Vísir - 17.02.1978, Síða 2
2
Föstudagur 17. febrúar 1978
c
r . 1
ó Akureyri
Af hverju skáleggur þú
bil þinum hér i Hafnar-
stræti?
Stefán Bjarnason, úrsmiöur: Til
þess að Vestur-tslendingar geti
hlegiö að okkur. Ég sá á skugga-
myndasýningu þar vestra einmitt
mynd héðan úr götunni, bilar
langs og nærri þvert. Synt sem
dæmi um hvernig ekki átti að
leggja bi'lum, og það var mikið
hlegið.
Bergvin Jóhannsson, bóndi: Af
þvi að það er þægilegra að kom-
ast þannig út i umferðina aftur.
Ég held að ætti að breyta hér i
skálögn og kæmust þá fleiri bilar
fyrir.
Anney Halldórsson, húsmóðir: Af
þvi að allir aörir gera það.
Aðalsteinn Bergdal, leikari (at-
vinnuleikari): Ég legg nákvæm-
lega eins og þeir bilstjórar sem
fyrir voru komnir þó að ég viti að
það er rangt. En öðruvisi var alls
ekkert pláss
Þórdis Bjarnadóttir, húsmóðir:
Af þvi aö það liggur beinast viö,
og aörir hér á undan hafa gert það
sama.
Það hefur enn einu sinni
sannast að skákaáhugi is-
lendinga er með ólíkind-
um. Hundruð manna sitja
heilu kvöldin í sölum og
göngum Loftleiðahótelsins
og fylgjast með Reykja-
víkurskákmótinu, útvarp-
að er tvisvar á kvöldi frá
mótinu og sjónvarpið skýr-
ir skákir í 15 mínútur hvert
kvöld á besta tíma. Þetta
gæti ekki gerstannarsstað-
ar en hér.
Segja má aö einvigi tveggja
manna við skákborðið sé liklegra
til að vekja athygli heldur en fjöl-
mennt mót. begar tveir berjast
skiptast menn gjarnan i tvo
flokka og halda með öörum kepp-
enda og vilja veg hans sem mest-
an. Það er til dæmis mjög eðlilegt
að öll þjóðin skuli hafa fylgst með
einvigi Friðriks og Larsens á sin-
um tima, heimsmeistaraeinvigi
Fischhers og Spasskýs eða ein-
vigi Horts og Spasskys. En þegar
áhuginn er litlu minni hjá fólki á
Reykjavikurskákmótinu þar sem
14 menn tefla á hverju kvöldi er
ljóst að það er skáklistin sjálf
sem mjög heillar janft unga sem
gamla, en ekki að fólk sé aö fylgj-
ast meö „sinum” manni. Þó eiga
margir sinn uppáhaldsskákmann
á þessu móti eins og eðlilegt er.
Fjörugar skýringar
Framkvæmd Reykjavikur-
skákmótsins er Skáksambandinu
og forráðamönnum Loftleiðahót-
els mjög til sóma. Ahorfendur
geta setiö inn i keppnissalnum
sjálfum og fylgst hljóðir meö
keppendum og er þar jafnan set-
inn bekkkurinn. Aðrir vilja hlusta
á skýringar kunnáttumanna um (
gang skákanna og gjarnan láta á-
lit sitt i ljós þegar þurfa þykir i
heyranda hljóði og skeggræða við
kunningjana um einstaka leiki.
Þessir áhorfendur sitja gjarnan
i ráðstefnusal þar sem skákir eru
skýrðar á stórum borðum og
menn geta sér til um næstu leiki.
Umræður eru þar oft mjög fjör-
ugar og deila menn hástöfum um
hvað leika skuli. Aðrir sitja á
gangi og fylgjast með skákum af
sjónvarpsskermum.
A Reykjavikurskákmótinu
gilda ný timamörk sem ekki hafa
verið á skákmótum til þessa.
Keppendur skulu ljúka 30 leikjum
á þremur klukkustundum og
næstu 20 leikjum á 60 minútum.
Spenna er þvi komin i skákirnar
mjög snemma og mjög litið um
biðskákir.
Spáð um úrslit
Ahorfendur voru djúpt hugsi yf-
ir skák Friðriks og Smejkals á
þriðjudagskvöldiö þegar við Jens
ljósmyndari vorum þar á ferli.
Friðrik fórnaði manni og töldu
sumir að nú heföi honum orðið
illilega á i messunni, aðrir töldu
sig sjá lengra fram i timann og
Fylgst með Reykjavíkurskákmótinu
Sigurbjörn Pétursson.
sögðu að öllu væri óhætt. A meöan
menn voru að þjarka um þetta
vikum við okkur að nokkrum á-
horfendum og tókum þá tali.
,,Ég spái þvi að Friðrik og Lar-
sen verði efstir og jafnir”, sagði
Sigurbjörn Pétursson tannlæknir.
Haraldur ólafsson.
Hann kvaðst spá Hort og Miles
næstu sætum, en vildi ekki hafa
uppi frekari spádóma um röðina.
,,Já, ég hef fylgst mikið með
mótinu og það er mjög skemmti-
legt. Timamörkin auka mjög
spennuna fyrir áhorfendur og er
Vilmundur og Halldór.
Jóhannes Gisli.
þetta gjörólikt fyrri mótum,”
sagöi Sigurbjörn. Hann taldi aö
ungu mennirnir okkar heföu stað-
iösig vel, ekki væri viö neina auk-
visa að etja þar sem erlendu stór-
meistararnir væru. Skákmót sem
þessi væru vel til þess fallin að
vekja áhuga á skákinni, en auð-
vitað hefði verið skemmtilegt ef
reynt hefði verið að fá heims-
meistaraeinvigið hingaö.
Larsen vinnur
,,Ég hef alltaf gaman af að sjá
Larsen keppa og ég held að hann
vinni þetta mót, en tveir til þrir
koma til greina i annað sætið”,
sagði Haraldur óiafsson lektor.
„Timamörkin eru skemmtileg
fyrir áhorfendur en erfið fyrir
keppendur”, sagði Haraldur enn-
fremur. Við spurðum hvort hann
væri þvi hlynntur að frekar væri
lagt kapp á að halda svona mót
heldur en sækjast eftir einviginu
um heimsmeistaratitilinn.
„Svona mót eru ákaflega
skemmtileg, en einvigin hafa ó-
trúlegt gildi. Ég hef nokkuð ferð-
ast um veröldina og oft er það
Hvers vegna leggja þeir bílunum svona?
Þeir, sem átt hafa leið um
Hafnarstræti á Akureyri, hafa
eflaust veitt þvi athygli, hve
margir bileigendur leggja þar
bflum sinum á ská inn að blla-
stæðum við götuna.
Sliktþrengir mjög að eðlilegri
umferð um götuna og getur
valdið vandrææðum. Eflaust
hafa margir undrast þetta
háttalag bileigenda á Akureyri,
og til þess aðforvitnast um hvað
valdi þessu, fór fréttamaður
Visis á Akureyri, Matthias
Gestsson, á stúfana og spurði
nokkra þeirra, sem þarna höfðu
skálagt bilum sinum, um
ástæðuna fyrir þvi. Svör þeirra
eru hér við hliðina i dálknum
okkar Vísir spyr og vonandi
getur þetta orðið til þess að bæta
umferðarmenninguna i Hafnar-
stræti á Akureyri.