Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 10. febrúar 1978 11 Tveir aðrir í 2. sætið Tveir aðrir gefa kost á sér i annað sæti listans. Þorvaldur Jónsson fulltrúi, gefur einungis kost á sér i annað sæti. Hann er 51 árs og sat i bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn frá 1966 til 1974, en við kosning- arnar þá vék hann fyrir Frey. Hann hefur þvi verið varamaöur i bæjarstjórn yfirstandandi kjör- timabil. Þriðja sætið Auk Magnúsar gefur Sævar Frlmannssonstarfsmaður verka- lýðsfélaganna á Akureyri kost á Tveir um fjórða sætið Tveir bjóða sig fram i fjórða sætið á væntanlegum framboðs- lista. Ingvar G. Ingvarsson verslunarmaður sem er 29 ára að aldri og Pétur Torfason verk- fræðingur, en hann er 31 árs. Freyr Ófeigsson Pétur Torfason, Sævar Frimannsson Magnús Aðalbjörnsson kenn- ari, gefur kost á sér i annað og þriðja sætið. Hann er 36 árá og hefur starfað mikið aö félagsmál- um. Magnús Aðalbjörnsson Þorvaldur Jónsson sér i þriðja sætið. Hann er 36 ára og hefur starfað mikið að iþrótta- málum á Akureyri. Ingvar G. Ingvarsson Geir Hallgrímsson forsœtisráðherra: Hagrannsóknarstjóri starfar í umboð ríkisstjórnarinnar Reykjavík 9. febrúar 1978. Hr. ritstjóri Þorsteinn Pálsson, Dagblaðinu Vísi I forystugrein í blaði yðar dags. 8 febrúar 1978 er vikið að störfum Jóns Sigurðssonar hagrann- sóknastjóra á þann veg að ég tel nauðsynlegt að andmæla því. Hagrannsóknastjóri starfar i umboði rikis- stjórnarinnar en Þjóðhagsstofnun heyrir Jón Sigurðsson Geir Hallgrimsson sérstaklega undir for- sætisráðherra. Hafi menn athugasemdir fram að færa um efna- hagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar er ódrengi- legt að gera það með ávirðingum í garð þessa embættismanns sem í hvívetna vinnur störf sín af kostgæfni og nýtur trausts þeirra fjölmörgu sem við hann skipta og byggja á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Geir Hallgrimsson KÖSS SUNGU VÖGGUVISUR Arna Magnússonar og mun hafa farið létt með rakningu ættarinn- ar allt til Adams. Onnur athuga- semd Jóns á spássiur þessara handrita er: Eigi er vert að skrifa smámenna eður kvikindaættir, nema af þeim lifni merkismenn. Það sem lifir þó eflaust einna lengst af kátlegum setningum höfðum eftir Jóni Grunnvikingi er úttekt hans á Islendingasögum: Bændur flugust á. Einni stjórnmáiablekking- unni færra i bili Setningar á borð við þetta rifj- uðust upp snögglega við lestur þýddrar greinar úr sænsku i sið- ustu Lesbók Morgunblaðsins, sem samin er af dr. Ake Thul- strup, og birt er i þýðingu Sveins Ásgeirssonar. Greinin er skil- merkileg lýsing á fyrirbæri sem höfundur kallar „Vietnám truflunina i Sviþjóð”. Bendir höfundur á að Sviar eigi vanda fyrir slikum truflunum og nefnir fjögur ártöl i þvi sambandi fyrir utan Vietnam truflunina sem hófst árið 1965 og lauk niu árum siðar. Greinin er skrifuð i tilefni af þvi að nýlega var þjóðfrelsishreyf- ingin i Suður-Vietnam leyst upp en meðlimir hennar teknir I heilu lagi i kommúnistaflokk landsins. Mun þá endanlega lokið tilraun- um til aö hafa uppi þann áróður að þjóðfrelsishreyfingin I Suöur- Vietnam hafi verið sjálfstætt afl, og einni stjórnmálablekkingunni færra i heiminum I bili. Svíar voru kaffærðir róðri og hatri á- Alveg sérstaklega er forvitni- legt að lesa lýsingar á þvi hvernig Sviar voru af undirróðursmönn- um, launuðum af helztu forustu- rikjum kommúnista kaffærðir i á- róðri og hatri á Bandaríkjamönn- um, er illu heilli höfðu blandaö sér i borgarastyrjöld á sömu for- sendum og í Kóreu á sinum tima. En það var einmitt skömmu eftir Kóreustriðið, sem þáverandi Bandarikjaforseti, Dwight D. Eisenhower, móðgaði þá svo herfilega að Sviar voru kannski tilbúnari i múgæsingar gegn Bandarikjunum þegar Vietnam- striðið hófst en ella hefði verið. Eisenhower hélt þvi nefnilega fram i ræðu, að ekki væri nú allt sem skyldi i sósiölskum vel- ferðarrikjum og ekki vissi hann betur en skýrslur sýndu að Sviar væru orðnir óhugnanlega háir hvaö tölu sjálfsmorða snerti. Þessu var auðvitað mótmælt hastarlega af Svium, en töluö orð voru ekki aftur tekin jafnvel þótt forsetinn væri eitthvað að reyna að berja i brestina. Hann var auk þess þekktur fyrir mismæli sin. Seinna slitu löndin stjórnmála- sambandi út af Vietnam og ann- arri misklið. Kvensköss sungu vöggu- vísur Neðanmóls Þeim sem fylgzt hafa eitthvað með vinnuaðferöum kommún- ista, kemur að visu fátt eitt á ó- vart I Lesbókargreininni. Þó skal vitnað til einnar málsgreinar: ,,A hinu nýja Sergelstorgi I Stokk- hólmi voru á árum Vietnam striösins nær daglega haldnir ein- hvers konar útifundir til að láta i ljós reiði og hatur I garö Banda- rikjanna. Kvensköss sungu vögguvisur, sem sagt var aö mæðurnar i Vietnam rauluðu til að bægja burtu þeim ógnum sem stöfuðu af bandariskum flug- mönnum.” Indriði G. Þorsteinsson segir að þótt enn sé haldið áfram að drepa fólk á sléttum Mekong- fljóts og enginn geti um frjálst höfuð strokið i Kambodiu, komi það mál ekki við Vietnam nefndir á Vesturlönd- um. Hér starfaði Vietnam- nefnd Það var og: Kvensköss sungu vögguvisur. Liklegast er þetta sú setning úr samtimanum sem á eftir aö veröa eitt af auðkennum þess hálaunaða og velskipulagða áróöurs á Vesturlöndum sem tengdur var borgarastyrjöld i fjarlægu landi, einnig hér á ls- landi, þvi hér starfaði Vietnam- nefnd sællar minningar og hefur ekki verið lögö niður enn svo vit- að sé. Er forvitnilegt að sjá staö- hæfingar dr. Ake Thulstrup um gegndarlausan fjáraustur bæöi Sovétríkjanna og Kina til Viet- nam starfshópanna i Svlþjóð og mætti ætla að lfkt hafi þessu ver- ið farið annars staðar. En kvensköss syngja engar vögguvisur sem stendur, enda er borgarastyrjöldinni i Vletnam lokið góðu heilli. Fjárveitingar virðast ekki stórvægilegar til á- róðursstarfsemi út af atburðum annars staöar, og vel aö merkja hafa engin stórvægileg eða kostn- aðarsöm upphlaup oröið út af á- standinu i Chile, sem er þó full- komlega athugunarvert, eins og það ástand hvarvetna I heimin- um, þar sem verið er að fangelsa fólk og drepa það. Þjóðfrelsisfylkingin I Vietnam er öll gengin i kommúnistaflokk- inn. En lengi var til hennar vitnað sem samtaka, sem áttu ekki ann- að erindi út I baráttuna en vilja land sitt frjálst af „innlendri” leppstjórn. Yfirlýsingar um sam- stöðu með þjóðfrelsishreyfing- unni bárust hvaðanæfa að héðan af Vesturlöndum og ekki sizt frá Sviþjóö, sem varö einskonar friö- arstóll bandariskra liðhlaupa, á- róöursmanna þjóöfrelsishreyf- ingarinnar og sendimanna Norð- ur-Vietnama. Þjóö sem léöi naz- istum járnbrautir á striðsárunum hafði svo sem efni á þesskonar siðgæðisvörzlu. Kæmi hins vegar einn vesæll Suður-Vietnami til að skýra það ' fyrir mönnum, að mikill fjöldi landa hans vildi fá að lifa i friði fyrir ásælni kommúnista og borgarastyrjöldum, var ekki á hann hlustað. Kvensköss sungu engar vögguvisur honum til dýrö- ar. Sænska sjónvarpið eöa út- varpið lét sem slikur maður væri ekki til og blöð eins og Dagens Nyheter höföu ekkert viö hann aö tala. Aftur á móti gengu sendi- menn baráttuliösins að norðan um þessar stofnanir eins og heima hjá sér. Enginn þarf að syngja vögguvísur vegna þjóðar- morðs í Kambódíu Þjóð sem léði nasistum járnbrautir Nú er Vietnam sameinað i eitt riki og hefur þegar hafið væring- ar við grannþjóð. Sviar virðast vera haldnir nokkrum timbur- mönnum eftir fimmta æðiö á þessari öld, og er grein dr. Ake Thulstrup nokkurt vitni um það. Enginn þarf að syngja vögguvis- ur vegna þjóðarmorös I Kambód- Iu, af þvi það er hið rétta þjóöar- morö. Kassinn er kannski lika tómur um þessar mundir. íslenzka Vietnam nefndin er lögzt á lárviðarlaufin og hreyfir sig ekki fyrr en tilefni gefst. Þótt enn sé haldið áfram aö drepa fólk á sléttum Mekongfljótsins, og enginn geti lengur um frjálst höf- uö strokiö i Kambódiu kemur þaö ekki mál við Vietnam nefndir á Vesturlöndum. Hin illu og niður- lægjandi afskipti Bandarikjanna af þessum þjóðum voru kærkomið tækifæri helztu andstæðinga þeirra um heimsáhrif til aö skipuleggja hina viljugu á Vest- urlöndum til andmæla. Þegar Bandarikjamenn voru sloppnir frá sinum mistökum mátti hver drepa eins og hann vildi þarausturfrá. Eftir stendur vitnisburður um truflun sænsku þjóðarinnar og um átök og oröa- glamur þeirra, sem létu blekkjast ' ótal Vietnam nefndum um alla Vestur-Evrópu, eins og hann stendur okkur ljósastur fyrir sjónum i oröunum: Kvensköss sungu vögguvisur. IÞG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.