Vísir - 11.02.1978, Side 3

Vísir - 11.02.1978, Side 3
3 VTSIR Laugardagur 11. febrúar 1978 inga í Hvalfirði Hreinsiútbúnaðurinn mun ódýrari en Union Carbide óœtlaði: KOSTAR AÐEINS UM 6% AF STOFNKOSTNAÐINUM Af 15.000 tonnum af ryki sleppa aðeins 150 tonn út í andrúmsioftið „Tilkostnaður við hreinsiútbúnaðinn á kisiljárnverksmiðjunni á Grundartanga verður verulega minni en gert var ráð fyrir þegar Union Carbide var aðili að íslenska járnblendi- félaginu”, sagði Jón Steingrimsson, verk- fræðingur, á fundi með blaðamönnum. Jdnsagöi, að upphaflega hefði verið um það rætt, að hreinsiút- búnaðurinn kostaði um sjötta hluta af stofnkostnaði verk- smiðjunnar. „Núna lætur nærri aö stofn- kostnaður þessa útbúnaðar sé um 6% af stofnkostnaði verk- smiöjunnar” sagöi Jón. Aætlað er, aö verksmiðjan kosti um 500 milljónir norskra króna, og er kostnaðurinn við hreinsitaekin þvi um 30 milljónir norskra króna, eöa um 1500 milljónir islenskra króna á nýja genginu. Sjötti hluti stofnkostnaðarins er hins vegar hátt i 4.200 millj- ónir islenskra króna. Jón sagði, að hreinsibúnaður- inn ætti að hindra að mestur hluti, eða minnst 99%, ryksins, sem myndast við kisiljárnfram- leiðsluna, færi út i andrúmsloft- ið. Rykið, sem myndast, nemur um 15 þúsund tonnum miðað við full afköst. Samkvæmt þessu munu rykhreinsunartækin ein- ungis sleppa út um 150 tonnum af ryki á ári. Jón sagði, að ryk þetta væri mjög fingert og mætti helst lik ja þvi við tóbaksreyk, en menn gætu andað þvi að sér og frá sér eins og reyk. Sementsverksmiðjan mun nota rykið Forráöamenn verksmiöjunn- ar sögðu, að Sementsverksmiðj- an á Akranesi myndi nota rykið, sem veröur kögglaö með sér- stökum hætti og siban flutt til sementsverksmiðjunnar. Mun þar þörf fyrir allt það magn, Jón Steingrímsson, verkfræð ingur, skýrir frá mengunar vörnum verksmiðjunnar. sem myndast viö kisiljárnfram- leiðsluna. Jón Steingrimsson sagði, að ryk þetta væri skaðlaust mönn- um, dýrum og gróðri. Mikil áhersla væri logð á að draga sem allra mest úr mengun bæði innan yerksmiðjunnar og utan, enda væru strangar kröfur um það efni i starfsleyfi hennar. Tii þess að draga úr rykmeng- un innan verksmiöjunnar er m.a. notað mjög flókið loft- ræstingarkerfi. Einnig er lögð áhersla á vörn gegn hljóðmeng- un. — ESJ. Hér að ofan sjást starfsmenn tstaks vinna við að steypa gólfið í hráefnisgeymsiunni, þar sem gólfflöturinn er 3.600 fermctrar. T.h. er Guðlaugur Hjörleifsson, staðarverkfræðingur, að'út- skýra byggingarframkvæind- irnar á staðnum. T.v. eru starfsmenn hafnarmálaslofn- unaraðreka niður stálþil i hafn- arbakkann, en i höfninni á Grundartanga er lengsta stál- þil, sem notað hefur verið i höfn hérlcndis. i þilið fara um 1000 tonn af stáli. TÍZKUBLAÐIÐ líf er nær uppselt hjá útgefanda örfó eintök eftir sem aöeins veröa send til nýrra áskrifenda. Tízkublaöið Líf þakkar frábærar móttökur og minnirá að blaðið kemur út annan hvern mánuð. > Auglýsendur: Tízkublaðið Líf er m.a. vettvangur vandaðra auglýsinga sem eru áhrifamiklar og hafa langtímagildi. Vinsnmlega staðfestið pantanir yðar sem allra fyrst. Til tizkublaðsins Lif Armúla 18 Óska eftir áskrift I | Nafn: 1 — 6 tbl. 1978 kr. 2970 2—6 tbl. 1978 kr. 2475 Heimilisfang: simi TIZKUBLAÐIÐ LIF SIMI 82300

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.