfyrraári 13 0 15 -=-10 4-15 13 10 Heimild: Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki Islands. 1977 spá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.