Vísir - 17.02.1978, Síða 10

Vísir - 17.02.1978, Síða 10
10 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davíð Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Páisson óbm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundur G. Péturssori. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingarog skrifstofur: SiðumúlaS simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 a mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f. Villukenning Eftir kjarasamningana síðastliðiö sumar var mjög ákveðið bent á það i þessu blaði að með þeim hefði verið tekin ákvörðun um fall krónunnar og nýja verðbólguhol- skef lu. En ýmsir talsmenn stjórnarandstöðunnar, verka- lýðshreyfingarinnar og stjórnarflokkanna vildu ekki horfast í augu við þessa staðreynd þá. Viðskiptaráðherra taldi t.d. í blaðaviðtali að sæmilega hefði tekist með samningana og rétt væri að bíða og sjá hvort þeir leiddu til aukinnar verðbólgu ástæðulaust væri að vera með spádóma þar um. Ráðherrann gaf jafn- f ramt til kynna í þessu sambandi að blöðin ættu mestan þátt í að magna verðbólguna. í þeim umræðum sem fram fóru um efnahagsmálin í framhaldi af kjarasamningunum var því m.a. haldið fram að margir græddu á verðbólgunni og þá sérstak- lega ungt fólk. Vísir andmælti þessu sjónarmiði enda hef ur verðbólgan leikið fáa jaf n grátt eins og þá sem eru að hef ja búskap og standa f rammi fyrir því að koma sér þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn. Morgunblaðið ítrekaði fyrir skömmu þessa full- yrðingu að unga fólkið græddi á verðbólgunni og hún hefði bætt lífskjör fólksins í landinu. Jónas H. Haralz, aðalefnahagssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins hefur nú í blaðagrein með skýrum rökum sýnt fram á hversu fráleit þessi kenning um verðbólgugróða unga fólksins er. Jónas H. Haralz segir að menn greiði að vísu skuldir sinar með verðminni krónum og því sé ekki að f urða að menn ímyndi sér að verðbólgan hafi hjálpað þeim að eignast húsnæðið. En hvers vegna er þetta ímyndun? Það hef ur að visu oft sinnis verið skýrt út áður, en Jónas H. Haralz svarar spurningunni þannig í athugasemdum sinum við kenningu Morgunblaðsins: ,,En þá átta menn sig ekki á því að fjármagns- kostnaður hefði frá upphafi verið minni ef verðbólgan hefði verið lítil eða engin. Framboð f jármagns til íbúða- kaupa hefði verið mun meira, lánstími lengri, og naf nvextir lægri. Greiðslur af borgana og vaxta hefðu þá verið viðráðanlegar frá upphafi án þess að tekju- hækkanir af völdum verðbólgunnar hefðu komið til sög- unnar. Að þessu er á þennanveg farið geta menn sann- færst um ef þeir lita til þeirra landa sem búið hafa við litla verðbólgu." Þegar málavextir eru þannig brotnir til mergjar liggur i augum uppi að menn græða ekki á verðbólgunni hvorki ungir né gamlir. Þvert á móti hef ur hún gert þjóðina fá- tækari en ella. Skömmtunarkerfið sem fylgir verðbólg- unni hefur á hinn bóginn leitt til eignatilfærslu í þjóð- félaginu frá þeim sem koma að lokuðum dyrum hjá skömmtunarstof nunum, til þeirra er eiga þar að greiðari aðgang. Verðbólgukrónurnar eru jafn verðlausar eftir sem áður. Og síst er það unga fólkið sem getur hagnýtt sér veilur skömmtunarkerfisins. Jónas H. Haralz bendir réttilega á það í athugasemd- um sínum að þjóðarf ramleiðsla hér á landi hef ur aukist talsvert hægar en i flestum öðrum löndum Evrópu. Ein aðalástæðan fyrir því er sú óhagkvæmni í f járfestingu og framleiðslu sem verðbólgan leiðir af sér. Jónas H. Haralz gerir ráð fyrir því að þjóðarf ramleiðsla á mann sé nú f jórðungi lægri en hún ella hefði verið ef verðbólg- an hefði verið lítil sem engin síðasta aldarf jórðung. Þetta er hrikaleg staðreynd. Og það er kórrétt hjá Jónasi H. Haralz, að við hefðum án verðbólgu getað veitt okkur mun meira í lífsgæðum en við nú gerum og á það bæði við um húsakost og einkaneyslu. Verðbólgan hef ur sannarlega gert okkur fátækari og hún hefur engum hjálpað. Föstudagur 17. febrúar 1978 , VISIR Eina konan sem starfar sem tœknimoður hjó íslenska útvarpinu er Gudrun Gardsjord, tæknimaður hjá útvarpinu, en hún er eina konan sem gegnir því starfi hjá stofnuninni. Visismynd: Björgvin Pálsson. Hlutverk verðjöf Flestir sérfróðir menn um efnahagsmál munu sammála um, að sé þjóðarbúskapur mjög háður einni atvinnugrein og mikl- ar sveiflur verði á tekjum af henni, annað hvort vegna breytinga á framleiðslumagni eða verðbreytinga að ekki sé talað um, ef hvort tveggja á sér stað, þá sé hætt við að það leiði til verðbólgu eða a.m.k. efli þá verð- bólgu sem fyrir kann að vera. Fá- ar þjóðir eru jafnháðar einni at- vinnugrein og við Islendingar sjávarútvegi. Við flytjum út um það bil tvo fimmtu þess, sem við framleiðum. Af þvi leiðir að verð- breytingar erlendis hafa mikil áhrif á þær tekjur sem þjóðin hef- ur hverju sinni til ráðstöfunar. Tvær einfaldar staðreyndir Vegna þess að um þrir fjórðu hlutar þess, sem þjóðin flytur út, eru sjávarafurðir en sjávarafli getur verið mjög breytilegur frá ári til árs, getur það einnig stuðlað mjög að þvi, að ráðstöfunartekjur þjóðarinnar breytist verulega frá einum tima til annars. Jafnframt þarf þjóðin að flytja inn um tvo fimmtu hluta þess sem hún notar til neyzlu og fjárfestingar. Veröbreytingar á innfluttum vörum hafa þvi veru- leg áhrif á verðlag innanlands. Þessareinföldu staðreyndir eru megineinkenni á efnahagslifi ts- lendinga. Þær valda þvi að þjóöarbúskapur íslendinga er ólikur þjóðarbúskap allra ná- grannaþjóða. Engin nálæg þjóð er jafnháð einum atvinnuvegi og við sjávarútvegi. Og hjá aðeins einni annarri þjóö í Vestur-Evrópu, Hollendingum er utanrikis- verzlun jafnmikil i hlutfalli við þjóðarframleiðslu og á sér stað hér á landi. Áður ollu sveiflurnar at- vinnuleysi nú verðbólgu Þessi einkenni islenzks efna- hagslifs hafa i för með sér marg- vislegan vanda i sambandi við stjórn efnahagsmála. Hér skal sérstaklega vikið að þeim vanda sem af þvi hlýzt hversu stór þátt- ur sjávarútvegur er i þjóðarbú- skapnum og hversu miklar sveiflur verða á tekjum af hon- um, bæði vegna br,eytilegra afla- bragða og breytinga á verðlagi erlendis. Þegar þvi er haldið fram, að þessar staðreyndir eigi verulegan þátt i verðbólgu und- anfarinna áratuga og ekki sizt Þing og þjóð Dr. Gylfi Þ. Gíslason segir að Verðjöfnunar- sjóði hafi verið mis- beitt síðan 1972 þannig að verðlagsþróun er- lendis hafi aukið verð- bólgu í landinu og sé þar um að ræða eina af mörgum orsökum verðbólgunnar, sem almenningur hafi gert sér óljósasta grein fyrir. siðari ára er eðlilegt, að þess sé minnzt að alla öldina hefur sjávarútvegur verið aðalatvinnu- vegur Islendinga og ávallt hafa orðið miklar sveiflur i tekjum af honum.En verðbólgan er þó ekki nema 35-40 ára gömul. Hvers vegna ollu sveiflurnar i sjávarút- vegi ekki verðbólgu fyrr á öld- inni? Skýringin er sú að þá ollu sveiflurnar fyrst og fremst breytingu á atvinnustigi. Afla- brestur, markaðsmissir eðaverð- fall á sjávarafurðum erlendis hafði i för með sér atvinnuleysi. A undanförnum áratugum hefur það verið meginmarkmið allra rikisstjóran á sviðiefnahagsmála að halda uppi fullri atvinnu og lengstum hefur þaö tekizt. Hins vegar hefur mönnum ekki verið það jafnljóst sem skyldi að i stað þess að valda atvinnuleysi hafa sveiflurnar valdið veröbólgu eða eflt hana. En hvert er i raun og veru sam- bandmilli sveiflnanna i sjávarút- veginum og verðbólgunnar? Þegar tekjur i sjávarútvegi auk- ast hvort sem það á rót sína að rekja til aflaaukningar eða verð- hækkunar erlendis aukast að sjálfsögðu tekjurallra þeirra sem við sjávarútveg starfa bæði út- gerðarmanna og sjómanna. Tekj- ur i þeim þjónustugreinum, sem vinna fyrir sjávarútveginn, auk- ast einnig. Fjárfesting I sjávarút- vegi er aukin. Það skapar enn nýjar tekjur. Og ekki getur hjá þvi farið að áhrif þessarar tekju- aukningar i aðalatvinnuvegi landsmanna breiðist út um efna- hagslifið. Það er góðæri. Þvi skyldu ekki tekjur annarra stétta aukast lika? Og fyrst fjár- festing er aukin i sjávarútvegi hvers vegna skyldi þá ekki lika auka fjárfestingu i iðnaði og land- búnaði? Ef fjárráð i þjóðarbúinu eru góð er þá ekki eðlilegt að auka opinberar framkvæmdir? Fyrst afli er góður eða viðskiptakjör hagstæð að ekki sé talað um, að hvort tveggja eigi sér stað, er ekki sjálfsagt að byggja fleiri sjúkrahús og skóla, leggja nýja vegi og byggja fleiri brýr? Peningatekjur vaxa meir en þjóðartekjur Ekki þarf annað en að lita til þróunar mála á allra siðustu ár- um, sem ættu að vera mönnum i fersku minni til þess að sjá að ein- mitt þetta hefur gerzt. Menn hafa talið góðæri i sjávarútvegi geta verið undirstöðu bæði aukinnar neyzlu og fjárfestingar. Tekjur þjóðarinnar i peningum hafa verið auknar meira en sem nam tekjunum af aflaaukningunni eða verðhækkuninni erlendis. Tekju- aukning þeirra stétta, sem ekki eru i beinum tengslum við sjávar- útveginn, hafa ekki verið dregnar frá tekjuaukningunni i sjávarút- vegi , heldur komið til viðbótar henni. Fjárfestingin á öðrum sviðum en i sjávarútvegi hefur ekki verið dregin frá fjár- festingarmöguleikum sjávarút- vegsins, heldur orðiö i viðbót viö hana. Heildartekjur þjóðarinnar i peningum hafa vaxið meira en nam raunverulegri aukningu þjóðartekna vegna aflaaukningar eða verðhækkunar. Krónunum sem menn vilja kaupa neyzluvör- ur eða fjárfestingarvörur fyrir fjölgar meira en varan eða þjón- ustan vex sem hægt er að kaupa fyrir þær. Þá þrýstist verðlagiö upp á við. Verðbólga skapast eða eykst.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.