Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 4
4 Auglýsing um aðolskoðun bifreiða í lögsagnarumdœmi Reykjavíkur í febrúarmónuði Mánudagur 20. febrúar R-1 til R-400 Þriðjudagur 21. febrúar R-401 til R-800 Miðvikudagur 22. febrúar R-801 til R-1200 Fimmtudagur 23. febrúar R-1201 til R-1600 Föstudagur 24. febrúar R-1601 til R-2000 Mánudagur 27. febrúar R-2001 tii R-2400 Þriðjudagur 28. febrúar R-2401 til R-2800 Skoðað verður að Bildshöfða 8, alla virka daga nema laugardaga frá kl. 8.00 til 16.00. Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds- höfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00-16.00 Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustiórinn i Reykiavik 7. febrúar 1978 Sigurjón Sigurðsson. BÍLAVARAHLUTIR Plymouth Belvedere '67 Opel Kadett '69 Taunus 17 M '67 Saab '66 BILAPARTASALAN Hotðatuni 10, simi 1 1397. Opið fra kl, 9 6.30, lauqardaga kl. 9 3 oy sunnudaqa k I ) 3 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 18. og 20. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta i Fellsmúla 13, þingl. eign Ingibjargar Leifsdóttur fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar I Reykjavlk og Baldvins Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudag 13. febrúar 1978 kl. 13.30. Borgarafógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Faxaskjóli 24, þingl. eign Þór- halls Sigurðssonar o.fl. fer fram á eigninni sjálfri mánu- dag 13. fehrúar 1978 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Föstudagur 10. febrúar 1978 vism Eþíópíuher stefnir að Adenflóa með aðstoð fró Kúbu og Sovétríkjunum — segja talsmenn Sómalíu Eþiópiustjórn hefur gefið út þá yfirlýsingu að það sé eins gott fyrir Sómaliu að gefast upp strax eða biða afhroð i styrjöld- inni. Stjórnvöld eru sannfærð um að með þeirri aðstoð fí5 Sovétrikjunum og Kúbu sem hún hefur fengið, sé vonlaust fyrir Sómali að berjast áfram uin yfirráðin yfir Ogaden eyði- mörkinni. í yfirlýsingunni segja stjórn- völd i Addis Ababa að Sómalir ættu frekar að hugsa um fjöl- skyldur sinar sem væru svelt- andi heima fyrir. Það eina sem þeir gætu gert væri að gefast upp án skilyrða. Rétt eftir að yfirlýsingin var gefin út, var gerð inikil árás á tvö þorp i Sómaliu. Barist var i návigi, og einnig voru gerðar loftárásir á þorpin. Fregnir frá Sómaliu herma að það séu kúbanskir og sovéskir hermenn sem stjórni bardög- um. Þá segir einnig að mjög harðir bardagar séu við borgina I)ire Dawa og þar segjast Sóm- alir hafa eyðilagt 43 sovéska skriðdreka. í Reutersfréttum segir að tið- ar árásir séu gerðar á borgina Hargeisa i Sóinaliu en þar búa um sjötíu þúsund manns. Það er enginn umferð farþegavéla um flugvöllinn, en herþotur fara þar um reglulega. Hargeisa er um sjötiu þúsund manná borg i Sómaliu, eins og áður segir. Þar eru strætin þröng og rykug. Þau hlykkjast milli litilla hvitkalkaðra kum- balda. Menn safnast saman á litlum kafffihúsum og ræða málin. Þar sitja þeir i skugga trjánna og ræða ástandið i land- inu og þamba heil ósköp af tei.- Konurnar halda sig i litlum hóp- um, en eru ekki þátttakendur i umræðum karlmannanna. Lifið gengur sinn vanagang, þrátt fyrir siendurteknar árásir Eþió- piu. Borgin er um það bil áttatíu kilómetra frá landamærum Eþiópiu. Hún er aðal skotmark þeirra til að fá Sómali til að gef- ast upp i striðinu um Ogaden. Hargeisa er gömul höfuðborg breska Sómalilands. Hún er þægilegt skotmark fyrir Eþió- piu og þotur hafa gert sex árásir frá þvi hinn 7. febrúar. Fórnarlömb árásanna Margir óbreyttir borgarar hafa orðið fórnarlömb árás- anna. i 'ni af árásunum sem gerðar voiU nýlega á Hargeisa lentu sprengjubrot i barnaskóla. Eiginkona kennara i skólanum sat á skólatröppunum ásamt dóttur sinni og beið eftir manni sinum. Dóttir þeirra varð fyrir sprengjubroti og beið bana, en konan særðist illa. Tveir kenn- arar i skólanum biðu bana og fjögur börn. Þoturnar sem gerðu árásina flugu svo lágt að ein þeirra rakst i skilti á Orien- tal hótelinu, svo það sópaðist burtu. Þrátt fyrir mikla eyðilegg- ingu I borginni Hargeisa, þá hefur hún ekki orðið eins fyrir barðinu á styrjöldinni, eins og þorpin Harar og Jijiga. Tiðar á- rásir á Hargeisa að undanförnu gætu verið merki um það að Eþiópia ætli að þjarma að Sóm- ölum með þvi að gera borgina að skotmarki sinu. Sómaliustjórn hefur látið frá sér fara að liklegt sé að Eþiópiu her stöðvi ekki árásir sinar við landamæri landanna. Talið er mögulegt að þeir stefni að þvi að komast að Adenflóanum með hjálp kúbanskra hermanna og stuðningi frá Sovétrikjunum. Ef svo færi, þá myndu hermenn Eþiópiu taka Hargeisa. Fregnir frá borginni benda til þess að þar sé undirbúningur ekki hafin fyrir mögulega töku borgarinn- ar. Vestrænir fréttamenn þar, hafa sent frá sér fréttir þess efnis, að hermenn séu sjaldséðir á götum borgarinnar og svo virðist sem átaka sé ekki að vænta i bráð. Myrkvun hefur ekki verið fyrirskipuð i borg- inni, þrátt fyrir að þotur Eþió- piu fljúgi næturflug yfir borgina og inn yfir Ogaden eyðimörkina. Farþegaflug hefur að visu verið stöðvað um flugvöllinn, en her- þotur fara um völlin. Vegna þeirra átaka sem eiga sérstað milli landanna, þá hafa allir útlendingar flust brott. Talið er að aðeins Englendingur og þrir Þjóðverjar búi ennþá i borginni. Um 1960 voru um tvö hundruð Bretar búsettir i Har- geisa, en þeir stunduðu aðallega viðskipti og stjórnunarstörf. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.