Vísir - 17.02.1978, Blaðsíða 22
Föstudagur 17. febrúar 1978 VISIR
22
Suðramálið: j
BEÐIÐ EFTIR UTHLUTUNARGERÐ
UPPBOÐSRÉTTAR í HOLLANDI
„Þeii- menn sem gert hafa
kröfur til uppboðsréttarins i Rott-
erdam i llollandi, sem fer meö
mál Suöra, hafa nú fengiö allar
sinar kröfur viöurkenndar”,
sagði Ingólfur Ingólfsson for-
maður Farmanna- og fiski-
mannasamband tslands, þegar
Vísir spurði um hvað liði út-
borgun á kröfum þeim sem fyrr-
verandi skipverjar á Suöra hafa
gert til uppboðsréttarins. Þeir
liafa nú beðið i næstum eitt ár
eftir launum sinum, en Suðri var
Spjaldskrár
skápar!
HÖFUM TIL SÖLU
NOKKRA REMINGTON
SPJALDSKRÁRSKÁPA
Upplýsingar hjá verslunarstjóra
SVEINN EGILSSON HF
fOODHÚSINU SKEIFUNNIW SIMiaSIOO Rf VKJAVlK
kyrrsettur i Rotterdam og boðin
upp vegna kröfu frá enskum
banka. Uppboðsréttur hefur ekki
lokið störfum og þvi hefur ekki
verið unnt að ná út þeirri upphæð
sem skipverjar krefjast.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
einn þeirra lögfræðinga sem er
með mál skipverjánna, sagði i
samtali við Visi, að kröfur þeirra
næmu milli fimmtán og tuttugu
milljónum króna. Hann sagði að
þetta mál væri erfitt viðfangs,
vegna þess að kröfur á skipið
hefðu borist alls staðar að úr
heiminum. Þetta mál væri þvi
miklu umfangsmeira og erfiðara
en Austramálið, en skipið Austri
varboðiðupphérá landi. Eigandi
þess var Jón Franklin, sem einnig
átti Suðra.
Lifeyrissjóður sjómanna hafði
fariðfram á uppboð á Suðra, áður
en skipið lét úr höfn héðan og hélt
til HoUands þann 3. febrúar á
siðasta ári. Hins vegar var ekki
búið að ákveða uppboðsdag og þvi
varð ekki af uppboði.
„Uppboðsrétturinn i Rotter-
dam hefur ekki ennþá samið
úthlutunargerð á uppboðsand-
virði og þvi er málinu engan
veginn lokið ennþá”, sagði
Héðinn Finnbogason lög-
fræðingur hjá Tryggingarstofnun
Rikisins, þegar við inntum hann
eftir kröfu Lifeyrissjóðs
sjómanna I Suöra. Krafa lifeyris-
sjóðsins nemur um sjö milljónum
króna.
—KP
Dvalarheitnilið Höfði Akranesi. — Visismyndir: Sigurbjöm Guðmundsson.
Nýtt dvalarheimili tekið
i notkun á Akranesi:
Bœtir úr brýnni þörf
„Þessi aöstaða bætir úr brýnni
þörf og er miðað við það sem var
eins og hvitt og svart”, sagði
Gylfi Svavarsson forstöðumaður
hins nýja dvalarheimilis Höfða á
Akranesi i samtali við Visi en
dvalarheimilið var vigt á
dögunum.
Dvalarheimilið er i eigu
Akranesskaupstaðar og hrepp-
anna sunnan Skarðsheiðar.Vigsi-
una framkvæmdi Björn Jónsson
sóknarprestur á Akranesi en
ávörp fluttu forsvarsmenn
sveitafélaga er hlut eiga að máli
og Jóhann Ingibjartsson arkitekt
formaður byggingarnefndar. Að
sögn Gylfa, fluttust fyrstu vist-
menn inn I byrjun febrúar.
Heimilið er fyrir aldrað fólk en þó
eru möguleikar á þvi að taka á
móti öryrkum að einhverju leyti.
Sagði Gylfi að fyrsti áfangi
dvalarheimilisins sem nú hefði
verið tekinn i notkun væri full-
skipaður með 22 vistmönnum og
annar jafn stór áfangi yrði tekinn
i notkun i sumar. 1 dvaiar-
heimilinu eru 16 einstaklings-
ibúðir 28 fermetrar að stærð óg 3
hjónaibúðir. Gert er ráð fyrir
góðu rými fyrir vinnu- og tóm-
stundaaðstöðu fyrir vistmenn, en
hún er ekki komin I gagniðennþá.
—KS
IÚGÓSUTÍA
í Þórskaffi sunnudaginn 19. febrúar kl. 19-1.00. Júgóslavneskir
hátíðarréttir. Ferðakynning og litkvikmynd, þjóðdansar, ásadans
með glœsilegum ferðavinning, bingó með þremur ferða-
vinningum til Júgóslavíu.
Þeir matargestir sem koma fyrir kl. 20.00 verða sjálfkrafa
þátttakendur í ferðahappdrcetti og fá ókeypis lystauka. Hljóm-
sveitin Galdrakarlar, stjórnandinn Magnús Axelsson og starfsfólk
okkar munu leggjast á eitt til að kynna gestum dásemdir þessa
vinsœla ferðamannalands.
Borðapantanir í síma 2 33 33 kl. 16-19 daglega.
ISamvinnu- H LANDSÝN
ferúir — - -
AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077
SKOLAVORÐUSTIG 16
SÍMI28899
Gestir og vistmenn við vlgslu heimilisins.
_______SALURINN
□aihatsu Ármúla 23 - Sími 81733
Seljum í dag og nœstu daga
Toyota Mark II árg. 1973 De luxe
Toyota Mark II árg. 1974 De luxe
Toyota Crown árg. 1972 4ra cylindra
Toyota Crown árg. 1970 6 cylindra
Allar upplýsingar i síma 81733
□ÁIHATSU
salurinn - Ármúla 23 • Simi 81733