Vísir - 12.01.1978, Side 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdarstjóri: Daviö Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm)
ólafur Ragnarsson
Ritstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson.
Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson.
Frettastjori erlendra frétta: Guðmundur Pétursson.
Blaöamenn: Edda Andresdóttir. Elias Snæland Jónsson, Guðjon Arngrimsson-
Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Palsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes,
Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson.
Iþrottir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjónsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jon Einar Guðjónsson.
utlit- og honnun: Jon Oskar Hafsteinsson, AAagnus Olafsson.
Auglysinga- og sölustjori: Pall Stefansson.
Dreifingarstjori: Sjgurður R Petursson.
Auglysingar og skrifstofur: Siöumula 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjorn: Siöumula 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 1500 a manuði innanlands.
Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö.
Prentun: Blaöaprent.
Veður hofa skipast í lofti
i byrjun þess þings, sem nú situr sem fastast i jóla-
leyfi, hófust miklar umræður um nauðsynlegar breyt-
ingar á kjördæmaskipan og kosningaháttum. Umræð-
urnar snerust að mestu um þau tvö meginmarkmið að
jafna vægi atkvæða milli kjördæma og auka möguleika
kjósenda til þess að velja einstaklinga til setu á Alþingi.
Af hálfu ríkisstjórnarinnar voru gefin fyrirheit, sem
bentu til þess að tekið yrði á málinu fyrir kosningar. Nú
hafa veður hins vegar skipast í lofti og fátt sem gefur
ástæðu til að ætla að þingið taki málið til alvarlegrar
meðferðar á siðari hluta þingtímans.
Vísir hefur fengið þingmenn úr öllum stjórnmála-
f lokkum til þess að skrifa þjóðmálagreinar í blaðið fram
að kosningum i sumar. Jón Skaftason ríður á vaðið i
blaðinu i dag og ítrekar enn í grein sinni nauðsyn þess að
Alþingi beiti sér fyrir jafnari kosningarétti og persónu-
bundnara kjöri til Alþingis.
í grein Jóns Skaftasonar kemur m.a. fram gagnrýni á
starfshætti stjórnarskrárnefndar, sem eftir sex ára
starf hefur enn ekki skilað áliti. Þessi gagnrýni er um
margt réttmæt. Á það er að líta, að kjördæmaskipanin er
eina veigamikla atriðið, sem þessi nefnd hefur þurft að
fjalla um. Aðrar stjórnarskrárbreytingar skipta ekki
ýkja miklu máli, og að því leyti kemur ekki að sök þó að
nefndin flýti sér hægt.
Stjórnarskrárnefndin hefði á hinn bóginn þurft að
koma fram með mótaðar hugmyndir að breyttri kjör-
dæmaskipan og nýjum kosningaháttum á þessu þingi
þannig að unnt hefði verið að taka afstöðu til þeirra fyrir
kosningar. Eins og málum er komið sýnist útilokað að á
þessu þingi verði komið til móts við þær ákveðnu óskir,
sem fram hafa komið um úrbætur á þessu sviði.
Það er með öllu óverjandi að kjósendur i einu
kjördæmi hafi allt að fimmfalt gildari atkvæði en kjós-
endur annars staðar á landinu eins og nú á sér stað með
Vestfirðinga og Reyknesinga. Kosningarétti er ekki með
rökum unnt að rugla saman við aðgerðir til þess að jafna
aðstöðumun vegna búsetu í einstökum landshlutum.
Kosningarétturinn lýtur að mannréttindum og þvi verða
allir aðsitja viðsama borð í þeim efnum.
Svo virðistsem menn séu orðnir almennt sammála um
að breytingar á kosningalögunum einum út af fyrir sig
séu kák eitt. Á það verður að fallast að innan þess
ramma verður ekki fundin sú heildarlausn, sem gilt get-
ur til frambúðar. Hér þarf þvi stjórnarskrárbreytingu
og það er gagnrýnisvert, ef þingið skýtur því máli á frest
og gildir einu, þó að benda megi á sleifarlag stjórnar-
skrárnefndarinnar.
Virðingarverð viðbrögð
Fyrr í þessari viku benti Vísir á, að rannsókn Lands-
bankamálsins hefði að einu leyti verið áfátt fyrir þá sök
að utanaðkomandi aðila var ekki veriö falin yfirstjórn
heildarrannsóknar á ábyrgðardeild bankans. Svipuð
gagnrýni hafði einnig komið fram á öðrum vettvangi.
Stjórn Landsbankans brást fljótt og skynsamlega við
þessum ábendingum með því að óska eftir þvi við rann-
sóknarlögreglustjóra ríkisins að hann skipaði löggiltan
endurskoðanda, óháðan bankanum, til þess að hafa yfir-
umsjón með þessum þætti rannsóknarinnar. Vafalaust
er, að þessi skipan á rannsókn málsins eykur traust
bankans út á við, eftir það áfall, sem hann hefur orðið
fyrir.
Viðbrögð stjórnar bankans við þessari gagnrýni á
meðferð málsins benda ótvírætt til þess að hún taki þetta
alvarlega mál föstum tökum, sem ekki er ástæða til að
finna að umfram þetta atriði. Það er mikils virði, því að
peningastofnanir verða umfram ailt að njóta óskoraðs
trausts.
Fimmtudagur 12. janúar 1978,
vism
Fréttir af eldsumbrot-
um við Kröflu hafa verið
með nokkuð öðrum hætti
en við höfum átt að venj-
ast. Fyrir leikmann er
annaðhvort eldgos ein-
hversstaðar, eða ekki,
en Krafla hefur ekki far-
ið eftir þeirri formúlu.
Þar hefur land risiö, land sigið,
land skolfið og hraunkvika
streymt, en þess hafa ááralitil
merki sést á yfirboröinu. Hver
fjárinn er þá eiginlega að gerast
þarna fyrir norðan?
Það kemur sjálfsagt einhverj-
um á óvart að frétta að það er
fyrst og fremst það sem visinda-
mennkalla landrek,sem þarna er
um að kenna. Island er að gliðna i
sundur: Vestfiröir eru á leið i
vestur og Austfirðir á leið i aust-
ur.
Ekki eru þó likur til að þessir
landshlutar hverfi yfir sjóndeild-
arhringinn á næstunni, þvi þetta
gerist allt ákaflega hægt og ró-
lega, þótt lætin séu svosem nógu
mikil.
1 grein sem dr. Axel Björnsson,
skrifaði i „Náttúrufræðinginn” er
drepið á þetta. Dr. Axel segir
meðal annars:
Nú er landrekstimabil
Eftir Atlantshafinu endilöngu
liggur virkt jarðskjálftabelti svo-
kallaður Miðatlantshafshryggur.
Flestir jarðskjálftar sem veröa á
Atlantshafi eiga upptök sin á
þessum hrygg, svo og eldgos, er
orðið hefur vart viö neðansjávar,
á þessu svæði.
Samkvæmt hugmyndum
flestra jarðvisindamanna er
þessihryggurmót tveggja platna
i jarðskorpunni, Evrópuplötunnar
svonefndu og Amerikuplötunnar.
A mörkum þessara platna kem-
ur stöðugt upp nýttefni úr iðrum
jafðar og myndar nýtt land eða
nýjan sjávarbotn.
Evrópuplatan mjakast við
þetta til austurs en Amerikuplat-
an til vesturs um einn sentimeter
á ári, að meðaltali. Þessi hreyfing
platnanna, eða landrek eins og
HVAÐ B
ERAÐ I
GERAST I
UNDIR I
KRÖFLU? I
það hefur verið nefnt, verður
sennilegairykkjumeða stökkum,
en ekki jafnt og þétt. Eitt slikt
timabil örrar gliönunar á sér nú
staö á Norðausturlandi. Island er
staðsett á miðjum þessum hrygg
og má glöggt sjá framhald hans á
landinu sjálfu.
Eftir neðanjarðargöng-
um
Siðar i grein sinni fjallar dr.
Axel Björnsson um orsakir jarð-
hræringa við Kröflu og Námafjall
og ástæðurnar fyrir þvi að ekki
hefur enn orðið verulegt eldgos á
þessu svæði.
Frumorsakir jarðhræringanna
liggja i landrekinu. Þegar jarð-
skorpuplöturnar reka hvor frá
annarri verður landsig á mótum
þeirra.
Hraunkvika leitar neöan úr
möttli jarðar upp i jarðskorpuna
á plötumótunum, þar sem sig
verður. 1 svona tilvikum brýst
kvikan stundum upp á yfirborð
jarðarog þá er komið eldgos svo
ekki verður um villst.
En kvikan getur lika safnast
saman i geysimiklum tómarúm-
um, eða hólfum undir yfirborðinu
og/eða runnið eftir sprungum
neðanjarðarog það er einmitt það
sem gerst hefur við Kröflu.
Kvikuþróin undir Kröflu
Jarðfræðingar telja að á
þriggja til sjö kilómetra dýpi i
jarðskorpunni, undir Kröflu, sé
geysimikil þró sem kvikan
streymir i, úr iðrum jarðar.
Þegar þróin fyllist og þrýsting-
urinn ihenni eykst verður landris
yfir henni. Landrisinu fylgja
miklir jarðskjálftar sem verða
þegar berg brotnar undun þrýst-
ingnum og jarðlög ganga til.
Þrýstingurinn heldur áfram að
aukast þartil eitthvað gerist:
rúmmál kvikuþróarinnar getur
aukist vegna landreks (Austfirðir
ogVestfirðirtogast á og sprungur
gliðna og breikka), eða þá að
kvikan finnur sér leið út úr
þrónni.
Þá er aðeins um tvær leiðir að
velja: beint upp (og þá höfum við
eldgos)eða lárétt eftir sprungum
i skorpunni.
Hingað til höfum við verið svo
heppin að hraunkvikan hefur
Jón Skaftason al-
þingismaöur skrifar
um kjördæmaskipan
og kosningatilhögun.
Hann ræöir m.a. þá
róttæku breytingu,
sem hann hefur lagt til
aö gerö verði á kosn-
ingalögum, að kjós-
endur eigi þess kost aö
raða frambjóðendum
sjálfir þannig að al-
mennar kosningar
yröu bæði miili flokka
og einstaklinga.
Velflestir tslendingar lýsa
hneykslun yfir þeim órétti, sem
þeldökkir borgarar Ródesíu og
S-Afríku eru beittir aö þvf er tek-
ur til atkvæðisréttar. Þeir telja
það brot á mannréttindum og
svartan blett á því lýðræöi og
þingræöi, sem forystumenn
þessara þjóöa segja að ríki þar.
Þetta er réttmæt hneykslun.
Ég ætla ekki að líkja stjórnar-
fari okkar vi'ö það stjórnarfar,
sem I þessum löndum ríkir. En
hér rikir þó — eins og þar — mikiö
misrétti aö því er tekur til at-
kvæöisréttar. Hér er mönnum
hins vegar mismunaö eftir búsetu
en ekki kynþáttum og þótt enginn
sé hér atkvæðisréttarlaus með
öllu er misræmið þó mjög mikið
og fer vaxandi. Svo rfkt kveður
orðið aö þvf, aö það brýtur gegn
helgustu mannréttindum um sem
jafnastan atkvæðisrétt lands-
manna, sem er undirstaða lýö-
ræðis og þingræöis f landinu.
Furðuleg vinnubrögð
og tómlæti
Kjördæmaskipan og kosninga-
tilhögun hér á landi hafa lengst af
verið afar gallaðar og óréttlátar.
Þetta er ekki svo furöulegt, ef aö-
dragandi helstu stjórnarskrár-
breytinga er athugaður. Tilraunir
stjórnarandstöðuflokka til að
fleyga rfkisstjórnarsamstarf eöa
stjórnarflokka til þess að rjúfa
rfkisstjórnir vegna erfiöleika f
stjórnarsambúö hafa oft verið
aflvaki slfkra breytinga. Aðal-
kjördæmabreytingar okkar —
1934, 1942 og 1959 — bera þessu
vitni. Reynslan hefur oröið sú, að
slfkar hagkvæmnilausnir hafa
bætt úr brýnasta óréttlætinu
skamman tíma, en sföan hefur
sótt í svipað horf á ný. Grund-
vallarbreytinga er þvf þörf —
bæði á hugarfari þeirra, sem að
kjördæmabreytingu standa, pg
vinnubrögðum þeirra. Koma þarf
Þingmenn skrifa fram að kosningum
Visir hefur leitað til þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum og farið þess á leit
aö þeir skrifuðu reglulega þjóðmálagreinar fram að alþingiskosningum Jón
Skaftason byrjar þennan þingmannaþátt með grein sinni um kjördæmaskipan og
kosningatilhogun. Auk hans munu skrifa Gylfi Þ. Gislason, Lárus Jónsson,
Magnus Kjartansson og Magnús Torfi ólafsson.