Vísir - 11.02.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 11.02.1978, Blaðsíða 8
8 / Laugardagur 11. febrúar 1978 STDÖRNUSPfi Kona i Vatnsberamerki Karlmenn sem hyggjast komast í ástarsamband viö konu i Vatns- beramerkinu ættu að hafa i huga aö hún er jafn mótsagnagjörn i ástum sem öllu ööru. Ekki þýöir aö reyna aö hlekkja hana á nokk- urn hátt. tJt úr slikum slag hafa margir karlar komiö meö hjartað i maski. Finni Vatnsberakonan hins vegar mann sem er tilbúinn til aö veita henni frelsi, þá getur tryggö hennar viö þann mann oröiö takmarkalaus. Dæmigerö Vatnsberakona hefur ekki augun á pen- ingaveski karlmannsins, — gagnstætt til dæmis Krabbakonum. Hún leggur heldur ekki mikiö upp úr likamlegum ástum. Hún er haldin frelsisþörf fyrst og siöast, — þörf fyrir frelsi til aö reyna nýja hluti og ný sambönd viö manneskjur af öllu tagi. Hún er að öllu jöfnu fyrirtaks félagi, skemmtileg og skörp. Þótt hún sé einstaklings- hyggjumaöur, er hún aö mestu laus viö tortryggni. Móöir I vatns- beramerki er nátengd börnum sinum, en vill Hka halda sér I vissri fjarlægð frá þeim. I næstu viku: Barn I Vatnsberamerkinu. Spáin gildir fyrir sunnudaginn 12. febrúar Hrúturinn, 21. mars — 20. april: l»ú veröur fyrir meiri andleg- um áhrifum i dag en likamleg- um. Guðspjall dagsins getur leyst úr innri togstreitu. N'autiö, 21. april — 21. mai: í dag er þér óhætt aö fara ótroðnar slóöir og gera eitt- hvað óvenjulegt. V'ertu góöur við þá sem eru minniháttar. Tviburarnir. 22. mai — 21. júni: Endurskoöaöu afstööu þina gagnvart foreldrum eöa öðr- um nákomnum ættingjum i dag. Krabbinn. 22. juni — 23. júli: Reyndu aö vera svolitiö trúaðari en þú hefur veriö. Hæfileikar þinir geta kannski orðiötil aö efla mannúöarmál. Taktu þátt I mannfagnaöi. I.jóniö, 24. júli — 23. ágúst: Hugur þinn er opinn fyrir góö- um áhrifum i dag, reyndu aö fara i kirkju eöa hugsa alvar- lega um sjálfan þig. Meyjan. 24. ágúst — 23. sept: Athygli þín beinist aö ein- hverju i nágrenninu i dag, sumir vatnsberar fá óstjórn- lega löngun til þess aö vera inni viö 24. sept. — 22. nov: Tilboð sem þú færö i dag kann aö vera eitthvaö á aöra leið en þú hafðir gert þér i hugarlund, en taktu þvi samt. Steingeitin. 22. des. — 20. jan.: Þu gerist hugmyndarikur i dag, hittu annaö fólk og leyföu þvi aö njóta hæfileika þinna. Hópstarf er tilvaliö og legöu áherslu á þaö Drekinn. 24. okt. — 22. nóv.: Notaðu fjármuni þina i þágu annarra vertu ekki eigingjarn, gefðu meira. Hægt er aö koma hlutunum i verk ef allir taka saman höndum Bogmaöurinn. 23. nóv. — 21. des.: Þú hefur áhyggjur af fjármál- unum fyrir hádegiö en vertu ekki of svartsýnn. Skoöaöu lif- iö i kringum þig seinni part- inn. Yatnsberinn, 21. jan. — 19. feb.: Geföu meiri gaum aö heilsu þinni. Þú gætir þurft aö gripa til róttækra aðgeröa. Faröu til kirkju í dag. Fiskarnir. 20. feb. — 20. mars: Taktu lífinu meö ró í dag. Reyndu aö vera sem mest I einrúmi. Lestu góöa bók siö- degis. apamanninum aö rifa sig lausan og sló andstæöing sinn I andlitiö Kartöflu- og maissalat Uppskriftin er fyrir 6 Kartöf lusalat: 500 g soðnar kartöflur 300 g tómatar 1 dós ósætur ananas (250g) 2 bananar safi úr 2 sítrónum Salatsósa: 4 dl yoghurt 3 tesk.sinnep safi úr 1/2 sitrónu salt pipar rósapaprika örl. sykur Maíssalat: 1 dós mais (um 250 g) 2 msk. edik 3 msk. salatolia salt pipar Skraut: 1/2 salathöfuð Kartöf lusalat: Afhýðið kartöflurnar og skerið i 1 cm stóra ten- inga. Skerið tómatana i teninga af svipaðri stærð. Látið vökvann renna af ananashring junum og skerið þá í litla bita. Skerið bananana í sneiðar. Blandið öllu saman i skál .pg hellið sítrónusafa yfir. Salatsósa: Hrærið yoghurtið með sinnepi og sítrónusafa. Bragðbætið með salti og pipar, papriku og örl. sykri ef með þarf. Hellið salatsósunni yfir kartöf lusalatið. Skolið salatblöðin og látið vatnið renna af þeim. Leggið þau i lága og viða skál. Setjið kartöf lusalatið yf ir og mótið krans úr því. Maissalat: Látið vökvann renna af maisskjörnunum. Hrærið saman ediki og salatoliu. Bragðbætið með salti og pipar, hellið kryddlegin- um yfir maisinn. Setjið maissalatið i miðja skálina. Látiðsalatið blða i 30 mínútur í kæliskáp fyrir notkun. r ELDHÖSINU u m s j 6 n : Þórunn I. Sónatansdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.