Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 1
Matthías seair smá- fískadráo ór söaunni „Ég tel þessa skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar ólíkt bjartari en fyrri skýrslu og jafn- framt mjög athyglisvert að þrátt fyrir þorskveiði umfram fyrri tillögur skuli þeir leggja til 270 þúsund lesta þorskafla", sagði Matthías Bjarna- son, sjávarútvegsráð- herra. við Vísi í morgun. „Þa6 hefur margt breyst til batnaðar. Otfærslan i 200 milur hefur skapað gifurlega verndun, svo og friðun veiðisvæða. Það kemur óneitanlega upp i hugann að á sinum tima töldu sumir útfærslu úr 50 i 200 milur litilfjörlega og meira að segja látið i veðri vaka að við veidd- um aðeins fimm prósent af afla. okkar á hafsvæðinu frá 50 út sö. 200 milum. „Annað hefur nú komið i ljós og á ég þar bæði við botnfisk- og loönuveiðar. Það sem er mikilsverðast er að við höfum nú losnað við útlendinga af mið- unum. Það er okkar langstærsti sigur. Nú eru engir útlendingar eftir að veiðum nema skv. þrem litlum samningum sem við höf- um gert af fúsum og frjálsum vilja. Astand annarra stofna fer batnandi og ég þakka það að verulegu leytí þvi að við höfum losnað við útlendingana, stækk- að möskva i botn- og flotvörpum og friðað stór svæði um lengri eða skemmri tima, jafnframt þvi sem komið hefur verið á mjög virku eftirlitskerfi. Það má þvi segja að smá- fiskadráp sé úr sögunni og það skiptir miklu máli að minu áliti hvort miðað er við þyngd eða fiskafjölda.” — ÓT Ný skýrsla um ástand auðlinda okkar í hafinu Sjá bls. 3 Neðanmáls- greinar Indriða G. 0. febrúar 1978 37. FYRSTI SIGUR JÓNS YFIR STÓRMEISTARA Metsókn var að Reykjavikur- skákmótinu i gærkvöldi þegar fimmta umferð mótsins var tefld. Um 600 áhorfendur fögn- uöu ákaft sigri Jóns L. Arnason- ar yfir sovéska stórmeistaran- um Kuzmin. Jón hafði yfirburði alla skákina og gafst Kuzmin upp I 23. leik. Þetta var fyrsti sigur Jóns á Reykjavikurmótinu og jafn- framt i fyrsta sinn sem hann sigrar stórmeistara. Þetta var eina sigurskák islensku kepp- endanna i gærkvöldi. Friðrik og Browne skildu jafnir sem og Helgi og ögaard, en Guömund- ur tapaði fyrir Larsen og Miles vann Margeir. Þá sigraði Hort i viðureigninni við Lombardy og Smejkal vann Polugaevsky. Röð efstu manna er þannig aö efstir og jafnir eru Browne, Mil- es og Larsen meö fjóra vinninga en i fjórða til fimmta sæti eru Friðrik og Hort með þrjá og hálfan vinning. Sjötta umferð verður tefld i dag og hefst á Loftleiðahótelinu klukkan 18. Þá mætast þeir Margeir og Polugavesky, Kuzmin og Miles, Friðrik og Jón, Helgi og Browne, Lombardy og ögaard, Larsen og Hort, Guö- mundur og Smejkal. Eins og úrslitin frá i gær bera með sér er teflt af hörku og fjöri þar sem aðeins tvær skákir end- uðu með jafntefli og engin fór i bið. Sjá bls. 22 , — SG H§; Kisiljárnverksmiðjan að rísa á Grundartanga. Fremst á myndinni er höfnin, en verksmiðjuhúsin þar fyrir ofan. Stærsta húsið á myndinni er ofnhúsið en það er stærsta stálgrindarhús á islandi. Fréttaf gangi framkvæmdanna við Grundartanga er á baksíðu. Vísismynd -JA ÚTVARPS- OG SJÓNVARPSKYNNINGAR- BLAÐ VÍSIS FYLGIR BLAÐINU í DAG Þorsteinssonar vekja athygli Sjq bls. 10-11 Hvað er að gerast um þessa helgi? Um það getur þú lesið á síðum 8 og 9 í þœtti Vísis „Líf og list um helgina" Loðnu- veiðin að glœðast Sæmileg veiði var á loðnumiðunum norð-austur af Glett- ingi i mótt. Atta skip höfðu tilkynnt um afla til Loönunefndar i morgun — samtals 3.610 lest- ir — og von var á tilkynning- um frá fleiri skipum. Síðasta sólarhring höfðu 23 skip látið til sin heyra, og voru þau með um 10.000 lest- ir sem álika mikili afli og veiddist sólarhringinn þar á undan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.