Vísir - 07.01.1978, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 7. janúar 1978 vism
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdarstjóri: Davió Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm)
Olafur Ragnarsson
Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson.
Umsjon meö Helgarblaói: Árni Þórarinsson.
Frettastjóri erlendra frétta: Gudmundur Pétursson.
Blaóamenn: Edda Andresdóttir, Elias Snæland Jonsson, Guójón Arngrimsson,
Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, fOli Tynes,
Sigurveig Jonsdottir, Sæmuridur Guóvinsson.
iþrottir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guöjónsson.
Útlit og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson.
Auglýsinga^ og sölustjori: Pall Stefansson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Petursson.
Auglysingar og skrifstof ur: Sióumula 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiósla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjorn: Sióumula 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 1500 á mánuói innanlands.
Veró i lausasölu kr. 80 eintakió.
Prentun: Blaóaprent.
„Það þarf að konra í vegfyrir.."
Það er einkenni á öllum umræðum um verðbólguna
sem réttilega er litiðá sem mesta böl þjóðarinnar, að
menn forðast eins og heitann eldinn að athuga hvar
rætur hennar liggja. Sá þáttur vandamálsins er yfir-
leitt afgreiddur með yfirborðskenndum slagorðum
um að verðbólgan sé þessum flokki að kenna en ekki
hinum eins og i sandkassaleik barna.
Rætur verðbólgunnar eru margbrotnar og liggja
víða. Gegn verðbólgunni verður því ekki ráðist nema
með margbrotnum aðgerðum, er taka til allra þátta
efnahags- og atvinnustarfseminnar. Enginn hags-
munahópur vill hins vegar viðurkenna þátt sinn í
verðbólgudansinum. Foringi hvers hagsmunahóps
bendir á hina og segir að þeir eigi sökina og stjórn-
málamennirnir þurfa að þóknast þeim öllum saman.
Því breytist ekki mikið.
Launaákvarðanir, sem teknar eru með samningum
launþega og vinnuveitenda, eru einn af þeim þáttum
sem ráðið geta miklu um verðlagsþróunina. Þó er það
ekki svo, að einkaneyslan hafi aukist hér mikið meir
en þjóðartekjur þegar til lengri tíma er litið og mun
hægar en þjóðarútgjöldin í heild. Á hinn bóginn hafa
orðið hér stökkbreytingar i launamálum sem valdið
hafa víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags.
Á þessu ári hafa laun t.d. hækkað um 60 til 70% með-
an þjóðartekjurnar hafa aðeins aukist um 7%. Hver
heilvita maður sér, að slíkar krónutöluhækkanir í einu
vetfangi fá ekki staðist. Það er alveg útilokað að 7%
hækkun þjóðartekna geti staðið undir 70% hækkun
launa án þess að notast við verðlausar verðbólgukrón-
ur. Kauphækkanir af þessu tagi koma launþegum að
litlu gagni og gera ekkert nema veikja stöðu þeirra,
sem við kröppust kjör búa.
Stjórnvöld hafa þvi á öllum tímum reynt að leiðrétta
hróplegustu mistök, sem gerð hafa verið við launaá-
kvarðanir. Það hefur á hinn bóginn ráðið nokkru um
afstöðu einstakra flokka til aðgerða af þessu tagi,
hvort þeir hafa áttaðild að ríkisstjórn eða ekki.
Fyrir f jórum árum, eftir launasprenginguna í árs-
byrjun 1974, sagði núverandi varaformaður Alþýðu-
bandalagsins að það þekktist hvergi nema á Islandi,
að launafólk fengi allar almennar verðhækkanir bætt-
ar á þriggja mánaða fresti með vístitölugreiðslum á
kaup, og t.d. í Svíþjóð hefði verkafólk enga slíka
tryggingu gegn verðhækkunum.
Varaformaðurinn sagði ennfremur á þessum tíma,
að auðvitað lægi það í augum uppi, að þessi réttur,
sem verkafólk og bændur nytu á tslandi en ekki ann-
ars staðar, ætti sinn þátt í þvi að verðbólga hefði löng-
um verið meiri á íslandi síðustu áratugi en í flestum
nálægum löndum.
Núverandi formaður Alþýðubandalagsins sagði
skömmu eftir myndun núverandi ríkisstjórnar að það
þyrfti að koma í veg fyrir að kaupið eftir einhverjum
vísitölureglum eins og þeim sem við hefðum búið við
æddi upp á eftir verðlagi, þvi það kippti vitanlega fót-
unum undan eðlilegum rekstri.
Þó að það henti ekki þessum aðilum í stjórnarand-
stöðu eins og hún er stunduð hér á landi að tef la þess-
um sjónarmiðum fram nú hafa þau við gild rök að
styðjast. Sjálfstæðismenn tóku ekki undir þau á sínum
tima, en þeir benda nú á það sem eitt af úrræðunum,
sem gripa þurfi til á næstunni að draga úr eða fresta
kauphækkunum eins og vinstri stjórnin gerði vorið
1974.
Sannleikurinn er sá að þessu ráði átti að beita miklu
fyrr. Þá hefði ekki þurft að auka skattheimtu að sama
skapi og gert var fyrir jói og almennt hefði slík aðgerð
haft miklu meiri áhrif ef hún hefði verið gerð í tíma.
VISIR
Háskóli íslands:
Likan af framtiðarskipulagi háskólasvæðisins.
Brýn þörf fyrir
aukið húsnœði
— byggingaráœtlun og skipulag liggur fyrir
skipulagsnefnd
Háskóii tslands stækkar jafnt
og þétt og nemendum fjölgar en
húsnæðismál skólans hafa ekki
fylgt þessari fjöigun eftir og fer
stór hiuti starfseminnar nú
fram i leiguhúsnæði út i bæ. Há-
skólaráð samþykkti á siðasta
ári skipulagshugmyndir fyrir
háskóialóðina eftir hinn heims-
kunna arkitekt Alvar Aalto og
iiggja þær tiilögur nú fyrir hjá
skipulagsnefnd Reykjavikur-
borgar og verða þær teknar fyr-
ir i næsta mánuði.
Forráðamenn Háskólans von-
ast til að niðurstaða fáist bráð-
lega i málinu þvi brýnt sé að
hefja undirbúning tveggja
næstu bygginga á háskólalóð-
inni sem fyrst.
Næstu verkefni í bygg-
ingamálum
1 ályktun háskólaráðs frá 3ja
nóvember á siðasta ári er gert
ráð fyrir þvi að næstu tvær
byggingar á háskólalóðinni risi
hvor sinu megin Suðurgötu.
Onnur byggingin á að vera al-
mennt kennsluhúsnæði fyrst og
fremst fyrir hugvisindagreinar
og verður hún austan Suður-
götu, en hin kennslu- og rann-
sóknahúsnæði fyrir verkfræði
og önnur raunvisindi og verður
hún vestan Suðurgötu.
1 áætlun háskólaráðs er ekki
gert ráð fyrir viðbótarframlagi
rikissjóðs við happdrættisféð
árin 1978 — 1980 vegna fram-
kvæmda á háskólalóðinni, en
um nokkurra ára skeið hefur
það verið riflegar 50 milljónir.
Frá og með 1981 er hins vegar
gert ráð fyrir viðbótarframlagi
rikissjóðs. Framkvæmd áætlun-
arinnar, en hún nær til ársins
1986, er þvi háð viðbrögðum
fjárveitingarvaldsins. 1 þvi
sambandi bendir háskólaráð á
að skipulegar framkvæmdir i
áföngum eru vænlegri en stórá-
tök með löngu millibili.
Káöamenn Háskólans eru sammála um aö Háskólinn megi ekki
dragast aftur úr hliðstæöum skólum I nágrannalöndunum.
Brýnar þarfir fyrir
stóraukið húsnæði
Skýrsla um húsnæðisþarfir
Háskóla tslands 1977 — 1981,
sem unnin var af sérstakri
nefnd á vegum háskólaráðs, ber
glögglega með sér brýnar þarfir
fyrir stóraukið húsnæði fyrir
starfsemi stofnunarinnará
næstu árum.
Þessar þarfir eru meðal ann-
ars vegna fjölgunar nemenda,
kennara og annars starfsliðs,
nauðsynjar á bættri rannsókna-
aðstöðu, áforma um nýjar
kennslu- og rannsóknagreinar
og áforma um breytta og bætta
starfshætti. Einnig er þörf fyrir
aukið húsnæði fyrir stjórnsýslu,
geymslurými og verkstæðisað-
stöðu og siðast en ekki sist
vegna óvssu um framhaldsnot
leiguhúsnæðis, einkum i lif-
fræðigreinum.
Hæfilega stórir en hagkvæmir
byggingaáfangar eftir fyrir-
framgerðri áætlun henta vel þvi
að það fé sem til framkvæmda
getur runnið, aðallega tekjur af
Happdrætti Háskólans, kemur
jafnt og þétt, þó ekki alveg i
samræmi við vaxandi húsnæðis-
þarfir, en viðbótarfjárþörf yrði
þá best fullnægt með fjárveit-
ingu úr rikissjóði sem dreifðust
sem jafnast niður á alllangt
árabil. Þessir byggingaáfangar
eru að mati nefndarinnar hæfi-
legir um 1800 fermetrar að
stærð og byggingatimi áætlaður
um tvö ár. Æskilegt væri að frá
og með árslokum 1980 verði nýr
áfangi tekinn i notkun árlega.
Háskólinn í hættu staddur
Sérstaklega eru það tveir
þættir sem ýta mjög á eftir
auknum framkvæmdum við Há-
skóla tslands.
Leiguhúsnæði er nú orðið það
dreift um bæinn að það torveld-
ar samræmda kennsluskrár-
gerð og grefur undan mark-
vissri stjórn skólans og spillir
uppbyggingu á rannsóknaað-
stöðu. Það mun taka langan
tima að koma upp húsnæði á há-
skólasvæðinu i stað leiguhús-
næðis.
A siðustu árum hafa i vinnu-
skyldureglum kennara verið
gerðar auknar kröfur til rann-
sóknastarfa þeirra en i mörgum
greinum er aðstaða til slikra
rannsóknastarfa ekki fyrir
hendi. Forráðamenn Háskólans
telja að skólinn sé i hættu stadd-
ur ef hann reyni ekki að vera
samkeppnisfær við háskóla ná-
grannalandanna, ekki aðeins á.
kennslusviðinu heldur einnig á
sviði ýmissa rannsókna. Þetta
sé ekki aðeins brýnt mál fyrir
Háskólann heldur lika fyrir
þjóðina alla.
— KS.