Vísir - 17.02.1978, Síða 3

Vísir - 17.02.1978, Síða 3
3 VTSIR Föstudagur 17. febrúar 1978 sem fólk i fjarlægum löndum veit það eitt um tsland að þar háðu Fischer og Spassky sitt einvigi”, sagði Haraldur. Meðal þeirra ungu manna sem vinna við skákmótið er Jóhannes Gisli Jónsson 14 ára gamall og mikill skákmaður. verður hálfum vinningi á eftir”, sagði Vilmundur Gylfason snöggur upp á lagið. Við spurðum Halldór Ilalldórsson hvort hann væri sammála: ,,Ég get auðvitað ekki verið sammála Vilmundi. Friðrik vinn- ur og Larsen verður hálfum á eft- Hluti áhorfenda í skýringasal. „Þeir Larsen og Miles verða efstir, en þó held ég að Larsen verði númer eitt. Næst koma svo Polugaevsky eða Friðrik”, sagði Jóhann og mátti ómögulega vera að frekara spjalli. Tveir þekktir dálkahöfundar sátu á hljóðskrafi yfir kaffibolla, báðir tiðir gestir á skákmótum milli þess sem þeir fletta ofan af hneykslismálum. „Larsen vinnur og Friðrik ir”, sagði Halldór. Þeir létu litið yfir eigin leikni við skákborðið „Ég er sæmilegur fjórðaflokksmaður” sagði Hall- dór, en Vilmundur taldi sig góðan þriöjaflokksmann. Þeir voru sammála um að skákmótið væri mjög skemmtilegt og nauðsyn- legur viðburöur i borgarlifinu. Jón er kominn heim Að lokum hittum við að máli Miles á hraðferð um gangana. Jón Hálfdánarson. hinn gamalkunna skákmann Jón | Hálfdánarson. Hann hefur verið búsettur i Þýskalandi við nám og störf siðan árið 1967 og er prófess- or við háskóla ytra, doktor i efna- eðlisfræði. Jón var einn af okkar bestu skákmönnum áður en hann flutti út og hann hyggst flytja aft-1 ur heim áður en langt um liður. „Ég var rétt að koma og get ekkert sagt um þetta mót, en hér eru margir sterkir skákmenn”, sagði Jón. Hann sagöi að svona mót væri ef til vill i það sterkasta fyrir ungu skákmennina okkar, en það væri góð reynsla sem þeir fengju á svona móti. Auðvitað væri heimsmeistaraeinvigið einstæður viðburður, en það væri spurning hve langt ætti að teygja sig þegar svo gifurlegir fjármunir væru komnir i spilið. Jón vildi engu lofa um hvort hann tæki til við taflið á ný þegar hann flytti heim, en við- urkenndi þó að hann tefldi tals- vert i klúbbakeppni i Þýskalandi og áhuginn væri fyrir hendi. Jón vildi engu spá um úrslit þessa móts og við Jens förum að dæmi hans og látum alla spá- dóma lönd og leið. Skákmótinu lýkur um helgina og þá kemur i ljós hver sigrar. Tekur við Krossa- nesverksmiðjunni Fyrir nokkru sagði Guð- mundur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri Krossanesverk- smiðjunnar á Akureyri starfi sinu lausu en hann hefur stjórnað þeirri verksmiðju af röggsemi í mörg ár. Nú hefur stjórn verksmiðj- unnar ráðið nýjan fram- kvæmdastjóra i stað Guðmund- ar. Er það Pétur Antonsson sem verið hefur verksmiðjustjóri h já Fiskimjöli og Lýsi h.f. i Grinda- vik undanfarin ár. Pétur hefur góða þekkingu og reynslu á þessu sviði sem koma mun að góðu gagni i verksmiðj- unni við Eyjafjörð þvi fyrir- hugaðar eru gagngerar endur- bætur og breytingar á henni. —KLP Hinn nýji framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar, Pétur Antonsson. Ljósmynd HB. Tvð ný frímerki Póst og simamálastofnunin gefur út tvö ný frimerki þann 8. mars. Um er að ræða 50króna merki með mynd af Þorvaldi Thoroddsen og 60 króna merki með mynd af Bríet Bjarnhéðinsdóttur. Nýju frimerkin eru græn og brún. Þau eru unnin i prent- smiðju frönsku póstþjónust- unnar. Drengur fyrir bíl Umferðaslys varð i Keflavik i fyrradag. Fjögurra ára gamall drengur varð fyrir bil á Hringbraut. Hann var fluttur á sjúkrahúsið i Keflavfk til rannsóknar. Óánœgja með nýja áœtlun Ríkisskip Mikil óánægja er víða úti á landi með hið nýja skipulag á ferðum hjá Skipaútgerð ríkisins, ekki sístá Vestf jörðum. Hér á Bíldudal hefur þjónustan til dæmis versnað mikið. Þegar gamla Hekla og gamla Esja voru á ferðinni var komið við hér á 8-10 daga fresti. Sam- kvæmt nýju áætluninni eru ekki farnar hingaö nema tvær ferðir I mánuði, og þá einungis þegar skipin eru á suöurleið. Síðast þegar skip kom hér við voru liðnir tuttugu dagar frá siðustu „heimsókn”, og skipið var þá búið að safna í sig áttatfu lestum sem áttu aö koma hing- að. Aldrei áður hefur svona mikiö vörumagn verið látið safnast fyrir. Við erum þvi mjög óánægðir og ef ekki verður ein- hver breyting á þessu verðum við bara að leggjast á bæn og biðja þess að snjóa leysi sem fyrst, svo að bilar geti feröast og við fáum almennilega þjónustu. — HF,Bildudal/OT. Nú getu Sovétmenn lakkað hjá sér Nýlega voru undirritaðir i skrifstofu sovéska verslunar- fulltrúans i Reykjavik, Valdi- mars K. Valssonar samningar um sölu á 1000 tonnum af hvitu lakki sem afgreiðast eiga á næstu mánuðum. Málninga- verksmiðjan Harpa h/f selur 800 tonn en Sjöfn á Akureyri 200 tonn. Fob-verðmæti þessa samnings er um 260 milljónir króna auk þess sem Sovétmenn greiða islensku skipafélögunum yfir 25 milljónir i flutningsgjöld. Þetta er þrettánda árið sem Rússar kaupa málningu frá Is- landi en fyrsti samningurinn var gerður við Hörpu h/f árið 1965. 20 þúsund komu á kvikmyndahátiðina: Þokkaleg útkoma fjárhagslega Yfir 20 þúsund manns komu á kvikmyndahátið Listahátiðar i Reykjavik, en henni er nýlokiö sem kunnugt er. Alls voru sýnd- ar nitján erlendar kvikmyndir á hátíðinni. Er það tveim færra en i upphafi var ætiað. — Ein mynd kom ekki til landsins og önnur var bönnuð af yfirvöldum. Ljóst er að fjárhagsleg af- koma kvikmyndahátiöar er þokkaleg. Upphafleg fjárhags- áætlun var upp á 6 milljónir, en aukakostnaður var mikill. Atta milljónir komu inn sem aö- gangseyrir. — GA MELABRAUT 57 Seltjarnarnesi Sími 20785 Opið alla daga til kl. 22.00 ATH. Einnig laugardaga og sunnudaga SJÁLFSAFGREIÐSLA: Brauð Mjólk Kjötvörur —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.