Vísir - 07.01.1978, Blaðsíða 12
12
Laugardagur 7. janúar 1978
vism
VISIR
Laugardagur 7. janúar 1978
13
Bamber Gascoigne heima i stofu, með konu sinni.
Þættirnir Kristmcnn sem is-
lenska sjónvarpið sýnir nú
klukkan 5 á sunnudögum hafa
vakið nokkra athygli þeirra sem
á hafa horft. Það er kannski
engin furða. Gifurleg vinna var
lögð i að gera þá sem best úr
garði.
Hópurinn hjá Granada sjón-
varpsstöðinni bresku sem að
gerö myndarinnar stóð
feröaöist til 25 landa og tók upp
um 70 kilómetra af kvikmynda-
filmu. Um 7 kilómetrar voru
notaöir.
Kynnir þáttanna Bamber
Gascoigne, hefur ekki svo vitað
sé áður sést i islensku sjónvarpi.
En Bretarnir hafa séð hann
nokkrum sinnum. Hann hefur
verið umsjónarmaöur þáttar-
ins University Challenge, sem
er spurningaþáttur háskóla
samfíeytt frá árinu 1962. Þátt-
urinn hefur sem sagt gengið i
meira en 15 ár einu sinni i viku.
Og svo erum við að kvarta þó
Onedin sé hér i tvo vetur.
„Ég trúi ekki á Guð
En Bamber þessi er aö mörgu
leyti athyglisverður maður og
það er einnig athyglisvert að
sjónvarpsstöðin skuli hafa valið
hann til að sjá um þættina. Ef
hann væri spurður: „Af hverju
trúir þú á Guð?” Yrði svarið
áreiöanlega: „Ég trúi ekki á
Guð”. Gascoigne hefur ekki
verið trúaður i mörg herrans ár
og ekki sótt kirkju sjálfs sins
vegna siðan á herskyldu árun-
um. „Og það var vegna þess að
ég vorkenndi prestinum — hann
virtist svo einmana.”
Fjögurra ára rannsóknir
meðal kristins fólks hafa ekki
breytt honum. „Ég sé ekkert
nýtt” segir hann og bætir við
eins og sjónvarpsmanni sæmir
„lýsingin er alveg sú sama”.
En af hverju hefur Granada
sjónvarpsstöðin faliö trúlausum
manni að semja og kynna svona
gifurlega dýran myndaflokk um
kristni. Skýring Granada er sú
að þættirnir séu ekki gerðir til
að fjölga kristnu fólki. Og for-
ráðamenn stöðvarinnar benda á
að ekkert væri athugavert þótt
þættir um kommúnisma væru
gerðir af manni, sem ekki væri
Marxisti.
Skýr í kollinum
Bamber er nú 42 ára gamall
og býr i Surrey. Hann er kvænt-
ur en barnlaus. Faöir hans var
kauphallarbraskari, en móðirin
heima vinnandi húsmóðir.
Bamber varð strax óvenju skyr
i kollinum. Hann fékk á náms-
árum sinum marga styrki og
verðlaun fyrir góöan náms-
árangur. Vegna áhuga á leik-
húsinu fór hann siðan að skrifa
gagnrýni — fyrst fyrir háskóla-
blað i Cambridge og siöan i
Spectator.
Tuttugu og tveggja ára
gamall skrifaði hann reviu sem
sýnd var meira en 300 sinnum —
og Bamber hafði slegið I gegn.
Hann gerði þó ekki mikiö
meira i leikhúsinu sem i frásög-
ur er færandi. Næstu leikrit
hans voru misheppnuö — en
hann hafði efni á dálitlum
skakkaföllum þvi hann hafði
tekið við kynningu á spurninga-
þættinum sem áður er getið.
Flogiö fram og til baka
Hann er talinn svo ómissandi i
þeim þáttum að eitt sinn
sem oftar þegar hann og kona
hans voru á Indlandi lét sjón-
varpsstöðin sig hafa það að
fljúga með hann á hverjum miö-
vikudegi heim til Manchester i
upptöku, og siðan til baka aftur.
Og svo var ákveöið að hann
fengi tækifæri til að spreyta sig
á dálitlu öðru. Bamber er bara
nokkuð bjartsýnn á framtið
kristninnar eftir að hafa rann-
sakað og rannsakað i meira en
fjögur ár. Hann telur
aðlögunarhæfni helst styrk
trúarinnar. „Aöur fyrr” segir
hann, „gekk þetta allt út á refs-
ingar og helviti — núna er það
ást og mannleg samskipti og i
framtiðinni, ef þjóðfélögin
verða sósialiskari en nú er, mun
Kristni liklega snúast um það að
deila með öðrum.”
„Virðing min fyrir sann-
kristnu, heittrúðu fólki hefur
aukist feikilega, svo framarlega
sem það heldur trúnni með
sjálfu sér. Ekkert fer eins i
taugarnar á mér og kristinn
maður sem litur á það sem galla
i þérað trúa ekki á Guð, og held-
ur að ef hann aðeins reyni oftar
og betur geti hann gert úr þér
kristinn mann.” —GA
Sýndur verður besti kafli Islenska liösins I siðari landsieiknum við norðmenn I
handknattieik sem háður var á milli jóla og nýárs i sjónvarpinu Idag.
BJARNI KEMUR
VÍÐA VIÐ!
„Það verður viða komið við i iþróttaþættinum i dag”, sagði Bjarni Felix -
son er við spurðum hann hvað hann ætiaði að bjóða áhorfendum upp á á
iþróttasviðinu þegar þeir opna fyrir sjónvarpið kl. 16.30 i dag.
„Þaö verður i fyrsta lagi handbolti”, sagöi Bjarni. „Það verður sýndur
kaflinn úr siðari iandsleik islands og Noregs —kaflinn þar sem íslenska liðið
vinnur upp forskot norðmanna.
Þá verður sýnt frá heimsbikarkeppninni á skiðum, giefsur úr körfuboltaieik
og loks verður lýst kjöri iþróttamanns ársins, og sýnt frá afhendingunni, sem
var i gær.”
„Hvaða ieikur veröur svo á dagskrá i ensku knattspyrnunni i dag?”
„Við höfum ekki fengið neina sendingu eftir jól, en við eigum einn hörkuleik
sem við sendum þá út i staðinn — leikur Nottingham Forest og Coventry”. -klp-
Þeódórakís kemur aftur
Útvarpið
endurflytur
þóttinn um
þennan
frœga
Grikkja ó
sunnudaginn
Útvarpið endurtekur á
sunnudaginn kl. 16,25 þátt
sem var á dagskrá á jóla-
dag og vakti þá verðskuld-
aða athygli.
Þáttur þessi, sem er í
umsjá Friðriks Páls Jóns-
sonar útvarpsmanns, f jall-
ar um gríska tónskáldið
Þeódórakís, sem er eitt
ástsælasta tónskáld
Grikkja.
( þessum þætti tekur
Friðrik Páll fyrir æfi hans
og segir jafnframt frá
hinni pólitísku hlið hennar,
en Þeódórakis hefur alla
tíð látið pólitík og alþýðuna
mikið til sín taka.
Aðall þáttarins er þó að
sjálfsögðu tónlist hans,
sem sprottin er af grískri
alþýðutónlist. Mörg af lög-
um hanseru leikin í þættin-
um, —klp—
Heyrst hefur að grfska tónskáldið Þeódórakis komi hingað á Listahátíðina í sumar.
Hann er hér á þessari mynd ásamt landa sinum Melinu Mercouri, sem syngur
nokkur laga hans i útvarpsþættinum á sunnudaginn.
Umrœður í Teboði í kvöld:
Ekki matarlyst heldur matargerðarlist
Þeir sem þurfa ekki að passa
linurnar og hafa ánægju af góð-
um mat, ættu að fá sér sæti við
útvarpið i kvöid kl. 21.00.
Sigmar B. Hauksson býöur þá
þrem góðkunnum mönnum i
„Teboö”, og ætlar aö ræða við
þá um matargeröarlist, eða
„gastronomi” eins og það heitir
á finu máli.
Þeir sem koma til hans eru
Gunnar Gunnarsson, Ib Wess-
mann og listamaðurinn Balthaz-
ar. Allir hafa þeir mikið vit á
mat, og'kunna eða hafa lesið sig
til I þeirri list að búa til góðan
mat.
Getur orðið fróðlegt að hlusta
á þessar umræður. Þó er það
ekki ráðlegt fyrir fólk sem er i
megrun þessa dagana þvi slikar
umræður gætu „kveikt i þeim”
og orsakað að allt góðgætið úr
isskápnum hyrfi —klp—
# §
EKKI EINN—HELDUR BILAR I ASKRIFENDAGETRAUNINNI
Argerft 1978, verbmæti um 2 millj. kr.
VERÐLAUNIN 1. FEBRUAR.
FORD FAIRMONT
□ SIMCA 1307
órgerí 1978. verðmæti 3.4 millj. kr.
VERÐLAUNIN 1. APRIL.
Argerft 1978, ver&mæti 2,3 millj. kr.
VERDLAUNIN 1. JUNL
VlSIR
Simi 66611
VÍSIR
Simi 82260
VÍSIR
simi 86611
VÍSIR
Simi 82260
VlSIR
sími 86611
VÍSIR