Vísir - 11.02.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1978, Blaðsíða 4
MEIRA FÓSTUREYÐING DAG FRAM KVÆMD Laugardagur 11. febrúar 1978 VÍSIR Fóstureyðingum hefur fjölgað mikið hér á Landi á síðustu ár- um. 1973 voru þannig fram- kvæmdar 194 fóstureyðingar, eir 1976 urðu þær samtals 357 og á siðasta ári er áætlað að þeim hafi fjölgað um 100 og voru þær þá orðnar um 450 talsins. í maimánuði 1975 voru sett ný lög um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlff og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir. Virðist rýmkun ákvæða i þessu efni hafa haft mikil áhrif á fjöida fóstureyðinga og enn meiri eru áhrifin, ef litið er á fjölda ófrjósemisaðgerða. A ár- inu 1975 voru framkvæmdar 192 ófrjósemisaðgerðir, en á næsta ári voru þær 416 talsins. í fyrra varð enn fjölgun, en tölur i þvi efni liggja ekki enn fyrir. Á sama tima og fóstureyðing- um og ófrjósemisaðgerðum fjölgar, fækkar barnsfæðingum allmikið. Á siðasta ári fækkaði fæðingum um 308 og á þvi ári fjölgaði landsmönnum um inn- an við 1%. í tilefni þessarar fjölgunar fóstureyðinga hefur Ingirriar Sigurðsson deildarstjóri i heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu varpað fram þeirri spurningu i blaðagrein hvort fceir sem eftir lögunum eigi að starfa liti svo á að um algerlega ,,frjálsar fóstureyðingar” sé að ræða fyrir 12. viku meðgöngu. Bendir hann á að risi ágrein- ingur um það hvort framkvæma skuli fóstureyðingu sé málið lagt fyrir nefnd. Hins vegar hafi frá þvi nefndin tók til starfa og til loka maimánaðar 1977 aðeins 12 málum verið visað til hennar ogeigi þau öll það sammerkt að liðnar séu meira en 12 vikur af méðgöngutima. Ingimar segir að mönnum hætti til að benda á hliðstæðar tölur frá nágrannalöndunum, þar sem fr jálsar fóstureyðingar séu. 1975 voru fóstureyðingar hér um 7% miðað við fæðingar, en sambærilegar tölur frá Grænlandi voru 40,7%, Dan- mörku 38,7%, Finnlandi 32,3%, Sviþjóð 31,4% og Noregi 26,9%. Telur hann þessar tölur þó að ýmsu leyti ekki gefa rétta mynd og meðal annars beri þess að gæta að getnaðarvarnir nái til miklu fleiri barnshæfra kvenna hér á landi heldur en i nágrannalöndunum, eða um 70% i' stað um 50%. Það eitt geti haft þó nokkur áhrif á fjölda beiðna um fóstureyðingu. Helgarblaðið ræddi við nokkra aðila sem til þessamáls þekkja af eigin raun ofe birtast þauhéráeftir. Þess má geta, að konur þær sem sögðu frá reynslu sinni af fóstureyðingum óskuðu nafnleyndar. Texti: Sigurveig Jónsdóttir Myndir: Jens Alexandersson og Björgvin Pólsson Ji „Engin ger- ir sér fóst- ureyðingor oð leik — segir Svava Stefónsdóttir félagsróðgjafi „Ég tel að þvi sé logið upp á konur, ef sagt er að þær gerir sér fóstureyðingar að leik. Kon- ur lita á þær sem ney ðarráðstöf- un”, sagði Svava Stefánsdóttir félagsráðgjafi á fæðingardeild Landspitalans, en hún ræðir við allar þær konur sem koma þangað til fóstureyðingar eða ófrjósemisaðgerðár. Svava sagði að sér fyndist reynsla undanfarinna tveggja ára hafa sýnt, að konur hefðu fulla dómgreind i þessu efni, en ein helstu rökin gegn lögunum sem sett voru i mai 1975 voru þau, að konur kynnu að misnota ákvæði þeirra. Var jafnvel haft við orð að fóstureyðingar myndu koma i stað getnaðar- varna. Ekki auðvelt mál „Engri þeirra kvenna sem hingað koma finnst þetta auð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.