Vísir - 24.01.1978, Síða 24

Vísir - 24.01.1978, Síða 24
VISIR SÍÉgk Opiö virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Smáauglýsing í Vísi er enginQ»g«öauglýsing s™ Opiö virka daaa til kl. 22.00 W" ■ IW ODOll Landakirkja troðfull í gœrkvöldi Dagurinn 23. janúar á senni- lega eftir a6 vekja Vest- mannaeyingum sérstakar til- finningar um mörg ókomin ár. I gærkvöldi flutti séra Kjartan örn Sigurbjörnsson þakkargjörð i Landakirkju i Vestmannaeyjum og er talið að um 6-'700 > manns hafi verið i kirkju.mi. Þaö er geysileg aðsókn, — staðið var i öllum göngum og jafnvel fyrir utan kirkjuna, og fjölmargir urðu frá að hverfa. Þrir einsöngvarar sungu við þakkargjörðina i gærkvöldi, Þórhildur öskarsdóttir, Geir- jón Þórisson og Reynir Guð- steinsson. GÓ, Vestmannaeyjum/ — GA MIKIÐ HRAEFNI FLUTT UR LANDI I ULLARIÐNAÐINUM: „MIKLU MEIRA GERT FYRIR IÐNAÐINN ERLENDIS EN HER" — segir Bergþór Konróðsson, aðstoðarframkvœmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS „Það getur verið spurning um það hvað viðkemur útflutningi á lopa og bandi, að hægt sé að tala um að við flytjum út atvinnu. A siðasta ári voru flutt úr landinu um 410 tonn af bandi, en fullunn- ar vörur voru um 693 tonn,” sagði Bergþór Konráðsson, að- stoðaríramkvæmdastjóVi Iðn- aðardeildar Sambandsins, i samtali við Vísi i morgun. Bergþór sagði,að ein prjóna- stofa hér á landi hefði lagt út i þaðað vinna vöruna i Skotlandi, og hefði gert það i nokkur ár. I Skotlandi fást miklir fjárfest- ingarstyrkir og lánafyrir- greiðsla er mjög mikil. Þetta stuðlar að þvi að fyrirtæki leita út fyrir landsteinana enda ekki óeðlilegt vegna þess hvað miklu meira er gert fyrir iðnað- inn erlendis en hér á landi. „Það arðsamasta i dag í sam- bandi við ullariðnaðinn er að flytja út band, og þvi er það of- ureðlilegtaðfyrirtæki geri slikt. En það er nú mótsögn i þvi, þeg- ar reynt hefur verið að lyfta is- lenskum iðnaði upp siðasta ár”, sagði Bergþór Konráðsson. Iðnaðardeild Sambandsins hefur flutt út um 10 prósent af þvi handprjónagarni, sem farið hefur á markað erlendis. Kóreumenn með annan markað. „Við höfum flutt út band og lopa i tvö til þrjú ár,” sagði Pét- ur Eiriksson forstjóri Alafoss, i samtali við Visi. Hann sagði að nokkuð væri selt til Asiulanda, en einnig til Norðurlanda og þá mest til Danmerkur. Pétur taldi að flikur sem framleiddar væru úr þessu útflutta bandi kepptu ekki við innlenda framleiðslu. Islenskar lopapeysur/ t.d. i Bandarikjunum, væru helmingi dýrari en þær frá Kóreu, svo að dæmi væri tekið. „Það er allt annar markaður sem við höfum en þeir sem framleiða i Kóreu”, sagði Pétur. A siðasta ári var um 21 tonn af bandi selt til Suður-Kóreu. Ala- foss er stærsti útflytjandi á bandi og lopa. —KP Framsóknarmenn: Tveir slösuð- ust í órekstri Kona hlaut höfuðmeiðsl i á- rekstri, scm varð á mótum Njarðargötu og Ilringbrautar i gærdag. Lentu þar saman fólksbill og vörubill. Konan var farþegi i fólksbilnum og ökumaður hans meiddist eitthvað, en minna. — EA Árekstur og slys í Eyjum Slys varð i Vestmannaeyjum I gærkvöldi. Kona i fólksbil ók á Ijósastaur á Heiðavegi og slasaðist hún eitthvað, en þó ekki alvarlega. Arekstur varð i gærdag i Eyjum. Tveir fólksbilar lentu saman á mótum Kirkjuvegs og Vestmannabrautar. Tals- verð hálka var þegar árekst- urinn varð. Engin slys urðu vegna hans. — EA Ný banka- loggiof vœntanleg Stjórnarfrumvarp um nýja hankalöggjöf verður væntan- lega lagt fyrir alþingi áður en langt um liður. Þetta kom fram i svari ólafs Jóhannessonar, bankamálaráð- herra, við fyrirspurn Sighvats Björgvinssonar, þingmanns Al- þýðuflokksins en hann spurðist fyrir um Landsbankamálið á þingi i gær. Ráðherrann vildi ekki tjá sig um það sérstaklega en sagðist mundu gera það eftir að hafa ráðfært sig við stjórnarmenn bankans. Hann sagði hins vegar að von væri á nýrri heildarlöggjöf fyrir viðskiptabankana. I frumvarp- inu væru ákvæði um endurskoö- un og ákvæöi þess efnis, aö bankaráð geti ráðið sérstaka starfsmenn til að fylgjast með öllum þáttum þess. — GA Bíllinn úr sjónum Það voru allmargir, sem fylgdust með þvi þegar billinn var dreginn upp úr sjónum við Drottningarbrautina á Akureyri um helgina. Eins og Visir sagði frá i gær lcntu þrir piltar i bil i sjónum eftir hraðan akstur á brautinni. Þeir sluppu með skrekkinn og var fljótlega hjálpaðúr sjónum og billinn var siðan dreeinn upp úr. Visis- Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra, svarar fyrirspurn Sighvats Björgvinssonar á alþingi i gær. „Eg get ekki sagt um það upp á dag, en hún er i prentun og prófarkalestri”, sagði Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, við Visi i morgun er hann var spurður um það hvenær skýrsla um gang dómsmála yrði lögð fyrir Alþingi. Ólafur vildi engar upplýsing- ar gefa um niðurstöður skýrsl- unnar áður effhún yrði lögð fyr- ir þingmenn. Þó sagði ölafur að niðurstöður hennar kæmu sér á engan hátt á óvart. Skýrslan um gang dómsmála i landinu höfðu borist dómsmála- ráðuneytinu seint á siðasta ári, eftir að það hafði leitað upplýs- inga hjá embættismönnum um land allt um dómsmál frá ýms- um árum. — KS — Ósammóla um hvað úrslit prófkjörs þýða Frambjóðendur Framsóknar- flokksins i prófkjörinu vcgna al- þingis- og borgarstjórnarkosn- inga virðast ekki alveg sam- mála um hvernig túlka á niður- stöður þess. Miklar breytingar urðu á mannaskipan í þessu prófkjöri, eins og komið hefur fram i fjöl- miðlum. Guðmundur G. Þórar- insson, verkfræðingur, sem margir lita á sem sigurvegara i kosningunum, telur þátttökuna og úrslitin boða gott fyrir flokk- inn i komandi kosningum. Alls kusu 6227. Miðað við að Framsóknarflokkurinn fékk rúm 8000 atkvæði i siðustu al- þingiskosningum, er þetta mjög góð þátttaka og telur G'uömund- nr hpffa hf»rp vifni nm’ fvlcyic- aukningu flokksins. Félagar i Framsóknarfélögunum i Reykjavik eru um 2000 talsins. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi, sem lenti i sjötta sæti er ekki á sama máli. ^ann segir i viðtali við Timánn aö það hafi ekki verið framsóknarfólk sem réði úrslitum, hvorki i sam- bandi við alþingis- né bórgar- stjórnarlistann. Alfreð segir: „Það er mjög miðuraðeinn ágætasti og mikil- hæfasti þingmaður Framsókn- arflokksins, Þórarinn Þórarins- son, skuli hafa verið felldur i þessu prófkjöri af fólki sem kemur aldrei ,til með að kjósa flokkinn, og ég óttast að það mnni bitna á flokknum i kosn- ingunum i vor.” Skýrsla um gang dómsmála lögð fyrir Alþingi bráðlega

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.