Vísir - 02.01.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 02.01.1978, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 2.janúar 1978 VISIR VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Davíð Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Umsjón með Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. 1 Frettastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjon Arngrimsson, Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, * Sigurveig Jónsdottir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit- og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sólustjóri: Páll Stefansson. Dreifingarstjóri: Sigurður R Petursson. Auglysingar og skrifstof ur: Siðumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siðumula 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prerrtun: Blaöaprent. Hvað með ríkisstjórnina? Á þessu ári fara fram kosningar til Alþingis. Eölilega velta menn því fyrir sér, hvernig stjórn landsins verður háttað að þeim loknum. Að vísu hafa engir sýnilegir þverbrestir komið í núverandi stjórnarsamstarf og stjórnarflokkarnir mega tapa tíu þingsætum án þess að missa meirihlutaaðstöðu sína. Hafi Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hug á að halda stjórnarsamstarfinu áfram eftir kosning- ar geta þeir það. ólíklegt er að fylgisbreytingar verði svo miklar aðsá möguleiki verði ekki fyrir hendi. En eigi að siður geta úrslit kosninganna kallað á nýja stjórnar- myndun. Á það er að horfa í þessu sambandi, að styrkleikahlut- föll flokkanna geta breyst meira eða minna. Ekki er t.a.m. ósenniiegt að Alþýðuflokkurinn vinni á í kosningunum, án þess að Ijóst sé á kostnað hverra sú fylgisaukning verður. Reynslan sýnir, að Framsóknar- flokkurinn er vanur að halda sínu, en fylgi Alþýðubanda- lagsins og Sjálfstæðisflokksins er meir á hreyfingu. Eftir kosningar verður ekki lengur dregið að gera um- fangsmiklar og róttækar efnahagsráðstafanir í því skyni að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum og uppræta þá ringulreið, sem hér hefur ríkt. Núverandi ríkisstjórn hefur komið fram aðhaldsráðstöfunum á ýmsum svið- um og i sumum efnum náð ágætum árangri, án þess þó að hafa ráðið við meginvandamálið, sem er verðbólgan. Þessar aðstæður geta leitt til þess að nauðsynlegt verði að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrir áramótin leitaði Vísir álits nokkurra þjóðkunnra manna innan þings og utan á þvi, hvers konar ríkisstjórn þeir treystu best til þess að ráðast gegn ringulreiðarverðbólgunni. Svör þeirra voru um margt athyglisverð. Af hálfu þeirra manna, sem leitað var til og eru utan þings, kom fram, að margir þeirra hafa vantrú á, að samsteypustjórnir geti ráðið við vandann. Þá var einnig á það bent, að ríkisstjórn yrði að njóta trausts hags- munaaðilanna á vinnumarkaðnum. Prófessor Sigurður Líndal tekur svodjúpt í árinni að segja, að hann sjái ekki að stjórnmálaflokkarnir hafi úrslitaáhrif á þróun efna- hagsmála, heldur ýmis öfl utan þings. Þetta svar er að ýmsu leyti raunsætt mat á aðstæðum. En það er einnig rétt, sem Ragnhildur Helgadóttir for- seti neðri deildar bendir á í þessu sambandi, að í raun og veru er verið að hafna þingræðisreglunni, ef menn beygja sig fyrir þessum aðstæðum. En hvað sem því líð- ur er augljóst, að lítii von er til þess að umbótaráðstafan- ir i efnahagsmálum beri árangur, ef stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins bera ekki gæfu til að ganga sæmilega i takt. Magnús Torfi ólafsson segir réttilega að ekki einu sinni þjóðstjórn allra flokka sé nokkurs megnug, nema forystuliðog þingmenn f lokkanna geri sér Ijóst að gamla kákið og hálfverkin duga ekki lengur, ef afstýra á þjóðarvoöa. Einnig er ástæða til að taka undir með Jóni Skaftasyni þegar hann segist kjósa samsteypustjórn er stæðist allar freistingar um öflun stundar lýðhylli með aðgerðum eða aðgerðarleysi er torvelduðu að því marki yrði náð að stöðva óðaverðbólguna. Innan þess lýðræðislega þingræðisskipulags, sem við búum við, verða vandamálin ekki leyst með átökum. En við komumst ekki út úr vítahringnum, nema raska stöðu ýmissa hagsmunahópa bæði launþega og vinnuveitenda. En mestu máli skiptir, að stjórnmálaf lokkarnir lýsi ekki aðeins vanþóknun á verðbólgunni heldur skýri nákvæm- lega hvernig þeir vilja vinna gegn henni og leggi fram áætlanir þar um. Það var ekki gert fyrir síðustu kosning- ar en er óhjákvæmilegt nú. Þau Björn Ulvæus, Agneta Faltskog, Anni-Frid Lyngstad og Benny Andersson í ABBA hafa svo sannarlega slegið í gegn í dægurlagaheiminum og segja má, að þau hafi farið samfellda frægðarför frá því að þau sigruðu í söngvakeppni sjónvarps- stöðva Evrópu með laginu Waterloo árið 1974. Ariö 1970 var slöasta heila áriö, sem Viöreisnarstjórnin var viö völd. Þá draup smjör af hverju strái. Hinn 14. jillí 1971 tók viö blómlegu búi vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar og sat þar til 28. ágúst 1974, er stjórn Geirs Hall- grlmssonar settist á valdastóla. Ýmis endaleysa til lykta leidd Allt frá árinu 1971 hefur ástand efnahagsmála veriö fremur ólán- legt, enda veröur mönnum tlörætt um þau mál, láta Schadenfreude ylja hjartarætur og hressa sig á hyperbólu. Ariö 1976 og 1977 marka viss timamót, en þá var ýmis efnahagsleg endaleysa, sem upphófst 1971, leidd til lykta, enda þótt mikill vandi sé enn óleystur og nýir erfiöleikar blasi viö. Ég mun hér leitast viö aö rekja meö tölum nokkra þætti þessarar þróunar og benda á fáeinar staö- reyndir, sem mér þykja athyglis- veröar. 1 töflum, sem fylgja greininni, er áriö 1970 valiö til aö vera núll- punktur og gildi ýmissa talnaraöa er haft jafnt og 100 á þvl ári. 1 1. töflu eru vergar þjóöartekjur t.d. sagöar hafa gildiö 126 áriö 1975, sem merkir, aö þjóöartekjur voru 26% hærri áriö 1975 en þær voru áriö 1970. í töflunum eru sýndar magnbreytingar þjóöhagsstæröa svo sem þjóöartekna, neyslu og fjárfestingar, eöa eins og oft er sagt, miöaö er viö fast verölagog peningastærðir leiðréttar vegna breytinga á kaupmætti krónunn- ar. Kveinstafir launþega, atvinnurekenda og byggðapólitikusa Viö skulum nú skoöa 1. töflu. Þar sjáum viö strax I 1. llnu vitnisburöum alkunna staöreynd, árin 1974, 1975 og 1976 voru ár stöönunar og kreppu I landinu. Enda þótt þjóöartekjur hafi tekiö að vaxa áriö 1976 náöu þær aöeins stiginu, sem þær voru á áriö 1973. Fullur bati næst ekki fyrr en áriö 1977, en þjóöartekjum þess árs ........ Dr. Þróinn Eggertsson lektor skrifor um efna- hagsvandann fró 1971 til 1977 og segir m.a. að verð- bólga þessa tímabils sé afleiðing mikillar framkvœmdagleði og óstöðugra útflutningstekna heföi mátt ná strax á iö 1974, ef kreppan heföi ekki skolliö á. Arin 1974-1977 eru augljóslega illa til þess fallin aö afla einstak- lingum og flokkum vinsælda meö þátttöku I rlkisstjórn, enda hafa kveinstafir láunþega, atvinnu- rekenda og byggöapólitlkusa hljómaö um endilangt landiö og jafnvel borist til útlanda. Arin 1971-1973 voru hins vegar mikil góðæri eins og sjá má I 1. töflu. Hafa ber I huga, aö hagsveiflur þessar eiga fyrst og fremst rætur aö rekja til aflabragöa og verö- breytinga á fiskafuröum erlendis. Þjóðargjöld og þjóðartekjur Rétt er að vekja athygli á ööru atriöi 11. töflu. Samanburöur á 1. og 2. llnu sýnir, aö strax áriö 1971 tóku þjóðarútgjöld aö vaxa hraö- aren þjóðartekjur. Áriö 1970 voru þjóöarútgjöld állka há og þjóöar- tekjur (reyndar nokkru lægri og þess vegna var smávægilegur af- gangur á viðskiptareikningi okk- ar viö útlönd). Á árunum eftir 1970 voru útgjöldin hins vegar meiri en tekjurnar og af þeim sökum halli á viöskiptunum viö útlöhd. Hallinn haföi þaö I för meö sér, aö gjaldeyrisvarasjóöir voru tæmdir og lántökur erlendis stór- auknar. Þennan halla tókst ekki aö rétta fyrr en á árunum 1976 og 1977, en þó ekki algerlega. Þaö er fróölegt aö staldra viö og ihuga, hvers vegna þjóöarútgjöld hafa fariö svo mjög fram úr þjóö- artekjum á þessu tlmaskeiöi. Út- gjöld þjóöarinnar, þ.e. einstak- linga og hins opinbera, skiptast I tvennt, neyslu og fjármunamynd- un. Viö skulum fyrst athuga neysluútgjöld heimilanna, einka- neysluna eins og sú stærö er nefnd I þjóöhagsreikningum. Einka- neysla er þriöji liöurinn, sem sýndur er I 1. töflu. Samneyslan hefur vaxið hægast Úr talnarununum I 1. töflu má auöveldlega lesa, aö einkaneysla hefur vaxiö meö mjög svipuöum hraöa og þjóöartekjur, en mun hægar en þjóöarútgjöld. Heföu aörir útgjaldaliöir þjóöarinnar vaxiö meö sama hraöa og einka- neyslan, mundi ekki hafa komiö til verulegs halla á viöskiptunum viö útlönd nema áriö 1974. Hvaöa útgjöld hafa þá vaxið mun hraöar en tekjurnar? Er þaö kannski margrædd samneysla, sem á sökina? Samneyslan, þ.e. útgjöld hins opinbera aö frá- dregnum útgjöldum til fjármuna- myndunar, er sýnd I 4. llnu I 1. töflu. Þar kemur á daginn, aö samneyslan hefur vaxiö allra liöa hægast yfirleitt mun hægar en þjóðartekjur og hægar en einka- neyslan. Fyrir áhugamenn um hægri og vinstri villur Ahugamönnum um hægri og vinstri villu skal á þaö bent, aö á tímum Vinstri stjórnarinnar féll hlutdeild samneyslu I þjóöartekj- um. Hin siöustu ár hefur hlutfall þetta aftur nálgast hlutfalliö frá 1970, þegar Viöreisnarstjórnin var aö kveöja. (Ath., aö sam- Tekjur og neysla 1. tafla. 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1. Þjóðartekjur, vergar 100 115 121 133 134 126 133 143 2. Þjóöarútgjöld 100 125 128 142 157 144 139 149 3. Einkaneysla 100 115 127 135 144 130 131 142 4. Samneysla 100 106 113 120 126 128 134 137 Heimild: Þjóðhagsstofnun. Arið 1970 = 100. Allar stæröir á föstu verölagi. 1977 spá. 1976 bráöab.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.