Vísir - 17.02.1978, Síða 8
8
★ Athugið ★
Tiskupermanent-klippingar og
blástur (Litanir og hárskol).
Nýkomnir hinir vinsœlu
mánaðasteinar, með
sérstökum lit fyrir
hvern mánuð
Ath. Fást
aðeins hjá V/ W/skjótum
okkur \ yZj^SÖtíeyru:
a:
sársaukalausan
hátt:
MUNIÐ
SNYRTIHORNIÐ
Hárgreiðslustofan
LOKKUR
Strandgötu 1-3 (Skiphól)
Hafnarfirði, sími 51388.
U
Vs
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njúlsgötu 49 - Sirni 15105
KATLIT
kattasandurinn
Eyðir lykt og drekkur i sig mikinn raka.
Þrennskonar pakkningar.
Gullf iskabúðin
Fischersundi
Grjótaþorpi
Talsimi 11757
Gullfiskabúðin
Skólavörðustig 7.
STYRKIR TIL HÁSKÓLANÁMS
Á ÍTALÍU
ítölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndum
sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla-
náms á Italiu háskólaárið 1978—79. Ekki er vitað fyrir-
fram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut Is-
lendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram-
haldsnáms við háskóla og eru veittir til 12 mánaða náms-
dvalar. Styrkfjárhæðin er 240.000 lirur á mánuði auk þess
sem ferðakostnaður er greiddur að nokkru.
Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á frönsku eða
ensku, eigi vera eldri en 35 ára og skulu hafa lokið há-
skólaprófi áður en styrktimabil hefst. Þeir ganga að öðru
jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hafa kunnáttu i italskri
tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 23. þ.m.—
Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið, 13. febrúar 1978.
1 sýningu Leikbrúðulands að Frikirkjuveigi 11 koma fram margar
skemmtilegar brúöur. Þessar eiga heima á öðrum stjörnum, en þær
hittir lftill strákur á ferðalagi sem hann fer um geiminn.
Visismynd: BP.
Gírfinnur
gíroffi
kynnir
f jóro nýja
brúðu-
leikþœtti
Leikbrúöuland frumsýnir á
sunnudaginn fjóra nýja brúðu-
leikþætti. Þetta er s jötta árið sem
Leikbrúðuland hefur fastar sýn-
ingar að Frikirkjuvegi 11 og jafn-
framt eru tiu ár siðan það var
stofnað.
Fyrsti þátturinn sem
Leikbrúðuland sýnir að þessu
sinni er leikur án orða. Hann er
um lítinn strák, sem dreymir
feröalag til annarra stjarna. I
þættinum eru notaðir sjálflýsandi
litir og útfjólublá lýsing. Erna
Guðmarsdóttir gerði brúðurnar
og leikstýrði, en Guðmundur
Guðmundsósn sá um tónlist og
hljóðupptöku.
Næsti þáttur er byggður á
kvæðinu um litlu Gunnu og litla
Jón eftir Dvið Stefánsson og er
með brúðum Hallveigar
Thorlacius og leiktjöldum. Leik-
stjóri er Hólmfriður Pálsdóttir.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
syngur kvæðið. Siðan kemur leik-
þáttur eftir Arne Mykle, þekktan
brúðuleikhúsmann i Noregi.
Hann er ætlaður yngstu börnun-
um og fjallar um dreka, rænir
prinsessuog hetjuna sigildu, sem
bjargar henni, en fær næsta
óvenjuleg laun fyrir. Leikstjóri er
Hólmfriður Pálsdóttir og leik-
tjöldin eru eftir Þorbjörgu
Höskuldsdóttur.
Siðasti þátturinn er byggður á
ævintýri Grimmsbræðra um
Eineygu, Tvieygu og Þrieygu.
Kristján Ranason og Hólmfriður
Pálsdóttir sömdu texta. Brúðurn-
ar gerði Helga Steffensen og leik-
tjöld eru eftir Þorbjörgu
Höskuldsdóttur.
Þá hefur Leikbrúðulandi bæst
nýr liösmaður, giraffinn Girfinn-
ur Girmundarson, kallaður Giri.
Hann sér um að kynna atriðin.
Guðrún Helgadóttir samdi texta
giraffans.
Ýmsir kunnir leikararhafa ljáð
þessari sýningu raddir sinar, en
þeir eru m.a.: Briet Héðinsdóttir
Baldvin Halldórsson, Guðrún
Ásmundsdóttir og Karl
Guðmundssson.
Sýningar eru að Frikirkjuveei
11. —KP.
Finnskir tónlistarmenn i
Dómkirkjunni á sunnudog
Tveir finnskir tónlistarmenn
þeir Tauni Aikaa kennari i
organleik við Sibeliusaraka-
demiuna og organleikari við Jó-
hannesarkirkjuna i Helsingfors
og baritonsöngvarinn Matti
Tuloiscla halda tónleika i Dóm-
kirkjunni á sunnudaginn kl. 17.
t tiiefni 1100 ára afmælis ls-
landsbyggðar stofnaði finnska
ríkið mennmgarsjóð sem skyldi
stuðla að auknum menningar-
tengslum milli Finnlands og ís-
lands og hafa margir bæði Finn-
ar og tslendingar fengið styrki
úr þessum sjóði. Finnsku tón-
listarmennirnir fengu styrk úr
þessum sjóöi til íslandsfarar-
innar.
—KP
Kammersveit Reykjavikur
heldur sina þriðju áskriftartón-
leika á þessu starfsári á sunnu-
daginn kl. 17 i samkomusal
Menntaskólans við Hamrahlið. A
efnisskrá verða að þessu sinni
Sextett eftir Beethoven fyrir tvö
horn og strokkvartett. Kvintett
eftir Jón Asgeirsson fyrir sirok-
kvartett og sembali er annað
verkið á efnisskránni. Kvintett
þennan fluttu félagar úr
Kammersveitinni á móti nor-
rænna kammersveita i Osló i
janúar s.l. og hlaut verkið mjög
góðar undirtektir og iofsamiega
dóma.
Siðasta viðfangsefniö verður
Sextet eftir sænska tónskáldið
Franz Adolf Berwald. Þetta er
talið vera eitt af fáguðustu og
áheyrilegustu verkum Berwalds
svo tónlistargestum gefst hér færi
á að kynnast þessu merka tön-
skáldi Svia örlitið nánar.
—KP
Samdrykkja um skáld-
skap og túUcun
— Fyrirlestrar verða á laugardag
og sunnudag i Lögbergi
Félag áhugamanna um heim-
speki, Norræna húsið og heimr
spekideild Háskóla tslands
gangast fyrir samdrykkju um
skáldskap og túikun á laugar-
dag og sunnudag.
Fyrirlesarar i samdrykkjunni
verða Paus Ricoeur prófessor i
Paris og Chicago, Peter Kemp,
lektor i heimspeki við Kaup-
mannahafnarháskóla og Lars
Hertzberg heimspekingur frá
Helsinki.
Ricoeur hefur átt mikinn þátt
i að móta franska háskóla á
siðustu áratugum ekki sist með
störfum sfnum sem deildarfor-
seta i Nanterre i Paris.
Lars Hertzberg er meðal
fremstu ungra finnskra
heimspekinga. Hann lauk
doktorsprófi frá Cornellháskóla
i Bandarikjunum og starfar i
vetur við rannsóknir i Lundún-
um. Hann hefur ritað um
siðgæði félagslega heimspeki og
heimspekilega sálarfræöi.
Hertzberg hefur áður tekið þátt
i heimspekilegri samdrykkju
hér á landi árið 1976.
Peter Kemp er einn kunnasti
heimspekingur Dana af yngri
kynslóðinni. Hann lauk doktors-
prófi frá Kaupmannahafnarhá-
skóla, ogstundaði nám viða er-
lendis.
Dagskrá samdrykkjunnar er
sem hér segir:
Laugardagur.
13-15 Lars Hertzberg:
Paul Ricoeur, prófessor i Paris
og Chicago er kunnur fræði-
maður á sviði heimspeki.
„Psychology as a Hermeneutic
Study”.
16-18. Peter Kemp: Viden-
skab og sprog i det politiske
engagement”.
Sunnudagur:
15-16. Paul Ricoeur: „The
Narrative Function”. Fyrir-
lestarnir verða fluttir i Lög-
bergi, húsi lagadeildar og eru
öllum opnir.
—KP