Vísir - 07.01.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 07.01.1978, Blaðsíða 11
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS Hinn geysivinsæli þáttur „Húsbændur og hjú” er að vanda á skjánum á sunnudaginn kl. 16.00. Virðist engin iát ætla aö verða á þeim myndaflokki — og eru sjálfsagt flestir ánægðir með það þvi margir leggja mik- ið á sig til að missa ekki af nein- um þætti. Þátturinn sem við fáum að sjá á sunnudaginn ber nafnið „Hild- arleiknum lýkur”. Þessi hildar- leikur er að sjálfsögðu striðið, sem hefur sett mikinn svip á allt heimilislifið — bæði hjá hús- bændunum uppi og hjúnunum niðri. En það er annar hildarleikur á leiðinni — spænska veikin, sem fylgdi i kjölfar striðsins, og hún á eftir að taka sinn toll á heimilinu eins og viða annars- staðarsem hún stakk sér niður. Ánnars kemur ýmisíegt i' ijós i' þættinum á sunnudag. Sumir fara i „biðilsbuxurnar”, og aör- ir reyna að laga sambúðina við makann og gengur þar á ýmsu. En sjón er sögu rikari — og eftir þvi sem við höfum komist næst er ekki vert að missa af þessum þætti þvi ýmislegt á þá eftir að gerast sem kemur á óvart..... Hinn frábæri Dave Allen lætur móðan mása i sjónvarpinu i kvöld, og á trúlega eftir að fá marga til að skella upp- úr. Þættir hans hafa ekkisiður hér en á Bretlandi vakið hrifningu, enda er þvi ekki að neita að til þeirra er vandað, og maðurinn er bráðfyndinn. Dave Allen hefur oft orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir að gera grin að trúmálum og prestum. Hann lætur það samt ekki á sig fá og heldur áfram að keðjureykja og sötra sitt Whiskey á meðan hann hæðist að þeim. Eftir honum er haft, að þegar fólk hætti að hneykslast á þvi hvernig hann fer með trúmái og prestana f þáttum sinum, sé mái til komið fyrir sig að snúa sér að annarri vinnu — þá hljóta þætt- irnir að vera lélegir og fólk hætt aö horfa á þá.... — klp — Sjónvarp á sunnudagskvöldið: Fiskimennirnir í slagsmólum! Næst sfðasti þátturinn f danska myndaflokknum um Fiskimennina verður á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagskvöld- ið. Ber þessi þáttur nafnið „Heilagur er mannlegur”... Siðasti þátturinn verður á miðvikudaginn i næstu viku, en einskonar aukaþáttur veröur aftur á móti á dagskrá þar næsta sunnudagskvöld. 1 þeim þætti verður fjallað um tegsl sögunnar við raunveruleikann. Þá verður meðal annars spjall- aö við fólk sem var höfundinum fyrirmyndir aö sögupersónun- um. Það gekk á ýmsu hjá fiski- mönnunum og ættingjum þeirra i siðasta þætti. Þeir urðu fyrir hverju áfallinu á fætur ööru, og sumir þeirra létu bugast þrátt fyrir sina sterku trú. Sóknarpresturinn lendir í úti- stöðum við þá og veröur aö hröklast úr bænum. Nýr prestur kemur i hans staö og er hann hinum heittrúuöu að skapi. Aftur á móti er samkomulagiö við fiskimennina sem búa i sunnanveröum firðinum ekki gott og loks kemur að þvf að allt kristilegt umby rðarlyndi gleymist, og það slær i bar- daga... —klp— Georgina kemnr þö nokkuö við sögu I þættinum „Húsbændur og hjú” I sjónvarpinu á sunnudaginn. Hú* er þá send heim af vigstöðunum f Frakklandi til hvildar og hressingar, en þá er ýmislegt að gerast heimilinu... Feröalagiö sem séra Brink býður unga fólkinu I verður honum dýr- keypt — hann missir embættið og fiskimennirir dönsku fá nýjan prest sem ekki er eins frjálslyndur. Hér sjáum við herra og frú Brink en þau eru leikin af Bent Mejding og Lily Wieding. Laugardagur 7. janúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan Bessi Jóhannsdóttir sér um kynn- ingu dagskrár i útvarpi og sjónvarpi. 15.00 Miðdegistónleikar: 15.40 islenskt mál Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla: (On Wc Go) Leiöbeinandi: Bjarni Gunnarsson. 17.30 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Drengurinn og mai- hlómiö” ævintýri eftir Er- ling Daviðsson Höfundur les. 19.55 A óperettukvöldi: 21.00 TeboðSigmar B. Hauks- son tekur til umræðu matar- gerðarfist (gastronomi). Þátttakendur: Ib Wess- man, Balthazar og Gunnar Gunnarsson. 21.40 Úr visnasafni Útvarps-' tiðinda Jón úr Vör les. 21.50 Létt lögSvend Ludvig og hljómsveit hans leika. 22.10 Úr dagbók Högna Jón- mundar Knútur R. Magnús- son les úr bókinni „Holdið er veikt” eftir Harald A. Sigurösson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.50 Fréttir. Dagskárlok. V Laugardagur 7. janúar 16.30 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.15 On We GoEnskukennsla. Tiundi þáttur endursýndur. 18.30 Saltkrákan (L) Sænskur sjónvarpsmyndaflokkur i 13 þáttum um ævintýri Þarna á eyjunni Saltkráku i sænska skerjagaröinum. Sænska sjónvarpið) 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Dave Allen lætur móðan mása (L) Breskur gamanþáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.15 Boccaccio ’70 ltölsk biómynd frá árinu 1962. Leikstjórar Vittorio D. Sica, Luchino Visconti og Federico Fellini. Aðalhlut- verk Sophia Loren, Romy Schneider og Anita Ekberg. Myndin skiptist i þrjá sjálf- stæða þætti, sem fjalla um samskipti kynjanna. Þýðandi óskar Ingimars- son. Myndin er sýnd meö ensku tali. 23.40 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.