Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 12
Föstudagur 10. febrúar 1978 vtsm ■rT~m Föstudagur 10. febrúar 1978 ) Það má búast víð að melín falli — í Laugardalshöllinni á morgun er Unglingameistaramót íslands í lyftingum fer fram — Allir bestu unglingarnir verða með Unglingameistaramót Jslands i lyftingum fer fram i Laugardals- höllinni á morgun og eru yfir 20 keppendur skráðir þar til leiks. Ungir i'slenskir lyftingamenn hafa verið i mjög mikilli sókn að undanförnu og eru margir þeirra sem enn keppa i unglingaflokki þegar komnir i hóp fremstu lyft- ingamanna okkar. Islensku unglingametin hafa þvi ekki staðið lengi og það er orðin segin saga að i hverju móti falla ávallt nokkur met. Það má þvi allt eins gera þvi skóna að i Laugardalshöllinni á morgun Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu Eigum ávallt RANXS Fiaérir fyrirliggjandi fjaörir i flestar geröir Volvo og Scaniu vörubifreiða. utvegum fjaörir í sænska flutninga- vagna. Hjalti Stefánsson Sími 84720 BILARYOVÖRNhf Skeifunni 17 £t 81390 HÉBolíTE stimplar, slífar og hringir LOFTLISTAR ■ ■ Ford 4-6-8 strokka benzin og diesel vélar Austin Mini Bedford B.M.W. Buick * Chevrolet 4-6-8 strokka Chrysler Citroen Datsun benzín og diesel Dodge — Plymouth Fiat Lada — Moskvitch Landrover benzin og díesel Mazda Mercedes Benz benzín og díesel Opel Peugout Pontiac Rambler Range Rover Rcnault Saab Scania Vabis Scout Simca Sunbeam Tékkneskar bifreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswa^en Volvo benzín og díesel Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 Nýkomnir loftlistar, margar gerðir Auðveldir í upp- setningu Verðið mjög hagstœtt MÁLARABÚÐIN Vesturgötu 21 S: 21600 Frágangur á handavinnu Uppsetningabúðm Hverfisgotu 74 Sfmi 25270 Setjum upp púða, strengi og teppi. Gott úrval af flaueli og klukku- strcngjajárnum, allt efni til uppsetn- ingar á staðnum. Sendum í póstkröfu Opiö á laugardögum muni nokkur ný islensk unglinga- met sjá dagsins ljös. Eins og fyrrsagði eru keppend- ur i mótinu á morgun yfir 20 tals- ins og koma þeir frá 5 félögum og héraðssamböndum víðsvegar að af landinu. Keppnin hefst i and- dyri Laugardalshallar kl. 4. Mikil hugur hjá þjálfurum Aðalfundur K.Þ.Í. var haldinn 5. jan. Það kom greinilega fram á þessum aðalfundi að mikill upp- gangur er i félaginu. Hafin er út- gáfa frcttablaðs sem m.a. flytur fréttir af gangi mála hjá knatt- spyrnuþjálfurum, ásamt fræðslu- efni ýmislegu. Á fundinum kom fram að mikill hugur er hjá íslenskum þjálfurum að fara að sinna hinni félagslegu hlið knatt- spyrnuþjálfara. Fundinn sóttu fjölmargir þjálfarar og urðu miklar og gagnlegar umræður á fundinum, um mörg mál sem hin nýkjörna stjórn K.Þ.Í fær til úr- lausnar á komandi ári, en hana skipa : Eggert Kr. Jóhannesson formað- ur, Lárus Loftsson varafor- maðður, Guðmundur Þórðarson ritari, Gunnar Valvesson gjald- keri, Theódór Guðmundsson spjaldskrárritari, Jóhann:es Atla- son varastjórn Jóhann Larsen varastjórn. Karl Jóhannsson i leik með liöi sinu HK. Hann nær þeim merka áfanga á morgun að hafa leikið 600 leiki i meistaraflokki. Ljósmynd: Eina Karl leikur sinn 600. meistaraflokksleik! — þegar HK mœtir KA í Laugardalshöllinni á morgun og hefur enginn annar íslenskur handknattleiksmaður leikið jafn marga leiki Hinn kunni handknattleiksmað- ur Karl Jóhannsson nær merkum áfanga þegar hann leikur með liði sinu, Handknattleiksfélagi Kópa- vogs gegn KA frá Akureyri i 2. deild Islandsmótsins i handknatt- leik i Laugardalshöllinni á morg- un. Þá leikur Karl sinn 600. íneistaraflokksleik, en þvi marki hefur enginn islenskur hand- knattleiksmaður náð áður. Næst- ur Karli kemur hvaö leikjafjölda við kemur, Birgir Björnsson sein lék 540 meistaraflokksleiki með FH. Karl sem verður 44 ára i april hóf að léika handknattleik með Armanni 16 ára og lék með Ar- menningum i 3 ár samtals 78 meistaraflokksleiki. Þaðan lá leiðin til KH þar sem hann lék i 22 ár — og 469 meistaraflokksleiki. Siðastliðin þrjú ár hefur hann svo leikið með HK og á morgun verð- ur hans 600. meistaraflokksleik- ur. Þess má lika geta að Karl hefur leikið i öllum deildum — 1. 2. og 3. deild og hann áttidrjúgan þátt i að koma HK-liðinu upp úr 3. deild i fyrra og nú á liðið góða möguleika á að keppa um sætið i 1. deild næsta keppnistimabil. Auk þess hefur Karl leikið 32 landsleiki með islenska landslið- inu i handknattleik og hann er einn af okkar bestu handknatt- leiksdómurum, hefur dæmt á milli 60 og 70 milliríkjaleiki. Leikur HK og KA verður i Laugardalshöllinni á morgun eins og fyrr sagði og hefst hann kl. 15.30. Einn leikur verður á dag- skrá i 2. deild i kvöld — og þá leika i Garðabæ - Stjarnan-KA og hefst sá leikur kl. 21.00 Þetta eru mjög þýðingarmikiir leikir, þvi að öll þessi lið eiga enn mögu- ieika á 1. deildarsæti ennþá. Til gamans birtum við stöðuna i 2. deild og eins og best sést á henni er þar hart barist um efstu sætin: Fylkir HK Stjarnan Þróttur KA Leiknir Þór Grótta 12 8 1 3 235:219 17 12 6 3 3 265:228 15 11 6 1 4 232:210 13 11 6 1 4 232:221 13 9 4 1 4 194:184 9 11 3 2 6 227:246 8 8305 159:182 6 10 1 1 8 182:229 3 — BB Sigur hjá Morerod í stórsvigi Svissneska sklðakonan, Lise-Marie Morerod, sigraði i stórsvigskeppni heimsbikar- keppninnar á skiðum sem fram fór í Megeve i Frakklandi i gær. Sigur hennar var nokkuð ör- uggur, og hjáipaöi það henm að þýska stúlkan Marie Epple sem var i 2. sæti eftir fyrri ferðina var vísaðúr keppni eftir að hún hafði farið illa að ráði sínu við upphaf ferðarinnar, en þar þjófstartaði hún. Þvi miður voru upplýsingar þær sem við höfðum um keppnina i gær ekki itarlegar á skeytum Reuters, en þó var ljóst af þeim að franskar skiðastúlkur stóðu sig vel eins og i sviginu i fýrradag. 1 gær varð Fabinne Serrat i 3. sæti og Perrine Pelen kom i fjórða sæti. Einn leikur í kðrfunni Aðeins einn leikur verður á dagskrá 1. deildar í körhiknatt- leik um helgina, Ármenningar halda til Akureyrar og léífca þar við Þórsara i skemmunni kl. 15.30. — Annars fer nú að líða að stóru leikjunum i 1. deildinni, og á næstu vikum munu öll fjögur liðin sem berjast um sigurinn i deild- inni mætast innbyrðis og fara þá linur aðskýrast. Þessi lið eru KR, UMFN, Valur og 1S. Nú fer óðum að liða að þvi að til lokabaráttunnar komi, og er ljóst aðkeppnin um heimsbikartitilinn mun einkum standa á milli Hanni Wenzel frá Lichtenstein og Lise-Marie Morerod. Þó gæti Annemarie-Moser Pröll enn blandað sér i baráttuna og þar með eygt sinn 6. titil i heimsbik- arkeppni, en vonir hennar fara nú minnkandi með hverri keppni. gk —. Punktar: Það hefur viðrað vel hér á höf- uðborgarsvæðinu að undanförnu og er nú svo komið að við höfum haft spurnir af golfmönnum sem eru komnir út á vellina og byrjað- ir að slá þar um sig með kýlfum sinum og reyna að hitta litlu, hvitu kúlurnar sinar. ....Keppnin i' 1. deild handbolt- ans fer af stað nú um helgina og á morgun fara tveir leikir fram i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þá leikakl. 15Haukarog Vikingurog siðan FH og KR. A sunnudags- kvöld leika svo Fram-Armann og Valur—tR i Laugardalshöll. .... Þá verða blakmenn á ferð- inni og leika tvo leiki i 1. deild, á Akureyri mætast UMSE og ÍS á morgun kl. 17.30 og UMFL og Þróttur á Laugarvatni kl. 15. Sœnskur þjálfari hjá Ármenningum — Leiðbeinir fimleikamönnum félagsins Það hefur færst mjög i vöxt að fá hingað til lands erlenda iþróttaþjálfara til að miðla okkur af kunnattu sinni, og hefur þetta orðið í flcstum iþróttagreinuin sem hér eru iðkaðar Fimleikaiþróttin er engm undantekning hvað þetta varðar, og hér hafa oftsinnis komið erlendir fimleikaþjálfarar, flestir frá Norðurlöndunum. Hér á landi er nú staddur sænskur fimleikaþjálfari á vegum fimleikadeildar Ármanns. Maður þessi heitir Lars Wallner og hefur verið hér i þrjdr vikur. Wallner er annars starfandi þjálfari hjá einu af besta fim- leikaféíagi i Sviþjóð i Orebro, auk pess sem hann var þjálfari danska kvennalandsliðsins um árabil. itxrs Sænski fimleikaþjálfarinn Lars Wallner sem hefur þjálfað hjá fimleikadeild Ármanns að undanförnu þykir maður mjög snjall i sinu fagi. Þessi mynd er tekin á æfingu hjá Ármanni i fyrrakvöld og sýnir Wallner ungri og upprennandi fimleikastúlku hvernig á að bera sig að við æfingarnar. Visismynd:Einar. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiði ails konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallí fyrirliggjandi ýmsar stœrðir verðlaunabikara og verðlauna- peninga einnig styttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitið upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykjavílc - Sími 22804 MEISTARAMÓT F.S.Í. Laugardaginn 11. febr. kl. 15 — keppni pilta I öllum flokk- um. Sunnudaginn 12. febr. kl. 10 — keppni í 2 aldursflokkum stúlkna, 12 ára og yngri og 17 ára og eldri. Sunnudaginn 12. febr. kl. 15 — keppni í 2 aldursflokkum stúlkna, 13—14 ára og 15—16 ára. FIMLEIKASAMBANDIÐ í:-. V.*. 1 l;Xvv. v/av'.; , lii. jj?. „Speedy Gonzales" hress og kátur, nýkom- inn i markið i 10 km hlaupinu þar sem hann var langsiðastur eins og I hinum hlaupunuin sem liann tók þátt i. „Speedy Gonzales" átti hug áhorfenda! Það voru fáir keppendur scm vöktu cinsmikla athygliá Evrópumeistaramótinu i skautahlaupi sem fram fór i Noregi á dögun- um cins og-Spánverjinn Antonio Fernandez Goinez, eða „Speedy Gonzales” eins og Norðmenn kalla hann. Þessi 32 ára Spánverji vann hug og hjörtu áhorfenda i keppninni i Noregi, ekki jió fyrir snilli sina, heldur fyrir þann kjark sem hann sýndi incö þvi að taka jiátt i keppninni, jafn afburðalclegur eins og hann er. „Speedy Gonzales” er eini Spánvcrjinn sem keppir i skautahlaupi enda býður heima- land hans ekki upp á inikla möguleika tii æf- inga á þessari iþrólt. Kappinn kom þó til Nor- egs hress og kátur og ha.in var hciðraöur sér- staklega aö keppni lokinni. í 1500 metra hlaupinu setti hann þersónu- legt met þegar liann „rann” vegalengdina á 2.42.84 min. og áhorfcndur veifuðu spjöldum með myndum af honum og hlómunum rigndi yfir hann. I 5000 metra hlaupinu átti ha'nn eftir tvo og hálfan hring á „Bislett” leikvanginum þegar sigurvegarinn i 500 mctra hlaupinu sem var næsta kcppnisgrein á eftir var að koma i markiö! Til þess að vinna sigur samanlagt i keppn- inni, þ.c. að vera með bestan tima úr öllum keppnisgreinunum, þurfti „Speedy Gonzal- cs” að fara 10.000 mctra hlaupið á einni min- útu 18,8 sek. en það samsvaraði 460 km á klukkustund. Það tókst a sjálfsögöu ekki, og Spánverjinn var langneöstur i öllum þeim greinum scm hann keppti í. Eftir keppnina héfur risið upp mikil alda samúðar i Noregi með þessum inislukkaða skautahlaupara. Stór fyrirtæki eru reiöubúin til að halda lionum uppi I Noregi framyfir heimsmeistarakeppnina svo að hann geti æft með norska landsliðinu, og segja má að allar dyr séu honum opnar, bæöi hjá fyrirtækjum, einkaheimilum og forráðamönnum norska landsliðsins. Og „Spcedy Gonzalcs” cr i sjöunda himni cins og þegar hann var aö koma i markiö langsiðastur i Evrópukeppninni á dögunum. gk—•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.