Vísir - 02.01.1978, Blaðsíða 3
3
vism
Mánudagur 2.janúar 1978
ASÍ um vörubílstjóramálið:
Gróf brot á grund
vallarréttindum
verkalýðsins
,/AÖ fyrirlagi sam-
gönguráöuneytisins hefir
vegagerðin að undan-
förnu þvingað vörubif-
reiðastjóra við tilteknar
nýbyggingar-
framkvæmdir til að lána
öll aksturslaun sin um
óákveðinn tíma" segir i
ályktun frá miðstjórn ASÍ
þar sem þessu háttalagi
er mótmælt.
Eins og Visir skýrði frá fyrir
stuttu hafa vörubifreiðastjórar
er vinna við hraðbrautarfram-
kvæmdir við Isafjörð orðið að
lána vinnu sina vaxtalaust fram
i marsmánuð.
Miöstjórn ASl telur þetta at-
ferli rikisvaldsins gróft brot á
grundvallarréttindum
verkalýðsins. Segir i ályktun-
inni að ef vörubifreiðastjórar
hafi neitað þessum kostum þá
hafi þeim veriö neitað um
vinnu. Mun miðstjórnin styðja
Landssamband vörubifreiða-
stjóra um skjóta leiðréttingu
mála sinna.
—SG
Norrœna samvinnusambandið:
Hafa áhuga á iðn-
rekstri hér á landi
„Það er stefna Norræna sam-
vinnusambandsins að byggja upp
samnorrænan iðnað”, sagði
ErlendurEinarsson forstjóriSlS i
samtali við Visi, ,,og annarsstað-
ar á Norðurlöndum hafa verið
reistar verksmiðjur með eignar-
aðildfélaga i Norræna samvinnu-
sambandinu. Ég hef undanfarin
ár átt sæti i stjórn Samvinnusafn-
bands Norðurlanda og þar hef ég
hvatt til þess að menn gleymi
ekki Islandi i þessu sambandi”
Erlendur sagði að undirtektir
hefðu verið mjög jákvæðar og
samvinnusambönd á Norðurlönd-
um fús til að starfrækja verk-
smiðjur hér á landi. Sagði
Erlendur að einn megin kostur
þessarar samvinnu væri að
framleiðslan yrði seld á vegum
Norræna samvinnusambandsins i
gegnum mjög fullkomið dreif-
ingarkerfi sem hefði traustan
markað. Framleiðslan væri ýmis
konar iðnaður, einkum neytenda-
vörur svo sem hreinlætisvörury
sælgæti og niðursuðuvörur.
„Hugmyndin er i fullum
gangi”, sagði Erlendur, ,,þó að
ekkertákveðið sé á prjónunum og
má segja að til þess að hrinda
henni i framkvæmd vanti litið
nema tillögur frá okkur um hver
framleiðslan eigi að vera”. — KS
Miðstjórn ASÍ:
L0GÞVINGUN
LIFEYRISSJÓÐA
MUN DRAGA ÚR
LÁNVEITINGUM
Miðstjórn Alþýðusambands þeim ástæðum algerlega óeðli-
Islands hefur samþykkt ályktun leg.
þar sem mótmælt er mjög harð- Þá segir i ályktun ASt að þessi
lega þeirri ákvörðun meirihluta iögþvingun muni einnig koma
alþingis að lögbinda kaup lif- sér mjög ilia fyrir sjóðfélaga
eyrissjóðanna á skuldabréfum vegna stórskertrar getu þeirra
fjárfestingarlánasjóöa. til að veita þeim lán til ibuða-
Minnt er á að til hinna bygginga.
almennu lifeyrissjóða var stofn- Einnig átelur miðstjórnin sér-
að með frjálsum samningum staklega að engar samningatil-
aðila vinnumarkaðarins og öll raunir voru reyndar áður en
iögþvingun á fjárhagsráðstöf- gripiö var til þessara aögeröa.
unum sjóðanna þvi strax af —SG
Kœmi til
greina að
selja ríkinu
Sambands-
húsið
,,Ef við fengjum lóðarað-
stöðu sem myndi henta okk-
ur þá gæti það komið vel til
greina frá minum sjónarhóli
að selja Rikinu Sambands-
húsið en um það hafa engar
formlegar viðræður farið
fram ennþá”, sagði Erlend-
ur Einarsson forstjóri SIS i
samtali við Visi.
Erlendur sagði að þetta
mál hefði komið upp vegna
þess að Sambandshúsið væri
samkvæmt aðalskipulagi
Reykjavikurborgar á svæði
sem væri hugsað fyrir starf-
semi Rikisins. Sagöi Erlend-
ur að frumkvæði að hugsan-
legri sölu hefði komið frá
stjórnvöldum þar sem
Sambandshusiö væri áfast
Arnarhvoli en engin sala
væri á döfinni núna. — KS.
Simrad CD myndtalvan vakti mikla athygli ráðstefnugesta og með-
al þeirra sem sjást hér viö tölvuna er Þröstur Sigtryggsson skip-
herra. (Visism. SHE)
Fjohnenni ó ráð-
stefnu Simrad
A ráðstefnu sem Simrad verk-
smiðjurnar i Noregi efndu til i
Reykjavik milli jóla og nýárs
komu saman á annað hundrað
manns. Fjölmargir skipstjórar
og útgerðaraðilar utan af landi
komust þó ekki á ráðstefnuna
vegna óveðurs sem hamlaði
flugi.
I samvinnu við Friörik A.
Jónsson h.f. sem er umboðsaðili
Simrad á Islandi, voru kynntar
margar nýjungar sem verk-
smiðjan býður upp á i sambandi
við fiskveiðar og fiskileit.
Fluttir voru fyrirlestrar,
sýndar kvikmyndir og gestum
gafst tækifæri til skoða ný tæki
frá Simrad. Er þetta i fyrsta
sinn sem svo viðamikil sýning
er haldin á tækjum frá Simrad
hériendis, en stór hiuti fiski-
skipaflotans er búinn tækjum
frá þessum þekktu verksmiðj-
um.
—SG
Jan Boye Woll sölustjóri sýnir Jóni Jónssyni forstöðumanni Haf-
rannsóknarstofnunnar skynjara er mæla aflamagn I vörpunni.
ÁRAMÓTA- SPILAKVÖLD
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, verðurfimmtudaginn 5.
janúar kl. 20.30 að Hótel Sögu, Súlnasal.
Húsið opnað kl. 20.00.
Ávarp: Geir Hallgrímsson forsaetisráðherra.
Ómar Ragnarsson skemmtir.
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 1.
Síðast var húsfyllir, tryggið ykkur spilaspjöld í tíma.
Glæsileg spilaverðlaun.
Spilaspjöld afhent á skrifstofu Varðar, Sjá/fstæðishúsinu Valhöll,
Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 2., 3., 4. og 5. janúar, sfmi82963 eða 82900
á venjulegum skrifstofutíma.
Spilaspjöldin gilda sem happdrættismiöi. Vinningur flugfar fyrir einn
Keflavík-Kaupmannahöfn-Keflavík með Flugleiðum.
GEIR
HALLGRlMSSON
FORSÆTISRÁÐHERRA
HLJÓMSVEIT
RAGNARS BJARNASONAR
ÓMAR
RAGNARSSON
Landsmálafélagið Vörður,
samband félaga
Sjálfstæðismanna í hverfum Reykjavíkur.