Vísir - 24.01.1978, Qupperneq 1
Eigum oð láta samkeppnisaðila hafa íslensku ullina til vinnslu?
ÆTTUM AÐ REYNA AÐ FULL
VINNA ULLINA HÉR HEIMA"
— segir Davið Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, i viðtali við Vísi
,/í grundvallaratriðum er
ég á móti því, að flutt sé
út hráefni til fullvinnslu
erlendis, hvort sem þar er
um að ræða ullarband,
eða grásleppuhrogn i
tunnum. Ég álít að við
ættum að reyna að full-
vinna allar þessar vörur
hér á landi. Meginmálið
hlýtur að vera það, að
sem mestur hagnaður
verði af þessari starf-
semi fyrir þjóðfélagíð í
heild.
Framtiðarverkefnið hlýtur að
vera að skapa islenskum iðnaði
eðlileg starfsskilyrði, þannig að
það hendi okkur ekki framar að
flytja hráefni eins og þessi,
ýmist óunnin eða litt unnin úr
landi”, sagði Davið Scheving
Thorsteinsson, formaður Félags
islenskra iðnrekenda, i samtali
við Visi i morgun. Við spurðum
Davið um álit hans á útflutningi
bands og lopa, sem svo væri
unnið erlendis. Alls voru flutt út
410 tonn af bandi og lopa á sið-
asta ári. __kp
Alit ullarvörufram-
leiðenda er í frétt
á baksiðunni
Alþingismenn tóku á ný til vift lausn þjóðmálanna i gær, er alþingikom á ný saman eftir jólaleyfi þingmanna. Visismenn litu inn i Alþingishúsið
er þingfundir hófust siödegis i gær og ræddu við nokkra þingmenn um verkefnin framundan. þessa mynd tók Jens Alexsandersson er menn voru
að koma ár fyrirj þingsalnum og .ingskjölum var dreift á borö þingmanna. Nánar segir frá upphafi þings á árinu 1978 á bls 2 og 3.
Sjólfvirka
sambandið
norður bilað
„Það er verið að vinna að
þvi að finna bilunina á sjálf-
virku linunni til Akureyrar og
vonandi tekst að gera viö hana
i dag”, sagði Jón Skúlason,
Póst-og simamálastjóri,i sam-
tali við Visi i morgun.
Það er mikið verk að finna
bilunina, enda þarf að athuga
stöðvari Girðisholti á Mýrum,
i Stórholti, i Þrándarhliðar-
fjalli, á Oxnadalsheiði, við
Björg hjá Möðruvöllum og svo
stöðina á Akureyri.
Sjálfvirka linan bilaði i
morgun og er þvi ekki hægt að
ná sambandi við Akureyri
nema i gegnum landsimann
en það getur verið að viðkom-
andi þurfi að biða nokkuð eftir
aðnásambandi vegna álags á
linunni.
—KP
Er hann
spámaður
í sinni
heimabyggð?
Sjá bls. 11
STOFNA NÝn LISTASAFN VEGNA
ÓÁNÆGJU MED LISTASAFN ÍSLANDS
26 islenskir myndlistarmenn
(ýmist heima eða erlendisihafa
stofnað nýtt listasafn, sem þeir
kalla „Nýlistasafnið”.
Segir i fréttatilkynningu 5
nianna stjórnar þessa nýstofn-
aða safns aö „mikil óánægja
með starfsemi Listasafns ís-
lands og innkaup safnráðs” hafi
orðið hvati að stofnun „Nýlista-
safnsins”.
Telja stofnendur að i heildar-
eign Listasafns Islands vanti 15-
20ára timabil merkilegra hrær-
inga i islenskri myndlist. Helstu
markmið Nýlistasafnsins séu
þar af leiðandi þau að varðveita
og kynna listaverk og heimildir
um listaverk og sýningar þessa
timabils, auk þess að vera mið-
stöð nýjustu strauma i islenskri
myndlist.
Segir stjórnin, að sér hafi bor-
ist tilkynningar um stórgjafir
listaverka eftir heimskunna
listamenn. Þar á meðal er safn,
sem Ragnar Kjartanssoná af
verkum eftir Dieterot, geysi-
verðmætt.
Húsnæðismál hins nýja safns
eru enn á byrjunarstigi, einung-
is geymsla fyrir verk og spjald-
skrárog þvi ekki unnt að standa
fyrir sýningum.
I hópi þessara 26 stofnenda
sem Visi er kunnugt um, eru td
Kristján Guðmundsson og bróð-
ir hans Sigurður, Hreinn Frið-
finnsson, Magnús Pálsson, Arn-
ar Herbertsson, Gylfi Gislason,
Guðbergur Bergsson, Hildur
Hákonardóttir, Magnús Tómas-
son, Ragnar Kjartansson.og Ni-
els Hafstein, sem er formaður
safnstjórnar.